Morgunblaðið - 12.06.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. júní 1938, Fánadagurinn að Álafnssi i dag Ágóðinn rennur til hins merkilega íþróttaskóla Sigurjón Pjetursson á Álafossi er sjaldgæfur athafnamaður. í 8 ár hefir hann haldið íþrótta- skóla á hverju sumri, sem er al- reg einstakur í sinni röð — hjer á landi, og þó víðar væri leitað. Hann er íþróttamaður með lífi og sál. Hann vinnur að því að gefa íþróttunum sál hugsjóna sinna. Börn og unglingar, sem skóla hans sækja, eiga ekki einungis að iðka íþróttii- og ná ákveðinni leikni. íþróttirnar eiga að auka manngildi þeirra, áhuga þeirra, sjálfstraust þeirra, virðingu þeirra fj-rir fegrun og heilbrigði líkam- ans. Auk þess læra hinir ungu nem- endur skólans að lifa reglubundnu Jífi, og hafa nóg fyrir stafni all- an daginii, frá morgni til kvölds. Þeir læra að meta einfalda, holla, kjarngóða íslenska fæðu og drekka lýsi. En með öllu þessu missir leið- togi og stofnandi skólans aldrei sjónar á því marki, að hafa áhrif á unglingana í þá átt að gera þá að þjóðræknum Islendingum. Margir foreldrar hjer í Reykja- yík, sem sent hafa börn sín til 'Sigurjóns ;og margýr u.nglingar •.eiga íþróttaskólanuin á~ Alafossi að þakka bætta heilsu, aukinn kjark, meira mótstöðuafl gegn ýmsum hættum og erfiðleikum Jífsins. Á hverju ári heldur Sigurjón , vorhátíð, er hann nefnir „Pána- dag“ í tilefni af þeim atburði fyr- ■ir 25 árum, er sterk ])jóðernisalda reis hjer í Reykjavík út af fána- < töku foringja er var hjer þá á "dönsku yarðsldpi. En tilefni há- tíðarinnar að Áláfossi er ekki fyrst og fremst að minnast þessa atburðar, heldur hitt, að safna , sem flestum 'utan um hugðarefni Sigurjóns, íþróttirnar og íþrótta- . skólann. í dag héldur hann skemtun að Álafossi. Þar flytur hinn góðkunni yestur-íslendingur, Ásmundur P. •Jóhannsson, ræðu. Þar mælir/ Benedikt Sveinsson bókavörður fyrir minni Yestur-íslendinga. Þar verður fimleikasýning drengja- : flokks frá Ármanni, undir stjó'rn 1 Vignis Andrjessonar, sundknatt- í ' leikur sýndur og Ieikið gainan- leikritið Eilífðarbylgjurnar. Ennfremur verður þar heiðrað- fe,ur maður einn, sem sýndi í fvrra frábæra karlmensku við björgun manna úr sjávarháska. Hefir Sigurjón áður tekið að sjer að Arekja sjerstaka athygli jnanna á slíkum afreksmönnum. Hann segir sem svo: Ur því jeg vinn að því, að auka Iíkamlega hreysti, djörfung og drengskap unga fólksins, þá verð jeg líka að vinna að því, að þeir menn sem skai’a fram úr í þessu vefni í lífinu, þeir fái verðskuld- að|i viðurkenningu. Bókasafn Vest- mannaeyja75ára Amorguu verðim bókasafn- ið í Vestmannaeyjum 75 ára. Það * var stofnað 1863. Aðal for- gpngumaður að stofnun þess var Bjarni sýslumaður Magnússon, sá hinn sami er stofnaði Bátaábyrgð- arfjelag Vestmannaeyja. I fyrstu stjórn safnsins voru auk U?ýslu- mannsins, síra Brynjólfur Jónsson að Ofanleiti og I. P. F. Bryde kaupmaður. Ymsir fleiri studdu þó að stofn- un bókasafnsins og ér vert að geta þess í,því sambandi, að Jón Sigurðsson forseti Var mikill og góður stuðningsmaður þess, enda var hann gerður að heiðursforseta bókasafnsins á fyrsta aðalfundi þess ,1863. Á umliðnum 75 árum hefir það átt sín erfiðu og góðu ár. stund- um hefir það verið í blóma, en það hefir einnig átt sín hnignun- artímabil. Hinsvegar má gera sjer vonir um að það geti á næstu árum aukist að vexti, þar sem bæjar- stjórnin nýja hefir hækkað fjár- veitinguna til bókasafnsins. Enn- frémur er vert að geta þess. að núverandi bókasafnsnefnd, sem skipuð er Ástþór