Morgunblaðið - 08.04.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.1938, Blaðsíða 6
6 DOKTORSVÖRN HELGA P. BRIEM. FEAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. tók til máls doktorsefnið og gerði grein fyrir tilorðningu ritsins. Kvaðst hann hafa byrjað að viða að sjer efni í þessa rannsókn á háskólaárum sínum og ritið hefði hann fullsamið árið 1928, enda þótt prentun hefði dregist svo lengi sem raun varð á, meðal ann- ars vegna stærðar ritsins. Þá tók til mals fyrsti andmæl- andi, prófessor Arni Pálsson. Benti hann á nokku.r atriði, er honum þótti miður fara í riti doktorsefnis, en í heild sinni lauk hann lofsorði á ritið og taldi það bera vott um rannsóknar- og fræðimannshæfileika höfundarins. Að lokinni ræðu hans, svaraði doktorsefni aðfinslum andmæl- anda, en þakkaði honum að öðru leyti lofsamleg ummæli í sinn garð. Nú var gefið hlje í hálf'a klukku stund, en að því búnu tók til máls andmælandi ex auditoriv prófess- or Guðbrandur Jónsson. Talaði hann langt mál og hafði margt út á rit doktorsefnis að setja, bæði um efnismeðferð og einstök at- riði, taldi, að höfundur hefði þurft að takmarka sig betur og margt væri í bókinni, sem lítt eða ekki kæmi hinu eiginlega viðfangsefni víð. Engu að síður kvað hann bók- ina bera vott um mikla elju. og dugnað um söfnun og aðdrætti heimilda. Svaraði doktorsefni að- finslum hans og varði sitt mál, eftir því sem tíð og tækifæri leyfðu. Þá tók orðið annar andmælandi af hálfu heimspekisdeildar, dr. Þorkell Jóhannesson. Hann benti enn á ýmis atriði í ritinu, er hann kysi rjettara eða á annan veg sagt, og sýndi hann fram á slíkt með dæmum. Lofaði hann rit doktorsefnis minna en Arni en meira en Guðbrandur, og mátti þó doktorsefni vel við una. Svar- aði hann ræðu Þorkels, og er hann hafði andmælt aðfinslum hans að nokkuru, þakkaði hann honum fyrir hina vönduðu gagnrýni hans. Lýsti þá deildarforseti próf. Sig- urður Nordal yfir því, að vörn- inni væri lokið og úrslitin yrðu birt síðar, en taldi, að áheyrend- ur gæti ekki verið í neinum vafa um það, hver þau, myndi verða, eftir að hafa hlustað á andmæli og svör. Að lokum mælti doktors- efni nokkur orð og árnaði Há- skóla íslands allra heilla í fram- tíðinni. Klukkan var orðin um 6V2 er athöfninni var lokið, og hafði hún þá staðið í 5 tíma. Pór þá hver heim til sín, fróðari og lærð- ari en hann var áður. Og það ætl- um vjer, að menn hafi skilið sátt- ir hver við annan, jafnvel einnig þeir, sem harist höfðu í fylking- arhrjósti með hvössum sviga sverðum og geigvænlegum góma spjótum að nútíðarvíldnga sið. G. Skíðaskálinn í Hveradölum. Þeir sem pantað Itafa gistingu í skál- anum uin páskana, verða að sækja skírteini fyrir kvöldið í kvöld til L. H. Múllers kaupmanns. Skíða- færi er ágætt við Skíðaskálann og var þar í gær 2 stiga frost. MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. apríl 1938. Höfnin þarf láns- fje til fyrirhugaðra framkvæmda Einkennilegur mis- skilningur sósíalista Pegar fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir árið 1938 var samin og samþykt, í vetur, var