Morgunblaðið - 14.05.1938, Qupperneq 7
Laugrardagur 14. maí 1938.
MORGUN 3LAUÐ
7
íbúðarhús úr
vikursteini
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
8. Fljótlegra að byggja úr
honum.
9. Múrhúðunin bindur sig
vel við, og springur ekki.
10. Minni þensla við hita-
breytingar.
11. Hægt að negla f vegg-<
lna.
12. Éf til kæmi að rífa vegg-
ína, er hægt að gera það án
þess að steininn brotni. Hann
heldur því sínu verðmæti.
Húsveggir sem þannig yrðu
bygðir eingöngu úr einangrun-
arsteini, myndu henta mjög vel
fyrir allar smærri byggingar,
svo sem sveitabýli. Þó leyfir
burðarþol steinsins, að bygð
sjeu úr honum tveggja hæða
hus.
Gólf hússins og loft er úr
stemateypu.
Sperrur og þakklæðning er
úr vikur. Er það gert á þann
hátt, að yfir þvera loftplötuna,
með 1 meters millibili, eru
hlaðnir, sperrulagaðir bálkar úr
vikurplötum. Þakklæðningin er
úr vikurplötum, 8 sm. þykkum,
50 sm. breiðum og 1 m. löng-
um.
Endar platanna mætast á
miðjum sperrum, og eru þær
múraðar fastar. En hliðarkant-
ar platanna falla saman, í nót
og fjöður.
Yfir allan vikurþakflötinn
er límdur sterkur þakpappi
með bráðnu asfalti, festist hann
bvo vel við, að frekar klofnar
pappinn, en hann náist af. —
Síðan er bráðnu asfalti strok-
ið yfir pappann, og á meðan
það er heitt og óstorkið, er
stráð í það sandi, sem getur
verið með ýmsum litum. Sand-
urinn hefir það hlutverk að
verja þakið fyrir veðringu, og
að veita því sjerstakan lit.
Með slíku þa,ki sparast alt
f senn: Timbur, þakjárn og
málning.
í viðtali við blaðamenn sagði
Kristján Guðmundsson-
Það er ætlan mín og von, að
með byggingu þessa húss sje
fundin lausn á einu af mestu
vandamálum þjóðarinnar á
umliðnum öldum, — að hjer
muni markast tímamót í bygg-
ingamálum okkar, sjerstaklega
til sveitanna.
Hjer opnast möguleiki til að
framleiða á ódýran, fljótleg-
an og einfaldan hátt, úrvals-
gott byggingarefni, sem mun
mega teljast ævarandi.
Hver laghentur maður ætti
eftir stutta æfingu (t. d. á nám
skeiðH, að geta bygt úr þessu
efní, bæði peningshús og íbúð-i
arhús.
Á þennan hátt ætla jeg að
hægt verði að byggja upp í
sveitum og þorpum, á hag-
kvæman og varanlegam hátt,
án þess að fjárhagsgetu fólks-
ins sje ofboðið.
Það vill svo vel til, að efni
í þessa vöru, vikursandur og
vikur, er til á nokkrum mjög
hagkvæmum stöðum. Á sumum
þeirra virðist óþrótlegt magn.
Skal jeg þar; tilnefna: Eyrar-
bakka, Rangárvelli, Þjórsárdal
og Fnjóskadal.
Þegar Kristján flytur í hús-
ið hefir hamn hugsað sjer að
hita það upp með rafmagni og
nota til þess hina nýju raf-
bylgjuofna.
Hitaveitan
09 rauðu flokkarnir
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
Sænskur verkfræðingur var
hjer á dögunum sömu erinda,
og þótt skýrsla hans liggi ekki
fyrir enn, mun óhætt að segja,
að honum hafi litist vel á undir-
búning Verkfræðinganna hjer.
★
Stjómarblöðin hafa mikið
um það skrifað undanfarið, að
Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera
íitaveituna að sjermáli
sínu og enga samvinnu hafa við
aðra flokka um málið.
Þessu er því til að svara,
að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi
strax í upphafi að hafa sam-<
vinnu við andstöðuflokkana í
tessu máli. En þeirri samvinnu
var hafnað.
