Morgunblaðið - 26.02.1938, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.02.1938, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. febr. 1938. Ræða Schussniggs: „Hitler lofaði Austurrfki sjálfstæði“ London í gær. FÚ. Hitler hlustaði aðeins á upphafið af ræðu dr. Schussniggs í gær- kveldi, en áður en henni lauk, þurfti hann að fara frá, til þess að flytja ræðu á fundi hinna elstu nazista, sem haldinn var í tilefni af því, að 18 ár voru liðin í gær síðan nazistaflokkurinn var stofnaður. Dr. Schussnigg sagði í ræðu sinni, sem stóð yfir í tvær klst. m. a. að í utanríkismálum væri stefna stjónarinnar mót- uð af tveimur megin hvötum: í fyrsta lagi, að lifa í friði við .allar þjóðir, og í öðru lagi, að vernda sjálfstæði landsins. „Vjer rjeðum engu um landa- merki vor“, sagði dr. Schuss- nigg, ,,en vjer munum halda því fram, sem vjer höfum hlot- ið“. Alt hatur „að hverfa“. Um fund þeirra Hitlers í Bereht esgaden sagði dr. Schussnigg, að þar hefði verið ákveðin sú stefna, sem ætti að ríkja um allan aldur í sambúð Þýskalands og Austurrík- is. í Berchtesgaden 12. febrúar hefði verið bundinn endi á 5 ára stjórnmálalega baráttu milli Aust- urríkis og Þýskalands. Þýska stjórnin, sagði hann, hefði staðfest yfirlýsingu sína, um viðurkenningu á rjetti Austurríkis t.il fullkomins sjálfstæðis, sem falin var í áttmálanum 1936. ,,Alt hatur verður að hverfa“, sagði Schussnigg", og þeir scm vilja taka þátt í stjórnmálalegri þróun þessa lands, verða að starfa að því á einum og sama grund- velli, og' innan vjebanda Foður- ia ndsfyl kingarinnar“. Þýska ríkisstjórnin hefði skuld- bundið sig til þess sagði Schuss- nigg, að leggja með öllu niður alla íhlutun um stjórnmál Aust- urríkis og veita nazistum í Aust- urríki engan stuðning, en hins- vegar véitti austurríska stjórnin nazistum í Austurríki frelsi og biði þeim samstarf við aðra þegna ríkisins innan Föðurlandsfylking- arinnar. Að lokinni ræðu sinni fór Föð- urlandsfylkingin, með dr. Schuss- nigg í broddi fylkingar um göt- ur Vínarborgar. Aætlað er, að 150 þúsund manns hafi tekið þátt í hópgöngunni. Smáhópar nazista reyndu á einstaka stað að rjúfa fylkinguna. í þingi Tjekkóslóvakíu í dag var dr. Schussnigg hyltur hvað eftir annað. I hvert skifti sem nafn lians var nefnt, risu þing- raenn á fætur og hrópuðu fyrir honum,, allir uema þingmenn ,,Sudeten“ nazista, en það eru fylgismenn Henleins. Bretar semja emnig við Hitler Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mr. Chamberlain ætlar að hefja samninga samtímis við bæði ítali og Þjóðverja. von Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Þjóð- verja er væntanlegur til London í næstu viku, til þess að sækja embættisskírteini sín, en hann var sendiherra í London áður en hann var skipaður utanríkismálaráð- herra. Ætlar Chamberlain að nota tækifærið til að ræða við von Ribbentrop. Perth lávarður er kominn til London og fór í morgun á fund Halifax lávarðar ut- anríkismálaráðherra. Egyptar ætla að gæta Suezskurðarins London í gær. FÚ. Egypska stjórnin hefir krafist þess að fá hlut- deild í viðræðunum milli Breta og Itala, en krafa þessi er sprottin af þeim orðrómi, að Italir ætli að krefjast þess áð fá að taka þátt í að gæta Suez- skurðarins. „Egyptaland eitt ber ábyrgð a gæslu Suez-skurðarins“, sagði Maher, einn af leiðtog- um Wafd-flokksins, í ræðu sem hann hjelt í gærkveldi í kjör- dæminu þar sem hann býður sig fram til þings — en þing- kosningar í Egyptalandi eiga að fara fram í marsmánaðar- lok. „Bretar aðstoða oss við gæslu skurðarins, aðeins þangað til vjer höfum bygt upp her vorn og getum tekið landvarnarmál- in algerlega í vorar eigin hendur“. 