Morgunblaðið - 17.11.1937, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. nóv. 1937.
MORGUNBLAUIÐ £
___________JPlorigtmBIa&tft •
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
Ritstjörar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmaBur).
Auglýsingar: Árnl 6la.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuöi.
í lausasölu: 15 aura eintakiC — 25 aura meC Lesbók.
HATRIÐ Á HÁSKÓLANUM
J
I
Y
V
SÍÐARI GREIN
Y
Y
f
‘í*
Daglegt líf á stærsta
fiskmarkaði
heimsins
Haraldur Guðmundsson hef-
ir lagt óslökkvandi hat-
ur á Háskóla íslands. Fram-
koma hans í garð þessarar
.-æðstu menningarstofnunar þjóð
arinnar hefir stungið í stúf við
framkomu hans að ýmsu öðru
leyti. Yfirleitt temur Haraldur
sjer býsna virðulega háttu. En
þegar Háskólinn er annarsveg-
ar, sjer hann rautt. I fyrra
haust hljóp hann eftirminnilega
.á sig við Háskólasetningu. Hann
Varð fyrir því óláni, að hlegið
var að honum um þvert og
endilangt Island.
Hatur Haralds á Háskólan-
.um er í fljótu bragði alveg ó-
skiljanlegt. En alt hefir sínar
sálfræðilegu skýringar. Nú á
tímum er mikið talað um van-
máttartilfinningu. Ein tegund
Jjeirrar tilfinningar er altíð með-
al velgefinna og námfúsra
manna, sem í æsku hafa ekki
fengið mentaþorsta sínum full-
nægjandi svölun. Þeir fyllast
óviðráðanlegri beiskju í garð
þeirra, sem betur eru settir í
þessum efnum. Af slíkum
toga eru t. d. spunnar þær þrá-
látu og fáránlegu árásir á
háskólagengna menn, sem
allir kannast við.
Þegar Haraldur tekur að sjer
;æðstu stjórn Háskóla Islands
er hann, sennilega sjer óafvit-
andi, fullur af hleypidómum í
garð þeirrar stofnunar, sem
þjóðin trúir honum fyrir. í
stað þess að auka veg þeirrar
stofnunar, svo sem skylda hans
hauð, snýst öll viðleitni hans að
því, að niðurlægja hana sem
mest og setja sjálfan sig á há-
an hest. Sú viðureign endaði
með því í fyrrahaust, að Har-
aldur varð sjer til þeirrar mink
tmnar, að honum getur ekki úr
minni liðið.
Við þetta verður beiskjan og
hleypidómarnir, sem fyrir
voru, að óviðráðanlegu, ó-
slökkvandi hatri. Haraldur
finnur að hann þarf að rjetta
hlut sinn gagnvart Háskólan-
-um. Og hann ætlar að gera það
með því, að hefna sín á Háskól-
anum. Þær hefndir eru með
þeim hætti, að þó að Haraldi
hafi að vísu tekist að koma
smánarbletti á nafn Háskól-
ans og þjóðarinnar í bráð, þá
hefir hann umfram alt klínt
óafmáanlegum smánarbletti á
.sitt eigið nafn — í bráð og
Jengd!
Málgagn Haralds Guð-
mundssonar segir, að hinn
sænski prófessor Nygren, sje
„heimskunnur'1. Þótt gert væri
ráð fyrir þessu, þá stoðar það
ákaflega lítið. Við Islendingar
erum hættir að trúa á páfann.
Og við höfum enga ástæðu til
að trúa á óskeikulleik prófess-
ors Nygrens, frekar en annara
þektra prófessora nágranna-
landanna. Prófessor Nygren er
vafalaust „heimskunnur“ á
sama hátt og danski prófessor-
inn Mosbech. Yfirleitt er það
svo í nágrannalöndunum, að
ekki veljast aðrir menn til há-
skólakennara en þeir, sem get-
ið hafa sjer orðstír fyrir ein-
hver vísindaleg afrek.
Það er þess vegna beinlínis
hlægilegt, að reyna til að gera
þennan eina mann að slíku of-
urmenni, að dómur hans vegi
þyngra en dómur annara fimm,
þar á meðal fjögra þektustu
guðfræðinga íslands, . að ó-
gleymdum hinum „heims-
kunna“ danska prófessor. Þetta
er svo auðsætt mál, að jafn-
vel Alþýðublaðið taldi það frá-
leitt í fyrradag, að dómur
þessa eina manns gæti haft
nokkur áhrif á endanlega ráð-
stöfun embættisins. Enda er það
áreiðanlega merkilegasta yfir-
mat, sem^sögur fara af, að einn
maður sje látinn hnekkja áliti
5 manna dóms!
