Morgunblaðið - 08.03.1938, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. mars I958L
Eagin áhætta. Auglýsing í
einu Ilafnarblaði um dag-
inn var svohljóðandi: „Bílstjóri,
sem aldrei vill eiga neitt á hættu,
getur fengið atvinnu, sem einka-
bílstjóri hjá o. s. frv. Dag-
inn eftir fjekk auglýsandinn svo-
hljóðandi brjef: „Útaf auglýsingu
yðar vil jeg láta yður vita, að jeg
er sá rjetti maður fyrir yður.
Gerið svo vel, áður en við semj-
um frekar, að senda mjer kaup
mitt fyrir fyrsta mánuðinn“.
*
Dýrmætasta frímerki í heimi er
talið vera gult penny-frímerki frá
Mauritius. Það hefir verið selt
fyrir um 100 þús. krónur. Nýlega
kom eitt eintak af þessu dýra frí-
merki á markaðinn. Það vildi til
með þessum hætti:
Fyrir 25 árum síðan dó prestur
einn í Nijkerk í Hollandi. Báðs-
kona, sem verið hafði hjá honum,
erfði ýmislegt dót eftir hann. M.
a. var þar mynd af veðhlaupa-
hesti, er var búin til úr eintóm-
nm frímerkjum.
Ráðskonan var síðan í mörg ár
á elliheimili, og hafði þessa mynd
þar með sjer. En ér hún dó, seldu
ættingjar hennar mynd þessa fyr-
ir þrjá pence, eða um 25 aura.
Maðurinn, sem myndina keypti,
seldi hana slátrara fyrir sem svar
ar 3 krónum. En slátrarinn leysti
upp myndina og tíndi saman öll
frímerkin úr henni. Hann fann
þar Mauritius-frímerkið og seldi
það fyrir sem svarar 18000 krón-
um. En nú er það á boðstólum í
London fyrir 100.000 k'rónur.
*
Alstaðar, þar sem teiknimyndir
Mickey Mouse eru sýndar í
heiminum hefir hann fengið sitt
sjerstaka gælunafn á máli við-
komandi þjóðar. Hjer á landi hef-
ir hann verið nefndur Mikki Más,
en eftir því sem New York ’Times
segir ber hann þessi nöfn í hinum
ýmsu löndum:
Þýsltalandi Micliael Maus.
Frakklandi Michel Souris.
Japan Miki Kuchi.
Spáni Miguel Ratoncito.
Italíu Topolino.
Danmörku Mikkael Mus.
Brasilíu Camondongo Mickey.
Argentínu E1 Raton Mickey og
í Mið-Ameríku E1 Raton Miguelito.
*
Nú eru Þjóðverjar farnir að
gera höfuðföt úr pappír. Þau
þykja lagleg og vatnsheld eru þau
sögð. En ekkert er talað um end-
inguna.
*
B. T. segir um hefðarfrú eina,
sem mjög lætur til sín taka í
Hafnarlífinu, að þegar hún stóð
fyrir altarinu og var að giftast
manni sínum, en presturinn
spurði mannsefnið, hvort hann
vildi ganga að eiga þessa konu,
þá hafi hún orðið fyrri til svars
og sagt: „Já, það vill hann áreið-
anlega“.
íbúð, 2—3 herbergi óskast
14. maí á sólríkum stað, sem
næst miðbænum. 4 fullorðnir.
Tilboð merkt: „Maður í fastri
stöðu“, sendist Mbl.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
S Einhleypur maður Óskar að
;fá leigt herbergi nú þegar til
14. maí, í Austurbænum. Tilboð
merkt: „Austurbær“ sendist
Morgunblaðinu.
I “ ~ “
í Hjón með eitt barn óska
eftir 2—3 herbergja íbúð frá
14. maí í Austurbænum, með
j öllum nútíma þægindum. Til-
boð merkt: „Austurbær“ send-
ist Morgunblaðinu.
Jíaitfi&ítapAVi
Hornaf jarðar kartöflur í pok-
um og lausri vigt fást í versl.
Símonar Jónssonar, Laugavegi
33.
Af sjerstökum ástæðum er
til sölu nú þegar nýr stofuskáp-
ur eða fataskápur með tæki-
!færisverði. Uppl. Vesturgötu
' 53, niðri.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði og sel útlend. Gísli Sigur-
björnsson, Lækjartorg 1. Opið
1—3V2.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kraga og kjólablóm. Einnig
saumaður alskonar kvenfatn-
aður. Hanska og kjólasauma-
stofan, Laugaveg 12.
