Morgunblaðið - 08.03.1938, Side 7
í»riðjudagur 8. mars 1938,
MORGUNBLAÐIi)
7
Happdrætti
Háskóla íslands
Fimmti hver miði að meðal-
tali fær vinning, 5000 vinn-
ingar af 25000 númerum fá
samtals eina miljón og fimtíu
þúsund krónur. Hver vill ekki
verða þátttakandi í þessari
etóru vinningaupphæð?
Frá starfsemi
Happdrættisins
39. Vann og gat greitt náms-
kostnaðinn.
Ungur sveitapiltur sótti vun inngöngu
á Laugarvatnsskóla og vann sam-
tímis 1250 krónur á miða. Var
talið að þessir peningar hefðu kom-
ið sjer mjög vel, því að af litlum
efnum var að taka. Fólk sagði, að
þessi upphæð hefði komið eins og af
himnum ofan, því að hún dugði til
þess að pilturinn færi í gegnum skól-
axm.
40. Þeim gaf, sem þurfti.
A sveitabæ einum austanfjalls hafa
búið um skeið bændurnir A. og B. í
tvíbýli. — Þeir voru báðir fátækir
bamamenn, þó var fjölskylda B.
þyngri, enda ástæður hans í flest-
um greinum þrengri. Er líkt á komið
nm menningu þeirra og metnað. Fyr-
ir tveim áram tæmdist A. mikill arf-
ur. Hann komst úr skuldum, jók bú
sitt og bætti aðstöðu sína til eins og
annars. Fátækt B. varð nærri til-
finnanlegri við happ A. Munur á-
stæðna þeirra varð öllum augljós,
hvar sem á var litið. Þá vildi það til
1936, að B. vann í happdrættinu 7500
krónur. Fjárhagur þeirra A. og B.
og allar ástæður jöfnuðust við það
til mikilla muna. Þótti öllum vænt
um og fögnuðu yfir happi hans. —
Hefir þó aldrei heyrst öfundarorð
hjá neinum manni yfir velfarnaði
og hinni góðu fjárhagsafkomu A,.
enda var hann fult eins vel látinn í
sveitarfjelaginu sem B. „Þeim gaf,
sem þurfti“, sannaðist hjer sem oft-
ar.
Ffórðungsmiði
kostar aðeins kr.
1,50 á mániiði.
Ekki er nú hundr-
aðið í hæltunni.
Umboðsmenn í ReyJcjavík eru:
Frú Anna Ásmundsdóttir & frú
Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3,
sími 4380.
Dagbjartur Sigurðsson, kaupm.,
Vesturgötu 45, sími 2814.
Einar Eyjólfsson, kaupm., Týs-
götu 1, sími 3586.
Elís Jónsson, kaupm., Reykja-
víkurveg 6, sími 4970.
Helgi Sivertsén, Aústurstræti 12,
sími 3682.
Jörgen Hansen, Laufásvegi 61,
sími 3484.
Frú Maren Pjetursdóttir, Lauga-
veg 66, sími 4010.
Pjetur Halldórsson, Alþýðuhús-
inu.
Stefán A. Pálsson & Ármann,
Varðarhúsinu, sími 3244.
Umboðsmenn l Hafnarfirði eru:
Valdimar Long, kaupm., simi
9288.
Verslun Þorvalds Bjarnasonar,
sími 9310.
Dagbók,
□ Edda 5938387 — Fyrl.
I. 0. O. F. Reb. st. 1 Bþ.
85398y2 m.
Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn-
ingskaldi á SA. Rigning öðru
hvoru.
Veðrið (mánudagskvöld kl. 5) :
Hæg SV-átt með 2—4 st. hita um
alt land. Skammt fyrir norðan
landið er vindur hvass og kaldur
á A og má búast við nokkurri
snjókomu í útsveitum norðan
lands. Ný lægð suður af Græn-
landi hreyfist austur yfir og mun
valda áframhaldandi suðlægri átt
og þíðviðri sunnan lands.
Næturlæknir er í nótt Ólafur
Þorsteinsson, Mánagötu 4. Sími
2255.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
70 ára er í dag Jakobína Sig-
ríður Jónsdóttir frá Villingadal á
Ingjaldssandi. Hún liggur nú á
Sjúkahúsinu, Sólheimar.
Jarðarför dr. Jóns Ófeigssonar
yfirkennara fer fram í dag frá
dómkirkjunni og hefst á heimili
hans kl. 1. Athöfninni í kirkjunni
verður útvarpað.
