Morgunblaðið - 17.11.1937, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagnr 17. nór. 1937.
Halifax farinn til Berlín:
„Fyrir áeggjan" tekur
Hitler á móti honum
Italir hræddir við
bresk-þýska
vináttu
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
Það hefir komið á daginn, að Hitler ætl-
aði að neita að taka á móti Halifax
lávarði eftir að greinin í „Evening
Standard“ hafði verið birt. Fyrir áeggjan stiltari
manna hvarf Hitler þó frá þessari ákvörðun.
Það hefir einnig komið fram, að Hitler leyfði
að hið harðorða svar þýsku frjettastofanna yrði
birt, án þess að eiga nokkurt tal um það við þýska
utanríkismálaráðuneytið.
Halifax Iávarður er nú lagður af stað til Berlínar og
er vœntanlegur þangað í fyrramálið. Hann mun eiga tal
við von Neurath, utanríkismálaráðherra, og Göring, og
á föstudaginn er gert ráð fjrrir að hann gangi á fund
Hitlers.
Frá Halifax til Haldane.
I dag kveður við annan tón í þýskum blöðum og telja þau
að heimsókn Halifax lávarðar muni hafa heimssögulega þýð-
ingu og líkja henni við það, er Haldane lávarður fór til Berlín
árið 1912.
(Haldane var þá lordkanslari og erindi hans til Berlín
jvar að ná samningum við Þjóðverja um vígbúnað á sjó, en á-
rangur af för hans varð þó enginn).
Þýsk blöð gera þó ráð
fyrir betri árangri að þessu
sinni „þar eð horfurnar
sjeu aðrar (og betri) nú
en þá, í sambúð Breta og
Þjóðverja".
„Engin hætta“.
Rauði þráðurinn í skrifum
þýskra blaða er á þá leið, að
Bretar þurfi ekki (eins og
1912) að óttast að breska
heimsveldinu stafi hætta af
Þjóðverjum. Bretar óttast ekki
framar árás af hálfu Þjóðverja,
heldur bera þeir kvíðboga út
af ástandinu í Miðjarðarhafi,
Suezskurðinum, Gibraltar,
Singapore og Hong-Kong.
Þjóðverjar eru fúsir til að
viðurkenna f 1 o ta v e 1 d i
Breta, en halda því jafn-
framt fram, að Bretar
verði að viðurkenna yfir-
burði Þjóðverja á megin-
Iandi Evrópu.
Ötti ítala.
„Daily Telegraph“ skýrir frá
því, að ítalir sjeu tortryggnir út
af ferðalagi Halifax og telja að
árangurinn kunni að verða að
kraft dragi úr Berlín-Róm öx-
.ulinum, ef samkomulag tekst
með Bretum og Þjóðverjum.
Undirtektir undir ferðalag
Halifax í breskum blöðum eru
góðar, þótt ekki gæti mikillar
bjartsýni, en frönsk blöð gera
sjer yfirleitt litlar vonir um á-
rangur af förinni.
Ekki opinber.
London 16. nóv. F.Ú.
Áður en Halifax lávarður
lagði af stað síðdegis í dag til
Berlínar, átti hann viðræ^ur við
Anthony Eden utanríkismála-
ráðherra. Ribbentrop, sendi-
herra Þjóðverja í London,
kvaddi Halifax á járnbrautar-
stöðinni.
Halifax lávarður ferðast einn
síns liðs, þar sem hann fer ekki
í opinbera heimsókn.
Samt sem áður verður gefin
út skýrsla um viðræður hans
við Hitler, og stjórnir Frakk-
lands og Italíu verða látnar
fylgjast m‘eð því, sem þeim fer
á milli.
FRAKKAR FARA
LÍKA Á KREIK.
London í gær. FU.
elbos utanríkismálaráðherra
Frakklands leggar af stað
innan skamms í ferð til Póllands,
Rúmeníu, Búlgaríu og Tjekkó-
slóvakíu. Hann gerir ráð fyrir að
dvelja tvo eða þrjá daga í höfuð-
borg hvers lands fyrir sig, og hafa
tal af stjórnmálalegum leiðtogum
þessara ríkja.
