Morgunblaðið - 08.03.1938, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. mars 1938*
Barnakerrurn-
ar komnar.
Fallegri,
þægftlegri,
sterkarft.
Stálhúsgögn.
Ofviðrið: Skemd-
ir Austanlands
Laugaveg 48. Sími 1505. •
Jörðin Bali
í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu
fæst til kaups og ábúðar í næstu
fardögum. Semja ber við kaupm.
Fr. Friðriksson, Miðkoti, símstöð-
inni í Þykkvabæ.
Rammalistar
— fjölbreytt úrval —
nýkomið.
Innrömmun fljótt og vel af
hendi leyst.
Guðm. Ásbjörnsson.
Laugaveg 1. Sími 4700.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
um 70 plötur. Hið síðartalda er
gamalt bús, og reif þakið af
nokkrum bluta þess. Af vjelahúsi
Símonar Jónassonar reif alt þak-
ið á suðvestur horni þess. Þá lagð-
ist saman síldarhús við Framkaup-
stað.
Alt járn fauk af húsi Guðmund-
ar Stefánssonar, stóru húsi nýlega
smíðuðu, og mest alt járn af svo-
nefndu gamla pósthúsi. Á húsi
Jóns Brynjólfssonar laskaðist
vestur-stafn auk járnrifs á þaki
og steinsteyptur skúr við hús
Leifs Björnssonar jafnaðist við
jörðu. Myndasalur Sveins Guðna-
sonar brotnaði og vjelar skemd-
ust, og skúr ofan við afgreiðslu-
hús Óskars Tómassonar hvarf
gersamlega. Nokkuð af járni fauk
úr þaki afgreiðsluhússins, einnig
hvarf gersamlega hjallur, eign
Emils Magnússonar.
Meðan veðurhæð var mest var
fólki ekki vært í herbergjum, sem
voru orðin gluggalaus, og leitaði
sumt niður í kjallara húsanna.
Erfitt er að áætla fjárhagslegan
skaða af völdum veðursins, en ó-
efað skiftir hann tugum þúsunda.
*
Auk þessa, segir svo í síðari út-
varpsfrjett: Á Sólvangi fauk fjós
og hlaða. Fjárhús yfir 20 kindur
hvarf alveg. Sjóhús Jóhanns Þor-
steinssonar fauk. Sex árabátar
brotnuðu í spón. Að Svínaskála
fuku tvær hlöður og eitthvað af
heyi og sömuleiðis hesthús.
Á Búðareyri urðu nokkrar
skemdir, en ekki stórfeldar. Fauk
aðallega járn af íbúðarhúsum og’
útihúsum og eitthvað af hlöðum
og heyi. Símakerfi og rafveitu-
kerfi bilaði og eitthvað af bátum
skemdist.
Veðurathuganir
og veðurspár
ÚTGERÐARMENN
SVARA RÓGI.
Ódýr leikfðng:
Bflar frá 0.85
Blý-bílar frá 1.00
Húsgögn frá 1.00
Dýr ýmiskonar frá 0.75
Smíðatól frá 0.50
Skóflur frá 0.35
Sparibyssur frá 0.50
Dægradvalir frá 0.65
Hringar frá 0.25
Armbandsúr frá 0.50
Töskur frá 1.00
Skip frá 1.00
Kubbakassar frá 2.00
Dúdo frá 2.00
Undrakíkirar frá 1.35
Boltar frá 1.00
K. Einarsson & Björnsson
Bankastræti 11.
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
færi, þá mótmælum við því ein-
dregið að það hafi við nokkuð að
styðjast, lrvað þenna fund snertir
og málefni þau, sem hann hafði
til meðferðar. Því að um þau
standa sameinaðir allir, eða að
minsta kosti flest-allir útgerðar-
menn á landinu, ásamt miklum
hluta sjómanna. Og meðal þeirra
manna eru menn af öllum stjórn-
málaflokkum.
Reykjavík, 7. mars 1938.
Virðingarfylst,
Ólafur Jónsson, Sandgerði.
Finnbogi Guðmundsson, Gerðum.
Elías Þorsteinsson, Keflavík.
Ólafur Auðunsson, Vestm.eyjum.
Eins og kunnugt er, eigum við
íslendingar ákaflega mikið
undir veðrinu.