Fermingarundirföt pr. sett
10.95. Hanska og kjólasauma-
stofan Laugaveg 12.
Fiðurhreinsun. — Við gufu-
hreinsum fiðrið úr sængurfatn-
aði yðar samdægurs. — Fiður-
hreinsun íslands. Sími 4520.
UTSALA.
1 dag og næstu daga seljum!
við smekklegar og vandaðarj
kventöskur úr ekta leðri frá
7.80. Veski frá 5 kr. Gúmmískó-
gerðin, Laugavegi 47.
Stúlka óskar eftir, einhvers-
konar atvinnu. Upplýsingar
Grettisgötu 45.
Tek að mjer að spinna úr-
lopa. Upplýsingar Sólvallagötu'
28, niðri.
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —-
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækj um og. loft»-
i netum.
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
LO.G. T.
St. Verðandi ur. 9. Fundur í
kvöld kl. 8. 1. Framkvæmda-
nefnd stórstúkunar heimsækir.
2. Inntaka nýrra félaga. 3.
Nefndarskýrslur. 4. Kosning
fulltrúa til þingstúkunnar. 5.
Upplestur: Óskar Sigurðssön.
Kaupum flöskur og glös og
bóndósir. Bergstaðastræti 10
(búðin) frá kl. 2—5. Sækjum.
Kaupum flöskur, bóndósix,
meðala- og dropaglös. Sækjum.
Verslunin Grettisgötu 45 —
(Grettir).
m
Sníðum og saumum hanska
eftir pöntunum. Hanska og
kjólasaumastofan Laugaveg 12.
íbúðir stórar og smáar, og her-
bergi, Leigjendur einhleypa og
heimilisfeður, Stúlkur í vist,
Kaupendur að hverju því, sem
þjer hafið að selja. Muni sem
þjer viljið kaupa. Nemenéur í
hvaða námsgrein sem er. Smá-
auglýsingar Morgunblaðsins eru
lesnar í hverju húsi.
KOL OG SALT
simi 1120 4
ANTHONY MORTON;
ÞEKKIÐ ÞJER BARONINN? 79.
spurði hvort hún mætti gefa honum sykur og mjólk.
Lorna helti tei í þrjá bolla og rjetti honum einn,
eins og ekki væri nm að vera. Hún vissi að Bristow
var með kúluna í hendinni, og hún hlaut að vita, hve
mikla þýðingu það hafði. En hún ljet ekki á því bera.
Lögreglumaðurinn rjetti út höndina, til þess að taka
við bollanum, en sá þá, að hann gat ekki bæði haldið
á honum og kúlunni. Hann vissi líka að Lorna hafði
sjeð það fyrir og til þessa var allur leikur hennar
gerður. Hann hikaði of lengi. — Lorna rak upp hljóð.
En Mannering sá vel, að hún rak viljandi undir-
skálina í hönd Bristows. Þetta var örlagaríkt augna-
þlik og Mannering sat eins og á nálum.
Bollinn valt um og datt niður á gólf, en sjóðandi
heitur drykkurinn heltist yfir hönd Bristows og fing-
ur Lornu.
Lögreglumaðurinn gaf frá sjer hljóð og henti frá
sjer kúlunni, þegar teið brendi hann. Hún heyrðist
detta á gólfið. Þá varð honum ljóst, að hann hafði
gengið í gildruna.
* *
Eins og örskot laut Lorna niður. Mannering skildi
hvað hún ætlaði sjer. Hún hjelt áfram leik sínum.
— Æ, hvað jeg var mikill klaufi, jeg bið yður
margfaldlega afsökunar — nei, nú skal jeg taka þetta
upp.
En þá rankaði Bristow fyrir alvöru við sjer.
— Farið þjer frá! sagði hann í hörkulegum skip-
unarróm.
Lorna reisti sig upp með tebollann í hendinni. Flest-
ir hefðu látið glepjast af svip hennar og orðum,-
— Afsakið, en jeg skil yður ekki!, sagði hún og
horfði á Bristow með ísköldu augnaráði.
Það rumdi í Bristow. — En jeg skil yður, sagði
hann og horfði á hana hvössu augnaráði. En yður
HHBHHHflBrafiraHHGSBaraBiœraHHaaraBnnajHaES
skal ekki verða kápan úr því klæðinu, ungfrú góð.