Togarinn Vörður kom til Pet-
reksfjarðar kl. 6 í gærmorgun
með brotna skrúfu. Var skipið að
veiðum út af Dýrafirði í fyrra-
dag þegar óhapp þetta vildi til og
komst aðeins með mjög lítilli ferð
til lands. Brotnuðu þrjú af fjór-
nm blöðum skrúfunnar. (FÚ.).
Mikilvæg opinber
heimsókn Belgíu-
konungs til London
Leopold konungur.
London í gær. FÚ.
Leopold Belgíukonungur kom
til Englands í dag í opinbera
heimsókn. Hertoginn af Gloucest-
er fór til móts við hann og fylgdi
honum til London, en þar tóku á
móti honum ,Georg konungur og
aðrir meðlimir bresku konungs-
fjölskyldunnar, og Chamberlain
forsætisráðherra Bretlands.
Leopold ltonungur er gestur
bresku konungshjónanna í Buck-
inghamhöll.
EUWE VINNUR.
Khöfn í gær. FÚ.
Seytjánda kappskák þeirra dr.
Euwe og dr. Aljeehin er lokið
og vann dr. Euwe skákina í fjöru-
tíu leikjum. Hefir hann nú 7%
vinning, en dr. Aljechin 9y%
BOTTEN SOOT
OG REYKJAVÍK.
Khöfn í gær. FÚ.
rú Botten Soot er komin til
Osló og hefir átt tal við
blöð um för sína til íslands. Ber
hún íslendingum ákaflega vel
söguna, og rómar mjög gestrisni
þeirra. Þá telur hún og að sjer
hafi komið það mjög á óvart hve
nýtísku bær Reykjavík er.
Harald Stormoen, einn frægasti
leikari Norðmanna, andaðist í dag.
Ein vildi skilnað ....
Osló í gær.
aður nokkur í Þrændalög-
um hefir reynst sekur um
fjölkvæni. Hann hafði gengið að
eiga þrjár konur og bjó með þeim
til skiftis.
Ein þeirra er í Þrændalögum,
önnur í Suður-Noregi og sú þriðja
í Norður-Noregi. Sök mannsins
sannaðist, er ein eiginkvenna hans
fór fram á skilnað. (NRP. — FB.).
f...—Flugslys í Belgiu • niimimiiiiiiinimG
I Ellefu manns farast I
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN í GÆ3R.
| I / ristján hertogi af Hessen, þrjár dætur hans og einn |
| Jy sonur fórust ásamt sex öðrum mönnum í flugslysi, |
| sem varð í Ostende í Belgíu í dag. Flugvjelin var belgisk og |
| fórust allir sem í henni voru, ellefu manns.
Hertoginn var á Ieið frá Frankfurt til London, til þess |
§ að sitja brúðkaup sonar síns, Ludwigs, sem starfar við |
| þýsku sendisveitina í London.
Niðadimm þoka var í Ostende og vildi slysið til á þann |
| hátt, að flugvjelin rakst á reykháf á veVksmiðju einni, og |
| hrapaði til jarðar. •
Það er álitið (skv. F.Ú.) að hún hafi ætlað að lenda í |
| Ostende. =
líiiiiiiiiiiiiiiiiHniiiiiiiiuimiiimtiiiiimiiiiiHiHinmiiniiiMiiiiiiiinimHmimiinimmmimiNninuRinimmwiiniiimiiiiHul
Brottflutningur
sjálfboDaliða
getur nú haflst
Rússar samþykkja
bresku tillögurnar
Afundi undirnefndar hlutleys-
isnefndarixlnar í London í
dag lýsti Maisky, fulltrúi Rússa,
yfir því, að stjórn Sovjet-Rúss-
lands samþykti tillögur Breta um
brottflutning útlendinga frá Spáni
skilyrðislaust.