samþykt heimild til hafnar- stjórnar að taka 550 þús. kr. lán til ýmsra mannvirkja og endurbóta á höfninni. Var heimild þessi samþykt með þeim sjálfsögðu fyrirmælum, að lánið yrði borið undir bæj- arstjórn, áður en lánið væri tekið. Jón Axel Pjetursson hefir nú fundið það út að þetta ákvæði sem fylgdí heimildinni til að taka lánið, þýddi það, að meiri- hluti bæjarstjórnar væri lán- töku þessar: andvígur. Hefir hann komið fram með þetta í bæjarstjórn oftar en einu sinni, og síðast í gær, er hann helt því fram, að hafnarstjórn, þar sem hann á sæti sjálfur, hefði, vegna þessa hemils á lántök- unni frá hendi bæjarstjórnar, lítið sem ekkert gert til þess að fá þetta lán. Bar hann í gær fram áskorun til hafnarstjóra um að hefjast nú handa í þessu máli. Þeir Bjarni Benediktsson og Jakob Möller sýndu fram á, að þessi áskorun væri þarfleysa. Jakob upplýsti, að hafnarstjóri ynni að þessu máli. Og Bjarni sýndi fram á, að hjer væri ver- ið að vantreysta hafnarst'óra í starfi hans. Báru þeir fram svo- hljóðandi rökstudda dagskrá er var samþykt með 9 atkv. gegn einu (J. A. P.). Þar sem hafnarstjórn þegar hefir þá heimild, sem í tillög- unni segir, og upplýst er, að málið er nú til meðferðar í hafnarstjórn og lánaumleitanir standa yfir, en bæjarstjórn hef- ir ekki ástæðu til að vantreysta hafnarstjórn frekar 1 þessu máli en áður, þá telur bæjar- stjórn tillöguna gersamlöga til- efnislausa, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá. Stækkun Vífilsstaða- hælis. MINNISMERKI UM TYCHO BRAHE. Aeynni Hven verður bráð- lega farið að reisa minnisvarða stjörnufræðingsins Tycho Brahe. Sænski mynd- höggvarinn Ivar Johanson hefir fengið þeta verkefni. Minnis- varðinn verður úr hvítum mar- mara. (F.Ú.). FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU alanum, Landakoti og Sótt- varnarhúsinu. Þangað væru og fluttir sjúklingarnir frá Reykja- hælinu, því það er svo óhentugt að hafa sjúklinga á stað eins og Reykjahæli, þar sem svo fáir eru, og því ekki hægt að koma því við að hafa þar öll hin bestu tæki, eða aðbúnað fyrir sjúklingana. En ef þessar viðbótar bygg- ingar kæmu upp á Vífþsstöð- um, yrði það ljettir fyrir bæinn, því svo mörg sjúkrarúm losn- uðu við það í spítölum bæjarins, en þörf fyrir nýja spítala mink- aði að sama skapi. Þess vegna væri það, að áliti Sigurðar berklalæknis sann- gjarnt, að bærinn ljetti undir við nýbyggingun Vífilsstaða, með því að leggja til rafmagns- hitunina. Það mun ekki vera hentugt, að nota rafhitann þannig, að hita hina fyrirhuguðu skála, með rafmagni einu, og halda áfram kolakyndingu í gamla húsinu. Hentugra væri að nota rafmagn til aðalhitunar fyrir alt hælið, og skálana með, en nota kol til viðbótar köldustu daga ársins. Til slíkrar upphitunar telur rafmagnsstjóri að þurfi 300 árs- kilowött, og Sogsvirkjunin geti látið í tje árskilowatt af af- gangsrafmagni fyrir 70 krónur, frá Elliðaánum. Við það bætist leiðslukostnaður þaðan til Víf- ilstaða. En núverandi upphit- un Vífilstaða kostar svipaða upphæð á ári. Með því að fá að- alhitun með rafmagni yrði það mikill