Morgunblaðið - 26.06.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1938, Blaðsíða 3
Sunnudagiim 26. júní 1938, MORGUNBLAmÐ 8 Þýskti knattspvmumenn- irnir komnir Sterkara líð en 1935 segir dr. Erbach Fimm heimsmeistar Dr. Jón Helgason biskup, sækir um lausn frá embætti næstu daga frá Parísarkepninni UM 2000 Reykvíkingar biðu komu þýsku knatt- spyraumannanna meS eftirvæntingu í gær- kvöldi. Goðafoss var væntanlegur kl. 9, en lagðist ekki upp að fyr en kl. 11 y2, vegna þess hve tollskoðunin gekk seint. Br skipið var lagst upp að, heilsaði formaður móttökunefndar, Gísli Sigurbjörnsson flokknum með stuttri ræðu á þýskui og síðan hrópaði mannfjöldinn férfalt húrra fyrir kxrattspyrnumönnunum. Frú Helga, kóna Gísla afhenti dr. Erbach fagran blómvönd af rauðum og hvítum rósum. Frá Goðafossi hjeldu þýsku knattspyrnumenmrnir í Stúdenta- garðinn, þar sem þeir búa meðan þeir dvelja hjer. Yar þar sest að tedrykkju og ræður fluttar. Méðal ræðumanna vorui forseti í. S. í., Ben. G. Waage, Gísli Sigurbjörnsson, formaður K. R. R o. fl. Morgunblaðið hafðj tal af for- ingja knattspyrnumannaiina. Samtal við dr. Erbach. - Við orum 18 að tölu, segir dr.1 Erbach, ríkisléíðtogi þýska knáttSpyrnudómsins. Þýská úrvalsliðíð er skipað 15 mönnum úr öllum hlutum Þýska- lands. Af þeim eru 9 stúdentar, sem allir tilheyra þýska stúdenta- knattspyrnuiliðinu, fimm þeirra ljeku með úrvalsliði þýskra stú- denta í París 1937 og yann það lið heimsmeistaratignina meðal stúdenla. Hinir hafa meira og minna leikið með þýska landslið inu eða verið sem varamenn. Meðal þeirra er Ohmann íþrótta kennari, sem leikið hefir í 26 millilandaleikjum, og leikur hann núna með liðiiiu sem miðfram- herji og er hann jafnframt þjálf- ari liðsins í þessari ferð. Dr.'Brbaeh álítur þetta lið sterk ara en ]iað, er var hjer síðast, en hann var þá einnig með í þeirri för. Það olli mjer nokkurra vand- ræða áður en jeg fór að heim- an, segir liann einnig, að velja þetta lið, því miklu fleiri vildu komast með en gátu. Einn aðstoð- annaður minn er einnig, herra yf- irkennari Riemann, leiðtogi þýskra knattspyrnumanna í Hess- en. Að lokum segir dr. Erbach: — Færið hinum íslensku knatt- Spyrnuvinum okkar bestu kveðj- ur. Vonumst við eftir skemti- legum leikjum við þá í Reykja- vík. Með þessari sömu ferð er einn- ig dr. med. Victor Hoffmann, á- samt svni sínum Jochum, sem heimsækir ísland í fjórða skifti. Dr. Hoffmann hjelt á leiðinni mjög eftirtektaverðan fyrirlestur um ísland fvrir liina þýsku knatt spyrnumenn. í dag kl. 3 verður opinber mót- taka að Hótel Borg kl. 3 og um kvöldið verður hinum þýsku gest um boðið eitthvað út. Fyrsti leikurinn fer fram ann- að kvöld við úrvalsliðið. Ilefst leikurinn kl. 8^2- Slæmt veiði- veður fyrir Norðurlandi Lítil síld hefir komið í gær og og dag, enda slæmt veiðiveð- ur, símar frjettaritari Morgunbl. á Siglufirði í gær. Kalt var og strekkings vindur úti fyrir Norð- urlandi í gær. 17 skip losuðu á SigÍufirði tvo síðustu dagana. Iiæstan afla höfðui: Eldborg 750 mál, Alden 400, Síldin 400, Nanna 300, Svan- ur MB 300, Sæborg 300 og Árni Árnasori 400 mál. Hin skipin höfðu frá 50 og upp í 200 mál. Síldin fekst á Haganesvík og Hjeðinsfirði. Tvö skip fengu síld fyrir innan Hrísey. Frjest hefir, að eitt skip hafi fengið gott kast við Langanes í fyrrakvöld. Verksmiðjurnar SRP og SR 30 liafa nú enga síld að bræða; bræddu í dag upp það sem komið var. Morgunn, tímarit S. R. F. 1, janúar-júní heftið, er komið út. Er jietta seinasta heftið, sem kem ur út undir ritstjórn Einars H. Kvaran. í ritin,u er fjöldi greina Cíðasti dagur prestastefn- ^ unnar var í gær. Hún hófst með morffunbænum kl. 9 og flutti þá sr. Sigurjón Guðjónsson lang-t og snjalt erindi og sagði frjettir frá ferð sinni um Norðurlönd s.l. vetur. Kvaðst hann liafa orðið ræki- lega var við það, að kirkjan á Norðurlöndum væri yfirleitt í sókn, hún væri að sækja fram gegn andúð guðleysingjanna og deyfð og andlegu afskiftaleysí heimshyggjunnar. — Þá flutti sr. Halldór Kolbeins erindi um FjalÞ ræðuna, en sakir takmarkaðs tímá gat ltann ekki lokið máli sínu. Kl. ðVe hófst fundur að nýju með því, að Ófeigur prófastur Vig- fússon talaði langt mál, er hann nefndi „Minningar gamals sveita- prests“. Var erindi hans vel þakk- að, enda van ]>að