Það var Jón Þorláksson
torgarstjóri, sem fyrstur beitti
sjer fyrir hitaveitu frá Reykj-
um. Þegar hann fór fram á
bað í bæjarstjóm, að bænum
yrði trygður forkaupsrjettur að
iiitasvæðinu á Reykjum, mætti
tað mál fullum fjandskap áf
hálfu fulltrúa Alþýðuflokksins.
Jón Þorláksson ljet þetta engin
áhrif á sig fá og trygði bæn-
um forkaupsrjettinn, með eink-
ar hagstæðum kjörum. Síðan
ljet hann bæinn kaupa hita-
svæðið á Reykjum og hófst
handa um rannsóknir þar.
Það er þessvegna rjett, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefir einn
ráðið því, að Reykir urðu fyr-
ir valinu og að þaðan er nú
fyrirhuguð hitaveita til Rvíkur.
Aðrir flokkar, einkum Alþýðú-
flokkurinn hafa verið andvígir
Reykjum og bent á aðra staði,
miklu fjær bænum. En þeir
'hafa ekki látið þar við sitja,
heldur hafa þeir haft öll spjót
frammi til þess að koma hita-
veitunni frá Reykjum fyrír Katt
amef.
Það er þessvegna engum
öðrum um að kenna en and-
stöðuflokkunum sjálfum, að
Sjélfstæðisflokkurinn hefir
neyðst til að ganga framhjá
þeim í ýmsu, er snertir undir-
búning hitaveitunnar frá
Reykjum.
★
Nú er hinsvegar hitaveitan
frá Reykjum orðin svo vinsæl,
að allir flokkar vilja eigna sjer
málið.
Sjálfstæðisflokkurinn fagnar
þessum málalokum og hann
mun ekki slá á framrjetta hönd,
málinu til stuðnings og fram-
dráttar, hvaðan sem hún kem-
ur.
Og þótt stjórnarflokkamir
hafi nú seinasta dag þingsins
sýnt enn á ný hug sinn til máls-
ins, með því að takmarka ríkis-
ábyrgðina, er þess að vænta, að
framkvæmdir þessa mikla vel-
ferðarmál geti hafist áður en
langt líður.
Skiftafundur
verður haldinn í lirotabúi
Jóns Steinbórssonar kaup-
manns, Spítalastí.a: 2 mánu-
daginn 16. maí n.k. í bæjar-
bin.gstofunni kl. 10 árd. o.s:
verða bar teknar ákvarðanir
um eionir búsins.
Skiftaráðandinn í Reykjavík
Björn Þórðarson.
í Hagles'a gerf vjel- | I
bálalíkan
Þessi mynd er af ungum
manni frá Akranesi, Runólfi
Ólafssyni og vjelbát, sem hann
heíir smíðað. Báturinn er 1.30
m. langur. Hann er því nánast
vjelbátslíkan, en að öllu leyti
eins og vjelbátur með rafknú-
inni vjel, og öllum ljósum. —
Hann er plankabygður, með
lúkar, „kojum", bekkjum, dúk-
lögðum gólfum, lest o. s. frv.
Vjelin gengur í 5 klst. í einu
og hraði bátsins er eins og
meðal ganghraði. Runólfur var
í þrjá mánuði að smíða bátinn.
Nú er hann kominn með hann
frá Akranesi og ætlar að sýna
hann Reykvíkingum í Fiskifje-
agshúsinu í dag frá kl. 10—10
og á morgun á sama tíma.
Það hefir verið talað um að
oáturinn verði sýndur á heims-
sýningunni í New York. „En
jeg vil þó heldur byggja ann-
an betri, til þess að senda vest-
ur“, segir Runólfur.
ÆFINGAR LANDS-
LIÐSINS.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
segja mjer sitt álit á b0SR11 wiáli.
og fórust honum orð á þessa leið:
— Á fvrsta fundum knattspymu
ráðsins í vor var samþykt að
beina því til knattspyrnufjelaga
bæjarins að hefja sameiginlegar
æfingar til undirbúnings milli-
landakepninnar í sumar. Tvö fje-
lög kváðu sig fús til að taka upp
samæfingar, hin tvö töldu hepþi-
legra að æfa út af fyrir sig með
eigin þjálfuram.
