Morgunblaðið - 07.07.1938, Blaðsíða 6
MORGUNBLASIB
Fimtudag^ir 7. júlí 1938.
KNATTSPhRNAN.
FRAMH. AF ÞRIÐJTJ SÍÐU
mínútu hleypur Jón Sigurðsson
mpp með knöttinn og fær opið
mark og spyrnir Ijómandi fallegu
akoti á markið. Knötturinn virð-
ist liggja inni í marki, en hefir
einhvernveginn bjargast. Og á 7.
mínútu gera ísl. annað hættulegt
upphlaup, en Lúdecke bakvörður
bjargar. Strax gera Þjóðverjar
upphlaup, en mistekst fyrir fram-
an mark. Er 10 mínútur eru af
leik er hornspyrna á Þjóðverja,
sein þó verður ekkert úr. A 11.
mínútu bjargar Schram á síðustu
•ekúndu með því að sparka út
úr marki. Þjóðverjar herða nú
sóknina og enn bjargar Schram
á 12. og 14. mínútu. íslendingar
eiga þess á milli ágæt upphlaup
og á 19. mínútu er mark Þjóðv.
i mikilli hættu. Næstu 10—15
mínúturnar eru langskemtíleg-
atí kafli leiksins, því bæði lið
leika prýðilega, ekki síst lslend-
ingar. Á 26. mínútu meiðist hægri
útframherji Þjóðverja Rohr og
•r leiddur út af vellinum. Á 23.
mínútu bjargar Ewald prýðilega
vel. Á 28. mín. spyrnir Högni
fallegu skoti á mark, sem Gappa
▼er. Á 30. mínútu er hornspyrna
á íslendinga. Hornspyrnan er vel
tekin og Lindemann tekur knött-
inn með sjer inn í mark. Dómar-
inn hafði samt ekki verið búinn
að flauta, vegna þess að hann
var að stumra yfir Sigurjóni, sem
lá meiddur á vellinum. Horn-
Spyrna er tekin aftur, en ekkert
verður úr. Á 36. mínútu hleypur
Þorst. Einars upp með knöttinn
alveg upp að marki. Jón Magg,
sem stendur fyrir innan hann,
fær knöttinn og sendir hann í
mark. Flestum sýnist auðsjáaii-
lega að tvent hafi gerst: Steini
slegið knöttínn með hendinni og
Jón staðið rangstæður, en dóm-
arinn er á öðru: máli og dæmir
mark. íslendingar hafa sett
fyrsta markið og eiga það áreið-
anlega skilið, þó skemtilegra hefði
▼erið að það hefði verið „hreint“
mark. Er 42. mínútur eru af leik,
fær Lindemann tækifæri og setur
mark, 1:1. Fleiri mörk eru ekki
sett í þessum hálfleik. Bæði lið
hafa leikið vel og úrslit eftir hálf-
leikinn virðast vera mjög svo
•anngjörn.
Seinni hálfleikur 2:0.
Þessi leikur var miklu harðari
og svo ólöglega og illa leikinn á
köflum af beggja hálfu, að helst
ætti ekki að færast í annála. Lin-
ken skallar knöttinn í mark
•ftir tvær mínútur, 2:1, og
á 8. mínútu spyrnir sami maður
knettinum í mark, 3:1. Þannig
endaði leikurinn.
Eitt atriði í þessum leik er vert
þess, að á það sje minst, en það
©r, að skotið er á mark Þjóðv.
Gappa nær knettinum, en snýr
sjer við í markinu og öllum sýn-
ist hann hafa rjett hann inn fyi;-
ir marklínu, en dómarinn dæmir
það ekki mark.
Vivax.
Allir skátar og ylfingar, „Ern-
ir“ o g „Vsðringjar", sem ætla
að heimsækja Landsmótið á Þing-
völlum um næstu helgi, eiga að
mæta í Miklagarði í kvöld kl.
Ty» e. li. stundvíslega.
í tjaldbúðism Skáta
Ifyrradag var dumbungsveður á
Þingvöllum og kyrt. En upp úr
hádegi Ijetti til og var glaða sól-
skin með köflum það sem eftir var
dagsins.
Það vakti mikla athygli með-
al gesta á Þingvöllum, að þýska
svifflugvjélin kom þangað um
hádegið og lenti á völlunum
skamt frá tjaldbúðum skáta. Hún
kom með einn af foringjum skáta,
Björn Jónsson, sem er túlkur á
mótinu. Hann hafði verið við
flugæfingar^ á Sandskeiði og htá
sjer svo á síðustu stundu í loft-
inu austur til fjelaga sinna. Flug-
vjelin dvaldist þarna um klukku-
stund, og um leið og hún fór
sveif hún kveðjuflug yfir tjald-
búðirnar. Setti þetta með öðru há-
tíðarsvip á mótið þegar í byrjun.
