Morgunblaðið - 12.03.1938, Blaðsíða 8
' * '
M 0 R GUNBLAÐIÐ
Laugardagur 12. mars 1938C.
Rrossgála Morgunblaðsins 27
Lárjett:
1. heldri maður. 7. engill. 13. dýr. 14. tákn.
16. gælunafn. 17. trýni. 18. hlaupari. 19. í vef-
stól. 20. sögn. 22. á andliti. 23. dvöl. 24. úr-
skurð. 26. holt. 27. veiða. 30. hlaupari. 31. stía.
33. kvenmannsnafn. 35. eyðilegging. 36. fjárhús.
37. raun. 38. skálm. 40. biðja. 42. skynsemi. 43.
verslun. 45. hvílist. 46. afreksverk. 47. hávaði.
49. rándýr. 52. tyfta. 54. málskraf. 57- nöglum.
58. fjandans. 60. tímabilið. 61. gælunafn. 62.
skera. 63. bölv. 64. höfðingsskapar. 65. árás.
Lóðrjett:
1. skattþegns. 2. fjær. 3. romsa. 4. í hliði. 5.
fljót. 6. eyðsla. 7. ómeti. 8. mannsnafn. 9. hafði
eftir. 10. laklega. 11. kvenmannsnafn. 12. kafli
í Njálu. 15. stígurinn. 21. ílát. 23. tón. 25. skáld-
rit. 26. þroski. 28. gauragangur. 29. samhljóða.
31. hrafnaspark. 32. gælunafn. 34. ábata. 35.
tetur. 38. vargar. 39. ófullnægjandi. 41. starf.
43. skrift. 44. lærði. 46. rithöfundur. 48. neðar.
50. annars. 51. huldu. 52. fuglar. 53. ilma. 55.
fuglinn. 56. dýramál. 58. kvenm,annsnafn. 59.
bjó.
Ráðning á krossgátu 26.
Lár jett:
1. Indiana. 7. Everest. 13. lóan. 14. elsti. 16.
álar. 17. land. 18. tinna. 19. Mína. 20. fraus.
22. núa. 23. sussu. 24. sat. 26. búr. 27. rúm. 30.
grautar. 31. sál. 33. traf. 35. álfa. 36. alúðar.
37. snasar. 38. gras. 40.agar. 42. Eir. 43. ódrjúgt
/ T~ V
n
rí
?0
2V
4'1
33
m
V2
V6
V<| So Sl *
57
it
fcv
%■•!
P”
35
m
623
IV3
■n
53
35V
Vo
V?
32
V/
pr
iis
55 Sfc
45. ama. 46. agi. 47. ara. 49. stafn. 52. orf. 54.
úlfúð. 57. tóma. 58. starf. 60. Vera. 61. Aron.
62. otrar. 63. etir. 64. rissaði. 65. tálgaði.
Lóðr jett:
1. illfært. 2. nóar. 3. Dana. 4. Indus. 5. net.
6. alin. 7. Etna. 8. via. 9. rámur. 10. Elís. 11.
sans. 12. trauðla. 15. snúður. 21. sag. 23. súr. 25.
trúandi. 26. baknaga. 28. úrari. 29. skrafar. 31.
slagar. 32. Áfram. 34. fús. 35. Ása. 38. geystar.
39. þjórar. 41. rauðari. 43. ógn. 44. trú. 46. af-
ans. 48. alveg. 50. tóri. 51. Amos. 52. Otti. 53.
frat. 55. feta. 56. úrið. 58. soð. 59. frá.
■Jfoufis/íapu?
Freðýsa, íslenskt böggla-
smjör og rjómabússmjör, ný
egg, nýjar kartöflur, íslenskar
gulrófur, sítrónur, sveskjur og
gráfíkjur. Þorsteinsbúð, Grund-
arstíg 12. Sími 3247.
Nýjar og útvatnaðar gellur
í dag og næstu daga austast á
fisksölutorginu. Sími 4127. Sig.
Gíslason.
Kaupum gamlan kopar og
aluminium ávalt hæsta verði.
Versl. Grettisgötu 45 (Grettir).
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Hornaf jarðar kartöflur í pok-
um og lausri vigt fást í versl.
