Morgunblaðið - 26.02.1938, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.02.1938, Qupperneq 5
Xaugardagtir 26. febr. 1938, MORGUNBL A ÐIÐ = |Hargtml»!aSS0------------------------------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgCarmatiur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 4 mánuSi. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura metS Lesbók. LÍNURNAR SKÝRAST Umbrotin, sem nú eiga sjer stað í Alþýðuflokknum hafa orðið til þess, að línurn- ar í stjórnmálunum hafa skýrst betur en nokkru sinni áður. Á yfirborðinu er það látið Jheita svo, að tildrög umbrot- anna hafi verið samningamakk HjeSins Valdimarssonar við kommúnista. Meirihluti stjórn- ar Alþýðusambandsins taldi makk Hjeðins við kommúnista hættulegt fyrir Alþýðuflokk- ánn og hví nauðsynlegt að reka hann úr flokknum. Nú hafði þessi sama sam- bandsstjórn hvað eftir annað dátið málgagn sitt lýsa yfir því, ■i&tS æskilegast væri að Alþýðu- flokkurinn og Kommúnista- sflokkurinn sameinuðust í einn fiokk. Sambandsstjórnin hafði mnnig lagt blessun sína yfir samfylkinguna með kommún- istum við síðustu bæjarstjórnar- kósningar. Og ekki er annað vitað, en að meginþorri kjós- enda Alþýðuflokksins hafi 'Trerið fylgjandi samfylkingunni og sje fylgjandi sameining- íunni. Kjósendur Alþýðuflokksins :áttu þessvegna erfitt með að ;skilja }þá ákvörðun sambands- stjórnar, að reka Hjeðinn úr Jflokknum, en hrófla ekki við -öSrum flokksmönnum, er unn- iS höfðu nákvæmlega sama verk og „Hjeðinn var sakaður ,um. • Morguriblaðið var fyrir sitt iíeyti aldrei í vafa um, hvað lægí til grundvallar ákvörðun imeirihluta sambandsstjórnar. Það var afstaðan til Framsókn- arflokksins. Framsóknarflökkurinn hefir hvað eftir annað lofað sínum Ikjósendum því, að koma aldrei málægt þeim flokki, sem liefði ;a sjer einhvern keim af komm- únistum. Að vísu hefir flokkur- inn jafnan svikið þetta loforð wið allar kosriingar, þar sem bann hefir beinlínis verslað rmeð atkvæði kommúnista. En jþetta hefir alt farið fram með deynd, og þeirri aðferð vildi :flokkurinn geta haldið áfram. 'Framsóknarflokkurinn hefir því alveg vafalaust sagt for- ingjum Alþýðuflokksins, að ’hann gæti ekki haldið áfram stjornarsamvinnu við þá, ef kommúnistar yrðu ekki settir >út úr spilinu. Ekki þó svo að rskilja, að Framsókn vildi ekki :áfram eiga vingott við komm- únista, en það varð bara að fara fram með leynd. Kjósend- ur Framsóknar máttu ekki fá um þetta að vita. Nú vita það allir, að þing- Ttnenn og forráðamenn Alþýðu- flokksins hafa komið ár sinni þannig fyrir borð, í sambúð- dnni við Framsókn, að það er bókstaflega IífsskiIyrSi fyrir þá, að sambúðin geti haldist. Þeir hafa — allir með tölu — feng- ið feit embætti, stöður eða bitl- inga, og þöir hafa nú aðeins eitt pólitískt áhugamál: Að halda valdaaðstöðunni með Framsókn. Alt annað er fyrir þeim einskisvirði og hjegómi. * I grein, sem Hjeðinn Valdi- marsson skrifar í blað sitt „Nýtt land“, sem út kom í gær, stað- festir hann, að það er afstað- an til Framsóknarflokksins, sem nú hefir rekið ráðamenn Alþýðuflokksins út í stórræð- in. Hjeðinn segir, að einmitt þetta hafi jafnan komið í ljós, þegar hann átti tal við ráða- menn Alþýðuflokksins um sameiningarmálin. Hjeðinn vitn ar í því sambandi í langt sam- tal, er hann s. 1. sumar átti um þessi mál við Harald Guð- mundsson. Hjeðinn segir: „Haraldur og þeir aðrir (ráðamenn Alþýðu- flokksins), óttuðust sjáanlega, að hið nána samband við Fram- sókn mundi raskast, kröfur hins sameinaða flokks verða ákveðn- ari og raunverulegri fyrir verkalýðinn og „aðstaða“ sú, sem ýmsir trúnaðarmenn Al- þýðuflokksins hefðu, mundi tapast og