Með því hafa þeir fallið frá
þeirri kröfiul sinni, að Franco
yrði ekki veitt hernaðarrjett-
indi fyr en búið væri að kalla
alla sjálboðaliða heim frá
Spáni. En fulltrúi ftala hafði
lýst yfir því, að ef Rússar
fellu ekki frá þessari kröfn
teldu ítalir sig ekki lengur
bundna við samþykt sína á
bresku tillögunum.
Yfirlýsing Maisky.
London í gær. FÚ.
Á fundinum í dag sagði Maisky
að stjóm Sovjet-Rússlands hyrfi
frá fyrir andstöðu sinni gegn
bresku tillögunum, sem samþyktar
voru á fundi hlutleysisnefndarinn-
ar 4. nóv., og væri fús til að láta
merkingu þeirra orða, sem fjalla
um það hve mikinn hluta erlendra
sjálfboðaliða skuli flytja burtu áð-
ur en hernaðarrjettindi verða
veitt, liggja milli hlrnta þar til
þar að kemur.
Fundur undirnefndarinnar í dag
var haldinn til þess að athuga
skýrslur sjerfræðinganefndanna
um ráðstafanir sem lúta að fram-
kvæmd á brottflutningi erlendra
sjálfboðaliða á Spáni, og auknu
eftirliti við strendur og landamæri
Spánar.
í gær var dregið hjá lögmanni
í happdrætti Ferðafjelags íslands
og komu upp þessi númer: 3973
ferð til Hull og Hamborgar og
heim, 776 ferð til Kaupmanna-
hafnar og heim, 1818 ferð kring-
um land, 1475 útvarpstæki, 3444
ársmiði í Happdrætti Háskóla ís-
lands. Kr. Ó. Skagfjðrð afhendir
vinningana.
Á 40 klst., 13 mín.
frá Londontil
Suður-Afríku
London í gær. FÚ.
reskur flugforingi, að nafni
Clouston, hefir flogið frá
London til Johannesburg í Suður-
Afríku á 40 klukkustundum og 13
mínútum og er það nýtt met á
þessari leið. í för með honum er
flugkoua að nafni Betty Kirby
Green.
Sarrivinna
Norðurlanda
Frá Norræna
fjelaginu
Norrænu fjelögin á ðllnna
Norðurlöndum hafa nýlega
skipað eina sameiginlega nefnd,
sem á að athuga að hve miklm
leyti samvinna eigi sjer ata8, e8a
sje möguleg á milli hinna ýmam
fjelaga og fjelagasamtaka á Norð-
urlöndum. Fjelag hvers lands hef-
ir kosið einn mann í nefndima.
Fnlltrúi íslandsdeildarinnar var
kosinn Guðlaugur Rósinkrana rtfc-
ari Norræna fjelagsins.
Nýlega hefir, einnig a8 tilhlnt-
un Norræna fjelagsins, verið ko»-
in nefnd, sem á að hafa með hönd-
um háskólakennara- og stúdenta-
skifti milli háskólanna á Norð-
urlöndum. Samskonar nefndir eru
starfandi í hinum löndunum. í
íslensku nefndina voru kosnir,
sem fulltrúar Háskólans prófess-
oramir Alexander Jóhannesson,
Ágúst H. Bjarnason og Níels
Dungal, sem fulltrúi Stúdenta-
ráðsins Albert Sigurðsson formað-
ur Upplýsingaskrifstofu stúdenta
og sem fulltrúi Norræna fjelags-
ins Guðlaugur Rósinkran* yfir-
kennari, ritari þess. Nefndin hef-
ir haldið einn fund og kosið sjer
formann og ritara. Formaður var
kosinn Níels Dungal rektor Há-
skólans, en ritari Guðlaugur Rós-
inkranz. Nefndin hefir þegar gert
nokkrar tillögur til hinna há-
skólanefndanna um' tilhögun á
væntanlegum skiptum.
Bninasamskotin: Ónefndnr 1
kr., ónefndur 10 kr., S. 10 kr., S.
J. 3 kr.