Morgunblaðið - 04.12.1937, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. des. 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Dósentsfrumvarpið rætt á Alþingi
Frumvarpið er vantraust
á kenslumálaráðherra
450 manns
f atvinnubóta-
vinnu
Brjef Haralds
sem ekki hefir
komið fram
Abæjarráðsfundi
í gærkvöldi var
•amþykt að f jölga verka
mönnum í atvinnubóta-
yinnunni þannig, að 450
menn alls fái vinnu frá
næstk. fimtudegi, að
(meðtöldum 50 einhleyp-
um mönnum, en að því
■tilskildu, að ríkissjóður
greiði með aukafjár-
framlagi kostnað við
vinnu 75 manna, auk
þeirra sem nú vinna fyr-
ir ríkissjóð.
Verða þá í vinnunni 242
verkamenn fyrir reikning bæj-
arsjóðs, 158 fyrir reikning rík-
issjóðs og í ríkissjóðsvinnu og
svo 50 einhleypir menn fyrir
sameiginlegan reikning ríkis- og
bæjarsjóðs svo sem verið hefir
undanfarið.
Brjef Haraldar Guðmunds-
sonar til borgarstjóra um fjár-
framlag úr ríkissjóði til atvinnu
bóta, sem birt var í Alþbl. í
gær, var ekki komið til borg-
arstjóraskrifstofunnar og ekki
heldur í pósthólf hennar, þeg-
ar bæjarráðsfundurinn var
haldinn.
Væntanlega getur Alþbl. skil-
að ráðherra brjefinu og hann
komið því áleiðis til borgar-
stjóra í dag.
Verkefni Haralds
Guðmundssonar.
f öllu þvaðri Alþýðublaðsins í
gær, um atvinnubótamálin, er
þessi sjerkennilega setning:
„En verkefni atvinnumálaráð-
herra er auðvitað ekki annað og
getnr ekki verið annað en að miðla
hinn áætlaða atvinnubótafje milli
kanpstaðanna, þar sem atvinnn-
leysið er“.
Til bæjarstjórnar Reykjavíkur
eru nú og altaf gerðar kröfur um
að verja til atvinnubóta meira fje,
en áætlað er í fjárhagsáætlun
bæjarins og bæjarstjórnin hefir
nú, sem áður litið meira á at-
vinnuþörfina, en hitt, að fylgja
*ákvæmlega fjárhagsáætluninni. í
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Hann er for-
sætisráðherra
Kínverja
hersins og hefir falið dr. Kung
fyrrum fjármálaráðherra að gegna
embætti forsætisráðherra.
Bíll ekur á
hjólreiðamann
Hjólreiðamaður slasaðist í
fyrrakvöld á gatnamótum
Mímisvegar og Preyjugötu, er
árekstur varð milli hans og bíls.
Maðurinn, sem slasaðist, heitir
Gestur Gunnlaugsson, Ilallveigar-
stíg 10. Var hann fluttur á Land-
spítalann og kom þá í ljós, að
meiðsli hans voru ekki hættuleg.
Má teljast sjerstök hepni að
ekki lilaust stórslys af þessuin á-
rekstri því annað framhjól bíls-
ins fór yfir hjólreiðamanninn.
FROSTHÖRKUR
í DANMÖRKU.
Kalundborg í gær. FÚ.
Danmörku eru víða óvenjuleg-
ar hörkur í dag, frost með
mikilli snjókomu.
Veðurfregnii' spá hríðarveðri
um alt land og er búist við að
erfiðleikar kunni að verða á því
að halda uppi samgöngum á veg-
um.
HLUTLEYSI ÍTALA.
London 3. des. F.Ú.
IRóm var tilkynt í dag, að
ítalskir flugmenn á Spáni
hefðu skotið niður 455 flugvjel-
ar fyrir spönsku stjórninni frá
því að styrjöldin hófst.
Ennfremur var tilkynt, að 35
ítalskir flugmenn hefðu látið
lífið á Spáni.