Eftir að mótið var sett höfðu
skátar frí. Notuðu þeir tímann til
þess að ljúka ýmsu smávegis sem
ógert var, heimsækja hverir aðra
og kynnast. En það tekur skáta
ekki langan tíma. að kynnast sín á
milli. Hvar sem tveir Skátar mæt-
ast eru þeir eins og aldavinir þótt
þeir hafi aldrei áður sjest og sje
sinn af hvorum þjóðflokki. jljá
þeim er bræðralagshugsjónin sett
í öndvegi, ekki til málamynda,
heldur til þess að henni sje fylgt
hvar sem er og hvernig sem á
stendur. Þai^af stafar þin óþvipg-
aða og virigjarnlega framkoma
þeirra, sem öllum er til fyrirmyncU
ar. '
Og það var skemtilegur bragur
og hressandi blær yfir lífinu í
tjaldbúðunum í fyrradag. Setning-
arathöfnin hátíðleg og virðuleg,
fjör og gleði á eftir.
Þeir, sem voru þarna viðstaddir,
munu seint gléyma þessum degi.
á Þingvöllinn
Skátaforingjar.
Talið frá vinstri: Finni, Frakki, Dani, Breti, Svíl, Norðmaður, dr.
Helgi Tómasson, Hollendingur, Daníel Gíslason mótstjóri.
V3"'r
Heillaskeyti.
barst Skátamótinu frá Bandalági
danskra skáta, Yar það lesið upp
á eftír setningu mótsinS ©g þakk-
að með ferföldu húrrahrópi.
Fánarnir.
Alls staðar blakta fánar á stöng
í tjaldbúðunum. Háar fánasteng-
ur eru reistar í röð báðum megin
við aðalhliðið. Að vestanverðn
við hliðið eru fánarnir í þessari
röð: íslenskur, danskur, sænskur,
breskur, hollenskur, ísleriskur. Og
að austanverðu er röðin þessi,
talið frá hliðinu: íslenskur,
norskur, finskur, franskur, ís-
lenskur.
Á miðjum vellinum er aðalfán-
inn, og við tjöld útlendiriganna
eru fánar þeirra.
Auk þess eru margir smáfán-
ar hingað og þangað, og slcraut-
flögg, og er því yfir mikla lit-
auðgi að líta 'í tjáldbúðurium.
Hliðin.
Mikinn svip setja hliðin að hin-
um ýmsu tjahlbúðum á t.jakl-
búðahverfið. Leggja skátadeildirn-
ar sig fram :um það að hafa þau
sem einkennilegust. Hafnfirðingar
hafa tvo vita við sitt hlið, hvít-
og rauðmálaða, ög sjást þeir langt
að. Keflvíkingar hafa búið til
mjög frumlegt og snoturt hlið úr
hvalbeinum. Aftur á móti hafa
ísfirðingar gert sitt hlið úr skíð-
um og skíðastöfum. Ernir hafa
á sínu hliði örn og er gengið milli
útþaninna vængja hans. Danir
hafa girt af sitt svæði með steina-
röð og í hliðinu eru stærri stein-
ar í kömpunum. En Svíar hafa
sinn steininn hvoni megdn við sitt
hlið og er letrað á annan með
hvítu „Welcome“ og á hinu „to
Sweden“. Hliðum Væringja tveim
ur hefir áður verið lýst. Þriðja
hliðið er úr óbifktum röftum,
höggvinn flötur á þvertrjeð og
þar letrað á með rúnum: Þriðja
deild.
Hreinlæti.
Pað voru aðeins sárfáir gestir
sem fengu að vera við setn-
ingu landsmóts skáta á Þingvöll-
um. Var þeim boðið til kaffi-
drykkju með Skátaforingjunum á
eftir í stóra matartjaldinu.
Jeg hafði orð á því við dr. Helga
Tómasson að mjer þætti öllu kom-
ið vel og snyrtilega fyrir á staðn-
um og fyrir mörgu hugsað.
— En hafið þjer þá sjeð það,
sem mest er um vert? spurði hann.
Jeg vissi ekki hverju syara
skyldi.
— Jú, sjáið þjer tíl, það sem
n^@st á ríður á slíkum stað sem
þéssum er að alls þrifnaðar sje
gætt og að alt sje í lagi um að-
rensli og frárensli. Hafið þjer sjeð
vatnsveituna okkar og náðhúsin,
Hvoru tveggja höfnm vjer komið
fyrir á þann hátt, að til fyrir-
myndar mætti vera.
Síðan sýndi hann mjer hvort
tveggja.
