Morgunblaðið - 12.03.1938, Side 7

Morgunblaðið - 12.03.1938, Side 7
MORGUNB LAÐIÐ ----—_—-- Laugardagur 12. mara 1958. 7 Ástandið í Austurríki PEAMH. Á A3SNARI SÍÐU. • Miinchen til austurrísku landamæranna, og jafnvel að þeir hafi farið yfir landamærin. Hinar heiftúðugu árásir í þýskum blöðum, sem dr. Schussnigg mintist á í ræðu sinni, birtust í kvöldblöðunum með stórum fyrirsögn-um, þar sem krafist er að dr. Schussnigg segi af sjer og hætt verði við þjóðaratkvæðagreiðsluna. M. a. er sagt að hann hafi látið afhenda marxistum í Vín vopn til þess að þeir gætu stutt stjórnarstefnu hans. Bolsjevikkar hafi stofnað til blóðugra óeirða í Vín, Graz, Inns- þruck og Linz. Þessar fregnir koma þó ekki heim við fregnir, sem frjettaritarar í Austurríki síma breskum og frönskum blöðum. Þeir segja að óeirðir hafi brotist út á einstaka stað, innan þröngra takmarka, en að þessum óeirðum hafi aðallega staðið nazistar. í gærkveldi var fyrsta skotinu skotið í þessum óeirðum, er árekstur varð milli naz- ista og andnazista í Linz. I Graz fóru nazistar í hópgöngu í dag og hrópuðu: „Niður með dr. Schussnigg“. Ffmtán þúsund nazistar í Innsbruck rjeðust í dag gegnum gaddavírsgirðing- ar lögreglunnar fyrir framan ráðhús borgarinnar. Lögreglan greip þá til vjelbyssa sinna og skaut á nazista, en ókunnugt er hve margir fjellu. GJÖRBREYTT VIÐ- HORF í VÍN. Frá því snemma í morgun var undirbúningur undir þjóðaratkvæðagreiðsluna hald- ið áfram. Dr. Schussnigg hafði m. a. ákveðið, að kalla alla her- skylda menn, sem fæddir eru 1915 („árgang 1915“) til vopna nú þegar til þess að halda uppi lögum í Iandinu á kosningadag- ihn. Ennfremur hafði verið á- kveðið að láta lögregluna slá hring um borgina Graz, þar sem er höfuðvígi. nazista og leyfa engum að fara um borg- ina. En bæði þessum varúðarráð- stöfunum og mótspyrnu yfir- valdanna gegn yfirgangi naz- ista var hætt, strax og tilkynn- ingin var gefin út um það að þjóðaratkvæðagreiðslunni væri frestað um óákveðinn tíma, áð- ur en dr. Schussnigg sagði af sjer. í Vín var viðhorfið gjör- breytt í kvöld frá því sem það tiefir verið undanfarna daga. Nazistar hafa farið í hópgöng- um sigri hrósandi um göturnar syngjandi nazistasöngva. (Frjettaritari vor hefir tekið saman þessar frjettir samkvæmt útvarpsskeytum FÚ. frá Khöfn og London og skeytum frá frjetta- ritara Mbl. í Khöfn.). z % Tek að mjer að reykja kjðt á 10 aura kg. jafnt fyrir Eeykjavík og Hafnarfjörð. Notið tækifærið fyrir pásk- % V T Ý T T Y Y ¥ I 1 t | ? X iHafsiarifarðíirl: ? Sími 9134. Í V *! X ❖ ana. Reyhhús Ý T ? t | V ♦> Frederiksborg modtager unge Piger paa Sommer- kursus fra 1. Maj til 1. August. Prisen er cirka 225 danske Kroner. Nærmere Oplysninger og Skole- plan ved Henvendelse til Friðrik Ásmundsson Brelrkan. Fá íslenskan rikisborgararjett Allsherjarnefnd neðri deildar fflytur frumvarp um að eft- irtaldir menn skuli öðlast íslensk- an ríkisborgararjett: Hans Eide, kaupmaður í Reykja vík, fæddur í Noregi. Júlíana Matthildur Isebarn, skrifari í Reykjavík, fædd í Nor- egi. Jónas Jónasson, verslunarmað- ur í Reykjavík, fæddur hjer á landi; — rjettur þessi tekur ekki til konu lians. Kristján Halldórsson, verka- maður á Hólmavík, fæddur hjer á landi. í greinargerð segir: Framantaldir menn, sem sótt hafa um að fá íslenskan ríkisborg- ararjett, munu allir fullnægja skilyrðum þar að lútandi laga, og hefir dómsmálaráðuneytið mælt með umsóknum þeirra. Einn um- sækjanda, Jónas Jónasson, kefir sjerstaklega óskað þess, að kona sín hjeldi um sinn ríkisborgara- rjetti í Kanaúa, og er