Morgunblaðið - 12.03.1938, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagvr 12. mars 1938»
F. U. S.
Heimdalhir.
Kaffikvöld
heldur fjelag ungra Sjálfstæðismanna að Hótel ísland á
morgun kl. 8y2. — Skemtiatriðin auglýst síðar
Aðgöngumiðar verða seldir í dag í skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í Mjólkurfjelagshúsinu og kosta 2 krónur.
Æskulýðsvika K. F. U. M. og K.
Tvö kvöld. eftir. Samkomur bæði'kvöldin kl. 8^/2.
I kvöld talar Steinn Sigurðsson. Efni: „Gleð þig, ungi
maður!“
Annað kvöld talar síra Bjarni Jónsson. Efni: „Styrk-
ist í Drottni“.
Mikill söngur bæði kvöldin. — Notið þessi tækifæri.
Allir velkomnir.
Sðlumaður.
Vanur 0g duglegur sölumaður óskast. Umsókn ásamt kaupkröfu og
meðmælum sendist Morgunblaðinu fyrir 15. þ. m., merkt „Sölumaður“.
Aðalfnndur
Ekknasjóðs Reykfavíkur
verður haldinn í húsi K. F. U. M. næstkomandi mánudag
14. mars klukkan 8y2. STJÓRNIN.
Sími 1380. LITLA BILSTOBIN Er nokkuð stór.
Opin allan sólarhringinn.
Umbúðapappir
í rúllnan. 40 og 57 cm.
fyrirliggjandi.
Eggert Kri§tjánsson & €o.
Sími 1400.
f
Konan sem gerði
Mr. Neville Chamberlain
að stjórnmálamanni
Almannarómur í Englandi veit að Mr. Chamber-
lain ætlaði aldrei að verða stjór-nmálamaður,
að það var konan hans, frú Anna Chamber-
lain, fædd Cole, sem fekk hann til að breyta um skoðun.
Mr. Chamberlain var 42 ára þegar hann kvæntist.
Hann var þá kaupsýslumaður og hafði ekki áhuga á neinu
öðru en starfi sínu.
Þeir sem þektu föður hans, Joseph Chamberlain, einn
glæsilegasta og áhrifamesta stjórnmálamann Breta, sem
gerði kjörorðið „splendid isolation“ frægt og vann því
hylli, undruðust hve ólíkir þeir feðgar voru. Yngri sonur
„Joe“ Chamberlains, Sir Austen, hafði erft glæsimensku
föður síns.
En eldri bróðirinn, Neville (Neville og Austen voru þó
aðeins hálfbræður), varð hræddur, þótt ekki væri annað,
en að hann þyrfti að koma fram þar sem mikið bæri á
honum. Hann virtist hafa erft aðeins einn eiginleika föður
síns, ástina á blómum, einkum hinni alkunnu „orkideu“,
sem nú þykir nokkurskonar tákn um Chamberlain-fjöl-
skylduna.
MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU.
Eq sama ár og hann kvæntist,
árið 1911, breyttist þetta.
Konan sem bann gekk að eiga,
Anna Vera Cole, dóttir W. V.
Cole majórs, var löngu áður en
hún giftist farin að skifta sjer
af stjórnmálum. Pullyrt er að
hún myndi auðveldlega hafa get-
að orðið þingmaður í parlament-
inu, ef hún hefði ekki heldur valið
hitt hlutskiftið, að stjórna heim-
ili fyrir Mr. Neville 'Chamherlain.
En hún myndi vafalaust ekki hafa
aflað sjer jafn mikilla áhrifa á
bresk stjórnmál, eins og hún hefir
nú ef hún hefði gerst þingmaður.
Það var strax sama árið og Mr.
Chamberlain kvæntist að hann fór
að gefa sig að bæjarstjórnmálum
í Birmingham, þar sem hann var
búsettur. En þegar hann var lagð-
ur á brattann, leið ekki á löngn
áður en hann sótti fram til met-
orða. Fimm árum eftir að hann
fyrst fór að liafa afskifti af stjórn
málnm, var hann kjörinn yfir-
borgarstjóri í Birmingham, þá 47
ára að aldri.
Hvern þátt kona hans hefir átt
í þesum framgangi er ekki hægt
að segja. En árið 1918, þegar Mr.
Chamberlain lagði fyrst út í lands
málapólitíkina og var í kjöri fyr-
ir íhaldsflokkinn í Ladywood-
kjördæminu, stóð hún við hlið
mannsins síns í allri kosninga-
baráttunni. Hann hefir sjálfur
sagt að sá stuðningur, sem hún
veitti sjer þá, hafi verið ómet-
anlegur. Síðan hefir braut Mr.