Fyr á tímum, þegar menn höfðu
ekkert annað til að átta sig en
sína eigin eftirtekt og skynsemi,
voru margir svo veðurglöggir, að
þeim skeikaði varla að ségja fyr-
ir, að morgni, hvernig veður yrði
að kvöldi.
Þessum veðurglöggu mönnum
fækkar nú árlega eða eru ef til
vill aldauða. Menn fengu loftvog-
ir og fóru að treysta þeim betur
en rosabaugum, gílum og ýmsum
öðrum veðurmerkjum. Og nú á
síðustu tímum eru fleiri og fleiri
farnir að setja sitt aðaltraust á
Veðurstofuna í Reykjavík.
Það er ekki ætlun mín, með
þessum línum að lasta Veðurstof-
una í Reykjavík. En það er stað-
reynd, að hún er að verða meira
og meira traust manna í veður-
málum, og það verða allir að gera
sjer ljóst.
Af þessu leiðir, að Veðurstofan
og hið .opinbera verða að gera alt
sem í þeirra valdi stendur til þess,
að veðurfregnirnar komi þeim,
sem á þeim þurfa að halda, að
sem mestum notum. Og þá kem
jeg að einu, sem hlýtur að mega
lagfæra, og það er það, að fyrstu
veðurfregnir frá Veðurstofunni, á
hverjum degi, koma of seint. Síma
klukka 10 eru þeir, hjer á landi,
sem útiverk stunda, búnir að vera
3—4 klst. á fótum og sól komin
hátt á loft. En ekkert vit að
treysta veðurspá frá kvöldinu áð-
ur fyrir þann dag, sem er að
líða, að minsta kosti við heyskap.
Veðurathuganir .eru gerðar, víð-
ast hvar hjer á landi, kl. 8 á
morgnana. Allar þessar athuganir
ætti Veðurstofan að hafa fengið
kl. 8%. Og það tekur nokkurn
tíma að gera eftir þeim veður-
kort og semja yfirlit og spá upp
úr þeim (veðurkortunum). Og þá
er ekki nema tvent til, ef útvarpa
á veðurfregnum fyr en nú er:
Annaðhvort verður að gera at-
huganirnar fyr eða senda veður-
fregnirnar út fyrst, strax og þær
eru komnar, og yfirlitið og spána
síðar, þegar það er tilbúið.
Jeg býst við, að það sje tölu-
verðum erfiðleikum bundið að
gera veðurathuganir, alment, mik-
ið fyr á morgnana. En jeg sje
ekki, hvað ætti að vera hinu til
fyrirstöðu. Og jeg er þess fullviss,
að flestir myndu fljótlega kom-
ast upp á að átta sig furðanlega
á líkum fyrir veðrinu hjá sjer, ef
þeir aðeins vissu hvernig veðrið
væri alt í kringum landið; og
það getur munað geysilega um
hverja lJ/2 klst. sem sú vitneskja
fæst fyr, hvern dag.
Jeg sje ekki ástæðu til að orS-
lengja þetta að sinni. Aðeins vildi
jeg bæta því við, að jeg hygg, að
jeg tali hjer fyrir munn flestra
íslenskra bænda.
Einar B. Guðmundsson,
Hraunum.
RÝR AFLI í EYJUM.
Alaugardagskvöldið fór fram
frumsýning í kvikmyndaSal
Samkomuhúss Sjálfstæðismanna í
Eyjum. Sýnd var myndin „Nótt í
París' ‘.
Sæti eru í sajnum fyrir rúmlega
600 manns.
Frjettaritari vor í Eyjum símar
að afli sje afar rýr, þá sjaldan að
gefur á sjó.
ísland í erlendum blöðum. í
„Yölkischer Beobachter“ í Berlín
birtist þ. 23. jan. grein sem nefn-
ist „Professor Dungal in Berlin“,
eftir H. Rudolf. „Socialdemokrat-
en“ í Stokkhólmi birti 10. febr.
grein eftir Henry Peter Matthis,
„Islándska diktare“, með mynd af
Halldóri Kiljan Laxness. „Nation-
en“ flytur ritdóm þ. 10. jan. um
bók Ejnars Munksgaard. On de
fornislándska- handskrifterna med
sárskild hánsyn till Flatöboken.
