Morgunblaðið - 14.05.1938, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. maí 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Bygt úr inn-
lendu efni
Nú vilja allir flokkar eigna
sjer hitaveituna
Góður málstaður
Merkileg nýung:
íbúðarhús úr
vikursteini
Við Kleppsveg er verið að ljúka við bygg-
ingu íbúðarhúss (villu), sem er að
nær öllu leyti gert úr vikur. I hús-
bygginguna hefir ekki verið notað neitt timbur
nema í hurðir og glugga.
Eigandi hússins Kristján Guðmundsson framkvstj. H.f.
Pípuverksmiðjan, ætlar með byggingu húss þessa að sýna að
hægt er að byggja hjer nýtísku íbúðarhús með öllum þægindum
úr næstum því eingöngu innlendu efni, og þar að auki eiga
vikurhús að hans dómi að hafa ýmsa kosti fram yfir hús, sem
bygð eru t. d. úr steinsteypu.
Kristján sýndi blaðamönnum húsið í gærdag og eftirfar-
andi upplýsingar eru samkvæmt hans heimildum.
Byjað var á byggingu hússins í fyrrahaust, en varð ekki
að fullu lokið fyrir veturinn, en nú er verið að fullgerá það, og
verður það tilbúið til íbúÖar í næáta mánuði.
Hús þetta er eingöngu bygt
úr vikur, bæði útveggir, inn-
veggir, sperrur og þak. Stærð
'þess er 9x16 metrar, eða áð
flatarmáli 150 fermetrar. Þáð
er éin hæð með lágu risi. Kjall-
ari er undir því hálfu.
Útveggir hússins eru hlaðnir
úr vikur-holsteini, 50 sm. ]öng-
um, 20 sm. háum, og 24 sm.
þykkum. Innveggir eru gerðir
úr vikursteini af sömu stærð, en
15 sm. þykkir. Steinarnir eru
múraðir saman með hræru úr
vikursandi og sementi. Útvegg-
irnir voru í haust kústaðir að
utan með leðju úr fínum sandi
og sementi, með íblönduðu
vantsþjettunarefni. Hafa þeir
í vetur reynst að vera alger-
lega vatnsheldir. — Innfletir
veggjanna eru sljetthúðaðir
með fínum vikursandi. Og eru
þá tilbúnir að málast eða vegg-
fóðrast.
Kostir húsveggja gerðra úr
vikursteini, umfram t. d. stein-
steypu telur Kr. G. vera:
1. ódýrari.
2. Miklu hlýrri. Útveggur úr
vikurholsteini þarf ekkert ein-
angrunarlag innan á sig, því
hann einn útaf fyrir sig ein-
angrar meira en steinsteypu-
veggur, með venjulegu einangr-
unarlagi.
3. Einagrar betur fyrir há-
vaða (lofthljóði).
4. Einangrar betur fyrir
höggum (viðkomuhJjóði).
5. Ljettur í meðförum, san.t
nægilega sterkur.
6. Sparar alla timburnotkun
til mótagjörðar.
7. Sparar trjesmíðavinnu.
Mikill hafis
við Horn
H
PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU
afísinn er nú aftur; kominn
fast. upp að landinu við
Horn og er skipaleið að verða ó-
fær, að minsta kosti fyrir smærri
báta. Þá hefir ísfnn skemt tal-
símalínuna, sem liggur í sjó yfir
mynni Reykjarfjarðar.
Vjelbáturinn Vjebjörn fór í gær
frá Siglufirði til ísaf.jarðai- og
segir skipstjóri bátsins, Halldór
Sigurðsson svo frá um hafís á
siglingaleiðum (skv. PÚ):
45 enskar m.ílur. norðvestúr 'áf'
Sauðanesvita komum við í ís-
breiðu og urðum að hakla 5 ensk-
ar mílur í suðvestur áður en við
komumst inn í ísinn. Síðan var
haldið gegnum ís alla leið þangað
til eftir voru 7 enskar mílur að
Horni og mátti víða heita ófært
fyrir vjelbáta. Meginið er stórir
flatir jakar og gisnar spengur, en
stórir borgarísjakar innan nm.