Símonar Jónssonar, Laugavegi
33.
Fríggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
íbúðir stórar og smáar, og her-
bergi, Leigjendur einhleypa og
heimilisfeður, Stúlkur í vist,
Kaupendur að hverju því, sem
þjer hafið að selja. Muni sem
þjer viljið kaupa. Nemendur í
hvaða námsgrein sem er. Smá-
auglýsingar Morgunblaðsins eru
lesnar í hverju húsi.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Tek að mjer að kenna byrj-
endum að leika á píanó. Uppl.
í síma 2531. Fríða Kragh.
Sfyicið-funclic
Svört læða með hvíta bringu,
rófubrotin, hefir tapast. Skilist
Freyjugötu 25 C.
Maður í fastri stöðu óskar
eftir 2—3' herbergja íbúð frá
14. maí n. k. Tilboð merkt:
„Fyrirframgreiðsla“, sendist L
pósthólf 1037.
Góð íbúð.
4 herbergi og eldhús til leigu
14. maí. Tilboð merkt II. send-
ist Morgunblaðinu.
Rammalistar
— fjölbreytt úrval —
nýkomið.
Innrömmun fljótt og vel a£
hendi leyst.
Guðm. Ásbjörnsson.
Laugaveg 1. Sími 4709.
Hefmsókn tftl
Reyklavíkur.
Major H. Holthe, fulltrúi
Samverjastarfsemi Iljálp-
ræðishersins í Noregi
stjórnar samkomuxn á tímabiliiro»
frá 15. til 23. mars;
Sýndar verða kvikmyndir, er
skýra frá ýmsum starfsgreinum
Hjálpræðishersins o. fl.
Eftirfarandi myndir verða sýndar:
Jesú frá Nazaret. — Starf Hersins
í ýmsum löndum. — 50 ára minn-
ingarathöfn í Aulaen. — Ársþing.
— Stefnumót Sunnudagaskólanna
sumarið 1936.
Majorinn flytur ræðu og
syngur einsöngva.
KOL OG SALT — sími 1120 ^
ANTHONY MORTON:
3ÞEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 83.
sem lögreglumanns að fella manninn, hversu hvimleitt
sem það kunni að vera.
Hann stóð á fætnr og tók til máls, en hafði varla
sagt tvö orð, fyr en Lorna kom út úr svefnherberg-
inu. Hún var föl yfirlitum og sagði í óstyrkum róm:
— Það verður að sækja lækni til hans!
Bristow kinkaði kolli, og Tring, sem var ekki ó-
snortinn af fegurð Lornu, varð allur eins og á hjólum
fyrir henni og sagði:
— Jeg skal sjá um það, ungfrú.
Bristow og Lorna litu hvort á annað.
— Mjer er það ekki kært, sagði Bristow, en jeg^
kemst ekki hjá því. Hafði hann tösku með sjer heim
í gærkvöldi ?
Loma beit saman tönnunum, þrákelknisleg á svip,
en sagði ekkert.
— Gerið mjer nú ekki erfiðara fyrir en ástæða er
til. Niðurstaðan verður hvort eð er hin sama. Yið finn-
um þýfið fvr eða síðar.
Lorna hikaði dálítið. Svo kinkaði hún kolli og sagði
í óskýrum róm:
— Taskan er í svefnherberginu. Hann er enn með-
vitundarlaus, svo að þjer megið ekki hafa hátt.
Bristow tautaði eitthvað í lágum hljóðum og gekk
þungur í spori inn í svefnherbergið, án þess að vera
hið minsta ánægður yfir því að eiga í vændum að
finna sönnunargögn, er gætu felt baróninn.
Lorna beið, þangað til hurðin hafði lokast á eftir
honum. Þá leit hún á Tring, sem stóð við símann hinu
megin í stofunni og sneri baki í hana. Hann sagði
„balló“ hvað eftir annað, en enginn virtist svara.
Með skjótu viðbragði stakk Lorna hljóðlega lykli
í skúffu í litlum veggskáp og dró upp úr henni perlu-
festi, sem vafin var innan í vatt. Rósaperlumar. —
Mannering hafði trúað henni fyrir, hvar þær væru.