Knattspyrnuráðið getur ekki
fyrirskipað fjelögunum neinar
æfingareglur. Hinsvegar hefir
það verið rætt í knattspyrnuráð-
inu, að það velji sjer trúnaðar-
mann eða menn til að taka út ell-
efu manna landslið og líta eftir
æfingum þess —- eftir íslandsmót-
ið. Persónulega hefði jeg talið
heppilegast, að einum manni hefði
verið falið að taka. út lið og sjá
um æfingar þess strax og fært
var að hafa útiæfingar nú í vor,
og hægt er að hverfa að því ráði
enn, ef augu forráðamanna, knatt-
spvmufjelaganna opnast fyrir
því, að sjeræfingar með fjelaga-
þjálfurunum eru ágætar upp á
innanlandskepni, en ekki einhlít-
ar til undirbúnings milliríkja-
kepni.
'k
Að, þessum úmmælum fengnum
ffitti að mega vænta. þess, að sam-
æfingar 11 manna úrvalsliðs verði
teknar tipp strax. Það er ekki að
eins krafa meirihlutá knatt-
spvrnumanna, heldur og bæjar-
búa algient, snn heimta að knatt-
spyrnumenn vbrir gé'ri alt sem
í þeirra valdi stendur til að sigra
Þjóðverjana. Vivax.
DagbóN.
Veðurútlit í Reykjávík í dag:
NV-kaldi. Smáskúrir.
Veðrið í gær (föstud. kl. 17) ;
Suðvestanlands er vindur víða V-
NV-Iægur vegna smálægðar, sem
er yfir Faxaflóa. Annars er A-
NA-átt um alt land. Á Vestfjörð-
um hefir snjóað talsvert, og á N-
og A-landi er dálítil snjókoma eða
slydda. Á S- og V-landi hafa ver-
ið smáskúrir. Hiti er þar 4—8 st.,
en 0—5 st. á N- og A-landi.
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. Sími
2234.
Næturvörður er í Ingólfs Ápó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Messur í dómkirkjunni á morg-
un kl. 11 síra Friðrik Hallgríms-
son. Kl. 5 síra Garðar Svavars-
son.
Messað í fríkirkjunni á morgun
kl. 5, sr. Árni Sigurðsson.
Messað í Laugaraesskóla á
morgun kl. 2. Sr. Garðar Svav-
arsson.
BarnagTiðsþjónusta í Laugarnes
skóla á morgun kl. 10.30.
Síra Bjarni Jónsson dómkirkju
prestur hefir, samkvæmt umsókn
sinni, fengið lausn frá prófasts-
störfum.
Kaupendur Morgunblaðsins, sem
hafa bústaðaskifti 14. maí, eara
beðnir að tilkynna það á afgreiðsl-
una, svo komist verði hjá v&h-
skilum, á blaðinn.
Handavinna, námsmeyja Kvenna
skólans verður til sýnis í skólan-
um í dag frá kl. 3—9 síðd. og á
morgun, sunnudag frá kl. 1—6
Hjúskapur. f dag verða gefin
saman í hjónaband bjá lögmanni
ungfrú Inga Þórðardóttir og Al-
freð Andrjesson leikari.
Silfurbrúðkatnp eiga á moygun,
15. maí, Guðlaug Magnúsdóttir og
Gísli Gíslason verslunarmaður,
Hverfisgötu 84.
Silfurbrúðkaup eiga á morgun
frú Þuríður Guðnadóttir og Ól-
afur Magnússon bónai, Þórisstöð-
um, Svínadal í Borgarfirði.
Lögreglustjóri hefir keypt 200
stykki af götusaum, til að afmarka
svæði á krossgötum, sem eru ætl-
uð fyrir gangandi fólk. Er saum-
ur þessi settur í stað hvítu strik-
anna, sem máluð voru í fyrra, en
reyndust haldlítil. Búið er að setja
saum á fjórar krossgötur og verð-
ur sett á fleiri, þegar moiri saum-
ur er fyrir hendi.
K. R.-ingar fara í skíðaferðir
að skála sínum í Skálafelli í dag
kl. iy2 og 7y2 og sunnudagsmorg-
un kl. 8 frá K.R.diúsinu. T.Tm síð-
ustn helgi var skíðafæri ágætt í
Skálafelli og ekki nema 20 mín.
gangur frá bílunum, þar til hægt
var að setja á sig skíðin. — Þeir
sem ætla að fara á sunmidagsmorg
nn, tilkynni þátttöku sína á skríf-
stofu K. It. milli kl. 5 og 6 í kyöld.
Sími 2130.