„Spyrjum að
leikslokum“ segir
ráðherrann
Dósentsfrumvarpið, sem veitir síra
Birni Magnússyni kenslu- og próf-
rjettindi við guðfræðideild Háskól-
ans kom loks til 1. umræðu í neðri deild í gær.
„Við spyrjum að leikslokum“, sagði Haraldur
Guðmundsson kenslumálaráðherra, þegar honum
var á það bent, að frumvarp þetta væri blákalt
vantraust á hans hneykslanlegu framkomu í garð
Háskólans.
Kenslumálaráðherrann ljet sjer sæma í umræðunum, að
fara hinum svívirðilegustu orðum um dómnefndina, sem
dæmdi í samkepninni um dósentsembætti guðfræðideildar,
sagði að nefndin hefði „níðst á einum keppendanna, Sigurði
Einarssyni"!
Hjer verður skýrt frá því
helsta, sem fram kom í um-
ræðunum, en vegna rúmleysis
verður að fara fljótt yfir sögu.
Sveinbjörn Högnason, fyrri
flutningsmaður, tók fyrst til
máls. Hann kvað frumvarpið
flutt að tilhlutun Framsóknar-
flokksins. Það væri mjög auð-
skilið bæði að formi og efni.
Innihaldið væri þetta tvent: 1)
að girða fyrir óþægindi, er að
því hlytist fyrir stúdenta,
kennaraskifti verða á miðju
kensluári. Nú hefði síra Björn
Magnússon verið fyrirvaialaust
sviftur kenslu við guðfræði-
deildina, og ætti með frumvarp-
inu að koma í veg fyrir óþæg-
indi, sem af því hlytust. 2) Ann
að aðalefni frumvarpsins væri
það, að tryggja Háskólanum
aukna og betri starfskrafta í
framtíðinni. Háskólinn fengi nú
brátt aukið húsnæði og bætt
skilyrði, og þá væri nauðsyn-
legt að hann gæti átt völ á
auknum starfskröftum.
Kenslumálaráðherra Harald-
ur Guðmundsson, kvaðst ekki
geta mælt með samþykt frum-
varpsins, eins og frá því væri
gengið. Háskóladeild væri hjer
veitt vald til að kveðja menn
til kenslu, án samþykkis ráð-
herra. Laun ættu þessir menn
sennilega að fá úr ríkissjóði
og væri því fjárveitingavaldið
raunverulega tekið af Alþingi.
Hinsvegar kvaðst ráðherra
sammála því, að nauðsyn bæri
til að endurskoða reglugerð
Háskólans, og hefði hann nú
hafist handa í þessu efni.
En þótt flutningsmaður hefði
algerlega rætt málið frá þess-
ari hlið, væri hitt víst, að aðal-
tilgangur frumvarpsins væri sá,
að tryggja það, að síra Björn
Magnússon þyrfti ekki að
hverfa frá Háskólanum. — Jeg
játa, sagði H. G., að síra B. M.
er nokkur vorkun, því að hann
hefir ekki búist við þeim úr-
slitum, sem r.ú eru kunn; hann
mun hafa einblínt á niðurstöðu
FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU.
FULLVELDISHÁTÍÐ
SJÁLFSTÆÐISMANNA
Á AKRANESI.
Sjálfstæðisfjelag Akraness helt
fullveldishátíð 30. f. m.
Samkoman hófst með sameigin-
legri kaffidrykkju í stærsta sam-
komuhúsi staðarins, bíóhúsinn.
Strax er skemtunin hófst var
orðið svo fjölment á henni að allir
gátu ekki komist að kaffisam-
drykkjunni í einu.
Formaður fjelagsins, Jón Árna-
son, setti samkomuna með stuttiri
ræðu. Jóhann Guðnason mælti því
næst nokkur orð til minningar um
Magnús heit. Guðmundsson. Að
því loknu heldu þeir Jóliann G.