Þórður Jónsson bóndi að Ljósa-
landi, Vopnafirði, andaðist að
heimili sínu 4. þ. m., 70 ára að
aldri.
Fyrirspurn1. Frú Guðrún Lárus-
dóttir ber fram í efri deild svo-
hljóðandi fyrirspurn: Ilefir ríkis-
stjórnin látið fara fram athugun
samkvæmt þingsályktun frá síð-
asta þingi um aukið sjúkrahús-
rúm fyrir geðveika menn?
Varðarfjelagið. Fundur í kvöld
kl. 8í Varðarhúsinu. Alþingis-
mennirnir Thor Thors og Jón
Pálmason tala um þingmál o. fl.
Til fólksins sem húsið fauk ofan
af. Frá starfsfólki Brunabótafjel.
íslands og Tryggingarstofnana
ríkisins 20 kr. Gamall Ilálssveit-
ungur 20 kr. Ónefndur 5 kr. Ein-
hver 20 kr. G^ G._ 5 kr. Jóhanna
Guðmundsdóttir, Þverveg 12 2 kr.
Frá ónefndum 10 kr. Þ. G. 5 kr.
Ónefndur 5 kr. S. N. 5 kr. Magn-
hildi 5 kr. Ónefndur 5 kr. Erna
5 kr. P. G. 2 kr.
Aðgöngumiðar að heiðurssam-
sæti Sigurjóns Pjeturssonar for-
stjóra óskast sóttir í dag frá kl.
3—6 í skrifstofu Ármanns í í-
þróttahúsinu, sími 3356.
Eimskip. Gullfoss var á Styklc-
ishólmi í gær. Goðafoss er í Kaup-
íbúð.
1 §tór §tofa og
eldhús eða 2
minni,
óskast 14. maí, mætti vera í
góðum kjallara. — Barnlaus
hjón. — Maðurinn í góðri
stöðu. — Góð umgengni. —
Skilvís greiðsla. — Tilboð,
merkt „Skilvísi", leggist inn
á afgreiðslu blaðsins fyrir 11.
þessa mánaðar.
mannahöfn. Brúarfoss er á leið til
London frá Vestmannaeyjum.
Dettifoss fór til útlanda í gær-
kvöldi kl. 10. Lagarfoss er á leið
til Austfjarða frá Leith. Selfoss
kom til Hull í gærmorgun og fór
þaðan í gærkvöldi.
Farþegar með Dettifoss til
útlanda og Vestmannaeyja: Otto
Wathne, Sigurður Jónsson, Tómas
Kristjánsson, Ásgeir Einarsson
dýralæknir, Guðlaugur Brynjólfs-
son, Guðrún M. Þorkelsdóttir,
Kristján Sveinsson læknir og frú,
Jóna Rútsdóttir, Ingimundur
Steinsson, Fríða Vilhjálmsdóttir,
Guðm. Jóhannsson, Ólafur Auðuns-
son og nokkrir útlendingar.
Til Strandarkirkju frá Sigurþór
10 kr., S. Ó. 50 kr., X. Ý. 15 kr.,
I. G. E., Hafnarfirði 10 kr.
Næsti fyrirlestur þýska sendi-
kennarans, dr. Betz, um þýskan
leikritaskáldskap nú á dögum,
verður í Háskólanum í kvöld kl.
8. Efni: Gerhard Hauptmann. Öll-
um heimill aðgangur.
Bílslys. í gær vildi það slys til,
að bíll ók á 4 ára gamla telpu á
Hverfisgötu, svo hún lærbrotnaði
á báðum lærum, Var hún flutt á
Landspítalann. Faðir hennar, Ein-
ar Ásmundsson járnsmiður, ljet
svo ummælt við blaðið í gærkvöldi,
að hann liti svo á, að eigi væri
hægt að kenna því um, að bíl-
stjórinn hafi ekið óvarlega. En
hann vildi benda á, að einmitt á
þeim kafla Hverfisgötu, þar sem
slysið vildi til, sje slysahætta al-
veg sjerstaklega mikil, en það er
á kaflanum innan við hús nr. 40
við götu þessa, þar sem gatan er
mismunandi breið. Hvað eftir ann-
að hafa slys orðið þarna, vegna
þess.
Óveðursskemdirnar austanfjalls.
