Morgunblaðið - 12.06.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBEADIÐ Sunnudagur 12. júní 1938. MJÓLKUROSTUF MYSU05TUR RJÓMA05TUR Kaupmenn. Corona-Haframjölið i pökkum er komið aftur. H. Benedíktsson & Go. Næsta hraðferð um Akra- nes til Akureyrar er á mánudag. Bifreiðarsföð §(eindórs. Sími 1580. MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU. Hraðferðir til Akureyrar alla daga nema mánudaga. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bifreiðastöö Akureyrar. Búðugler, höfum við fyrirliggjandi, útvegum það einnig frá Belgíu eða Þýskalandi. Eggert Kristfánsson & Co. Sími 1400. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKT - — ÞA HVER? Hinn vinsæli leik- ari er orðinn bóndi uppi í sveit I—I araldur Á. Sigurðsson, * * hin vinsæla söguhetja úr „Þorláki þreytta“, „Húrra krakka“, „Karlinum í kass- anum“, „Karlinum í krepp- unni“, „Stubb ‘ og síðast en ekki síst úr „Fornum dygð- um“, er búinn að kveðja Reykjavík að fullu og flutt- ur alfarinn úr bænum. Nú býr hann búi sínu á lands vísu á Litlu-Drageyri í Skorradal. — Fyrst og fremst vegna heils- unnar, svarar hann, þegar jeg spyr hvers vegna hann hafi ákveð- ið að flytja bnrt. —- Annars hefi — jeg altaf haft mikinn áhuga á híiskap, ekki síst frá því jeg Ijek Olaf bónda í „Ljenharði fógeta“, hlutverk sem jeg brilleraði furð- anlega lítið í, þrátt fyrir hæfileik- ana — jeg meina búmannshæfi- Har. Á. Sigurðsson. við burtför hans er eins og bærinn hafi orðið einu brosinu fátækari. leikana. —- Hvað ertu búinri að leika oft í vetur? — Fimtín og átta kvöld í tveim leikritum. „Þorlákur“ gekk í 27 skifti og „Dygðirnar“ í 31 skifti, Yið bæði leikritin var hætt í full- um gangi .—. „Þorlák“ vegna jól- anna og revýnna vegna þess hve áliðið var vors. — Er ekki töluvert upp úr því að hafa að leika í leikriti sem vel gengur1 — Jú, sjerstaklega þegar maður gefur vinnuna, eins og við frú Magnea Sigurðsson gerðum í „Þor- láki“. Annars vona jeg að Leik- fjelagið hafi hagnast vel á því leikriti. Það er vel að því komið — því veitir ekki af. — Fá Beykvíkingar aldrei að sjá þig aftur á leiksviðinu? — Jú, blessaður vertu. Þeir hóa í mig úr Þjóðleikhúsinu, þegar þeir fara að sjá hotninn á kass- anum. Þá verður smurt upp ,farsa‘ og farið fram á að jeg láti ljósið mitt skína. Svo verð jeg að leika til að hafa „motion“ — annars fitna jeg um of. Jeg hýst jafnvel við að leika „Þorlák“ í Borgarnesi í haust. Og kannske tökum við upp revýuna að vetri. Að minsta kosti ætla samverkamenn mínir að taka hús á mjer í sumarleyfinu — ef ske kynni að andinn kæmi yfir okkur. — En........... — Nei, nei, góði. Jeg veit alveg hvað þú ætlar að segja. Vertu al- veg óhræddur. Mjer leiðist ekki í sveitinni, að minsta kosti ekki meðan jeg hefi veðurfrjettirnar. Svo eru ekki r,ukkararnir að ó- náða mann á hverjum degi. Jeg hefi altaf unað mjér hest innan um skepnnr mínar. Þa.ð eru vinir sem eru jafnskemtilegir, hvort maður talar við þá eða þegir með þeim. ★ Margur Reykvíkingurinn -sendir Haraldi hlýjar kveðjur við burt- för hans og óskar honum alls góðs í framtíðinni. Auðvitað kemur hann oft í hæmn framvegis, en Verslunaimannaskiíti milli Danmerkur og íslands TVEIR ungir verslunarmenn, afgreiðslumaður ojj skrif- stofuþjónn geta komist að við firmu í Danmörku um 8—6 mánaða skeið, gegn því að tveir danskir verslunarmenn geti komist að í skiftum við firmu hjer á landi. Verslunarmannar fjelag Reykjavíkur hefir und- anfarið unnið að því, að koma á verslunarmannaskiftum milli ís- lands og Danmerkur og er þetta mál nú komið á þenna rekspöl. I Danmörku hefir nefnd, sem vinnur að mentun ungra versl- unarmanna er'lendis tekið þetta mál að sjer fyrir ötula fram- göngu Chr. H. Olesen forstjóra. Eftir því, sem formaður Verslunarmannafjelagsins hefir skýrt Morgunblaðinu frá, get- ur farið svo, að fjelagið geti ekki að þessu sinni bent á tvo menn, sem farið geta hjeðan í skiftum við þá menn, sem hafa gefið sig fram í Danmörku. í vetur voru tveir íslenskir versl- unarmenn fúsir til skifta, en þá stóð á Dönum, og nú hafa þeir gert aðrar ráðstafanir um versl- unarnám sitt. En gefi sig ein- hverjir fram nú strax, geta skiftin orðið. En hvernig sem fer að þessu sinni, mun V. R. vinna að því áfram að koma á verslunar- mannaskiftum milli Islands og Danmerkur. í FANGABTJÐUM NAZISTA. London í gær. FÚ. r. Schmidt, sem var borg- arstjóri í Vínarborg þang- að til Austurríki leið undir lok og nazistar settu af, andaðist í fangabúðum í Munchen í dag. Dr. Schmidt var mjög kunn- ur maður um allan heim og hefir átt sæti í nokkrum austur- rískum ráðuneytum. jliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiniiiiiiiimmme Framköllun. Kopiering. Stækkanir. KE ■i i El Dl IA m Ungur maður X getur fengið góða framtíðar- X v atvinnu við £ nýtt útflutningsfyrirtæki.& Þarf að geta lagt. fram 4— £ 5000 krónur. Hlutdeild í fyr- irtækinu hugsanleg. Dönsku- kunnátta æskileg. — Tilboð, <f» merkt „312“, á afgr. Mbl. i s* UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIV Reýnið þsssi ágætu blöð, einnig „Dario“ 1/10 m.m. Fást í heilsölu hjá JÓNI HEIÐBERG, Laufásveg 21. Sími 3585. Ólafur Þorgrímsson lögfræðingur. Viðtalstími: 10—12 og 3—5. Suðurgötu 4. — Sími 3294. Málflutningur Fasteignakaup Verðbrjefakaup. Skipakaup. Samningagerðir. MlLlFUmfflitösHilFSTWi PJetnr Magnú*son Etaar B, GuBmtindiion G-nfllaugur Þorlákuon Símar 3602, 3202, 2002. Austuntrætl 7. Pkrifstofutímí kl. 10—12 og 1—5. Hðlldór Ólafsson löggiltur rafyjrtjameiitari Þingholtsstrœti 3 Sími 4775 Viðgerðarverkstæði fyrir rafmagnsvélar og rafmagnstæki ==— Raflagnir allskonar —=

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.