Sýning; á jjýjum byggingarýor-
ura er í dag og næstu daga í
skemmngluggatwkBi ífjá HamdS.
íþróttafjelag Reykjavíkur efn-
ir til gönguferðar á Héhgilinn n.k.
sunnudag kl. 8% f. h. Lagt verður
af stað fró Sölnturninum og ek-
ið að Kolviðarhóli, þaðan gengið
í Instadal að hvernum, staðnæmst
þar og snætt, síðan gengið á hæsta
hnjúk Hengilsins. Leiðin er fjöl-
breytt og fögur og af Henglinum
er dásamlegt xitsýni í góðu
skygni. Komið verður aftur í bæ-
inn um 6-leytið. Þeir sem vilja
geta tekið skíðin með og æft sig
í Instadal meðan hinir ganga á
Hengilinn. í Instadal eru ennþá
skíðabrekkur. Farmiðar fást í
Stálhúsgögn, Laugaveg 11.
Af Veiðum komu í gær Hávarð-
ur ísfirðingur með 95 og Baldur
með 72 föt lifrar.
Austurvöllur. Vorvinna á Aust-
urvelli er nú byrjuð og á að fegra
völlinn á ýmsan hátt, m. a. með
jví að rækta skrautblóm í útjöðr-
um hans meðfram stjettunum.
Reykvíkingar ættu að sjá sóma
sinn í því að fara sem best með
Austurvöll, þessa miklu hæjar-
prýði, ganga ekki á grasinu og
skemnia ekki blómin.
Málaraverkfallmu lokið. í gær
náðist samkomnlag í vinnudeiltt
peirri, sem staðið hefir yfir milli
málarasveina og málarameistara.
Hófu sveinarnir vinnu aftur kl.
1 e. h. í gær.
Þjófnaðurinn á Hverfisgötu 32.
Rannsóknarlögreglan telur sig
hafa fengið sannanir fyrir því, að
þeir tveir menn, sem settir voru
í gæsluvarðhald út af þjófnaðin-
um af utanbæjarmanninum á
Hverfisgötu 32, sje'u valdir að
þjófnaðinum. Mennirnir hafa
samt ekki játað á sig þjófnaðinn
ennþá. Peningarnir eru ófundn-
ir, enda mun þeim hafa verið að
mestu eytt kvöldið sem þeim var
stolið.
Sundmeistaramótið verður háð
í Sundhöll Reykjavíkur dagana
19., 20. og 21. júní n.k. Kept verð
ur í þessum sundum: 10Ö pi. frjáls
aðferð, karla, 200 m. bringusund,
karla, 4X50 m. boðsund karla, 100
m. frjáls aðferð, kvenna, 400 m.
frjáls aðferð, karla, 100 m. bak-
sund, karla, 4X50 m. boðsund,
kvenna, 1500 m. frjáls aðferð,
karla, 400 in. bringúsund, karla,
200 m. bringusund, kvenna, 25 m.
frjáls aðferð, telpna innan 12 ára,
25 m. frjáls aðferð, drengja innan
12 ára, 50 m. bringusund, telpna
innan 14 ára, 50 m. bringusnnd,
drengja innan 14 ára og 100 m.
bringusund, drengja innan 16 ára.
tJtvarpið:
20.15 Leikrit : „Frúin sefur“
(Brynjólfur Jóhannesson, Al-
freð Andrjesson, Þóra Borg).
20.50 Strokkvartett útvarpsins
leikur.
21.10 Upplestur; Kaflar ii.r end-
urminningnm (frú Gnðbjörg
Jónsdóttir í Broddanesi).
21.35 Danslög.
Landhelgin fyrir
dragnótaveiðar
opnuð í kvöld
Um 20 vjelbátar víðsvegar að
hafa undanfarna daga. ver-
ið að undirbúfi jsig hjer í íiöín-
inni til að fara á dragnótaveiðar.
Verður landhelgin fyrir drag-
nótaveiðar opin eftir kl. 12 á mið-
tiætti í kvöld og mun því allur
ftbtinn sigla út í dág.
Góð veiði hefir verið við Vest-
mannaeyjar síðap um mánaðamót-
in síðustu. en þó hafa bátar ]>ar
orðið að hætta veiðum í nokkra
daga vegna þess að ekki hefir fall-
ið ferð með ísaðan fisk til Eng-
lands.