Morgunblaðið - 17.03.1938, Side 4

Morgunblaðið - 17.03.1938, Side 4
M ORGtTNSLAÐT© Fimtudagur 17. mars' 1938. 11 QfwfaM- Tilkyfiifiiing. Verð á smjðrlíki hefir verið ákveðið kr. 1.40 pr. kíló i búðum fjelagsmanua frá og með 17. mars. Fjelap matvOrukaupmanna. Sími 1380. LITLA BILSTOSIN Er nokknð stór. Opin allan sólarhringinn. GARDYRKJUVINNA. Tökum að okkur allskonar vor- og sumarvinnu í görðum, Skipuleggjum nýja garða. Trjá- og runnaklippingar. Aðeins vanir menn framkvæma vinnuna. Upplýsingar í síma 4380 og 1138 kl. 10—11 f.h, Einar Vernh. Ásgeir Ásgeirsson. Höfum m)ög góðar PORTÚGALSKAR SaRDÍNUR £ oliu og fómaf. H. Benediktsson & Co Umræðurnar á Alþingi ■■■ FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. komist að Alþingi reyndi að finna lausn, sem trygði að skip- in færu út. Væri og beinn voði fyrir þjóðfjelagið, ef þetta tæk- ist ekki. Um þetta er jeg sammála for- sætisráðherra, sagði H. G. En um hitt er ágreiningur milli okkar, á hvern hátt er eðlileg- ast að þingið leysi deiluna. Alþýðuflokkurinn telur leið þá, sem forsætisráðherra vill fara ótæka með öllu. Alþýðu- flokkurinn er yfirleitt mótfall- inn gerðardómi í slíkum mál- um. H. G. gerði því næst nokkrar athugasemdir við ræðu forsæt- isráðherra, og hjelt svo áfram: Ef til þess er gripið, að skipa gerðardóm eða ákveða með lög- um lausn slíkrar deilu, sem hjer um ræðir, þá verður að hafa tvent í huga: í fyrsta lagi, að fara hvergi lengra en brýn nauðsyn heimt- ar. Jeg játa, að þessi brýna nauðsyn sje fyrir hendi, að því er saltfisksveiðarnar snertir. En jeg mótmæli, að þetta eigi við um síldveiðarnar og ísfisks- veiðarnar. Þær eru svo langt fram undan, að jeg tel sjálfsagt að láta aðila nota tímann tii þess að reyna sættir. Jeg tel að forsætisráðherrann gangi með frumvarpi sínu lengra en verj- andi er. í öðru lagi verður — þegar grípa á þannig inn í — sterkar líkur að vera fyrir hendi um það, að lausn fáist, í þessu til- felli að skipin fari strax á veið- ar. Jeg spyr því forsætisráð- herrann, hvað hann viti um þetta. Það, sem fyrir liggur mælir ekki með því, að lausn fáist með gerðardómi. Hið ját- andi svar útgerðarmanna við tillögu sáttanefndar bendir ein- mitt til þess, að þeir eigi eftir að kljást við Alþingi. Hefir forsætisráðherrann tryggingu fyrir, að útgerðarmenn sætti sig við þessa lausn? Sjómenn feldu tillögu sáttanefndar. Margt bendir til, að niðurstaða gerð- ardóms yrði svipuð þeirri til- lögu. Telur forsætisráðherra líklegt, að sjómenn vilji una slíkri lausn? Jeg tel, að forsætisráðherr- ann hafi ekki fært nægar líkur fyrir því, að lausn fáist á deil- unni með gerðardómi hans. Því síður hefir honum tekist að rjettlæta það, að leysa einnig með gerðardómi deiluna, að því er snei*tir síldveiðarnar og ís- fiksveiðarnar. Þessvegna getur Alþýðu- flokkurinn ekki fallist á þetta frumvarp. En Alþýðuflokkurinn viður- kennir nauðsyn þess að grípa nú inn í, til þess að leysa deil- una að því er saltfisksveiðarnar snertir. Þessvegna flytur flokk- urinn annað frumvarp, sem bundið er við þá lausn eina. Þar er< skjót lausn og aðeins gripið inn í þar, sem nauðsyn augnabliksins er fyrir hendi. ¥ Hafði nú atvinnumálaráðh. lokið sinni ræðu, en þá var honum rjettur miði,. sem kom frá Vilmundi Jónssyni. Er ráð- herrann hafði lesið það, sem á miðanum stóð, mælti hann þessi orð áður en hann settist: Jeg vil þakka forsætisráð- herranum fyrir þau ummæli, að hann vill líta á aðrar leiðir. Jeg hefi hjer bent á eina leið, og jeg er fús til að líta á fleiri. FORSÆTISRÁÐ- HERRA SVARAR Hermann Jónasson tóK nú aftur til máls og svaraði at- vinnumálaráðherranum. Eftir nokkrar almennar athugasemd- ir sagði H. J.: Alþýðufiokkurinn vill fara þá leið, að lögfesta kaupið á' saltfisksveiðunum, og láta alt annað eiga sig. — Með því er aðeins partur af tillögu sátta nefndar tekinn út úr. Það myndi raska þeim grundvelli, sem sáttanefndin bygði sína til- lögu á, því að hún var sam- tvinnuð við alla þætti útgerðar- innar. Jeg