Morgunblaðið - 08.03.1938, Side 4

Morgunblaðið - 08.03.1938, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þridjudagur 8. raars |»3|U Rubrex Marine Oils (Oil P. 976. Oil P. 978) o g ■.T:' Molor Oil 11 ryðja sjer meir og meir til rúms. Vacuum Oil Company Aðalumboðið fyrir ísland: H. Benediktsson & Co. Einasti norski bankinn með skrifstofur í Bergen, Oslo og Haugesund. Síoínfje og varasjóðir 27.000.000 norskiiir kronur. EERQEMS PRIVATSAHK. Umbúðapappír í rú91um, 40 og 57 cxn. fyrirliggfandl. Eggerl Rriðtfánsion ^ Co. Sími 1400. Nokkur minningarorð um Jón Ófeigsson Við fráfall Jóns Ófeigs- sonar yfirkennara kveð- ur íslands-drótt begn bjóð- kunnan að andans göfgi, ágætastan son ættarstorðar, jöfur mála og menta. Það skarð mun lengi ófylt standa, sem nú er höggvið í hóp vorra fremstu og mestu lærdóms- manna og fáum eða engum dylst, að með Jóni er hniginn einn mik- ilhæfasti brautryðjandi hókmenta vorra og menningar. Margur gerist fyrst alskygn á kosti meðbræðra sinna eftir þeirra dag, en liann var einn þeirra fáu, sem átti því láni að fagna, að vera metinn og virtur af alþjóð, meðan hún enn mátti njóta hans ágætu kosta sem fræðimanns og kennara. Það sem einkendi Jón öðrum fremur og skipaði honum sess meðal fremstu manna þjóðarinn- ar, voru óvenju skarpar gáfur, starfsþrek og starfsvilji, samfara djúpstæðri þekkingu á þeim við- fangsefnum, sem hann gerði að lífsstarfi sínu, og meðfæddum hæfileikum til að vera kennari og fræðari í mæltu og rituðu máli. Þær kenslubækur í dönsku og þýsku, auk þeirra orðabóka, sem hann náði að gefa út, bera þess gleggstan vott, að hjá honum fór saman slíkur lærdómur og þekk- ing í þessum málum, að aðrir stóðu þar vart framar hjerlendis, auk þess, sem framsetningargáfa hans og meðferð öll á niðurröðun og iitlistun, bar ótvíræð merki þess, að hjer var um að ræða óvenju hæfan kennara í sinni grein. Það verður heldur ekki dregið í efa, að kunnátta og leikni fjölmargra hjer á landi, í þessum tveim frændtungum vorum, og þá einkum þýskunni, verður um ókomna tíma tengd við nafn Jóns Ófeigssonar, enda mun hann hafa kent þetta mál fleiri nemendum en nokkur annar. Við þenna látna merkismann stendur íslenska þjóðin í slíkri þakkarskuld, er seint mun greið- ast, enda gaf hann alt í hennar þjónustu meðan mátti. Hjer hefir þó aðeins verið drep- ið á fátt eitt, sem sýnishorn þeirra starfa, er eftir hann liggja, sem kennara og fræðimann. Verða þessi fáu orð því síst tæmandi um afköst hans og mannkosti. En hafi íslenska þjóðin, sem heild, stóra þakkarskuld að greiða, gildir það ekki síður um okkur nemendur hans fyr og nú. Vjer munum hann sem þann ágæta kennara, er greipti loga- letri í huga okkar orðum, setn- ingum og útskýringum, svo að okkur varð það ljóst, að aflok- inni liverri kenslustund, sem áð- ur sýndist torráðin gáta. Með lipurð og leikandi túlkun á vanda sömum viðfangsefnum námsins, samfara festu og einbeitni, vanst honum að frjófga svo anda hvers nemanda, og byggja upp fyrir hann það haldgóðan grundvöll í náminu, að þeir mnnu færri, ef nokkrir, sem ekki luku upp ein- um munni um það, að hjá hon- um væri ekki hægt að vera, án þess að læra, fús eða ófús. Þeim árangri, er Jón Ófeigsson náði í starfi sínu sem lcennari, fær enginn náð, nema sá einn, sem hefir þar alt til brunns að bera. Lærdómur hans og hæfileikar voru heldur ekki einir um það, að skapa honum traust nemand- ans, heldur og persóna lians og framkoma öll. Þar sem hann stóð við kennaraborðið, með sinn djarfa og bergfasta svip, vakti hann ekki aðeins virðing nem- enda sinna, heldur og traust og vinarhug, sem ekki brást, þótt vegir skildust að afloknu námi. Því er okkur öllum harmur kveð inn við dauða þessa mæta manns, en þyngstur verður skilnaðurinn þeim, sem hjarta hans stóðu næstir. Við, sem þektum