Möller og Jóhann Hafstein ræður
við ágætar undirtektir. Ennfrem-
ur tóku til máls Sveinn Guðmunds
son fyrv. hreppstjóri og Petrea
Jónsdóttir. Því næst söng Hjalti
Bjarnason einsöng. Næst var sýnd
kvikmynd og loks var dans stig-
inn fram undir morgun.
Samkomunni barst skeyti frá
þingmanni kjördæmisins, Pjetri
Ottesen, sem vegna sjerstakra á-
stæðna gát ekki verið viðstaddur.
Um 300 manns sóttui samkom-
una, sem fór hið besta fram í alla
staði og ríkti mikill áhugi meðal
samkomugesta fyrir Sjálfstæðis-
stefnunni, sem sýnir að strand-
högg þau, sem rauðu flokkarnir
hafa reynt að gera á Akranesi,
hafa ekki komið þeim að neinu
haldi.
Þá er auður
i hvers manns
garði!
Stjórnarflokkarnir
oo Reykjavík
Prjú mál voru til umræðu í
E.d. í gær.
Frumvarp um jöfnunarsjóð
var til 2. umræðu. Voru nokkr-
ar breytingartillögur frá Brynj-
ólfi Bjarnasyni og körpuðu þeir
um þær, flutningsmaður og Ing-
var og Bernharð. Voru þær all-
ar feldar. Magnús Jónsson lýsti
því, að frumvarpið gengi út á,
að taka enn fje af Reykjavík,
en sjeð væri vandlega fyrir því,
að enginn eyri kæmi þangað
aftur, að minsta kosti ekki
fyrstu árin. Páll Z. kvað enga
þörf á því. Reykjavík væri svo
vel stæð og útsvör þar hlut-
fallslega lægst. Benti M. J. þá
á það, að við annan tón kvæði
venjulega um kosningar. Þá
ætti hjer alt að vera á hausn-
um vegna óstjórnar Sjálfstæðis-
manna. En þegar fje þyrfti að
fá, þá væri fjeð sótt hingað og
talað um auð í hvers manns
garði.
Þá var lokið annari umræðu
um klauflaxinn nýja, og fór
hann til 3. umr.
Loks var 2. umræða um nýju
gjaldeyrislögin. Mælti Magnús
Jónsson fyrir breytingartillög-
um sínum og lýsti frumvarp-
inu alment. Fjármálaráðherra
mælti og með breyt., sem hann
hefir borið fram um það, að af-
nema aftur ákvæðið um frjáls-
an gjaldeyri fyrir útgerðar-
menn til kaupa á vörum til út-
gerðarinnar, og þá um leið móti
brt. M. J. um frjálsan gjald-
eyri til greiðslu endurtrygging-
ariðgjalda.
Ræddu þeir einkum um það
ákvæði þessara laga, þar sem
banna á mönnum að fara til út-
landa nema með leyfi lögreglu-
sijóra. Bar M. J. fram brt.
um að afnema þetta ákvæði, því
að ef það væri samþykt, þá
væri gengið þar nær persónu-
legu athafnafrelsi en dæmi
væru til.
Umr. var ekki lokið.
Friðrik Björnsson læknir var
meðal farþega á Dettifossi síðast.
Hefir hann dvalið erlendis síðan
í maímánuði í vor, við framhalds-
nám í sjergrein sinni, háls- nef-
og eyrnalækningum. Friðrik
dvaldi lengst af í Berlín, og vann
þar á ýmsum sjúkrahúsum. Auk
þess var liann um tíma í London
og Kaupmannahöfn, til þess einn-
ig þar að kynna sjer helstu ný-
ungar á fyrnefndri sjergrein lækn
isfræðinnar.'
Ingólfur Þorsteinsson, lögreglu-
þjónn í rannsóknarlögreglunni,
var meðal farþega á Dettifossi frá
Englandi síðast. Ingólfur dvaldi x
þrjá mánuði í Englandi, Frakk-
landi og Þýskalandi til að kynna
sjer nýungar í lögreglumálum.