Morgunblaðið - 20.03.1938, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. mars 1938.
LITHAUAR LJETU UNDAN
s | ý A '
Gengu að öllum kröfum Pólverja
^iiiiiiiiiin ii niini iii ii iiiiiiiin n uiiiiiiniii iiiiiii!iin ii iiiiiii n iii iiiiiiiin ii iiiiiiiiiminimii! n iiiiiiiiiiiiiiiiiiiin ii ii n iii in ii imn ni iiii_
Yfir ÍOO þú$. pólsklr her-
inenn voru við lithausku
landamærin
Pólsk hersyeit gengur framhjá Moseicki prófessór, forseta Póllands.
Stuðningur frá Rússum
brast: Vinátta Rússa
einskis virði
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
LITHAUAR gengu að kröfum Pólverja
skilyrðíslaust, eftir að hafa leitað ár-
angurslaust stuðnings hjá Rússum.
Stjórnmálasamband hefir verið tekið upp milh
ríkjanna og landamærin opnuð fyrir almennum
viðskiftum, járnbrautarsamgöngum og talsíma-
sambandi. Stjórnirnar í Kaunas og Varsjá munu
skiftast á stjórnmálaerindrekum fyrir mánaðar-
lok (eins og krafist var) og fyrir þann tíma verða
allar samgöngur að vera komnar í fult lag.
Sendiherra Lithaua í Eistlandi fór í dag (skv.
Lundúnafregn FÚ í gærkvöldi) á fund sendiherra
Pólverja í Eistlandi og tilkynti honum þessa á-
kvörðun stjórnarinnar í Lithauen.
í Póllandi hefir ákvörðun lithauisku stjórnarinnar vakið
mikinn fögnuð (símar frjettaritari vor).
Fyr í dag var útlitið mjög ískyggilegt. Hundrað þús-
und manna pólskur her beið við lithausku landamærin
og hefði ráðist inn í Lithauen klukkan 9 í kvöld, ef kröf-
unum hefði verið hafnað.
• Nokkurs óróa gætti í dag bæði í Lithauen og Póllandi. —-
Nokkrir pólskir Gyðingar reyndu að ná eignum sínum út úr
bönkum og ollu með því æsingum.
—Ilorfur—
bjartari
Frá frjettaHtara vorum.
Khöfn í gær.
FTIR að spurðist að Lit-
hauar hefðu gengið að
kröfum Pólverja fóru skulda
brjef á kauphöllunum í Lon-
don og Wall-Street að hækka
Yfirleitt þykja horfur í Ev-
rópu friðsamlegri í kvöld, en
verið hefir síðan Hitler rjeð-
ist inn í Austurríki.
Heltmey dr.
Schussniggs
. horfin
Hundruð manna
iramja sjálfsmorð
iiL ... • ...M:
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
D áðstafanir stjórnar-
valdanna í Vín gegn
þeim mönnum, sem ver-
ið hafa andstæðingar
nazista, verða stöðugt
strangari. Engin vægð
er sýnd. Daglega er
f jöldi manna, sem áður
hafa gegnt opinberum
störfum, sviftir atvinnu.
Álitið er að átta þús-
und menn hafi þannig
inist lífsframfæri sitt til
þessa.
Þeir skifta nú mörgum
hundruðum, stuðningsmenn dr.
Schussniggs, sem framið hafa
sjálfsmorð. Á meðal þessara
rpanna eru:
Neustádter-Sturmer, innan-
ríkisráðhe'rra í ráðuneytUm dr.
Schusshiggs og dr. Dollfuðs, óg
Egon Friedell, hinn kunni
ságnfræðingur o. fl.
Heitmey dr. Schussniggs,
Czernin, barónessa, er horfin,
að því er segir í Reuterskeyti
(dr. Schussnigg er ekkjumað-
ur, misti konu sína í bílslysi
fyrir nokkrum árum. Hann á
ungan son).
TIL VARÐVEISLU.
í Berlín hefir verið gefin út
oþinber tilkynning um dvalar-
stað dr. Schussniggs og Miklas
forseta. Segir í tilkynningunni
að dr. Schussnigg geti farið
frjáls allra ferða sinna innan
Belvederehallarinnar. En það
þyki ekki örugt að gefa hon-
um algert frjálsræði, þar sem
austurríska þjóðin sje ekki þú-
in að gleyma, hvern þátt hann
átti í því að kúga hana. Miklas
er einnig í „varðveislu" fang-
elsi.
Foringi keisarasinna í Aust-
urríki, Hohenberg hertogi, hef-
ir verið tekinn til ,,varðveislu“
samkvæmt ósk hans sjálfs.Her-
toginn er er sagður óttast hefnd
austurrísku þjóðarinnar.
Tj ekkar
friða
Hitler
London í gær. PU.
TJÓRNIN í Tjekkósló-
vakíu hefir ákveðið
að veita Sudeten-Þjóðverj-
um sem næst sjálfsforræði.
Stjórnin hefir úrskurðað
að þjóðernis-minnihlutar
skuli ráða skipun hjeraðs-
stjórna í hlutralli við það,
hve fjölmennir þeir eru í
hverju hjeraði.
