Morgunblaðið - 28.04.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.1938, Blaðsíða 6
6 ItORGUNBLAÐIÐ Flmtudagur 28. apríl 1938. Það eykur kraíta. sparar tíma að spila golf Qolf-sýning á sunndaginn var Golfklúbbur íslands bauð síð- astliðinn svinnudag þeim, er áhuga kynnu að hafa á því að kynnast golfíþróttinni, upp í hús klúbbsins á Öskjuhlíð. Þótt þetta hafi verið oft gert áður, var þarna saman kominn stór hópur karla og kvenna, og mun engan hafa iðr að þess, því svo mikill myndar- bragur er á öllu þarna, eins og líka vel- virðist við eiga, þar sem um svo veglega íþrótt er að ræða sem golf er. Gunnlaugur Einarsson læknir, formaður kliibbsins, byrjaði með því að lýsa gangi leiksins og skýra reglur haps, og jafnframt benti hann á þá kosti við íþrótt þessa,, hve vel hún ætti við alla, jafnt unga sem gamla, konur og karla. Þá sýndi hann fram á hlunn indi þau, er því fylgdu að vera ineðlimur kJúbbsins, og af hverju það væri fijtölulega ódýrt að iðka hana. Eftir ræðu formanns skýrði kennari klúbbsins Mr, Arneson UmlirstÖði atríði íþróttarinnar og sýndi jafnframt notkun hinna mismunandi golfáhalda. Er ekki iieinn vafi á þvf, að þarna hefir klúbburínn á að skipa fyrsta flokks kennará. Þegar þossu var lokið talaði dr, Halldór Hansen læknír um gágn- semi íþróttaiðkana yfirleitt og gildi golfíþróttarinnar sjerstak-. lega, Meðal auuars fóruat. hónuni þannig orð, að það vildi brenna við hjá inörgum, að þeir þættust aldrei bafa tíma til íþróttaiðk- ana, og þessu hefði hann reyndar borið við sjálfur, en sú hefði orð- ið raunin á, að eftir að hann hefði byrjað golfæfingar, þá hefði næg- ur tími unnist til þess, og væri það ,ekki síst að þakka aukinni líkamlegri vellíðan óg þar af leið andi:'meiri og fljótari afköstum við hin daglegu störf, og það væri einmitt hið eiginlega takmark með öllum íþróttaiðkunum. Var er- indi^ þakkað með dynjandi lófa- taki. ' .rj Þe^ar læknirinn hafði lokið máli sínu sýndu nokkrir meðlim- ir klúbbsins listir sínar, og að end ingu Ijet kennarinn nokkra, menn úr áhorfendahópnum reyna sig, og varð að því-hin besta skemtun. Lýsing á nýju flugvjelinni PRAMH. AP ÞRIÐJU SÍÐU. indum í förum aðallega milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur. En eng- ar fastar flugferðir verða á þess- ari leið, og flugvjelin yfirleitt send þangað, sem ílutningur fæst. Hún getur tekið 4 farþega (að vígn verður nokkuð þröngt um fjórða farþegann) og hver far- þegi getur flutt með sjer alt að 10 kg. farangur. Þótt farþegarúm sje fullskipað, getur flugvjelin að auki tekið 50 kg. af pósti. Flug- vjelin er útbúin með sjúkrakörfu og verður þessvegna notuð til sjúkraflutninga, ef þörf gerist. Hjónaefni. S.i. laugardagskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Halldóra Sigurðardóttir, Hring- braut 180 og Þorgeir Arnórsson, Barónsstíg 14. Sjófluffvjel. Þar sem engir flugvellir eru hjer á landi, og þá fyrst og fremst enginn í Reykjavík, verða allar ’flugvjeiar, sem hingað eru keypt- ar, að vera sjóflugvjelar. Til marks um það, hve óhentugt þetta er, má geta þess, að allar flug- þjóðir eru að breyta sjóflugvjel- um sínum í landflugvjelar, líka þeim, sem eiga yfir sjó að fara. Þegar kaup voru fest á flug- vjel Akureyrarfjelagsins, kostaði hún sem landflugvjel um 7 þús. dollara, en 11 þús. dollara kostaði hún þegar búið var að gera hana Út sem sjóflugvjel. Flotholtin ein kostuðu 11 þús. krónur. Enn greinilegar verður þó hve ó- hentugt þetta er, þegar tillit er tekið til þess, að flug frá Reykja vík til Akureyrar með þessari flugvjel, sem landflugvjel myndi taka ca. 1 klst. og 15 mín. og kosta 50—60 kr., en sem sjóflug- vjel tekur flugið 2Ví> klst. og mun að líkindum kosta 90 krónur. Ef um landflugvjel væri að ræða, yrði fiogið í beína stefnu frá Reykja- vík t.il Akureyrar. En með þess- ari