Haraldur Guðmundsson er
þannig kominn út á svo hálan
ís, að jafnvel hans eigin blað
tók fyrirfram afstöðu gegn
honum. Mentamálaráðherrann
hefir hjer farið inn á þá braut,
að gera æðstu mentastofnun
þjóðarinnar ómerka frammi
fyrir erlendum þjóðum. Með
því hefir hann sett íslensku
þjóðina í gapastokk í augum
umheimsins. Slíkt athæfi er
fordæmt af öllum þeim, sem
nokkra tilfinningu hafa fyrir
íslenskum þjóðarmetnaði. Har-
aldur Guðmundsson mun sanna
það, að í hans eigin flokki er
fjöldi manna, sem hefir svo
heilbrigða tilfinningu fyrir því,
sem snýr að metnaði landsins
út á við, að þeir munu kunna
honum fulla óþökk fyrir þetta
seinasta og svívirðilegasta til-
tæki hans. Slíkar „utanstefnur”
haldast engum manni uppi,
svo lengi sem þjóðin kann að
meta heiður sinn og sjálfstæði.
Innlendur Háskóli var í aug-
um Jóns Sigurðssonar kórónan
á sjálfstæðisviðleitni Islendinga.
Þeir menn, sem draga slíkan
dýrgrip í sorpið til þess að
svala persónulegum tilfinning-
um sínum, tryggja sjer máske
þar með sess í sögunni. En ekki
þann sess sem öfundsverður er.
GUNNAR GUNNARSSON.
aupmannahafnarblöðin
„Berlinske Tidende“ og
„Social Demokraten“ hafa bæði
flutt mjög lofsamlega ritdóma
um síðustu bók Gunnars Gunn-
arssonar skálds „Advent“, og
eru sammála um, að telja hana
hátind rithöfundaferils Gunn-
ars, það sem komið sje. Ber-
lingske Tidende leggur til að
bókin verði lesin í dönskum
skólum sem sýnishorn þeirra
bókmenta, sem liggi eftir ís-
lenska höfunda. (F.Ú).
Markaðssvæðið er tæp
ensk míla á lengd —
eða um 1500 metrar. Það er
yfirbygt með risbaki. er
hvílir á timburstoðum. Lang
ve^gur, eða bil, er undir
beirri hliðinni, sem snýr að
landi — og eins má loka
markaðinum til beggja
enda, og: er bá aðeins opin
sú hliðin, sem að dokkinni
snýr.
Innan þessara takmarka efnis-
heimsins heyja tvö hundruð og
fimmtíu fiskikaupmenn sína þrot-
lausu baráttu á stærsta fiskmark-
aði heimsins í trausti þess, að senn
m'uni þeir græða það mikið fje, að
þeir sjálfir, og niðjar þeirra allir,
geti áhyggjulausir setið við arin-
eldinn og drukkið öl um aldir
alda! En hver er búinn að græða
nóg? Enginn fiskkaupmanna í
Hull hagnaðist svo mikið á kaup-
unum í dag, að hann láti undir
höfuð leggjast að græða meira á
morgun. Og á morgun tapar hann
ef til vill öllu, sem hann græddi
í dag, og líka þessu lítilræði, sem
hann hagnaðist í gær og fyrradag
— þrátt fyrir öll sín klókindi og
sjerþekkingu til málanna.
Fiskkaupmennirnir eru árrisulir
og miklir símaníðingar. Innan á
markaðsþilinu er komið fyrir
símaklefum — einskonar prívat-
vígi fyrir kaupmennina, sem hver
hefir sinn afmarkaða bás á mark-
aðinum. Úr þessum klefum og af
skrifstofum er hringt fram og aft-
ur allan liðlangan morguninn til
að spyrjast fyrir um sölumögu-
leikana. I öllum þessum klefum
endurtekur sig sama skvaldrið
með sama orðalaginu — eða, sem
næst því á þessa leið:
„Mr. N. N. speeking — good
morning, Sir“. Svo kemur einhver
setning, sem óhjákvæmilega hlýt-
ur að enda á niðurstöðuorðunum:
.... you see.