20 ÁRA SJÁLFSTÆÐIS- AFMÆLI EISTLANDS. Khöfn í gær. F.Ú. LJ átíðahöldunum sem fram ^fóru í Kaupmannahöfn í til- efni af tuttugu ára sjálfstæðis- afmæli Eistlands, tók meðal annars þátt Sveinn Björnsson sendiherra. Utanríknsmálaráðherra Dana sendi eistlensku stjórninni heilla óskaskeyti fyrir hönd beggja sambandsríkjanna, íslands og Danmerkur. Karlakórinn Þrestir, Hafnar- firði, heldur samsöng á morgun kl. 5 síðd. í hinum rúmgóðu sal- arkynnum Flensborgarskólans. — Söngstjóri kórsins og einsöngvari er síra Garðar Þorsteinsson. Að- göngumiðasala er í dag í versl. Einars Þorgilssonar og Alþýðu- brauðgerðinni. Ennfremnr á morg un við innganginn. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Þingvellir. Til Rvíkur: Dr. Alex- andrine frá Akureyri. Vilöu Roosevelt og EÖen stöðva]apana En Mr. Chamberlain svaraði „kuldalega“ P Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ,að er búist við að ræða Mr. Anthony Edens í Leamington (kjördæmi hans) í kvöld muni varpa Ijósi yfir ýmislegt í sambandi við embættis afsal hans, sem óskýrt hefir verið áður, og þá fyrst og fremst: 1) Hvað að baki þeim ummælum Mr. Edens í neðri mál- stofu breska þingsins lá er hann sagði að Mussolini hefði ógnað Mr. Chamberlain til þess að hefja samninga við sig strax, og 2) Hvað Mr. Eden átti við er hann í sömu ræðu gaf í skyn að ágreiningur hafi verið milli hans og Mr. Chambeplaíns einnig um annað mál en samningana við Itali. SVAR CHAMBERLAINS TIL ROOSEVELTS. Lausafregnir ganga um það, að hjer sje um að ræða af- stöðu Breta til Bandaríkjamanna. Mr. Eden er sagður hafa viljað taka upp náið samstarf við stjón Bandaríkj- anna. Segir í þessari fregn að Roosevelt hafi viljað láta Breta og Bandaríkjamenn gera sameiginlegt átak til þess að stöðva yfirgangu Japana í Kína og að hann hafi sent bresku stjórninm orðsendingu um þetta, um miðjan janúar. En Mr. Eden var þá að hvíla sig í Suður-Frakkland og Mr. Chamberlain gegndi störfum hans á meðan. Mr. Chamberlain svaraði orðsending- unni skuldalega, án þess að ráðgast nokkuð við Mr. Eden. Svar bresku stjórnarinnar er sagt hafa ollið Bandaríkja- mönnum miklum vonbrigðum. Halifax skipaður utan- ríkisráðherra: Gremja st j ór n a ran dstæði n ga London í gær. FÚ. Halifax lávarður hefir verið skipaðux utanríkismálaráðherra í Bretlandi, i stað Mr. Edens. í morgun var Mr. Chamberlain forsætisráðherra spurðui að því, í neðri málstofu þingsins, hvort hann gæti fullvissa? þingdeildina um það, að utanríkismálaráðherra yrði ekki valinr utan deildarinnar. Attlee spurði, hvort ætlun- in væri að koma í veg fyr- ir það, að þingdeildin fengi að fylgjast með ut- anríkismálum, með því að hafa utanríkismálaráðherr- ann utan deildarinnar. Mr