flugvjel verður að þræða ströndina, meðfram Mýrunum, þvert yfir mitt .Snæfellsnes og tii Stykkishólms. Þaðan með strönd-, um til Gilsfjarðar vfir til Biíru- fjarðar og aústur ynr milli Skaga strandar og Kálfshamarsvíkur, yfir Skagafjörð, síðan farið norð- an við Hofsós og loks um Eyja- fjörð. Leið þessi er ca. 430 km. Kvennaskólinn þarf að Fii Lendir á vötnum. A þessari leið verður á nokkr- um stöðum komið fyrir bensín- stöðvum, svo að flugvjelin geti lent sem víðast og farið sem víð- ast. Þar sem því verður við kom- ið verður flugvjelin látin lenda á vötnum, en annars á sjó. M. a. er gert ráð fyrir að flugvjelin lendi bæði á Þingvallavatni og Mývatni. Eins verður reynt að koma upp flugbyrgjum þar sem þörf gerist. Eitt slíkt byrgi liefir þegar verið reist á Akureyri, skamt fyrir innan gömlu bryggj- una (Tuliniusarbryggjuna). Frá flugvjelabyrginu liggur dráttar- braut út í sjó. Eru það teinar og verður flugvjelin dregin á vagni inn í byrgið. Samskonar byrgi verður reist hjer í Skerjafirði, með dráttarbraut. Hefir bæjarráð nú samþykt að leyfa flugfjel. að reisa byrgið í Skerjafirði. En lijer er gert ráð fyrir að flugvjelin lendi jöfnum höndum í Vatna- görðum og Skerjafirði, eftir því hvernig viðrar. Mun flugfjelagið fara fram á að gerðar verði nokkr ar endurbætur á flugskýlinu í Vatnagörðum, steypt í það gólf og sett vinnustofa í skýlið. Skýlið er geysistórt, enda kost- aði það með steinsteyptum palli fyrir framan það, bryggju og dráttarbraut alt að því 100 þús. kr. Dráttarbrautin er horfin, var sópað burtu í óveðri. En í skýl- inu er rúm fyrir stóra flugbáta, báta, sem taka alt að 20 farþega. ★ Nokkrar upplýsingar: Flugvjel- in er frá „Waeo“ í Bandaríkjun- um (flotholtin frá ,,Edi“), Hefir 225 hestafla vjel; snúningshraði spaðans er alt að 1900 á mínútu. Flugvjelin er tvíþekja og væng- hafið tæpl. 11 m. Burðarmagnið er 400 kg. (án flugmanns). Flug- vjelin getur flutt 260 lítra af bensíni, eða fyrir 4 klst. flug — bensíne.vðsla 65 1. á klst. Hraði: 180 km. á klst. meðalhraði, mest- ur liraði 200 km. (sem sjóflug- vjel, 267 km. á klst. sem land- flugvjel). Flugvjelin vegur hálfa aðra smálest, Hún er öll blámál- pð. Á skrohkinn og undir væng- ína éru málaðír stafirnir TP — ÖRN, sem er loftskeytakallmerki flugvjelarinnar. Loftskeytastöðvar í laudi hafa kallmerkið TF — og einhvern einn bókstaf. Kallmerki skipa er TF og. einhverjir tveir bókstafir, en flugvjela TF og þrír j þókstafir. Bókstafirnir Örn voru valdir af því að það er þriggja stafa fuglsnafn, enda má búast við því, að flugvjelin verði kölluð því nafni. rjpplýsingar þessar eru frá Agnari Kofoed-Hansen, sem sýndi blaðamönnum flugvjelina í gær. komast úr kröggum Olnbogabarn Alþingis, segir sr. Kristinn Daníelsson i K vennaskólinu í Reykjavík er í fjárþröng. Ef styrkurinn Hufvudstadsbladet í Helsingfors birtír langa grein um bók þá, er Aage Gregersen fulltrúi í utanrík- ismálaráðuneyti Dana hefir ný- lega gefið út á frönsku í París. um ísland. Fer blaðið vinsamlegum orðum um íslensku þjóðina og segir að heilbrigð einstaklings- hyggja sje ríkur þáttur í skap- gerð fslendinga og telur hana með fram afleiðingu þess, hve forfeð- ur þjóðarinnar voru tiginbornir menn, en þó sjeu íslendingar nú mjög lýðræðissinnuð þjóð. (FÚ). til skólans verður ekki hækkað- ur, kemst þessi vinsæla menta- stofnun í vandræði. Þetta hefir gjaldkeri skólanefndar, sr. Krist- inn Daníelsson útlistað fyrir fjár- veitinganefnd og öðrum þingmönn um. Blaðið hefir haft tal af hon- um og spurt hann, hvernig í þessu lægi. Hann skýrði m. a. þannig frá: Fyrir 13 árum síðan kom það til orða, að ríkið tæki að sjer rekstur Kvennaskólans. En þetta var felt í þinginu. Höfuðrökin gegn því, að ríkið tæki skólann að sjer, voru þau, að rekstur hans hefði alla tíð verið svo tiltölulega ódýr, skól anum