í viðbót við það sem sagt hefir
verið áður um skemdir í Arnes-
sýslu, frjetti blaðið í gær, að að
Hamarslijáleigu í Gaulverjabæjar-
hreppi hafi fokið hlaða, og eins í
Arabæ og Ferjunesi. í Fellskoti í
Biskupstungum fauk og hlaða og
hlaða með tveimur skúrum að Gröf
í Ytri-Hrepp. — í frásögn blaðs-
ins á sunnudag var sú missögn,
að talað var um skemdir á húsum
að Arnarbæli í Ölfusi, en átti að
vera að Arnarbæli í Grímsnesi.
Að slá köttinn úr tunnunni er
gamall siður. Á Akureyri fór sú
athöfn fram á sunnudag, og þótti
nokkurri nýlundu sæta, að allir
keppendur, 22 að tölu, voru í lit-
klæðum og vel ríðandi. Riðu þeir
framhjá járnbentri tunnu er hjekk
í gálga og greiddu heiwii högg,
þung og stór. Athöfnin stóð D/2
klukkustund. Áhorfendur voru ná-
lægt tveimur þrisundum. Þótti
þetta ágæt skemtun. (FU.).
Póstferðir á morgun. Frá Rvík:
Mosfellssveitar, Kjalarness, Kjós-
ar, Reykjaness, Ölfuss og Flóa-
póstar. Háfnarfjörður. Seltjarnar-
nes. Til RvíkurMosfellssveitar,
Kjalarness, Kjósar, Reykjaness,
Ölfuss og Flóapóstar. Hafnarfjörð-
Spanskflugan
verður leikin í Hafnarfirði mið-
vikudaginn 9. þ. m. vegna áskor-
ana. — Aðgöngumiðar seldir í dag
og á morgun í Versl. frk. Berg-
þóru Nyborg.
ur. Seltjarnarnes. Laxfoss frá
Borgarnesi.
Hallgrímskirkju í Saurbæ. A.
S. 2 kr., Gömul kona 10 kr., G.
Á. G. 5 kr.
Útvarpið:
20.15 Erindi: Lokaðir kirtlar (Jón
Steffensen prófessor).
■ f V
120.45 Húsmæðratími: Innlendar
fæðutegundir: Mjólk (ungfrú
Sigurborg Kristjánsdóttir).
21.00 Symfóníu-tónleikar:
a) Ernst Drueker leikur á fiðlu.
b) (21.40) Kammermúsík (Ad-
olf Busch og Edwin Fischer
leika) (plötur).
LandsmðlafjelagiD Vðrður.
Fundur verður í kvöld kl. 8V2 í ÍVarðarhúsinu.
Alþingismennirnir Thor Thors og Jón Pálmason hefja
umræður um þingmál o. fl.
lir Sjálfstæðismenn eru velkomnir á fundinn meðan
húsrúm leyfir.
STJÓRNIN.
?
I Alúðar þakkir til allra þeirra, nær og f jær, sem auðsýndu
| okkur vinarhug, með heimsóknum, heillaóskaskeytum, blómum
S og gjöfum á silfurbrúðkaupsdegi okkar.
Sigríður Bjarnadóttir.
Guðjón Jónsson.
i. T
•:-x-:-x-x-:*<-x~x-:”X-:-:-x-:-x-x-x-:-X“X-x-x-x-x-:-x-X“X-:-:-x-x
Endurminningar
Friðriks GuDmundssonar
annað hefti er komið. Fæst hjá bóksölum og Birni
Guðmundssyni, Laufásveg 20. Sími 2563.
Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokkuð stór.
Opin allan sólarhringinn.
rmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^mmmmmmmmmmmmmm^^mmmmmmmmmmmmmmmm^mmmm^mmmmmm^mmmmmmL
Lokað i dag frá kl. 12
vegna jarðarfarar.
G. Helgason & Melsted.
Maðurinn minn,
Davíð Scheving Thorsteinsson,
fyrv. hjeraðslæknir,
andaðist aðfaranótt sunnudags 6. þessa mánaðar.
Reykjavík, 7. mars 1938.
Þórunn Thorsteinsson.
Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að hjartkær
konan mín, móðir okkar og amma,
Halldóra Sigurðardóttir,
andaðist á heimili sínu 7. þ. m., Suðurpól 26.
Sigurður Helgi Jónsson, dætur og dætrabörn.
Jarðarför systur minnar,
Guðrúnar Bjargar Sigurðardóttur,
er andaðist 2. þ. m. að Reykjahæli í Ölfusi, fer fram frá dóm-
kirkjunni miðvikudaginn 9. þ. m. kl. 3 e. h.
Fyrir mína hönd og annara ætting-ja.
Guðrún Ólafsdóttir.