Morgunblaðið - 07.07.1938, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIi-i
Fimtudagur 7. júlí 1938.
í .....—JFflcrrgtœMaftið----------------------------
Útgef.: H.f. Árvakur, Keykjarlk,
Rltstjörar- Jön KJartansaon o* ValtjT Btafknuon (kbyrffSarmaOur).
Auglýsingar: Árnl Ól*.
Rltatjörn, auBlýalnfcar og afjrraltlala: Auatnratraeti 8. — Btml 1800.
ÁakrlftarsJald: kr, t,00 A mAnnSl.
1 lauaaaölu: II aura aintaklt) — li attra matl Laabök.
LÁNTÖKURNAR
PA Ð verður trauðla með
sanni sagt, að löggjöf síð-
justu þinga hafi vakið verulega
athygli alþjóðar, enda hefir hún
verið fremur bragðdauf, eins og
stjórnmálin yfirleitt.
Á þessu eru þó að sjálfsögðu
nokkrar undantekningar, og
má þar til fyrst nefna 12 miljón
króna lántökuheimildina, er síð-
asta Alþingi veitti ríkisstjórn-
inni. —
Til þess lágu ýms rök, að
lántökuheimild þessi vekti á
sjer sjerstaka eftirtekt, m. a.,
og ekki síst þau, að kjósendum
landsins, og þá einkum í liði
xíkisstj órnarinnar, mun hafa
komið mjög á óvart, að slík
|)örf væri fyrir hendi eftir all-
an þann gleðiboðskap er stjórn-
.arblöðin höfðu flutt þeim um
fjárhagslegan velfarnað undan-
farinna ára. Þykir ekki ástæða
til að rekja þá sögu að þessu
sinni, heldur skal á það mint,
að Sjálfstæðisflokkurinn á Al-
þingi gerði þá grein fyrir að-
stöðu sinni til lántökunnar, að
liann teldi eftir atvikum og eins
»og komið væri um fjárhag þjóð
arinnar, að eigi yrði hjá því
komist, að freista þess að taka
slíkt lán, þareð ella yrði trauðla
Ikomist hjá vanskilum. En á
»engu riði fátækri þjóð meir en
•einmitt því trausti, sem sú þjóð
•ein gæti öðlast og átt, sem fyr
herti sultarólina og svelti sig,
þeldur en að hún gerðist ber að
því að rifta gefnum heitum um
greiðslur erlenda skulda. Hins
vegar taldi Sjálfstæðisfloklcur-
inn sjer ekki skylt að greiða
þeinlínis atkvæði með lántöku-
heimildinni, vegna þess að hans
Táð höfðu um langt tímabil
verið að engu höfð, en einmitt
það hafði að verulegu leyti leitt
út í þær f jármálaógöngur, sem
nú þurfti að reyna að ráða fram
úr.
Þessi afstaða Sjálfstæðis-
flokksins skifti að því leyti ekki
máli, að lántökuheimildin var
samþykt, alveg án hliðsjónar
til stuðnings eða andstöðu
flokksins.
Svo sem kunugt er, var lán-
fökuheimildin þá líka samþ. með
atkvæðum Framsóknarmanna,
.sósíalista og kommúnista. Fóru
þeir Magnús Sigurðsson banka-
stjóri og Jón Árnason banka-
ráðs formaður þegar að
;afloknu þingi, utan á vegum
ríkisstjórnarinnar, í þeim erind
að útvega þetta lán.
Eftir nær tveggja mánaða
íjarveru erú þessir umboðsmenn
fíkisstjórnarinnar nú nýverið
Eeim komnir, og birtist hjer í
blaðinu í gær tilkynning ríkis-
útjórnarinnar Um árangur þess-
ítrar faráf.
Það skal þegar tekið fram,
að enginn dregur í efa, að þess
ár sendimenn hafi verið ft. m.
k. ekki miður líklegir en aðrh
þeir, er bestir kynnu að hafa
reynst, til þess að ná tilætluð-
um árangri.