Matthíassyni for- seta bæjarstjórnar, Lofti Guð- mundssyni kennara og Sig. Gutt- ormssyni bankaritara, hefiFtlmik inn áhuga fyrir því, að safnið sfe þannig úr garði gert, að það sje Vestmannaeyjum til sóma. Bókasafnið nýtur einnig styrks úr ríkissjóði, en hann þarf nauð- synlega að hækka, þegár tekið er tillit til þess, að bókasafnið nýtur ékki neinna hlunninda eins og til dæmis amtsbókasöfnin, en verður að kaupa allar þær bækur, er það þarf að eignast. Það eru fleiri en Vestmannaeyingar, sem hafa af- not af safninu, því fjöldi a|H komumanna, sem eru í Eyjum ; á vertíðinni, hefir aí/?ót af safuinu. Bókasa f n Vest n i ann áey j abæ j ar iánar :út bækur á veturna 3 daga í viku, en á sumrin er það opið einu sinni í viku. Lestrarsali er hinsvegar ekki hægt að starfrækja á meðau það þarf að vera í núverandi hiása- kynnum. Sigurður Scheving. Eins og tíðkast hefir í nokkur undánfarin ár bauð Ferðafjelagið fullnuma prófsbörnum hjer í Rvík í ferðalag nú fyrir skömmu. Að þessu sinni var farið á Hengil. Skólastjórar barnaskólanna hafa beðið Morgunblaðið að færa J’je- laginu þakkir sínar og barnanna fyrir þessa ferð — og sjerstak- lega hinum ötula starfsmanni þess, Helga, Jónassyni frá Brennu. HÆSTARJETTARDÓM- UR I MJÓLKURMÁLI. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐO fæði, þjónustu o. s. frv. fyrir umsamið verð á dag, þá sie þar í innifalin sala mjólkur til skól- ans og beri því að greiða verð- jöfnunargjald af henni. Fógetarjetturinn taldi upp- lýst í málinu, að frú M. Ras- mus hafi 6 ha. lands og að eins 6 kýr á því landi. Ennfremur, að hún seldi ekki hina fram- leiddu mjólk út um bæinn, heldur í Mjólkursamsöluna, það af mjólkinni sem hún ekki not- aði til síns heimilis og til Mál- leysingjaskólans. Loks taldi fó- getarjetturinn upplýst, að sam- kvæmt samningi við ríkisstjórn- ina seldi frú M. Rasmus skól- anum alt hatida nemendunum, svo sem fæði, þjónustu og rúm- fatnað fyrir umsamið verð á dag, en innifalið í fæðinu sje hluti þeirra mjólkur, er hún framleiðir. Hjer sje ekki um sjálfstæða sölu mjólkur að ræða og taldi fógetarjetturinn því ekki heimilt að krefja verð- jöfnunargjalds af henni og synjaði um lögtakið. Þessum úrskurði fógetarjett- arins áfrýjaði Mjólkursamsalan til Hæstarj ettar. Hæstirjettur kvað upp dóm í málinu þ. 3. þ. mán. og staðfesti fógetaúrskurðinn og dæmdi Mjólkursamsöluna til að greiða 200 kr. í málskostnað. í forsendum dóms Hæsta- rjettar segir m. a.: ,,Það er ágreiningslaust í mál- inu, að stefnda samkvæmt samn ingi við ríkiggtjómina framfærir á heimiii sínu að öllu leyti börn þau, sem uppfræðslu njóta á daufdumbraskólanum, gegn um sömdu gjaldi á dag fyrir barn hvert. Þegar þessa er gætt, verður ekki talið, að stefndu hafi verið skylt samkvæmt lög- um nr. 1 frá 1935 að greiða verðjöfnunargjald af mjólk þeirri, sem hún framleiddi og hagnýtti greindum börnum til íæðis, og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð með þessari athugasemd“. Sveinbjörn Jópsson hrm. flutti málið fyrir frú M. Rasmus, en Stefán ,.Jóh. Stefánsson hrm. fyrir Mjólkursamsöluna. Jarðarför Sigurðar Jónssonar rafvirkja fór fram í gær. Síra Bjarni Jónsson hjelt húskveðju og líkræðu. Nánustu frændur báru kistuna frá heimilinu og í lík- vagninn og úr honum í kirkju- garðinn. Samstarfsmenn Sigurðar heitins báru hann í kirk.ju, og úr kirkju báru hann rafvirkjameist- arar. Verjið kálplönt- urnar fyrir kál- orminum! Undanfarin tvö sumur hefir mikið borið á því hjer í Rvík, að flugulirfa ein, sem í dag legu tali er