þekki engin dæmi þess, að gripið sje þannig inn í af löggjafarvaldinu. H. G. segir, að síldveiðarn- ar sjeu svo langt framundan, og þessvegna sje ekki aðkall- andi, að grípa nú þar inn í. En hvað á að gera, ef aðilar geta ekki komið sjer saman fyrir síldveiðarnar? Þá situr ekki Al- þingi. Sennilega yrði þá að leysa deiluna með bráðabirgða- lögum. En hvaða líkur — hvað þá vissa — er til þess, að aðilar sætti sig við slíka lausn? Jeg sje ekki betur en þá sje komið í algert óefni og lausn Aiþýðu- flokksins er því verri en engin. H. G. spyr hvaða líkur sjeu til þess, að aðilar sætti sig við gerðardóminn nú. Mjer hefir ekki dottið í hug að spyrja að- ila, hvort þeir ætli að hlýða landslögum. Tel það svo sjálf- sagt, að slík spurning kemur alls ekki til greina í mínum augum. * Enn talaði atvinnumálaráð- herrann og gerði ýmsar athuga- semdir við ræðu forsætisráð- herra. Magnús Jónsson bað nú f h. Sjálfstæðisflokksins að veitt yrði fundarhlje, svo að þeim flokkum, sem fyrst hefðu sjeð þessi frumvörp á þingfundin- um, gæfist kostur á að kynna sjer málin og taka afstöðu til þeirra. Forseti gaf hálfrar stundar fundarhlje. AFSTAÐA SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS. Að loknu fundarhljeinu tók Magnús Jónsson til máls Og sagði: Það leiðir í raun og veru beint af allri stefnu Sjálfstæð- isflokksins í þjóðmálum, að flokkurinn heldur mjög fast við samningsfrelsi aðila, einnig á því sviði, sem hjer á að leysa með lögum. Sjálfstæðisflokkurinn vill að aðilar Iey3i sjálfir hverskonar deilu, sem rís milli þeirra um kaupgreiðslu. Þessi stefna Sjálfstæðisflokksins er greini- lega mörkuð í frumvarpi því, um atvinnudeilur, sem flokkur- inn hefir flutt á undanförnum þingum og enn á þesöu þingi. Ákvæðin í því frumvarpi um vinnudóm snerta alls ekki á- greining um kaup og kjör, held- ur aðeins rj ettarágreining að- ilja. Þetta er almenn regla, er Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast við. Hitt er svo annað mál, hvort það ástand kunni að koma upp í þjóðfjelaginu, að nauðsynlegt þyki að grípa inn í. Það verður að vera á valdi Alþingis á hverjum tíma, að skera úr þessu. Og nú liggur þetta mál þann- ig fyrir, að búið er að gera ít- rekaðar tilraunr til þess að sætta deiluaðila. Tvívegis hafa verið bornar fram miðlunartil- lögur, en bæði skiftin árangurs- laust. Sáttasemjari hefir skilað málinu úr sinni hendi, og megi því búast við, að sjeu að- iljar einir látnir um ágreinings- málið, sje stefnt út í fulla ó- færu. Þessvegna mun Sjálfst.fl. ekki skorast undan því, að Alþingi grípi nú inn í og að tilraun verði gerð til þess að leysa þessa deilu af löggjafar- valdinu. Mintist M. J. þvínæst á bæði írumvörpin. Frumvarp atvinnumálaráð- herra hefir þann grundvallar- galla, að það leysir málið að eins til bráðabirgða, og sú bráðabirgðalausn aðeins tor- veldur framhalds-lausn deil- unnar. Hjer er einum lið kipt út úr, en hinir um leið fjar- lægðir. Með frumvarpinu er beinlínis boðið heim meiri vand ræðum. Bilið milli deiluaðila er svo stutt, að sjálfsagt er fyrir Al- þingi að hjálpa til að leysa deiluna. Enda ætti einmitt það að svo lítið ber á milli að stuðla að því, að báðir aðilar sætti sig við þá lausn, sem Alþingi finn- ur á málinu. Sjálfstæðisflokkurinn mun því fylgja frumvarpi forsætis- ráðherra og stuðla að því, að það megi sigla hraðbyri gegn um þingið. afstaða kommúnista. Næst talaði Brynjólfur Bjarnason f. h. Kommúnista- flokksins. Hann kvað óþarft að spyrja um afstöðu verklýðsfje- Iaganna til slíkra þvingunar- laga, sem hjer væru á ferðinni. Samþykt þessa frumvarps hlyti Tí að valda stjórnarkreppu. Ráðherra Alþýðuflokksins gæti ekki setið í stjórn áfram, eftir að slíkt frumvarp yrði sam- þykt með stuðningi andstqðu- flokks; hversu gjarna sem Har- aldur Guðmundsson vildi sitja, gæti hann það ekki eftir sam- þykt þessa frumvarps. Það var sýnilega aðaláhyggja kommúnista, ef afleiðingin af F.RAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.