En því alvarlegri eru þau tíð
indi, sem boðskapur ríkisstjórn
arinnar flytur, er lýðnum er
gert ljóst, að 12 miljón króna
lánið hefir ekki fengist, a. m.
k. ekki að svo komnu, heldur
hefir aðeins náðst smá „bráða-
birgðalán" að upphæð rúmar 2
miljónir króna. En sú upphæð
nægir ekki einu sinni þörfum
líðandi stundar, heldur hverf-
ur hún til þess eins, „að inna
af hendi mest aðkallandi greiðsl
ur hins opinbera“, eins og kom
ist er að orði í tilkynningu
stjórnarinnar.
1 þessari tilkynningu skýrir
ríkisstjórnin frá því, að þótt
hafi „óhentugt af ýmsum ástæð
um að bjóða nú þegar út fast
lán fyrir ríkið erlendis", og er
það að sjálfsögðu rjett, því ella
hefði þess verið freistað, svo
mjög sem að þrengir. Hitt er
svo á huldu, hvenær slíkt útboð
verður talið „hentugt", en það
veltur auðvitað á því hvort eða
hvenær hinum erlendu lánar-
drotnum þykir ,,hentugt“ að
veita hingað meiru fje.
Þetta eru ill tíðindi og alvar-
leg, en verst þó ef satt reynist
það er heyrst hefir, að hinir
erlendu lánardrotnar hafi gert
það að ófrávíkjanlegu skilyrði
fyrir því að veita ríkinu þetta
smáa ,,bráðabirgða“ víxillán, að
Landsbankinn skrifaði upp á
víxilinn. Og enda þótt það út af
fyrir sig sjeu gleðitíðindi að
„telja megi miklar líkur til að
lán til hitaveitunnar fáist í
Svíþjóð", eins og í tilkynning-
unni segir, eru það þó engar full
nægjandi sárabætur. Þar ræðir
um traust á ákveðnu arðvæn-
legu fyrirtæki, en undirtektir
erlendra lánadrotna undir ríkis-
lánið, er almennur mælikvarði
á traust ríkisins sjálfs, traust ís-
lex.sku þjóðarinnar á erlendum
v ttvangi.
Þessum tíðindum geta Islend
ingar snúið til góðs, ef þeir af
þeim láta sjer skiljast, að nú er
bikarinn fullur. Nii er sá — og
sá eini — kostur fyrir hendi,
að snúa við o gtaka öllum afleið
ingum þess, að við verðum að
bjarga okkur sjálfir. Vinátta og
bræðrahjal er kunnara fyrir-
brigði í skálaræðum en sala-
kynnum fjármálamannanna.
Lokakappleikurinn.
Eimskip. Gullfoss fór til Vest-
fjarða og Breiðafjarðar í gærkv.
kl. 8. Goðafoss er í Reykjávík.
Brúárfoss er í Khöfn. Dettifoss er
á leið til Vestmannaeyja frá Hull.
Lagarfoss fór frá Leith í gær, á-
leiðis til Austfjarða. Selfoss er
á leið til Vestmannaeyja frá Hull.
II
. íþróttaleiðtoginn dr. Erbach:
íslenskir íþróttamenn
eru efnilegir — en þá
vantar alhliða þjálfun
P/ska knattspyrnuliðið fer
hjeðan í dag heimleið-
is. Munu allir Reykvíking-
ar ljúka upp einum munni
um það, að koma Þjóðverj-
anna hingað hafi verið góð.
Reykvísk æska hefir haft
bæði ánægju og- gagn af
kappleikum þeirra.
Þetta er í annað skifti sem
leiðtogi þeirra, dr. Erbach
kemur hing-að til Reykjavík-
ur. Hann stendur, sem kunn-
ugt er, framarlega í sveit
forystumanna þýskra í-
þróttamála, og hefir mikla
þekkingu á öllu því, er að
líkamsuppeldi lýtur.