jafnvel þátttakan sjálf í ríkisstjórninni". Ýmislegt fleira segir Hjeðinn um þetta, og er ekki að efa, að þar fer hann rjett með. Þetta sama kom einnig greinilega fram í grein Finns Jónssonar í Alþýðublaðinu ný- lega. Hann segir: „Sameining- in átti rjett á sjer, ef unt hefði verið að sameina bæði Alþýðu- flokkinn og Kommúnistaflokk- inn“ á þeim grundvelli, „sem gerði stjórnarsamvinnu við Framsóknarflokkinn mögu- lega“. Hjer talar sá, sem finn- ur til pyngjunnar, enda mun enginn hafa grætt meira á sam- búðinni við Framsókn en Finn- ur Jónsson. Fyrir honum er líka sambúðin við Framsókn alt; hann lítur ekki á annað en sína eigin pyngju. En aðþrengdur verkalýður- inn lifir ekki á pyngju Finns eða annara burgeisa Alþýðu- flokksins. Framsóknarflokkurinn vill eðlilega í lengstu lög forðast það, að þurfa að taka upp beina og opinbera samninga við kommúnista, enda þótt hann myndi ekki hika við að semja við þá, ef hann ætti ekki ann- ars úrkostar. En hann veit um veikleikann hjá þingmönnum Alþýðuflokksins, og beitir nú gagnvart þeim sömu fanta- brögðum og ræninginn, sem hittir mann á afviknum stað og segir: Peningana eða lífið! Björn Kristjánsson áttræður oooooooooooooooooooooooooooc Dættir úr æfintýri f jölhæfa sveitadrengsins Fyrir 63 árum átti vinnupilt- ur á Eiði á Seltjarnarnesi oft leið rim Vesturgötu. í húsi einu við þá götu var nýkomið fyrsta harmonium, sem hingað flnttist. Eigandinn, Benedikt Ás- grímsson ljek stundum á hljóð- færi sitt fyrir opnum glugga. Pilturinn af Seltjarnarnesinu staðnæmdist hugfanginn við gluggann, til að hlusta á hljóð- færasláttinn. Síðar áræddi hann að koma inn til liins ókunna manns og biðja hann að lofa sjer að sjá hljóðfærið. Hann fjekk að gera uppdrátt af nótnaborðinu, smíðaði trjenótur eftir uppdrætt- inum og æfði sig síðan að spila sálmalög á hinar þegjandi nótur. En síðar þegar hann átti leið um Vesturgötu, fjekk hann að spila lö^ sín á hljóðfærið sjálft. Þetta var upphaf áð hljómíist- arlífi hins fátæka pilts. Sá var hinn fyrsti þáttur í æfisögu hans. , ■' * í dag á hann heima í litlu steinhúsi við Vesturgötuna. f dag horfir hann áttræður yfir hina löngu viðburðaríku æfi sína. M. a. þegar hann var skósmiður á ísafirði, organisti á Akureyri, söngstjóri í Reykjavík, leður- vörukaupmaður, fjársölumaður, stórkaupmaður, þingmaður í 31 ár, ráðherra, bankastjóri og um langt skeið stóð í mestu orrahríð stjórnmálanna, en hafði þó altaf tíma til að sökkva sjer niður í efnafræði, steinafræði og námu- rannsóknir út um sveitir lands- ins. Á skólabekk komst hann ald- rei, nema hvað hann á fimtugs- aldri var tvo vetrarkafla við efna- fræðisnám í „Staatslaboratorium“ Hamborgar. * Þegar jeg í gær heimsótti Björn Kristjánsson á hinu litla, snotra lieimili hans í liinu gamla stein- húsi, sat hann í kenslustund og var að kenna byrjanda þýsku. „Það var ekki kveikt við þá götu er jeg gekk, ó, gef hinum ljós, sem jeg þráði, en ei fjekk“. Þessi vísuorð duttu mjer í hug, er jeg sá áttræða óskólagengna mann- inn sitja við kenslu. Við ræddum síðan um stund um viðburði æfi hans. En þar er meira efni en komið verður í eina blaðagrein. Hvernig hinn bláfá- tæki drengur braust áfram, er æfintýri líkast. Þ. e. a. s. æfin- týrið var ekki í hinu ytra, heldur toieð honum sjálfum, kjarkurinn, fjölhæfnin og fyrirhyggjan. Starfsæfi Björns Kristjánsson- ar er þjóðinni í aðalatriðum kunn. En æfi hans er nú orðin svo löng, að fjöldi þeirra, sem nú lifa, liafa ekki kynst fyrsta kapítulanum, '„músik'Sþættinum. Því frá því hann braust úr vinnu menskunni 18 ára og fram til 25 ára, var hljómlistin hans aðal- verksvið og hugðarefni. — Það var eiginlega hrein