Ef til vill myndi henni mistakast að útþurka hin síð-
ustu ummerki eftir baróninn í íbúðinni. En hún varð
að reyna það. ■ ;
Hún stakk perlunum inn undir blússu sína og lok-
aði skápnum aftur. Tring var enn að síma. Hann sagði
eitthvað inn í tólið og sneri sjer síðan að Lornu. Hún
var þreytuleg að sjá og óróleg, og fanst honum það
ofur skiljanlegt.
Rjett í þessu kom Bristow innan úr svefnlierberg-
inu. Hann brosti, spyrjandi á svip, til Lornu, sem
var grafalvarleg, eins og hefði bún mist alla von.
Bros Bristows virtist snúast upp í undrun.
Gat honum hafa skjátlast, þegar hann taldi víst,
að Mannering væri baróninn?
En hann var eltki viss um, að hann gæti sannað
það. Kúlan var horfin, og inni í svefnherberginu var
ekkert varhugavert að finna. Þar var taska, sem
Mannering hafði verið með kvöldið áður. En í henni
var ekkert, nema búningurinn, sem hann hafði verið í
á dansleiknum.
— Leitaðu í hverjum krók og kima hjer í stofunni,
sagði hann í skipunarróm við Tring.
Og hann hlýddi orðalaust.
Lorna hafði aldrei verið viðstödd slíka húsrann-
sókn fyr, og hún furðaði sig á þeirri nákvæmni, sem
var viðhöfð: skúffur, skápar, myndir, áhreiður og
húsgögn, alt var flutt úr stað og athugað og síðan
komið fyrir eins og áður.
En Tring fann ekkert grunsamlegt, eða neitt það,
er gæti orðið lögreglunni að liði.
Lorna hafði ákafan hjartslátt, þegar Bristow gaf
Tring fyrirskipun um að hætta leitinni, og hann gat
ekki gert sjer grein fyrir, hvort hún var sigri hrós-
andi eða aðeins fegin.
— Jeg skil ekki, hvernig maðurinn hefir farið að
— en jeg er handviss um, að hann er baróninn! Gláp-
ið þjer ekki svona heimskulega á mig! sagði hann úr“
illur við Tring. — Þjer getið farið!
Tring slapp við frekari ónot, því að rjett í þessu:
kom læknirinn.
Það síðasta, sem Bristow sá af Lornu þann dagiim;
var það, að hún leiddi hinn gráhærða lækni inn, til.
Mannerings, ljómandi á svip.
Gerry Long gerði það, sem Mannering lagði fyrir-
hann, án þess að spyrja neins. Hann átti Mannering
líf sitt að þakka og vildi gera alt, sem í hans valdi
stóð, til þess að launa honum lífsbjörgina.
Seinna, sama dag og hann hafði kastað byssukúl-
unni í fljótið hjá Westminster, símaði Lorna Faunt-
ley til hans og hað hann að gera Mánnering annan.
greiða.
Hann átti að fara niður í New Arts Hall og sækja
handtösku, sem gleymst hafði í fatageymslunni þar
og merkt var J. M. Síðan átti hann að fara með tösk-
una til Waterloo og aflienda hana í fatageymslunni,
þar, merkta James Mitcliell.
Hálfu ári síðar vissi Gerrv Long það fyrst, að það
voru Ramon-gimsteinarnir og gasbyssa Mannerings,.
sem hann hafði borið á milli og komið undan.
* * *
Mannering hallaði sjer aftur á svæflinum og brosti
til Lornu.
Læknirinn var farinn. Sárið hafði auðvitað ýfst upp
við þá ofraun að bjarga Bristow, en læknirinn liafði
góða von um, að það myndi gróa með tímanum með
góðri meðferð.
Lorna bar mikinn kvíðhoga fyrir því, að Bristow
myndi leggja alt kapp á að sanna sekt hans. En Maim
ering hristi höfuðið. Hann var annarar skoðunar.
— Jeg held, að við heyrum ekki meira frá honum,
sagði hann. En þar með er ekki sagt, að við getum
hegðað okkur eins og okkur sýnist í framtíðinni. Það>-