Það var því sjerstök ástæða fyr-
ir Morgunblaðið að fregna hjá
honum, hvaða áht hann hefir á
íslenskum íþróttamönnum og
íþróttamálum. Aður hefir hann
látið blaðinu í tje áht sitt við-
víkjandi þessum kappleikum
milli Þjóðverja og íslendinga,
sem nú eru afstaðnir. En í gær
hafði blaðið tal af honum til þess
að spyrja hann m. a. um, hvern-
ig honum hafi litist á hin ís-
lensku knattspyrnulið nú, í sam-
anburði við kappleikina 1935,
hvað hann hafi sjerstaklega um
íslenska knattspyrnumenn að
segja, hvað þeir eigi sjerstaklega
að leggja áherslu á, að hans áliti,
og hvernig honum litist á hið fyr-
irhugaða íþróttasvæði í Benevent-
nm og við Nauthólsvík.
Framför síðan 1935.
Þegar jeg ber saman liappleik-
ina nú og 1935, segir dr. Erbach,
þá er jeg í engum efa um, að ís-
lenskum knattspyrnumönnum lief-
ir farið mikið fram þessi þrjú ár.
Þetta kom best í ljós á fyrstu
kappleikunum. En á seinni kapp-
leikunum hefir mjer ekki sýnst
þeir vera eins góðir, vanti úthald
og leikni, rjett eins og þeir sjeu
orðnir þreyttir. Þ. e. a. s. eltki
hefir borið á því, að þeir þreytt-
ust í sama leik, svo að þeir hjeldu
ekki kappi og hraða til leiksloka.
En það er eins og þreytumerki
hafi komið í Ijós,- er maður ber
saman fyrri og síðari leikana.
Þreytumerki þessi hafa sýnt sig
í því, að öryggið var minna í með-
ferð knattarins, samleikurinn
stirðari og verri, meira hugsunar-
leysi í leiknum.
Alhliða þjálfun
nauðsyitleg.
Þettá ber ljósan vott um, áð
hina íslensku knattspyrnumenn
vantar alhliða þjálfun.
f Þýskalandi er þjálftm og
námi knattspyrnumanna hagað
með það fyrir augum, að þeir fái
fimi og leikni í að nota svo ftð
segja 'hvern vöðva í líkamanum.
En til þess að það fáist, þurfa
íþróttamenn að eiga völ á veru-
lega góðum íþróttakennara. Til
Æfingarvellir, almenn þátt-
taka æskunnar, aðalatriðið
Dr. Erbach.
þess að áhrif og kensla slíks kenn-
ara eða leiðtoga komi að sem
betu og öruggustu gagni, þá höf-
um við Þjóðverjar oft þessa að-
ferð:
Kennarinn finnur brátt hvaða
nemendur hans skara fram úr.
Hann leggur kapp á að kenna
þeim, til þess að þeir geti síðan
hver um sig kent smáhópum af
fjelögum sínum.
Þannig væri hægt að fara að
hjer. Ef hjer væri einn verulega
góður alhliða íþróttakennari, þá
kendi hann nokkrum mönnum úr
hverju fjelagi og þeir kendu síð
an út frá sjer.
— Þessi undirbúningsmentun
(Grundschule) er undirstaðan
undir þjálfun og iðkun allra í-
þrótta, en er ekki miðuð við knatt-
spyrnu sjerstaklega. Hún niiðar
að því, að menn fái stælingu bók-
staflega í öllum líkamanum, og
fullkomið vald yfir hverri sinni
hreyfingu. í stað þess, að þeir
sem vinna eitthvert verk, þeir fá
stælingu í þeim vöðvum 'sem þeir
aðallega nota.
Að vissu leyti gildir hið sama
um þá, sem iðka knattspyrnu.