til- viljun, segir Björn, að jeg varð nokkurntíma annað en bóndi í sveit. Tildrögin voru þau, að jeg rjeðst sem vinnumaður að Búr- fellskoti 14 ára og var þar í 3 ár, en fjekk þar svo slætaia að- búð, að jeg fjekk sár á fótinn, sem ekki vildi gróa, Gg því •ílutti jeg úr sveitinni, til þess að fá at- vinnu, sem útheimti ekki vosbúð. Á vinnumenskuárunum var jeg; sendur til sjóróðra. Fyrst var jeg í Þorlákshöfn 13 ára. Yar jeg þar ráðinn sem hálfdrættingur. Jeg vár altaf sjóveikur og leið illa. En samt var jeg svo fisk- inn, að altaf kom á öngulinn, kæmi jeg honum út fyrir borð- stokkinn. I fyrstu róðrunum dró jeg meira en svaraði tveim hlut- um, og hefði því fengið meira en fullan hlut. En það líkaði for- manninum ekki, og því breytti liann til og var jeg ráðinn upp á heilan lilut. — Jeg hefi oft hugs- að um það síðan, hvað það gæti verið, sem gerir suma menn fiskn- ari en aðra. —- Hvenær byrjuðuð þjer að versla ? — Það var árið 1888. Það var í ósköp litlum stíl. Um það leyti fóru margir ís- lenskir kaupmenn á liöfuðið, urðu gjaldþrota. Jeg sá ekki betur en orsökin væri sú, að þeir voru al- veg háðir dönsku umboðsverslun- unum. Þessvegna fór jeg aðra leið, sneiddi hjá umboðssölum Hafnar og leitaði til Þýskalands og Englands. — Hvernig lærðuð þjer þýsku? — Það er alt önnur saga að segja frá því. Þegar jeg fór að kynna mjer „músikkina", þá fanst mjer jeg yrði að læra þýsku. En það yrði of langt mál að fara út í þá sálma í þetta sinn. Jeg fór til Þýskalands og afl- aði mjer verslunarsambanda við góð vöruhús, reyndi síðan að lialda þeim viðskiftum með því að fá traust þessara viðskifta- manna minna. Björn Kristjánsson. — En voruð þjer ekki með þeim fyrstu, sem komuð hjer á peningaviðskiftum ? — Það er undarlegt til frá- sagnar nú. Peningaviðskifti var helst hægt að hafa við bændur í fjársveitum. Þetta var á þeim árum, sem Coghill keypti hjer fjeð. Jeg auglýsti í Isafold oft á heilum síðum og birti verðlista. Þannig fjekk jeg viðskifti við menn út um land, og borgun í peningum. — Hvenær fóruð þjer að gefa yður að stjórnmálum! — Það var alt fyrir áeggjan Björns ritstjóra Jónssonar. Hann vildi endilega fá mig útá þá braut. Jeg var ófús til þess, en ljet þó tilleiðast. Það var árið 1900 að jeg vár kosinn á þing í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, og var þingmaður þess kjördæmis til 1931. En þegar jeg lít yfir fárinn veg, þá sje jeg ekki betur, en bæði versluriin og stjórnmálin hafi aldrei átt hug mirita allan. Fyrst var þáð hljómlistin. En síðar kom steinafræðin og málmrannsókn- irnar. Frá upphafi hefir tilhneig- ing mín verið til rannsókna og vísindastarfs, þó farið hafi á ann an veg. Meðan jeg fjekst við pólitík hafði jeg altaf þá reglu, að skifta mjer aldrei af neinu máli, sem jeg hafði ekki kynt mjer ræki- lega. Því voru það ýmsir mála- flokkar, sem jeg aldrei talaði um. En svo voru aftur aðrir, sem jeg lagði í mikla vinnu. — T. d. járnbrautarmálið —? — Já, til dæmis. Jeg hefi oft hugsað um það upp á síðkastið, að menn væru ekki nú eins gæf- lyndir eins og þeir voru í járn- brautarmálinu, þegar jeg var einn á móti því, í 7 manna nefnd, en hinir allir voru með því. En það varð jeg að segja. Mjer þótti nefndarálit meiri hlutans bragð- dauft. Enda fór það svo, að minn málstaður sigraði. — Og nxi kemur aldrei nein járnbaut!? — Nei, segir Björn og kímni bregður fyrir í augunum. En það þótti mjer vænt um, að þó við Jón Þorláksson værum hinir eitr- uðustu andstæðingar í því máli, þá urðum við alt fyrir það bestu vinir. — Mikið hafið þjer orðið að vinna lijer á árum áður, til þess FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.