hann ekki að- eins sem kennara og fræðimann, heldur sem heimilisföður og gest- gjafa, minnumst þeirrar glað- værðar, er honum var svo ein læg á þeirri stund, sem hann gaf sjer tóm til að hvílast frá störf- um. Þá ljek honum alt á tungu og frásagnarlist hans tók hugann fanginn, eða gamanyrði og glað- værar samræður komu manni til að gleyma stund og stað. Jeg veit, að þessi orð mín eru fátækleg og ófullkomin viður- kenning á honum, sem er kvadd- ur, en saga mikilmennisins verð- ur aldrei skráð í örfáum dráttum, sem þessum. En þótt Jón Ófeigsson sje á braut, þá lifir minningin um hann sem fræðimann og kennara, heimilisföður og kæran ástvin, áfram meðal þjóðarinnar og þeirra fjölmörgu nemenda og annara vina, sem áttu því láni að fagna, að eiga með honum samleið og njóta hans blessunar- ríku hæfileika; en verk hans og afrek gnæfa sem fagur bauta- steinn hátt við himinn, óbrot- gjarn um alla tíð, því að „orðstír deyr aldrei, þeim sjer góðan get- ur‘ *. Fylgi þjer hjeðan, vinur, heit- ar fyrirbænir og þakkir okkar allra, sem elskuðum þig og virt- um sem einn af bestu Islands sonum. Drottinn gefi sálu þinni frið, en þeim huggun og líkn, sem þíL kvaddir. J. Jakobsson. Úlgerðarmenn svara rógi Tímagimbils I dagblaði Tímamanna birtist s.l. sunnudag alveg sjerstaklega rætin og illviljuð grein í garð togaraútgerðarmanna og var tilefnið það, að þá stóð yfir aukafundur í S. I. F., þar sem verið var að ræða erfiðleika útgerðarinnar alment. Nefnd sú, sem gekst fyrir þessum fundi, vildi fá birta hógværa leiðrjettingu, en ritstjórinn neitaði henni rúms í blaðinu. Bað nefndin þá Morgunblaðið að birta leiðrjettinguna, og fer hún hjer á eftir: Herra ritstjóri! Út af grein á fremstu síðu í blaði yðar í gær, sunnudaginn 6. mars, um aukafund í S. I. F., þá viljum við undirritaðir, sem kosn- ir vorum í nefnd á síðasta aðal- fundi S. I. F., og vorum að skila af okkur störfum á umræddum aukafundi, biðja yður fyrir eftir- farandi leiðrjettingu á úefndri grein, til birtingar í blaði yðar á morgun: Þjer segið að stórútgerðarmenn hafi látið kalla saman þenna fund og ætlað honurn að samþykkja kröfur þeirra til ríkisstjórnarinn- ar. Og jafnframt að það sje ekki í fyrsta sinni, sem þeir ætli að nota S. I/ F. sem pólitískt verk- færi. Þar sem við gerum ráð fyrir að með stórútgerðarmönnum eigið þjer við togaraeigendur, þá vilj- um við eindregið mótmæla því að þeir hafi átt frumkvæði að eða haft forgöngu í því að fundur þessi var kallaður saman. Það voru bátaútvegsmenn, sem áttu frumkvæði að því að mál þessi voru tekin upp á aðalfundi S. I. F. síðastl. haust og að sú'nefnd, sem við höfum verið í, var skip- uð þar. Og við viljum sjorstak- lega taka fram að það vorum við, fulltrúar smáútvegsmanna í þess- ari nefnd, sem beittum okkur fyr- ir því að þessi nýafstaðni auka- fundnr var boðaður. Þar sém við töldum fundinn nauðsynlegan til þess að gefa fjelagsmönnum kost á að lieyra hvernig málið stæði og sjerstaklega þó til þess að þeir gætu tekið sínar ákvarðanir út frá því. Það eru því fyrst og fremst bátaútvegsmenn og fulltrúar þeirra, sem hafa haft forgöngn í þessu máli, því, að fá þær rjett- arbætur fyrir útgerðina að hún komist hjá því „óumflýjanlega hruni, sem framundan er fyrir hana, sje ekkert að gert“, eins og stjórnendur S. I. F. lýstu svo ákveðið í brjefi til ríkisstjórnar- innar dags. 1. desember 1937. En þar sem hagsmunir allra útgerðarmanna fara saman í flest- um atriðum, þá er ekki nema eðli- legt að þeir standi saman um mál sín, og það innan þess fjelags- skapar, sem er sá eini, sem þeir eru sameinaðir í, og á því að geta verið sá sterkasti aðili til þess að vinna að framgangi mála þeirra. Hvað því viðkemur að átt hafi að nota S. I. F. sem pólitískt verk- FEAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.