lærdómsríkt, ekki síst fyrir hina yngri presta. Var þetta erindi hið síðasta, sem haidið vár á synodus. í fundarlolrin lýsti biskup því yfir, að þetta væri sú síðasta syno- da, sem hann stjórnaði, með því að hann hefði ákveðið að' biðja um lausn frá biskupsembættinu nú einhvern uæstu daga. Dr. Jón Helgason hefir verið biskup í 22 ár og hefir einn allfa biskupa landsins vísiterað hveirt einasta prestakall á landinu. Þakkaði hann í gærkvöldi í fáum en fögr- um orðum alla gestrisni og ágæ.t-: ar viðtökur, sem liann hefði átt að mæta hjá prestum um land alt og var anðsjeð á mörgum prest- um, ekki síst hinum eldri, að þeirj mintust heimsókna hans með blíðuí og trega. Biskup sagði í kveðjuræðu sinni, að hann hefði altaf verið ákveðinn að sitja ekki leng- ur í embætti heldur en svo, að hann gæti gegnt því með óskiftum kröftum bæði til sálar og líkama. Mun öllum, sem á synodus hafa setið undir forsæti hans nú í síð- asta sinn, hafa fundist, að þessi skörulegi, rúmlega sjötugi kirkju- höfðingi hafi staðið við þau orð sín. Að lókinni ræðu biskups fluýlf sr. Bjarni vígslubiskup Jónsson nokkur hjartnæm kveðju- og þakkarorð til biskups. Fanst þeim, sem þetta ritar, að hjer væri brot ið blað í kirkjusögu landsins og svo mun fleirum hafa farið. f gærkvöldi sátu synodusprestar hóf heima hjá biskupi. P. T. O. Hellisgerði í Hafnarfirði, hinn fagri skrúðgarður bæjarins, verð ur opnaður fyrir almenning sunnu daginn 7. júlí. dr. Jón Helgason biskup. Notið sjóinn og sólskinið Baílilið í StajaM NOTIÐ sjóinn og sól- skinið! Þetta fer nú að verða viðkvæði Reyk- víkinga, ef góða veðrið fær að haldast. Þeim fjölgar nú óðum með hverjum degi, sem fara suður í Skerjafjörð og fá sjer þar hress- ándi bað í sjónum og sólbað á effit. Sjórinn hefir verið nokk- uð kaldur undanfarið, en síð- uáfd tvo dagana hefir hann ver- fS"tI%gætur. Stendur og vel á sjó, þar sem háflæði er seinni híiita dags, því sjórinn er þá heitastur, er hann legst á heita fjöruna. Talsvert hefir verið lagfært í Shellvíkinni, en þangað sækja flestir baðgestir. Fjaran hefir verið hreinsuð og tvö sólskýli reist, annað fyrir karla og hitt fyrir konur. En þessi sólskýli eru mesta ómynd. í skýlunum er sandur, moldar-blandaður og er ógeðslegt þar að leggjast. Þetta þarf að lagfæra. Það þarf að vera þjett rimíagólf í sól- skýlunum og undir annað hvort steinsteypu-hella eða bárujárn. Nokkur halli þarf að vera á gólfunum, svo að auðvelt sje að þvo þau og hreinsa, með því að sprauta á þau. En auk sólskýlanna, — sem mættu vera fleiri — þarf einn- ig að lagfæra umhverfið þarna og gera það vistlegt og aðlað- FRAMH. Á SJÖTTTT SÍÐU dr. Erbach og kona hans. Sjálfstæðismenn í Reykjavik og Haín- artirði, fjölmenna að Eiði í dag Sjálfstæðisfjelögin í Reykjavík og Hafnarfirði halda sam- komu að Eiði í dag. Er það fyrsta samkoman þar á þessu sumri. 1 góðu veðri er Eiði viðfeldn- asti og skemtilegasti samkomu- staður Reykvíkinga. Þegar þetta er ritaS, er útlit fyrir besta veður. Undanfarin sumur hefir það stundum valdið óþægindum, að fólk, sem sótt hefir samkomur að Eiði, hefir orðið að bíða lengi eft- ir að fá bílfar. En riú er sú breyt- ing á frá því sem áður var, að akstur þangað er engu sjerleyfi háður. Geta því allar bifreiðastöðv ar sem vilja svo og Strætisvagn- arnir annast fólksflutning þang- að. ,„■} Bátaferðir verða líka frá ,Stein- bryggjunni, fyrir þá, sem kjósa heldur sjóleiðina. Vegurmn að Eiði frá Mosfells- sveitarvegi er orðinn ágætur. f dag verða ræðuhöld að Eíði, er byrja klukkan 3 e. b. Ræðu- menn verða Ólafur Thors; og Sig- urðru Kristjánsson. Þar verð- ur fimleikasýning og dans. Gg þar koma Sjálfstæðismenn og lion- ur saman, til að kynnast og ræða áhugamál sín. Sjálfstæðismeim! Allir að Eiði í dag! Kirkjufundurinn hefst á mið- vikudaginn Hinn alm. kirkjufundur hefst hjer á miðvikudaginn kemur með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni íd. T1 árd. (sr. Jón Guðjónsson prj-edikar). Funda- höldin sjálf fara fram í húsi K. F.U.M. og hefjast kl. 2 þann dag. Útvarpað verður fundar- setningarræðu .Gísla Sveinsson-> ar sýslumanns og inngangsræð- um þeirra sr. Þorsteins Briem og Ingimars Jóhannessonar kennara, um aðalmál fundarins, „Kristindómurinn og æskan“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.