Með þessu móti hygst
stjórnin að friða Sudeten
Þjóðverja, með því að þeir
verða nú að heita má ein-
ráðir í hjeraðsmálum sín-
Bretar og Italir
hafa saoiið um
Miðjarðarhaflð
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
TAregnir frá Róm herma að
samningum Breta og Itala
miði vel áfram. Fullyrt er, að
samkomulag hafi þegar náðst
um deilumál þjóðanna í Mið-
jarðafhafi, milli Cianos grcifa
og Perth lávarðar.
ítölsk blöð láta í ljósi mikla
ánægju út af því, hve vel hin-
um bresk-ítölsku samningum
miði áfram.
Aftur á rríóti andar mjög
köldu í ítölskum blöðum í garð
Frakka. Segja þau að ekki
komi til mála að samkomulags-
umleitanir geti hafist milli
ítala og Frakka fyrst um sinn.
Álitið er að Bretar hafi
með einbeiítri framkomu
átt mikinn þátt í því, að
deilan var leyst án þess
að til blóðsúthellinga kom.
Halifax lávarður, utanrík-
ismálaráðherra Breta lagði
ríkt á við báða aðila að
sýna bilgirni.
LETTAR OG EISTIR
VINÁTTA ROSSA
En einnig úr annari átt komu
tilmælin um friðsamlega lausn.
Nágrannarnir, Lettar og Eistir,
beittu öllum áhrifum sínum til
þess að fá lithauisku stjórnina
til þess að sættast við Pólverja
fullum sættum. Vegna erja Lit-
haua og Pólverja undanfarna
áratugi, hafa Lithauar orðið að
leita á náðir Rússa og hafa
stöðugt gerst háðari þeim. —
Þetta hefir mislíkað í Eistlandi
og Lettlandi.
En úrslitum um það, að Lit-
.hauar ljetu undan, mun hafa
ráðið að Rússar brugðust þegar
á átti að herða.
Rússneska ráðstjórnin sat
lengi á ráðstefnu í gær
og ákvað að lokum að
neita Lithauum um þann
stuðning, sem farið var
fram á.
„Daily Telegraph“ skrifar
um þetta í dag, að neitun
Rússa sýni hvers virði vinátta
þeirra er fyrir ríki, sem í nauð-
um eru stödd.
ÞJÓÐVERJAR
ÁNÆGÐIR
London í gær. FU.
„Diplomatischer Correspon-
danze“ í Berlín ritar um þessi
mál í dag og segir að engum
þætti meira vænt um það en
Þjóðverjum ef hægt væri að
leiða deiluna milli Póllands og
Lithauen til friðsamlegra lykta.
*
Lithauiski stúdentinn Theo-
doras Bieliaskinas sem stundar
nám hjer við háskólann, hefir
beðið Morgunblaðið að geta
þess að Lithauen hafi aldrei
verið hluti af Póllandi. Það var
íyrrum sjálfstætt ríki, en komst
á fjórtándu öld í konungssam-
band við Pólland.
Fyrsti sambandskonungurinh
var lithauiskur, Jogaila, en
drotning hans var pólsk. Lit-
hauar eru alveg óskildir Pól-
verjum að máli, en á sambands-
tímanum tók nokkur hluti höfð-
ingastjettarinnar upp pólska
tungu. í Vilna-hjeraðinu er
meiri hluti íbúanna lithauiskur,
en þó eru þar einnig pólsku-
mælandi menn.
Jóns Baldvinssonar
minstídanska jiingiiu)
Khöfn í gær. FÚ.
o r m a ð u r FólksþingsinS
danska, flutti í gær í fund-
arbyrjun minningarræðu ui»
Jón Baldvinsson Alþingisforseta
og fór mörgum orðum um þaö
starf, sem hann hefði int
af höndum í sambandsmáluih
íslands og Danmerkur.
Komst^hann svo að orði, að
minning Jóns Baldvinssonar
mundi lengi lifa sem hins gagn-
merkasta stjórnmálamanns. —-
Formaður Landsþingsins flutti
einnig minningarræðu um Jón
Baldvinsson í fundarbyrjun og
gerði grein fyrir helstu atrið-
um æfi hans og stjórnmála-
ferli.
Á upsaveiðar er verið að útbúa
togarana Belgaum og Kára.
um.
30 klst loftárásir á
Barceiona: 13 hundr-
\ '
uð manns farist
Khöfn í gær.
•í ^5 hundruð manns, sem farist hafa í loftárásum uppreisnar-
1 manna á Barcelona undanfarna 36 klst., hafa verið
dregnir fram úr rústum í borginni. Engin orð fá lýst þeim hörm-
ungum, sem loftárásirnar hafa valdið.
Sumstaðar hafa 500 kg. sprengjur uppreisnarmanna mynd-
að meterdjúpa gýgi í göturnar. Hús hafa hrunið og víða er öll
umferð í moium.
Heil hverfi brenna. Eldurinn breiðist hús úr húsi.
London í gær. FÚ.
Franska stjórnin hefir sent bresku stjórninni afrit af skjöl-
um til sönnunar því, að 442 þýskar og ítalskar flugvjelar sjeu
nú í notkun hjá uppreisnarmönnum.