Chamberlains legið jafnt og þjett
upp á- við. Hann varð póstmála-
ráðherra árið 1922, heilbrigðis-
málaráðherra árið 1923 og síðan
aftur frá 1924—1929 og enn árið
1931. Um skeið var hann fjár-
málaráðherra, sem er önnur mesta
tignarstaðan í breska ráðuneytinu,
árin 1923—’24 og síðan aftur árin
1931—’37, er hann varð forsætis-
ráðherra. Sjálf er frú Chamber-
lain nú orðin, sem kona forsætis-
ráðherrans, „fremsta kona Breta“,
- first Lady of Britain. Hún
hefir búsforráð í Downing Street
10, hinum nafntogaða bústað
breskra forsætisráðherra, og veitir
þar móttöku þjóðhöfðingjum og
forvígismönnúm á öllum sviðum
þjóðlífsins. Var þetta e. t. v. tak-
mark hennar?
*
Dið er sagt um frú Chamber-
lain, að hún skilji mann
sinn betur en nokkur annar. Hún
þreytist aldrei á því að lilýða á
hann, þegar hann talar um starf
sitt. En hún veitir honum lið einn-
ig á annan hátt. Mr. Chamber-
lain var heilbrigðismálaráðherra í
fimm ár, en það starf álítur hún
hið mikilvægasta, sem hann hefir
unnið. Næstum á hverju kvöldi,
þegar hann kom heim frá vinnu
sinni, lagði hún fyrir hann nýjar
tillögur, sem hann varð síðan að
taka afstöðu til. Tillögur þessar
voru um heilsuveriid fyrir fátæk-
ar mæður og matgjafir fyrir fá-
tæk börn í fátækrahverfunum í
London og víðar. Hún hefir frá
því að hún var ung stúlka lagt
sig fram um að kynna sjer fje-
lagsmál, ástand í skólum og
sjúkrahúsum og líf fátæklinganna
í fátækrahverfum stórborganna.
Forsætisráðherrann leynir konu
sína engu. Frá því er skýrt, að
þegar hann var fjármálaráðlierra,
hafi hún vitað um hvern einstak-
an lið á fjárlagafrumvarpi hans,
jafnvel áður en ráðuneytið fekk
nokkuð um það að vita. Hann ráð-
færir sig við hana nm allar ræð-
ur sínar og hún les þær yfir áður
en þær eru hreinritaðar. Hún
hefir næmt eyra fyrir hrynjanda
málsins, sem hann virðist skorta.
En orðrómurinn, sem segir að
hún skrifi ræður hans, er rangnr.
Það hefir hún sjálf sagt.
*
Frú Chamberlain er fædd ,lady‘
— gengnr jafnan blátt á-
fram, en þó smekklega til fara,
og hænir að sjer við viðkynningu.
Frú Anna Chamberlain.
Mrs. Chamberlain hefir yndi af
hljóðfæraleik, og hverskonar list-
um. Hún getur rætt nm næstum
alt milli himins og jarðar, er al-
staðar yel heima, og málrómur
hennar er þýður og hljómfagur.
Þeir sem álíta, að Mr. Neville
Chamberlain sje altaf alvarlegnr
og byrstur á svip, hafa aldrei sjeð
hann á heimili hans. Hann hefir
gaman af smellnum tilsvörum og
skemtilegum sögukornum, og eng-
inn segir hetur frá en kona hans.
Hún skilur „humor“ betur en
nokknr annar.
Heimilislíf breskn forsætisráð-
herrahjónanna er óbreytt og borg-
aralegt. Þan fyrirlíta hverskonar
stáss og útfliir. Hún reynir að
hlú að manni sínum á allan h átt,
eins og hann vill, með því að gefa
honum góðan og óbreyttan mat,
sjá um að liti'r á veggjum og
gluggatjöldum sjeu hlýir. En einn-
ig á annan hátt hefir hún reynt að
þóknast manni sínum. Hún er ein
hinna fáu kvenna, sem standa
virkilega framarlega nm lax- og
silungaveiði. En eins og kunnngt
er, er það hið mesta yndi Mr.
Chamherlains að fara á veiðar í
frístundum sínum og hann hefir
kent henni að meta stöngina og
hjólið.
Það hefir lítið borið á Mrs.
Chamberlain, síðan hún giftist.
Hún hefir dregið sig í hlje og
helgað manni' sínum og heimili
alla krafta sína. Almenningur í
Bretlandi veit þess vegna lítið nm
hana. Síðan maður hennar varð
forsætisráðherra sjást þp endrum
og eins myndir af henni á prenti
í breskum blöðum, er hún opnar
sýningar, vígir spítala o. s. frv.,
eða ef hún er einhversstaðar op-
inberlega með manni sínnm.
En á næstu árum mun breska
þjóðin kynnast þessari „fremstu
konu“ sinni betnr. Hún er ein
aðsópsmesta kona sem stjórnað
hefir heimili í Dowing Street 19
um langt árabil.