því, með skírskotun til 5. mgr. 4. gr. rík- isborgararjettarlaganna, látið svo um mælt í frv., að íslenskur rík- isborgararjettur taki ekki til konu hans. Nefndinni höfðu borist frá ráðu- neytinu 6 aðrar umsóknir um rík- isborgararjett, allar frá erlendum mönnum. Þótti nefndinni á vanta, að þeir umsækjendur legðu fram fullnægjandi hegningarvottorð frá hlutaðeigandi erlendum yfir- völdum, og voru ráðuneytinu end- ursendar umsóknirnar með þessari athugasemd. --- s „Bnlllossct fer á þriðjudagskvöld 15. mars, um Vestmannaeyjar, til Leith og Kaupmanna- hafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. „HoðlfQSS11 C. P. O. Christiansen Forstander. fer frá Kaupmannahöfn 19. mars. (laugardag). Riðuveiki I sauðfje Veldur mlklu fýóni ■ Svarfaðardal Fimm þingmenn, þeir Stefán Stefánsson, Bernhard Stef- ánsson, Einar Árnason, Garðar Þorsteinsson og Erlendur Þor- steinsson flytja í sameinuðu þingi svohljóðandi þingsályktunartil- lögu: „Sameinað Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina, að hún láti þegar á þessu ári fara fram nákvæma rannsókn á hinni svo- kölluðu „riðuveiki“ í sauðfje, er nú geisar í Svarfaðardalshreppi í Ey j af j arðarsýslu. Allur kostnaður af rannsókn- inni greiðist úr ríkissjóði“. í greinargerð segir m. a.: Um allmörg undanfarin ár hef- ir hin svokallaða „riða“'eða „riðu- veiki“ gert meira og minna vart við sig í Svarfaðardal. Þykir eigi ástæða til að fara að lýsa veik- inni hjer, en geta má þess, að eigi er vitað, að nokkurri lrind hafi batnað, er borið hefir glpgg ein- kenni hennar. Veikin liefir mjög gripið um sig 2 síðastl. ár, þar sem hún á þeim tíma hefir komið upp á 22 nýjum heimilum, en alls munu um 56 fjáreigendur í hreppnum eiga við hana að stríða. 750 fjár hefir fallið af völdum veikinnar s.l. 7 ár, og er þó sú tala eigi tal- in munu vera tæmandi af þeim, sem kunnugastir eru. Ýmsir hændur eru þegar nær sauðlausir af völdum veikinnar. Aðrir hafa reynt að skifta um stofn, en það virðist eigi bjarga. Enginn bóndi telur sig lengur ó- hultan fyrir þessari plágu.- ! Sólrfk hæð 2 (3 stofur, eldhús og bað) í • nýju nýtísku húsi í suð-vest- • urbænum til leigu 14. maí. • Stúlknaherbergi einnig, ef 2 óskað er. Tilboð, merkt „Sól- 2 xík liæð“, sendist afgr. blaðs- • ins fyrir 15. þ. m. Qagbók. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass S eða SV. Skúrir. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5) : S-kaldi með 7—10 st. hita um alt land, nenia. á annesjum norðan lands er hiti aðeins 2—3 st. Djúp lægð og stormsveipur við SV- strönd Grænlands á hreyfingu NA- eftir. Næturvörður er í nótt Karl Sig. Jónasson, Sóleyjargötu 13. Sími 3925. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabiíðinni Iðunn. Messur í dómkirkjunni á morg- un: Kl. H, síra Bjarni Jónsson (altarisganga). Kl. 2, barnaguðs- þjónusta (síra Fr. Hallgr.). Kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. Messa fellur niður í fríkirkj- unni á morgun, vegna aðalsafn- aðarfundar. Barnaguðsþjónusta í Laugarnes- skóla á morgun kl. 10.30. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 2, síra Garðar Þor- steinsson. Messað í Aðventkirkjunnu á morgtm kl. 8.30 síðd. O. J. Olsen. Messað í Fíladelfíu á morgun kl. 5 síðd. Fjölbreytta barnaskemtun held- ur Glímufjelagið Ármann í Iðnó í kvöld. Aðgangur kostar 75 aura. Dansleik heldur Glímufjelagið Ármann í kvöld í Iðnó. Hefst dansleikurinn kl. 10. K. R.-ingar fara austur á Hell- isheiði á morgun kh 9 f. h. Lagt verður af stað frá K. R.