Og þannig enda allar setningar
samtalið á enda, hversu erfiðlega
sem viðkomandi manni gengur að
0W*
oooooooooooo
Eftir S. B.
oooooooooooo
botna í öllum þessum skelfingum
sem yfir hann dynja. Kveðjan er:
So long — ný hringing og aftur
N. N. speeking.
Aður en fisksalan hefst á mark-
aðinum hafa kaupmennirnir á-
kveðið hvað hæfilegt muni vera að
kaupa fyrir í dag. London er úr-
slitadómurinn í öllum þessum elt-
ingarleik mannsheilans við dauð-
ann og frosinn fiskinn. Vanti
London fisk er útlit fyrir háan
markað — en sjeu þar nægar fisk-
byrgðir horfir málið öðruvísi við.
Stundum kemur það fyrir að
London á svo mikinn fiskforða,
að hún getur hjálpað og endur-
sent birgðir til smærri fisksölu-
bæja úti um land, svo að þeir
geti satt fiskhungur viðskiftavina
sinna heimafyrir.
1 þjónustu þessara 250 fisk-
kaupmanna, sem æða enn um
markaðinn í hvítum sloppum með
bólgnar og blákaldar hendur, af
stöðugu þukli á fiskinum, milli
þess, sem þeir tala í símann, hafa
í þjónustu sinni fjölda verka-
manna og unglingspilta, eða sem
svarar 5 mönnum á hvern kaup-
manna, svo frá kaupendanna hálfu
eru á markaðinum um 1500 manns.
Þessir starfsmenn draga saman á
einn stað, það sem þeir kaupa,
flaka fisk, leggja í ís, vefja í
pappír, negla yfir kassa og merkja
sendingar og selfæra þær loks inn
í vöruflutningalestina, sem bíður
á sporinu hinum megin við mark-
aðsþilið. Óðar og búið er að hlaða
vagnana renna þeir á stað og
aldrei framar, í lífi eða dauða,
kemur viðkomandi fiskur aftur
inn á fiskmarkaðinn í Hull! —
Önnur lest rennur inn á sporin —
og bíður. Járnbrautarfjelagið hef-
ir einkarjett á brottflutningi
fiskjarins til neytendastöðvanna
úti una land.
*
Að aflíðandi liádegi er búið að
flytja allan fiskinn af markaðin-
um og togararnir hafa flutt sig
undir kolakranana hinum meginn
í dokkinni. Luxus-bifreiðaröðin á
bílastæðinu innan við íslands-
markaðinn þynnist óðum — og
loks þýtuí sá síðasti á stað, og
hverfur. Þetta voru einkabílar
hinna betur fjáðu kaupmanna. Á
markaðinum er nú eftir strjáling-
ur af unglingspiltum, sem eru að
þvo upp stampa, stafla þeim og
liagræða öllu á básum húsbænda
sinna. Þessir önnum köfnu vatns-
austurssveinar fá illa launað mik-
ið verk. Sumir fá sáralítið kaup,
eða jafnvel ekkert, því þeir eru
að búa sig undir að vera sjálfir
fiskkaupmenn — ef guð lofar.
En meðan þessir krókloppnu
unglingar eru að ljúka sínu dags-
verki, og óp markaðsins og um-
ferð er að deyja út, bíður fjöldi
manns utan við skrifstofur út-
gerðarmannanna í hiisasiindunum
milli gömlu tígulsteinakumbald-
anna. Þetta eru skipverjar af tog-
urunum, sem lönduðu í morgun.
Þeir eru að „gera upp“ fyrir síð-
asta „túr“. Hver einstök veiðiferð
er gerð upp og skipsmönnum gold-
ið kaup frá því stigið er á skips-
fjöl og þangað til lagst er við
ðryggjw- Ekkert landgöngukaup,
ekkert mánaðarkaup — og engin
miskunn.
Og ef við staðnæmumst aftur
við gamla, ólundarlega skiltið og
virðum fyrir okkur öll þ'össi
þreytulegu andlit og reifuðu hend-
ur, þá hljótum við að sannfærast
um það, að fiskveiðarnar hafa
sínar skuggahliðar — að allir
þessir menn geta tileinkað sjer
orð auglýsingarinnar og sagt:
Fish is our business!
Og þess vegna erum við hjer.
Barnablaðið „Æskan“, nóvem-
berheftið, er komið út og er fjöl-
breytt og skemtilegt að vanda.
Á forsíðu er falleg mynd af lömb-
um, sem eru að koma af fjalli.
Best að auglýsa í
Morgunblaðinu.
Heiður Englands
Þessi mynd er af Erroll Flynn í kvikmyndinni „Heiður Eng-
lands“, sem Nýja Bíó sýnir þessa dagana. Myndin hefir verið sýnd
undanfarna daga í Nýja Bíó við mikla aðsókn og hrifningu.