Togararnir eru að
hætta veiðum
Pi'íi- af Reykjavíkurtogurunum
eru nú hættir veiðum. Ern
þa.ð Otur, Baldui' og Hilmir.
Aðrir togarar munu hætta veið-
um jafnóðum og þeir koma inn.
Afli hefir verið tregur síðustu
daga hjá togurunum.
Nokkur þús. kr.
tjón I retabúum
af völdum flug-
vjelarinnar ?
C'lugvjelin TF — Örn —
*- er álitin hafa valcl-
ið nokkrum þúsund kr.
tjóni í refabúum á
Hvammstanga og hjer
í Reykjavík, með því að
fljúga lágt yfir búin og
hræða með því dýrin.
Á Hvamimstanga er
tjónið metið á 4-6 þiís.
krónur.
Morgunblaðið hefir átt tal
við Sigurð Pálmason kaupm. á
Hvammstanga og skýrir hann
svo frá:
Hjer fór flugvjelin tvisvar
sinnum yfir einn daginn,
snemma morguns og síðla
dags.
í refabúunum hjer kom það
í ljós, að dýrin urðu hrædd
þegar flugvjelin fór yfir, og í
búi, sem í eru sextíu læður,
drápu tvær læður hvor sinn
yrðlinginn. Á öðrum stað Ijet
ein læðan fyrir tímann. Það var
aðflutt (norskt) dýr og er
tjónið metið á 4 þúsund kr.,
þúsund krónur fyrir hvern yrð-
ling, sem fæddist andvana.
önnur læða var svo hrædd
að hún sinti ekki hvolpunum
og drápust þeir allir, fimm
talsins.
ÓVILJA VERK
Ekki sagðist Sigurður vita
hvort krafist yrði skaðabóta
fyrir tjónið. Sagði hann sem er
að hjer væri um óviljaverk að
ræða, sem þó væri engu að síð-
ur jpiðinlegt.
Norskur maður sem starf-
ar við refabú á Hvamms
tanga segir að í norskum
lögum liggi sektir við því
ef f lugvjelar fljúga lágt
yfir, þar sem refabú eru,
um gottímann.
í ísl. Loðdýraræktarlögunum
er ákvæði um þetta svohljóð-
andi: Bannað er að gera loð-
dýrum í aðhaldi eða loðdýra-
görðum það ónæði, er eigend-
um verður tjón að, enda sjeu
dýrin geymd eigi nær alfara
leið en 50 metrar. ónæði telst
allur hávaði, svo sem af spreng
ingum, skotum, hundgá, bif-
reiðablæstri, óvenjulegum hróp
um og köllum, sem og önnur
háreysti, sömuleiðis óvenjuleg
umferð annarsstaðar en um al-
faravegi í námunda við loðdýra
bú“.
Hjer í grend við Reykja-
sigrar altaf
H
itaveita Reykjvíkur er mál alþjóðar.
öll þjóðin kemur til að að græða á
því, beint og óbeint, ef takast mætti
að hita upp hús í Reykjavík með rennandi vatni
úr iðrum jarðar.
Hitaveitan myndi spara árlega kaup á um 30
þúsund tonnum kola. Við það sparaðist árlega á
aðra miljón króna í erlendum gjaldeyri. Vissulega
munaði um minna í gjaldeyrisöngþveitinu, sem
þjóðin á nú við að búa.
Það er þess vegna furðulegt, að stjórnarflokkamir skyldu
hafa þá á oddinum í þessu máli á Alþingi, sem skoða hitaveit-
una sjermál Reykjavíkur og af þeirri ástæðu eru fullir fjand-
skapar til málsins, eins og alls sem Reykjavík snertir.
PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
Þessir fjandmenn Reykjavík-
ur hjeldu því fram, að Sjálf-
stæðismenn hafi farið með
blekkingar og lygar, þegar þeir
í vetur fullyrtu, að Reykjavík-
urbæ stæði til boða lán í Lon-
don til hitaveitunnar, án rikis-
ábyrgðar. Þó vita þessir menn
að fyrir þessu liggja skjalleg-
ar sannanir..Og þeir vita meira.
Þeir vita, að lánstilboð hins
breska firma stendur enn. Þeir
vita, að það var eingöngu vegna
þess að breska stjórnin synjaði
um leyfi til lántökunnar, að
lánið fekst ekki í vetur og ajjð
það er ófengið enn.
Þessir fjandmenn Reykjavík-
ur munu einnig renna grun um
ástæðuna fyrir því,: að breska
stjómin synjaði um lánið. A. m.
k. var formaðuú Framsóknar-
flokksins ekkí í néinum vafa
um þetta.
★
Fjandmenn Reykjavíkur ut-
an þings og innan hafa um það
spurt, hversvegna nú sje kom
ið og beðið um ríkisábyrgð fyr-
ir hitaveituláni, ef bærinn geti
fengið lán án ríkisábyrgðar.
Borgarstjórinn skýrði frá því
á Alþingi, að hann hefði í utan-
för sinni hvergi rekið sig á það
að lán til hitaveitunnar strand-
aði á því, að ekki var ríkis-
ábyrgð fyrir láninu.
En hversvegna var þá nú beð-
ið um ríkisábyrgð?
Það er eingöngu vegna gjald
eyrisérfiðleikanna, að þetta var
gert. Ríkið er svo í þrot komið
með erlendan gjaldeyri, að það
neyðist til að taka stórlán er-
lendis, til þess að geta staðið í
skilum við erlenda lánardrotna.
Þessi gjaldeyrisvandræði
skapa að sjálfsögðu mikla erf-
iðleika og veikja mjög tiltrú
okkar erlendis. Það er því ekki
nema eðlilegt, að erlendir fjár-
málamenn verði hjer eftir ó-
fúsir á að lána okkur fje nema
að þeir tai tryggingu fyrir því,
að staðið verði í skilum með
greiðslu vaxta og afborgana í
erlendum gjaldeyri. Hinum er-
lendu lánardrotnum er ekki
nóg að vextir og afborganir
sje greitt i íslenskum krónum
inn til bankanna hjer. Þeir
þurfa að fá greiðslurnar í er-
lendum gjaldeyri og ríkis-
ábyrgðin á einmitt að tryggja
þetta.
★
Fjandmenn Reykjavíkur
hafa haldið því fram, að hita-
veitan sje herfilega undirbúin
og þessvegna sje i raun og veru
óforsvaranlegt að veita ríkis-
ábyrgð fyrir láninu' íil fýrir-
tækisins.
Þessar ásakanir eiga ekki við
minstu rök að styðjast og eru
ékkert. annað en rógur og i.ll-
kvitni. • . G ;; • ■•■■■írc'O . ■ ■■,
Það er víst leitun að niáli,
sem hefir fengið eins ra:kileg-
an og grundvallaðan undirbún-
ing og hitaveitan. Breski verk-
fræðingurinn, sem hingað kom
í fyrrasumar til þess að kynna
sjer málið,, lauk miklu lofs-
orði á allan undirbúning hjer
og táldi hann eins fullkominn
og frekast vrði á kosið.
PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Jónas Halldórs-
son á sundkepnl
I London
Akvéðið er að Jónas Hall-
dórsson sundkappi taki
þátt í sundmóti, sem haldið
verður í London í sumar og
þar sem Evrópu kepni í
sundi fer fram.
Einnig hefir Eundráð Reykja-
víkur hug á að senda fléiri þátt-
takendur á mót þetta, en um það
er ekkert fullráðið ennþá.
Jónas er nú í góðri æfingu og
sjer Jóu Pálsson sundkennari um
þjálfun hans, en Jón mun fara til
London með Jónasi, livort sem
hann verður eini keppandinn frá
Islandi, eða fleiri verða sendir.