hefði verið svo vel stjórn- að fjárhagslega, að reksturinn yrði dýrara, ef ríkið tæki hann að sjer, en sjálfsagt talið að leggja honum til það sem hann þyrfti til þessa ódýrara reksturs. Fyrir nokkrum árum keypti skólinn hús það, sem liann starf- ar í. Árin áður hafði stofnunin eignast nokkurn sjóð, er átti að verja til húsakaupa. Var það gert að ráði Eiríks heitins Briein, en hann var lengi gjaldkeri skólans. En svo rífleg ríkisábyrgð fjekst á láni til húsakaupanna, að ekki þurfti að grípa til húsakaupasjóðs ins er til kom. En skólanum hefir hin síðustu ár ekki verið lagt til nægilegt f je, svo að liann hefir orðið að grípa til þessa „viðlagasjóðs“ síns. Og þegar þurfti að leggja fje að mun í viðhald hússins, var hann því sem næst þrotinn. í fyrra sótti skólanefnd til þings ins um kr. 5000 til að standa straum af viðgerðum á húsinu. En þingið veitti aðeins kr. 2500. Við- gerðir þessar kosta alls yfir 6000 kr. og fóru í þær kr. 4400 árið sem leið. Þessu þarf einnig að bæta úr. Og hvað er það, sem forstöðu- riefndin fer fram á? Að þingið hækki styrkinn til skólans um 3000 krónur á ári, upp í sömu upphæð og skólinn hafði á árunum 1927—32. Það var næstu árin eftir að þingið neit- aði að taka skólann að sjer vegna þess að það taldi sparnað að því að hafa stjórn hans með þeim hætti sem verið hefir. í 5 ár hefir skólinn orðið að starfa með þessum lækkaða styrk, og eru það því alls kr. 15000;. sem- þingið hefir dregið af honum. Það er ekki annað en lagfæring á þessu, sem við förum fram á', sama styrk og áður. En sj’e þing- ið sama sinnis og áður, að alls sparnaðar hafi verið gætt í rekstri skólans með núverandi fyrirkomu lagi, þá ætti það líka að sjá, að það er sparnaður að því að hækka styrkinn um þetta lítilræði, í stað þess að eiga á hættu að starfsemi hans verði vegna fjárskorts að hætta. Jeg vil í þessu sambandi minn- ast á það, segir sr. Kristinn Dan- íelsson, að vinsældir þessa skóla hafa sjaldan komið betur í ljós en nú, eftir að nemendaSamband hans var stofnað. Jeg var nýlega á samkomu hins nýstofnaða nem- endasambands, þar sem á 2. hundr að gamlir nemendur skólans voru. Þar lýsti sjer eindregin ánægja þeirra og þakklæti fyrir það, sem þær ættu skólanum upp að unna.. Hverjir eru í forstöðunefnd skólans ? Nefndin er þannig skipuð: For- maður hennar er frú Anna Daní- eTsson, sr. Bjarni Jónsson ritari, jeg er gjaldkeri, en meðstjórnend- ur eru frú Guðrún Briem og frú Guðrún Geirsdóttir. Formaður nefndarinnar hefir starfað í nefndinni 30—40 ár, og sumir hinna áratugum saman. Vona jeg, að þakkirnar, sem nefnd in fær fyrir erfiði sitt og áhyggj- 'ur verði ekki þær, að þingið láti skólann lenda í þrotum. Það væri okkur hugraun, ríkinu skaði og væntanlegum nemendum til ómet- anlegs tjóns. BÆJARSTJÓRASTAÐAN Á NORÐFIRÐI. Goliat fai þes be; út un rei yg al< ] mi út tií þ.l ta gs ■ va í n i til í ai . * ei m h. VI h ií 1< 1< € g n s V l 1: e Norðfirði miðvikudag. Abæjarstjórnarfundi í fyrrad. samþyktu sósíalistar og kom- múnistar áskorun til Jónasar Thoroddsen bæjarfógeta urn að hann tæki að sjer bæjarstjóra- starfið hjer ásamt bæjarfógeta- embættinu. Áskorunin er fram komin vegna ósamkomulags um bæjarstjóraval, en um starfið sóttn Ólafur Magri- ússon (sósíalisti) og Jóhannes Stefánsson (kommúnisti). Störl' þessi voru aðskilin mcð lögum sumarið 1936 fyrir tilstilli þáverandi fulltrúa sósíalista í bæjarstjórninni, vegna slæmrar átta ára reynslu, er fengist hafði í sarar.ekstri bæjarfógeta- og bæj- I arstjórastarfsins. Sjálfstæðismenn og Framsókn- armenn mótmæltu eindregið á- skoruninni. Knattspyrnufjel. Valur biður meðlimi sína að taka vel eftir aug- lýsingu um æfingar fjelagsins í sumar, er birtast mun í blaðinu á morgun. Nú í kvöld er æfing í I. fl. kl. 714.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.