Vatnið er leitt í pípum ofan úr
gjá, alveg ein og á Alþingishátíð-
inni. Niðri á Leirunum, þar sem
vatnsleiðslan endar, er langur
stokkur í mörgum hólfum, og
vatnshani yfir hverju hólfi. Þarna
þvo skátarnir sjer sjálfum, þvo
þvott og m atreið sluáh öl d, en
skolpinu er öllu veitt í gróf og þar
hfipar það niður í hraunið. En úr
vatnshÖnunum er tekið drykkjar-
vatn og vatn í mat. Er það vatns-
ból engu síðra en hinir frægu
Gvendarbrunnar.
Salerni eru á þremur stöðum
nokkuð utan við tjaldbúðirnar.
Efu þau eins og hús, búin til úr
grind og striga, og þaklaus. Hólf-
uð eru þau sundur og undir pall-
inum er gryfja, eða safnþró.
Þegar mótínu lýkur er fyrir-
hafnarlítíð að kippa þessum skýl-
um burtu og fylla þrærnar með
mold. Eru skýli þessi rúmgóð, ódýr
og fullnægja heilbrigðiskröfnm.
★
I gær var haldinn aðalfundur
Bandalags íslenskra skáta í tjald-
búðunum. Auk þess voru skoðaðir
sögustaðirnir á Þingvöllum og út-
skýrði dr. Einar Ólafur Sveinsson
þá fyrir Skátunum. Síðan var
undirbúningur undir fjallgöngur,
sem farnar verða í dag. Verður þá
gengið á Súlur, Ármannsfell,
Skjaldbreið, Hrafnabjörg. Einnig
yfir í Botnsdal og fossinn Glym-
DR. ERBACH UM
ÍÞRÓTTIR.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
Þetta er einmitt það, sem jeg
vildi sagt hafa, gegir hann þá.
Það á að byrja á æfingavöllun
um. Frumskilyrðið fyrir íþrótta-
líf bæjarins er, að komið verði
upp mörgum og góðum æfinga-
völlum. Sumstaðar í Þýskalandi
hafa menn í þessu efni byrjað é
skökkum enda, xneð því að koma
upp sýningarvöllum („Stadion")
áður en þátttakan í íþróttunum
yarð nægilega almenn meðaí
æskulýðsins. Æfingayellirnir: auka
íþróttaáhugann, gera hann almenn
ari. Það er hinn almenni íþrótta-
áhugi, sem er frumskilyrðið til
þess, að bæirnir geti risið undir
kostnaði við að reisa stóra sýn-
ingarvelli.
Þegar hvert fjelag hefir feng-
ið sína æfingavelli getið þið sett
upp sýningavöll til bráðabirgða,
t. d. þar sem hinn fyrirhugaði
skeiðvöllur á að vera nppi undir
Öskjuhlíðinni. Og síðar er svo
hægt að ráðast í að byggja hinn
mikla fyrirhugaða sýningavölT
með upphækkuðu áhorfendaplássi
vestur á mýrinni.
Ætlið þið að hafa æfingavell*
ina grasivaxna? spýr hann. Hon-
um var sagt, að lielst væri í ráði
að reyna það.
Þið getið reynt það, hvort gras-
svörðurinn gctur haldist í rign-
irigatíð ykkar. Og ínikil bót f
máli er það, að svæðin eru í rjett
um ferhyrning, svo hægt er að'
skifta um „mörk“. En þegar geng*
ið verður frá grasflötunrim á æf-
irigavöllunum verður að sjá svo
um. að ofurlítill halli verði á
þeim frá miðju, svo regnvatm
safnist ekki í polla á völlunum.!
Jeg sje, segir dr. Erbach að
lokum, að þið hafið með mikillí
fyrirhyggju valið ykkur íþrótta-
svæði, og hafið mikla möguleika
til þess að gera það vel úr garði..
Það gleður mig. Jeg sje ekki bet-
ur en íþróttaáhugi meðal æsku-
lýðs Reykjavíkur sje óvenjulega
mikill. Og það er góðs viti fyrir
framtíð Reykjavíkur og framtíð
þjóðarinnar.
GRÆNABORG.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU
FRAMH. A7 ÞRIÐJU StÐU.
Grænuborgar. Eitt sinn fjekk fje-
lagið frá henni 1500 kr.
Þessi kona gaf álitlega upphæð
til skógræktar hjer árið 1930.
Kvaðst hún hafa gert það eftir
að hún sá hinn mikla og fagra
trjágróður í garðinum fyrir sunn-
an kirkjuna á Akureyri, sem
Ræktunarfjelag Norðurlands stofn
aði og átti lengi, en nú er eign
Baldv. Ryel kaupmanns.
Goliat.