Skrifter, utgivna av samfunder
Sverige-Island. Fyrirsögn greinar-
innar í hinu norska blaði er: De
gammelnorske haandskrifterne
paa Island. — Kristeligt Dagblad
birti 30. janúar grein með mynd
af Landsímastöðinni í Reykjavík:
Ny Storsender i Island ,... Is-
lands Radiofoni kan i Löbet af
Foraaret höres i Danmark. East-
ern Chronicle i New Glasgow,
Nova Scotia birtir grein um Is-
land 11. janúar; „Named by the
Vikings. Blaðið Sun í Brandon,
Manitoba, hefir birt tvær greinar
um nýtingu hverahita á íslandi,
11. og 17. janúar: Ieeland to
Rid City of Smoke. Reykjavik
may become the first smokeless
City in the World og Hot Springe
are Boon to Iceland. — New York
Times 30. jan. birtir grein am bók
Gunnars Gunnarssonar „Ships in
the Sky“, með stórri mynd af
höfundinum, undir fyrirsögninni:
A Fine Novel of Childhood o. s.
frv. Nowa í Dayton, Ohio, Sun
í "Westerley. Rhode Island og
Intelligencer í Belleville, Ontario
birta öll greinar um hitaveituá-
formin. (FB.).
| Bóltarfregn. r J
Innan um grafir
dauðra
Guðbrandur Jónsson: Inn-
an um grafir dauðra og
aðrar greinar. Útgefandi
ísafoldarprentsmiðja h.f,
Reykjavík 1938.
Guðbrandur Jónsson prófessór
er víðförull maður og allra
íslendinga kunnugastur í Mið-Ef
rópu, enda hefir hann dvalist og
starfað erlendis árum saman,
Hann er og manna fróðastur um
marga hluti og er einkar sýnt um
að setja fram fróðleik sinn, eins
og menn munu kannast við af
ritum hans og útvarpsfyrirlestr-
um. Nú hefir hann gefið út S
bókarformi 6 ritgerðir með Jitlin-
um Innan um grafir dauðra, en
það er annars heitið á fyrstu rit-
gerðinni. En efni hennar er að
lýsa grafreitum í Lundúnum og
París, með allskonar fróðleik um
ýmsa merkismenn, sem þar hvílá,
Næsta ritgerðin heitir Lourdes.
Flestir munu kannast við nafnið
á þessum smábæ suður í Pyrenea-
fjöllum; það nafn hefir flogið
um allan heim vegna hinnar und-
ursamlegu lækningar og heilsu-
bótar, sem fjöldi manna hefir
fengið þar á síðastliðnum 80 ár-
um.
Ilinar 4 ritgerðirnar heita:
Hálsmen drotningar (reyfaraleg
frásögn frá hirð Lúðvíks 16.),
London, París og Heimssýningin í
Bruxelles 1935.
Allar þessar ritgerðir eru lip-
urt ritaðar og skemtilegar af-
lestrar, eins og við var að búast
af höfundinum, og m;un engum
leiðast þá stundina, sem hann er
að gleypa þær í sig. Bókin er
snotur að ytra frágangi, en frá
höfundarins hendi er þó nokkur
flaustursbragur á bókinni, sem
auðvelt hefði verið að komast hjá.
Til þess mun mega telja þá mis-
sögn á bls. 14, að grasafræðing-
urinn Sir Joseph Hooker hafi
verið staddur hjer á landi, þegar
Jörundur hundadagakonungur
rjeði ríkjum. Samferðamaður Jör-
undar var William Jackson Hook-
er, sem síðar varð heimsfrægur
grasafræðingur og var faðir Sir
Joseph’s þess, sem hjer er getið
um. P. Sig.
Gísli Sigurðsson, með aðstoð
Tage Möllers, skemti í Hressing-
arhælinu í Kópavogi s.l. sunnudag.
Hafa sjúklingar beðið Mbl. að
færa þeim kærar þakkir fyrir
komuna og ágæta skemtun.
11 i!ll1 m S f
É ! /: 1 D 1 1 ; 1 tfr. 1
m
l! I i,; jk.f
jii'i1' iik '*"•
I ivj , i . .