Morgunblaðið - 20.03.1938, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1938, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. mars 1938. MORGUNBLAÐIÐ Sa M.s. Dronning Alexandrine Burtför skipsins til Vest- ur- og Norðurlandsins er frestað til þriðjudags 22. þ. m. kl. 6 síðd. Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025. Hús til sðlu í Skerjafirði. Lítil út- borgun. Tækifærisverð. Uppl. í síma 4970. Kaffikwöld fyrir Strandamenn verður hald- ið á föstudagskvöld ef nægileg þátttaka fæst. Áskriftalistar í Verslun Ásg. Ásgeirssonar, Þingholtsstræti 21, og Versl. Þorkels Sigurðs- sonar, Laugaveg 18. Nokkrir Strandamenn. HJÁLPRÆÐISHERINN. Major Holte stjóraar. Kl. 11 f. h. Helgunarsamkoma. Kl. 8V2: JESÚS FRÁ NAZARET (Kvikmyndir). Horna- og stengja sveit. Einsöngur. — Inngangur 35 aura. (Fyrir böm kl. 2 og 6). Vegna breytinga á búðinni verður lokað mánudaginn 21. þ. m. Versl. Sandgerði Laugaveg 80. Rammalistar — fjölbreytt úrval — nýkomið. Innrömmun fljótt og vel af hendi leyst. Guðm. Ásbjörnsson. Laugaveg 1. Sími 4700. MÍUFUímSSKBiFSTO'i Pjetur MagnfiuDaon Einar B. Quðmundafon GuBlaugur ÞorláksBon Siuuir 3602, 3202, 2002. * Auaturatrætt 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Dagbók. I. O. O. F. 3 == 11932081/2 = 8V20 Veðurútlit í Reykjavík í dag: NA-gola. Ljettir til. Veðrið í gær (laugard. kl. 17): Fyrir sunnan land er grunn lægð, sem þoka-st ,til A eða NA. Vindur er hægur NA hjer á landi. hiti víðast 1—3 stig. Á SA- og A-laiuli er dálítil rigning eða slydda. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Helgidagslæknir er í dag Ey- þór Gunnarsson, Laugaveg 98. Sími 2111. Frakkneski sendikennarinn, M. Haupt, flytur á morgun kl. 8 fyr- irlestur í háskólanum. Efni: „Fjé- lagslíf og bókmehtir á 18. öli. Framþróun að nýju skipulagi“. Ollum heimill aðgangur. Æfintýraleikurinn Sæbjört var sýndur í fyrradag í Iðnó. Er leik- urinn eftir Ragnheiði Jónsdóttur og söngvar eftir Margrjeti Jóns- dóttur kenslukonu. Leikstjóri er Gnðmundur Pálsson gæslumaður barnastúkuiínar Æskunnar nr. 1. í fyrrasamur fór Guðmundur méð leikflokk barna nm Vestur- óg Norðurland, og sýndi aðallega barnaleikinn Gilitrutt. Sýndi hann mikinn áhuga með því að brjótast í þessn ferðalagi, og varð heim- sókn hans til skemtunar og hvatn- ingar fyrir barnastúkurnar út nm land. Nú ætlar Guðmundur að fara með leikflokk barna í kaup- staði hjer sunnanlands, og hefir valið æfintýraleik þenna. Leikend ur eru á aldrinum 11-—15 ára. Það er segin saga. að börn hafa altaf sjerstaklega gaman af því að sjá jafnaldra sína á* leksviði, og skemta þau sjer hið besta að horfa á þenna æfintýraleik. For- eldrar, sem vilja stýrkja starf- seini barnastxiknanna, ættn að lofa börnum sínum í Iðnó í dag kl. 5y2 og sjá æfintýraleik þenna. Barnaskemtun K. R. er í dag kl. 4 í K. R.-húsimr. Aðgöngumið- ar seldir við innganginn. M.s. Dronning Alexandrine. Burtför skipsins til Vestur- og Norðurlandsins er frestað til þriðjudagsins 22. þ. m. kl. 6 síðd. Eimskip. GuHfoss er á leið til L’eith frá Vestmannaeyjnni. Goða- foss fór frá Khöfn í gærmorgun áleiðis til Vestm. Brúarfoss er í Khöfn. Dettifoss fór frá Hamborg um hádegi í gær áleiðis til Hull. Lagarfoss kom að vestan og norð- an um miðnæt.ti í nótt, Selfoss er í Reykjavík. Hjónaefni. Síðastliðinn föstu- dag opinberuðu trúlofun sína ung- frú Ástfríður Ólafsdóttir og Þor- valdur P. Valdimarsson. Bankablaðið er komið út og flytur margar greinar og myndir um áhugamál bankamanna. Knattspyrnufjelagið Víkingur. Æfing á fþróttavellinum í dag kl. 1 y2 e. h. Fram. Knattspyrnuæfing í I. og II. fl. í dag kl. 10 f. h. B.v. Tryggvi gamli fór á upsa- veiðar í gærdag. Sjúklingar á Laugaraesspítala hafa beðið Morgunblaðið að flytja Hjálpræðishersforingjunmn, sem skemtu þeim með skuggamynda- sýningnm