Chamberlain svaraði því einu, að hann hefði fyrir nokkr- um dögum lofað þinginu því, að ef unt væri að finna mann í utanríkisráðherraembættið, með al fulltrúa í neðri málstof- unni, þá skyldi það verða gert. Wedgewood, einn af þýig- mönnum verkamannaflokksins, spurði þá þingforsetann, hvort ekki væru einhver fordæmi fyr- ir því, að utanríknsmálaráð- herra yrði að eiga sæti í neðri málstofu þingsins, en forset- inn færðist undan því að svara. Wedgewood sagðist spyrja vegna þess, að honum væri kunnugt um það, að Mr. Cham- berlain væri aðeins að bíða eftir því, að þingfundi væri slitið, áður en hann ljeti birta tilkynningu um skipun Halifax lávarðar sem utanríkisráð- herra. HITLER ÆTLAR EKKI TIL NORÐUR-NOREGS. Kalundborg 25. febr. F.Ú. rðrómur hefir gengið um það undanfarið, að Hitler ríkiskanslari hefði í hyggju að takast á hendur sjó- ferð með „Aviso Grille“ til Norður-Noregs og mundi hann meðal annars nota þennan frí- tíma til þess að skrifa áfram- hald af bók sinni „Mein Kampf“. Þessum orðróm er nú opin- berlega neitað í þýskum blöð- um í dag. B.v. Arinbjörn hersir kom í fyrrinótt frá Englandi. Mr. Rube Arneson kennir blaðamönn- um oolf Heimsókn í Golf- klúbb íslands Qolfíþróttin er íþórtt allra. karla og kvenna, á hvaðo aldri sem er. Golfíþróttin et I heldur ekkert dýrari en marg'1 ar aðrar íþróttir þó margir virðist vera þeirrar skoðunar. Eitthvað á þessa leið fóru? J ameríska golfkennaranum Mr- Ruke Arneson orð í gærdag í húsi Golfklúbbs íslands, er hann var að útskýra fyrir i blaðamönnum golfíþróttina. Tvær miljónir manna stunda nú að staðaldri golf í Englandi og í Ameríku er þessi íþrótt svo vinsæl, að talið er að 50"" 60 miljónir manna iðki han» reglulega. Það er rangt, sagði Mr- Rube Arneson, að golf sje eiH' göngu fyrir gamalt fólk og lasburða. sannleikurinn er sá» að golf- er stundað af fólki á öllum aldri og þeir sem skara- frám úr í íþróttinni t. d. * Bandaríkjunum eru á aldriF um frá 18—28 ára. Einnig er það rangt að halda því fram golf sje ekki fyrir nema éfn®' fólk, eða burgeisa. Þegar jeg kom til Danmerk' ur fyrir fjórum árum voru Þaí alls um 200 golfiðkendur, aðM' lega svonefnt „heldra fólk“’ nú eru um 4000 menn og konur sem að staðaldri iðka golf 1 Danmörku. Mr. Rube Arnesen útskýf^1 golfleikinn fyrir blaðamön11' um í gær og sýndi þeim hvetfl' ig hann er leikinn. Mr. Ame' son sýndi fram á að í golfle^ þjálfast allir vöðvar líkamans' Hið nýja hús Golfklúbts' ins á Öskjuhlíðarhæðinni e\ hið vandaðasta í alla sta^’ Þar fer nú daglega frM11 kensla inni undir eftirliti g°^ kennarans Mr. ArneS oF Margir gætu haldið að inni^' ingar í golf væru lítlis virði, eI1 sannleikurinn er sá, að g°1 iðkandinn getur lært fult mikið á inniæfingu sem úti- Á morgun (sunnudag) kl- ætlar Mr. Rube Ameson e. sýna golfæfingar inni í h&' golfklúbbsins og er öllum, seIj' langar til að kynnast þessaU þrótt heimilt að koma og horín á kennarann og hlusta á ha° útskýra leikinn. Túlkur ver á staðnum sem þýðir það. kennarinn hefir að segja. 0 SeIíl arfjarðar almenningsvagna staðnæmast rjett hjá ,ra>r Go]í'\ klúbbnum og er því hægt fyr' ir bæjarbúa að komast þanga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.