kölluð kálormur, eyði- leggur kálplönturnar unnvörpum eftir að búið er að gróðursetja þær í garðana. Af þessu hefir orðið mjög tilfinnanlegt tjón, þar sem mikið af erfiði manna við vor- vinnuna kemur að engu gagni, og menn fá lítið sem ekkert af kál- inu. Erlendis befir verið notað sub- limat gegn þessum ófögnuði, en sá galli er á því, hve eitrað það er og eru menn því byrjaðir að nota vökva, sem kallaður er „Carbocrimp“. Af honum leggur þef, sem kálflugunum líkar ekki. En flugurnar, sem hugsa um af- kvæmi sín, kállirfurnar, verpa eggjum sínum rjett hjá kálplönt- unum, til þæginda fyrir kálorm- ifln, en tjóns fyrir garðeigendur. Nú er um að gera fyrir káleig- endur, sem plantað hafa út í garða sína; að vera fyrri til en flugan, og vökva kálbeðin utanum plönt- urnar með Carboerimp, því flugan fælist lyktina af því, og verpir ekki eggjum sínum þar sem sá þefur er í garðinum. Það mun þurfa ca. 10 1. -af car- bocrimp-blöndu á 100 kálplöntur „Carbocrimp“ fæst m. a. í Gróðrarstöðinni víð Laufásveg, sími 3072. Skemtun verður haldin á Arn- arhólstúni í dag, til ágóða fyrír sumarheimili Vorboðans. Þeyttir verða lúðrar, ræðuhöld, upplestur (Friðfinnur), söngnr o. fl.! Einn- i" verður barna basar oc Minningarorð um Þórð Sigurðsson I — Pörður Sigurðsson búfræðing- ur andaðist laugardaginn 28. maí og verður ti! moldar borin-m í dag. Þórður sálugi var fæddur 22. apríl 1866 að Sauðagerði í Reykja yík. Fluttist hann á öðru ári að Langholtr, í Borgarfirði og ólst þar upp til 18 ára aldurs hjá þein* heiðurshjónum Guðmundi Þórðar- syni og konu hans Oddnýu. Mun hann eftir það hafa farið að Hvanneyri og gekk þar á búnaðar- skólann. Þar lauk hann fullnaðar prófi með bestu einkunn. Þórður kvæntist Steinunni Sig- urðardóttur frá Iiofsstöðum í Hálsasveit. Hún lifir mann sinn ásamt 3 börnum þeirra. Sá sem þessar línur skrifar var vel kii'nnugur og handgenginfl Þórði sáluga í uærfelt 20 ár. Á þessum árum hefi jeg unnið nokk uð með Þórði og' sá fljótt að hann var betur verki farinn en menn gerast yfirleitt, að vandvirkni og öllum frágangi. Á jeg þar helst við fagvinnu hans, svo sem hey- skap, túnasljettun og blómarækt og mátti vel margt af honum læra 1 því efni. Ilann var mikill nátt- úruvimir og fann helst yndi þær stundir, sem hann mátti njóta úti- í fegurð náttúrunnar. Jeg veit það vinur að þú vilt ekki óverðskuldað hó! og' ætla jeg mjer ekki að gera það, en það er víst, að það sem jeg segi hjer er ekki of sagfe Nú ertu horfinn frá okkur inn í dýrð drottins vors. Við horfuín hrygg á eftir þjer, en við megum samt vepa glöð yfir hinum góðu og göfugu. endurminningum uin þig. Göfugmenska þín í orði og •drætti. Vorboðmn vinnur að því, að komá fátækum börnum til dval ar í sveit, og verðskuldar því stuðn. ing bæjarbúa. n ----x x ölliun athöfnum gladdi okkur svo oft. Drottinn blessi minningu þíng. N. N. 011 Reykjavfk i „Karikatur“ „Karikatur“ sýning STEFANS STRÓBL verður opnuð í hús- gagúaverslun Kristjáns Siggeirssonar, Laugaveg 13, í dag, sunnudag- inn 12. ]). m., og stendur til kvölds 21. þ. m. Sýningin verður opin daglega frá kl. 2—6 og 8—10 síðd. — Inn- gaug'iir kr. 1.50. ATHS. Hver gestur fær „karikatnr“-teikningu af sjálfum sjer ókeypis. Hafnfirðingar! Allir þeir, sem ekki hafa greitt áfallin prests- og kirkjugjöld, eru mintir á að greiða þau fyrir 1. ágúst n.k. svo komist verði hjá lögsókn. F. h. þjóðkirkjusafnaðarins. Steingr. Torfason. F. h. fríkirkjusáfnaðarins. Guðm. Einarsson. Goliat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.