Morgunblaðið - 31.12.1937, Side 4

Morgunblaðið - 31.12.1937, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 31. des. 1937. Fiskbúðin Bára, Þórsgötu 17. Sími 4663. Áramótasamkomur. Heima- trúboð leikmanna, Bergstaða- stræti 12 B: Gamlársdag kl. 10 e. h.; 1. og 2. nýársdog kl. 8 e. h. — Hafnarfirði, Linnets- stíg 2: 1. og 2. nýársdag kl. 4 e. h. — Allir velkomnir. Filadelfia, Hverfisgötu 44. Á gamlárskvöld kl. 10 vökusam- koma. Á nýársdag kl. 5 e. h. guðsþjónusta og á sunnudag- inn kl. 5 e. h. samkoma. Allir velkomnir! Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum ia ■«■■■ Stúika óskast í vist nú þegar til verslunarstjóra úti á landi. Upplýsingar gefur Elsa Páls- son, Laugaveg 5. Unglingsstúlka óskast í vist nú þegar með annari. Upplýs- ingar Ingólfsstræti 21 A. Geri við saumavjelar, skrár cg allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. •— Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Fjölritun og vjelritun. Friedt Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. — Sími 2250. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19. gerir við kvensokka, stopp ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum,- sendum. Eftir nokkra daga hefst ein- kennileg kepni í hænum Herscher í Illinois. Sá sem hlut- skarpastur verður á mótinu fær leyfi til a,ð bera titilinn „Lyga- meistarinn". Borgarstjórinn í Herseher útnefnir sjálfur lyga- meistarann og afhendir honum um leið 2 dollara. Kepnin á þessu móti er fólgin í því, að segja bestu lygasöguna. I fyrra var það veiðisaga, sem hlaut fyrstu ve'rðlaun. Hún var á þessa leið: * „Mr. Meyer var á fuglaveiðum. Alt í einu kom hann auga á fjóra kalkúna, sem sátu á grein. Bn hann átti aðeins eina kúlu eft- ‘ir í byssunni sinni, og hvað átti hann nú til bragðs að taka til að veiða alla fjóra kalkúnana í einu. Eftir dálitla umhugsun lagði hann byssuna varlega að kinn sinni og miðaði, — skotið reið af — greinin, sem fuglarn- ir sátu í, klofnaði í tvent — og klærnar á kalkúnunum urðu á milli í rifunni, þannig að þeir gátu sig ekki hreyft! Jfoufis/uyiue • Kaupið ódýru skemtibæk- urnar á Frakkastíff 24. • Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og’ dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — (Grettir). Fæði. Nokkrir menn og kon- ur geta komist að í fæði, gott og ódýrt. Mun ódýrara fyrir konur. Sjerborð. Laufásveg 14. Fyrir nokkrum mánuðum var í London ungur blindur maður, sem varla hafði til hnífs og skeiðar. Nú he'fir þessi sami maður gert samning við fjelag eitt í New York, sem tryggir hon um árlegar tekjur sem svara % miljón króna. Þessi ungi maður heitir Alec Templeton og er bóndasonur frá Vestur-Englandi. Það var hinn frægi jazzhljómsveitarstjóri Jaek Hylton, sem gerði hinn unga blinda mann frægan. Hylton■ heyrði hann einu sinni leika á píanó og varð svo hrifinn, að hann tók hann með sjer til Lond- on og síðan til Bandaríkjanna. Þessi blindi tónsnillinugr er nú orðinn einn af vinsælustu lista- mönnum í Ameríku. * stralíumaður einn, Graham að nafni, sat nýlega í ró- ^ legheitum á veitingahúsi í Grips-1 land, Victoria, og snæddi kvöld- verð. Tveir aðrir menn, sem sátu við borðið, fóru að tala um eggja át, og hvað mörg egg þeir gætu borðað hver. Graham gat ekki stilt sig um að leggja dálítið til málanna frá sínu sjónarmiði sjeð og úrslitin urðu þau, að þessir þrír menn urðu ásáttir um að fara í eggjakappát. Veitingamað urinn fjekk nú einnig áhuga fyr- ir kappátinu, og ekki leið á löngu ■ þar til allir fjórir voru byrjaðir að borða egg. Alls borðuðu þeir 233 pönnu- egg, sem skiftust þannig: Graham borðaði 63, veitinga- maðurinn 60, Fisher 59 og Myrp- hy 51. * — Hversvegna reynduð þjer ekki að gera eitthvað, þegar farið var að berjast með stólfótum? — Sannast að segja var jeg nú að hugsa um það, en þá voru ekki fleiri stólfætur eftir, sagði lögregluþjónninn. GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Andrjes Andrjesson. í--------------------------------- Tilkvnning. Hjer með tilkynnist heiðruðum viðskiftavinum mínum, að jeg hefi selt hr. F. Hákansson Brauða- og kökugerð mína í Tjarnargötu 10 og tekur hann við rekstrinum frá áramótum. Um leið vil jeg þakka innilega fyrir það traust og velvild, sem mjer hefir verið sýnd frá upphafi. Vona jeg, að við- skiftamenn mínir láti hr. Hákansson njóta sama trausts og velvildar framvegis. Virðingarfylst F. A. Kerff. Samkvæmt framanskráðu hefi jeg keypt Brauða- og kökugerðarhús hr. F. A. Kerff og tek við rekstri þess um áramótin. Vænti jeg þess að fá að njóta framhaldandi viðskifta allra, og mun kappkosta að reka fyrirtækið svo, að það verði altaf talið fyrsta flokks. 