-húsinu. Farmiðar verða seldir hjá Axel Cortes, Laugaveg 10, í dag til kl. 6. — Ekkert selt við bílana að morgni. Kristján Guðmundsson skósmið- ur í Borgarnesi er fimtugur í dag. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir á morgun sjónleikinn „Fyrirvinnan“ Hrir lækkað verð. B.v. Brimir kom af upsaveiðum í fyrrinótt og fór aftUr á veiðar í gær. L. v. Sig’ríður kom af veiðum í fyrrakvöld með ágætan afla. Enskur togari kom í gær vegna ketilbilunar. Skátar, drengir og stúlkur, far- ið verður í sameiginlega skíðaferð upp í Hveradali á morgun kl. 8V2 frá Arnarbæli. Farmiðar seldir eft- ir kl. 1 í dag í Arnarbæli, Lækjar- götu 8. íþróttafjelag’ kvenna fer í slriða- ferð á morgun. Lagt verður af stað frá Gamla Bíó kl. 9 f. h. Þátttaka tilkynnist í síma 3140 frá kl. 6—7 í kvöld. I-íeimdallur, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna, heldur kaffilcvöld að Hótel fsland annað kvöld kl. 8y2. Síðast er Heimdallur helt þar kaffikvöld seldust allir aðgöngu- miðar upp löngu áður en skemt- unin liófst og urðu margir frá að hverfa. Er vissara að tryggja sjer aðgöngumða í tíma, en þeir verða seldir á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Mjólkurfjelagshúsinu í dag. Karlakórinn Þrestir endurtekur í allra síðasta sinn söngskemtun sína í Flensborgarskólanum á morgun kl. 5 síðd. Hefir kórinn þegar sungið þrisvar sinnum við ágæta aðsókn og komust færri að en vildu síðast. Söngstjóri og ein- söngvari kórsins er síra Garðar Þorsteinsson. Er þetta síðasta tækifærið til.að hlusta á Þresti að þessu sinni. Verð aðgöngumiða er lækkað. Leikflokkur „Vorboðans" í Hafn arfirði sýndi sjónleikinn „Spansk- flugan“ að Vífilsstöðum síðastlið- inn fimtudag. Blaðið hefir verið beðið að færa leikflokknum inni- legar þakkir fyrir komuna og skemtunin frá sjúklingum þar. Útvarpið: 20.15 Leikrit: „Kamilíufrúin“, eftir Alexander Dumas (Soffía Guðlaugsdóttir 0. fl.). Gunnar S. Halldérsson F. 16. des. 1891. D. 29. des. 1937. ann var sonur Sæm. Hall- dórssonar kaupmanns í Stykkishólmi og konu hans Magðalenu J. Hjaltalín, og var því af góðu og traustu bergi brot- inn. — Úr föðurkyni hafði hann erft hreina lund, en listhneigð og göfgi frá móðurfrændum. — Hjer er góður maður genginn. ¥— Um hann má með sanni segja það sama og Matthías kvað um langafa hans Pál Hjaltalín versl- unarstjóra í Stykkishólmi, eiun ágætasta mann sinnar samtíðar: Svikalaus og sálarhreinn gekstu fram að bana beinn. Við sem þektum Gunnar best vitum, að hann lagði aldrei ilt til nokkurs manns, en gekk fram með góðvild og góðfýsi. Það var því eðlilegt að lítilmagnar og fá- tækir ættu hjá honum athvarf. — Gott uppeldi undir handleiðslu göfugra foreldra var honum líka ómetanlegur styrkur til góðverka. Gunnar var óvanalega list- hneigður maður. Það var áber- andi hversui söngvinn hann var, og er sú náðargáfa lcynlæg í ann- ari móðurætt hans, Egilsensætt- inni. Við vinir hans minnumst ó- gleymanlegra stunda, þegar hann miðlaði oss af nægt listar sinnar, er liaun ljek á píanóið. — Hversu oft höfum við ekki notið einlægr- ar gestrisni á glæsilegu heimili foreldra hans, þegar honum, með hljómlist sinni tókst að lyfta hug um okkar upp úr daglegu þrasi og þokuif Gunnar varð ekki gama'll mað- úr, en honum vanst tími til þess að skilja eftir hlýjar og ljúfar endurminningar í hugum vina sinna og fyrir þær þökkúm við. Sár sorg er kveðin að aldur- hnignum foreldrum hans og syst- kinum, en Guð hefir sent engil sinn til þess að hugga þau og þau liafa tekið á móti honum, —- og látið huggast. O. C.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.