Hvar er kúlan?
— Kúlan?, sagði Lorna í spyrjandi undrunarróm,
sem var hreint ekkert uppgerðarlegur. Ilún horfði á
Bristow og beið eftir svari hans.
Bristow bölvaði í hljóði og var á báðum áttum um
stund.
Mannering ljetti stórum. Honum lá við að verða
gáskafullur og eyðileggja alt saman. En svo sá hann,
að hann varð að hjálpa Lornu til þess að leika hlut-
verkið á enda.
— Yornð þjer að tala um einhverja kúlu? spu.rði
hann og liorfði á teið, sem flaut á gólfinu. — Jeg —
Bristow var að rifna af gremju. En svo vaknaði
traust hans á sjálfum sjer og því valdi, sem hann var
fulltrúi fyrir. Kúlan var í stofunni, án efa í hinni
fögru og grönnu hönd Lornu Fauntley.
— Þjer skuluð ekki reyna að vera fyndinn, sagði
Bristow fokvondur og leit með leiftrandi augnaráði
á Mannering. — Það er hvorki staður nje stund til
þess nú.
Mannering brá litum, en hló.
— Þjer eruð ekki með sjálfum yður, Bristow. Þjer
voruð í slæmu skapi þegar þjer komuð hingað, og nú
vitið þjer varla hvað þjer segið eða gerið!
— Er jeg ekki með sjálfum mjer! hvæsti Bristow.
— Þjer ætlið kannske að telja mjer trú um, að kúlan
hafi ekki verið hjer?
— Jeg skil ekki, um hvað þjer eruð að tala, sagði
Mannering. — Skilur þú það, Lorna?
Hún liristi höfuðið.
— Mjer finst maðurinn hreint og beint ósvífinn
og ef allir í Scotland Yard eru eins og hann, fer jeg
að vera sammála lafði Kenton um þá stofnun.
Mannering átti bágt með að stilla sig um að brosa.
Þeim var það öllum jafn vel ljóst, að kúlan var einasta
sönnunargagnið, sem Bristow hafði á móti Mannering.
En hann gat ekki náð henni af Lornu með valdi. Hann
varð að láta kvenlögregluþjón frá Scotland Yard leitat
á henni. Það leið að minsta kosti hálftími, uns það
gat orðið, og á þeim tíma gátu þau ef til vill verið
búin að losa sig við kúluna.
— Þið ætlið að liafa það þannig, sagði Bristow hás-
róma. Það þýðir ekkert fyrir yður að þræta, Manner-
ing. Þjer eruð baróninn! Kúlan er sönnun þess. Hvar-
er síminn?
Mannering benti honum á símann. Það var ekkerlf,
því til fyrirstöðu, að sýna honum hvar síminn var.
En það var kannske hægt að koma í veg fyrir, að-í
hann notaði hann.
En Bristow varð fyrri til. Hann tók skammbyssuí
upp úr vasa sínum og brosti sigri hrósandi.
— Þetta er ef til vill ekki allskostar löglegt, en
kringumstæðurnar heimta það. Ef kúla skyldi fjúka
úr þessari, hr. barón, er það vegna þess, að þjer hafið
hindrað mig í að gera skyldu mína. Út í horn með
ykkur hæði!
Þessu höfðu þau hvorugt átt von á. Eftir nokkrai
þögn fór Mannering að hlæja.
— Við skulum hlýða honum, Lorna, sagði hann og-
átti erfitt með að stjórna rödd sinnl.
Augu Bristows leiftruðu, er hann fylgdi þeim með
augunum. Með byssuna á lofti tók hann heyrnartólið,.
náði í Scotland Yard og fjekk að tala við Tring.
Við hann sagði hann:
— Tring! Viljið þjer ltoma hingað strax, í íbúð
Mannerings í Brown Street. Hafið tvo lögregluþjóna
með yður og einn kvenlögrgeluþjón. En hafið hrað—
an á.
Hann lagði heyriiartólið á símann og var nú orðinn.
rólegri.
— Þá er það búið, sagði hann, eins og hinn gamli
góði Bill, sem var allra eftirlæti í East End.
— Jeg játa, að þjer hafið gert mjer gramt í geði,.
Mannering. Og jeg játa líka, að jeg hafði hepnina.
með mjer í dag.