1 Virðingarfylst F. HákanssoD. Sjerverslun í fullum gangi til sölu nú þegar. Tilboð, merkt „26“, sendist Morgunblaðinu fyrir 6. janúar. SS3 ANTHONY MORTON: ÞEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 28. einasta frekur. Hann er andstygðar ekki sen raggeit. Að geta fengið af sjer að ræna hjálparlausan kven- mann, í stað þess að taka sjer eitthvað ærlegt fyrir hendur. Það er ekki nema hugleysingi, sem gerir slíkt. Ef jeg ætti eftir að tala við þann þokkapilt, hr. Mannering, þá...... — Má bjóða greifafrúnni cocktail?, sagði þjónn- inn. — Borðhaldið byrjar eftir hálftíma. Greifafrúin skálaði við Mannering og hugsaði með sjer um leið, að hún hefði aldrei sjeð jafn töfrandi bros á vörum nokkurs manns og Mannerings. Lorna Fauntley gat sannarlega prísað sig sæla. En kunni hún til fulls að meta hamingju sína? * * Lorna hafði staðið úti í horni og verið að dást að nýju fjarsýnistæki með fleira fólki. Nú kom hún í áttina til þeirra. Hár hennar var eins og venjulega öðruvísi en á öðrum stúlkum og augun full mótþróa og efa. Þau fyltust þó brosi, er hún kom nær greifa- frúnni og Mannering. — Jeg var einmitt að segja...., byrjaði greifa- frúin. — Jeg held, að jeg geti getið mjer þess til, hvað þú varst að segja, greip Lorna fram í fyrir henni. — Ef mjer skjátlast ekki, var það eitthvað um þjófnað ------- Greifafrúin varð bæði særð og gröm í bragði. En John Mannering hló svo lengi og innilega, að gremja hennar hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og Lorna þrýsti hönd gömlu konunnar og fjekk sjer cocktail. 7. kapítuli. í Scotland Yard gengu margar sögur um manninn, sem kallaði sig Baron. Gamall þjófur, sem hafði ver- ið meistari í því að brjóta upp peíiingaskápa á sín- um ungu dögum, en var nú sestur í helgan stein, kom þangað og tilkynti, að til sín hefði komið maður, í gömlum regnfrakka, og beðið hann að kenna sjer nokkrar listir. „Auðvitað sagði jeg honum, að hann væri að villast“, sagði gamli þjófurinn. Síðan kom annar og sagði frá því, að maður í dökkum fötum með linan hatt dreginn niður fyrir augu, hefði farið þess á leit við sig, að hann kendi honum að opna peningaskápa með sprengiefni. „Hann ætlaði ekki að skera við nögl sjer borgunina fyrir“, sagði karl, „en jeg sagði honum auðvitað að fara veg allrar verald- ar. — Ef þú hefir neitað að taka við borgun, þætti mjer vænt um að fá skýringu á því, hversvegna þú hefir haft svona mikla peninga með höndum í seinni tíð, sagði Bill Bristow. — Þjer getið ekkert sannað, sagði karlinn. •— Nei, en þessi athugasemd sannar sitt af hvoru, sagði Bristow hugsandi á svip. Hann fjekk dálítið meiri vitneskju um Baron, þeg- ar Flick Leverson var handtekinn fyrir að reyna að smygla litlum böggli með gimsteinum úr landi. Það kom fljótt í ljós, að þeim hafði öllum verið stolið. Og Bristow var kunnugt um það, að Flick var bíræf- inn hilmari. Þegar hann svo uppgötvaði, að hinir stærri gimsteinar voru úr Kia-skartgripnum, glaðn- aði heldur en ekki yfir honum. — Það yrði reiknað yður til góðs, ef þjer gætuð gefið okkur góða lýsingu á manninum, sem hefir selt yður þe'ssa gimsteina, sagði Bristow — og dyljið ekkert. — Það eru litlar líkur til þegs, að jeg bæti nokkuð úr fyrir mjer á þann hátt, sagði Flick spekingslega. — Maðurinn var með grímu fyrir andliti, í gömlum regnfrakka með derhúfu og gekk á gúmmísólum. Jeg hefi ekki sjeð hann fyr nje síðar og hefi ekki hug- mynd um, hvert hann fór. -—• Hvernig grímu var hann með? — Ilann hafði breitt vasaklút fyrir nef og munn.. — Hvernig litan? — Dökkbláan eða svartan. — Hvernig vissi hann um yður og yðar „starf“f — Það hefi jeg ekki hugmynd um, svaraði Lever- ton, og Bristow vissi, að hann myndi segja eins lítið og honum væri unt. — Hvernig málróm hafði hann? — Mjög háan og skrækan. — En sú bölvuð vitleysa, sagði Bristow svo hörku- lega, að hilmarinn var steinhissa. Bristow var orð- lagður fyrir góðmensku. En Bristow vissi sem var, að það var ómögulegt að> vita með vissu, hvort hann hefði látið annan selja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.