og á annan hátt síðastl. fimtudagskvöld, alúðarfylstu þakkir. Dularfull fyrirbrigði. í dag kl. 3 sýnir Kristján I. Kristjánssön í Varðarlmsinu skuggamyndir af manngerfingum, sem komið hafa fram á fundum hjá miðlinnm Láru Ágústsdóttur. Danssýningu hefir ungfrú Bára Sigurjónsdóttir með nemendnm sínum í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði kl. 3 í dag. Hafði hún sýningu s.l. sunnudag og hefir márgt manna skorað á hana að endurtaka sýninguna. B.v. Hávarður ísfirðingur kom liingað í gær til viðgerðar. Unglingar í hænum hafa tekið upp þann hættulega leik að skjóta af bogum, og hefir að m. k. eitt alvarlegt slys hlotist af þessum leik. ,Varð ungur piltur, Ólafur í. Hannesson, Karlagötu 2 fyrir ör, sem kom í auga hon- um og er hætt við að drengurinn missi sjón á auganu. Lögreglan vinnnr að því í samráði við skól- ana að fá unglinga til að hætta þessuin hættulega leik. Valur II. fl. Æfing á íþrótta- vellinum í dag kl,- 2s:e. h. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir í kvöld í síðasta sinn sjónleikinn Fyrirvinnan. Barnaskemtunin í Hafnarfirði Verður endurtekin í dag' í leik- fimishúsinu og hefst kl. 4y2 síðd. Baraastúkan Æskan. Fræðsla verður í dag á venjulegum fnnd- artíma, Stud. theol. Sigurlaug Björnsdóttir o. fl. Víðavangshlaup í. R. Eins og að undanförnu fer víðavangshlaup íþróttafjelags Reykjavíkur fram á áumardaginn fyrsta. Kept verð- ur um L„Svana“bikarinn eftir sömu reglum og áður, þ. e. í 3ja manna sveitum. Öllum fjelögum innan í. S. í. ér heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist skriflega til stjórnar í. R. vikii fyrir lilaupið. Útvarpið: Sunnudagur 20. mars. 9.45 Morguntónleikar: Tónverk eftir Baeh (plötur). 12.00 Hádegisútvarp. 14.00 Guðsþjónusta í útvarpssal (Ræða: sjera Björn Magnús- son). 15.30 Miðdégistónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. b) Klassískir valsar (plötur). 18.30 Barnatími. 19.20 Erindi Búnaðarfjelagsins: Jax-ðvegur og jarðlög (Jakob H. Líndal bóndi). 20.15 Norræn kvöld, IV.: Svíþjóð. a) Ávarp (Jón Eyþórsson). b) Ræða: Aðalræðismaður Svía, Otto Johansson. c) (20.30) Sænsk tónlist. (End- urvarp frá Stokkliólmi). d) (2Í.00) Erindi: Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari. e) Sænsk tónlist. f) Frá stútdentalífi í Uppsöl- um: Sigurbjörn Einarsson, fil. kand. g) Glunta-söngvar (plötur). h) Upplestur á sænsku (plötur). i) Sænsk tónlist. Mánudagur 21. mars. 20.15 Erindi ungfrú Halldóru Bjarnadóttur: Heimilisiðnaður íslendinga í Vesturheimi (V. St.). 20.40 Einsöngur (Gunnar Páls- son). 21.00 Um daginn og veginn. Hiiiiiiiimiiiiiiiiiiitiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimnmininmnimiiiiniiniitniinmiuifliuniic I Latið arin ekki líða | EE -sc 33 | án þess að gera það sem þjer getið til | 1 þess að viðhalda unglegu útliti yðar. I | Nútímakonan notar | 1 Amanti snyrtivörur | | til að varðveita æsku § | sína og yndisþokka. snyrtivörur fást allstaðar. 1 1 iiiiiiiiiuiniiiiuiiiiiuiiiniiiiiiiHiiiniiiuiiiiiiuiiiiimimimiiiiiiiiiuimiiiiiiiimiimiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiHHiiiiiiiiiiiiiiiiiTr Árnesingamót verður haldið að Hótel Borg laugardaginn 2. apríl n.k. og hefst með borðhaldi kl. 7.30. Áskriftarlistar og aðgöngumiðar hjá hr. kaupm. Guð- jóni Jónssyni, Hverfisgötu 50 og á skrifstofunni á Hótel Borg. Undirbúningsnefndin. Ágæta norðlenska töðu fáum vjer með m.s. DR. ALEXANDRINE þ. 26. mars næstk. Pantanir sendist oss fyrir þ. 24. þ. m. Samband fsl. samvinnufjefaga Sími 1080. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, faðir og tengdafaðir Guðmundur Guðmundsson Njálsgötu 16, andaðist að heimili sínu að morgni 19. mars. Dagbjört Jónsdóttir. Guðmundur Guðmundsson. Guðlaug Grímsdóttir. Engilbert Guðmundsson. Ebba Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.