Þeir fá stælingu í fótum, hand-
leggjum o. s. frv. En til þess að
geta verið góðir knattspyrnumenn
og tekið þeirri þjálfun og leikni,
sem til þess þarf, þá þurfa þeir
að vera fimir í öllum líkamanum.
Þessi undirbúnin gsþ j ál fun er
Hauðsynleg fyrir allar úti-
íþróttir, hlaup, tökk, köst og
livað sem er.
Þá komum við að næsta þætti
jþjálfun kuati'spyrnumanna, er
mðiar að knattspyrmt sjérstak-
lega.
Þar reynir mest á fætur, hand-
leggi og mjaðmir, sem æfa þarf
sjerstaklega. Þetta er gert á
knaftSpyrnunámskeiðuni. Þar æf-
ast menn í því að vera viðbragðs-
fljótir, geta staðnæmst skjótt, snú
ið sjer við á harðahlaupum, og
hafa í þessu fult vald á hverrí
hreyfingu.
Þessir tveir þættir þjálfunar-
innar eru undirbúningur undir að
læra að fara með knöttinn, að
skjóta honum á hlaupum til ann-
ara, með fótstöðu, að stöðva knött-
inn, skalla liann o. s. frv.
Af þessu er það ljóst, að við
látum okkur ekki nægja að knatt-
spyrnuþjálfarar leiðbeini og kenni
knattspyrnumönnum okkar, nema
að þeir sjeu jafnfærir í því að
kenna undirbúningjnn, hina al-
hliða fimi og stæling líkamans,
einnig lokaþáttinn, sem er með-
ferð knattarins á vellinum.
En auk þessa þurfa knattspyrnu
menn að æfa samleik og það sem
þeir alment nefna „taktik“.
Að lokum segir dr. Erbach;
Það er engin tilviljun, að knatt
spyrna er oft nefnd „íþrótt íþrótt-
anna“, eða fremst allra íþrótta.
Því sá maður, sem hefir þá al-
hliða líkamsþjálfun, sem knatt-
spyrnan útheimtir, og um leið æf-
ingu í samleik, það kapp og þann
fjelagsanda, sem með þarf svo
vel sje, hann hefir hina bestu
íþróttaskólun, sem hægt er að fá.
Því er það, að í Þýskalandi er
lögð svo mikil áhersla á íþrótt
þessa, að ætlast er til þess, að
bókstaflega hver einasti skóla-
drengur jðki þessa íþrótt, til
gagns fyrir sjálfan sig, fyrir
heilsu sína. Ef þjálfun íslenskra
knattspyrnumanna verði hagað
eins og jeg hjer hefi drepið á>
er jeg í engum efa um, að íslensk
knattspyrna tekur skjótum fram-
förum, því hjer eru áreiðanlega
mjög efnilegir knattspyrnumenn,
sem komast langt í íþrótt sinni,
ef þeir fá rjetta þjálfun og tæki-
færi tíl að leggja stund á íþrótta-
iðkanir.
íþróttasvæðið við
Skerjafjörð.
Við fórum í £ær meg (jr_ Er-
bach suður á hið fyrirhugaða
íþróttasvæði vestan við Öskjuhlíð-
ina, og sýndum honum staðinn,
höfðum skipulagsuppdráttinn með,
sem gerður hefir verið af vænt-
anlegum mannvirkjum þar. Ein-
ar Sveinsson arkitekt var með.
Hann hefir unnið að skipulags-
uppdrætti þessum.
Dr. Erbaeh lítur svo á, að stáð-
ur þessi sje tilvalinn fyrir íþrótta
svæði, sakir legu og landrýmis.
En á hverju ætíið þið svo að
byrja? spyr hann.
Var hoiium sagt, að áforrojað
væri að hýrjá á æfiugavöllúm
fyrir knattspyrnufjelögin.
FRAMBL Á SJÖTTU SfiW.