Ijettir fyrir rekstur hæl- isins, og auðveldara á þenna hátt að koma því við, að hinir fyrirhuguðu skálar komist upp. HVALYEIÐAR NORÐMANNA HAFA GENGIÐ VEL. Síðastliðna viku hættu norsk hvalveiðiskip veiðum og eru komnar fregnir um aflabrögð þeirra. Þetta ár voru gerðir út 8 flot- ar, eða alls 64 skip. Fengur þeirra var 920 þúsund lýsisföt í stað 720 þúsund í fyrra. Veiðitíminn var viku lengri en árið sem leið. Mest öfluðu flotarnir „Christ- iansen Selskap" og „Kosmos 11“. Hvalvéiðáflotar annara þjóða munu einnig hafa veitt vel. (FÚ) FINNAR EFLA LANDVARNIR SÍNAR. Finska stjói'nin hefir að dæmi Svía. og Norðmanna borið fram tillögu nm aukin útgjöld til vígbúnaðar. Er hjer um að ræða 2710 miljón finskra marka. Upp- hæðinni verður skift niður á fjár- lög næstu sjö ára. Fje til þessara útgjalda verður fengið með 20% hækkun beinna tekju- eignaskatta. (FÚ), Frá Vestmannaeyj um reru flest allir bátar í gær. Afli var tregur, en þó heldur meiri en undanfarið. FRÚ ÁSTHILDUR THOR- STEINSSON. FRAMH. AF FJMTU SÍÐU. ljósgjafi hún sjálf var, bve mörg- um bún lýsti í lífinu, yfir erfið- leika, armæðu og trega. En það er bót í máli, að Ijós endurminninganna um hina mikil- hæfu konu, hlýjar og vermir og hughreystir menn til þess að taka hverskyns andstreymi með sama þreki og hún, það gengur ekki uudir í hugskoti manna, fyrri en þeir, sem hana þektu, hverfa sjálfir niður fyrir grafarbakkann. ¥ Börn þeirra hjóna voru: Katrín, er giftist Eggert Brierb frá Við- ey. Helga, giftist Ólafi Jobnson stórkaupmanni, Asta, gift Jóni Hermannssyni tollstjóra, Borghild- ur, gift Ólafi Björnssyni ritstjóra, Guðrún, gift Gunnari Egilson er- inrreka, Gyða og ITrefna, er dóu ungar. Synirnir voru fimm: Gnð- mundur, listmálari, Samúel, lækn- ir, Gunnar og Friðþjófur verslun- armenn. Mikill ættbogi er þegar kominn frá þeim hjónnm. Barnabarnabörn in vorn orðin 12, þegar frú Ásthild nr átti áttræðisafmæli 16. nóv. síðastliðinn. V. St. Reykjavókur Axmáll h.f. Revyan Fornar dygDir 21. sýnlng sunnudag kl. 2 e. h. í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7, á morgun kl. 1—7 og við innganginn. Síðasta sinn fyrir páska. Venjulegt leikhúsverð frá kl. 3 á morgun og sunnudag. AiÐVORUN. Hjer með vill nefndin vekja athygli innflytjenda bygg- ingarefnis og annara á því, að hún hefir sett þau skilyrði fyrir veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa fyrir timbri og cementi, að þessar vörur verði ekki seldar til bygginga á íbúðarhúsum, sem eru stærri en svo, að 430 teningsmetr- ar tilheyri hverri íbúð, eða til annara húsa eða mannvirkja, sem þurfa erlent efni fyrir meira en kr. 5000.00 með út- söluverði, nema samþykki hennar komi til, og gildir þetta jafnt hvort viðkomandi hefir undirskrifað skuldbindingu hjer að lútandi eða ekki, þannig að innflytjendur bera á- byrgð á að ofangreind skilyrði sjeu ekki brotin. Reykjavík, 6. apríl 1938. laídeyris- og inniluteingsnefnd. Saltbjðt í heilum og hálfum tunnum fyrirliggjandi- Eggerf Krfsf)ánssoD & Co. Sími 1400. Goliat. &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.