Morgunblaðið - 12.07.1938, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.07.1938, Qupperneq 3
MORGUNBLA^IÖ 3 Þriðjudagur 12. júlí 1938. Stðrf ráðgjafar- nefndarinuar Danir vilja ekki ræða um Árnasafnið Dansk-íslenska ráðgjaf- arnefndin hefir nú lok- ið störfum sínum, og fóru þrír nefndarmanna heimleið is með Dr. Alexandrine í gærkvöldi, þeir dr. Kragh, Hans Nielsen fólksþingsm. og próf. Arup, en Halfdan Hendriksen, sem nú er for- maður danska hluta nefnd- arinnar, verður hjer enn um tíma. í íslenska liluta nefndarinnar eru próf. Magnús Jónsson, sem er formaður, Gísli Sveinsson sýslu- maður, Jónas Jónsson og Stefán Jóh. Stefánsson hæstarjettarlögm. Fundirnir stóðn yfir frá 3. þ. m. og þangað til í gær. Fóru þeir fram í Reýkjavík, nema einn dag á Þingvöllum. Eins og áður voru verslunar- mál og viðskiftin milli Danmerk- ur og íslands eitt höfuðmál nefnd arinnar. Fóðurtilraunum þeim, sem farið liafa fram eftir tillög- um nefndarinnar, er nú svo langt komið, að telja má víst, að bæði fiskimjöl, karfamjöl og síldarmjöl sje mjög hentugt handa ýmsum húsdýrum Dana, og þá sjerstak- lega handa kúm og hænsnum. Er með þessti opnaður svo að segja ótakmarkaður markaður fyrir þessar vörur í Danmörku, svo framarlega sem verð er samkepn isfært og duglega er gengið fram í sölunni. Hafa verið birtar grein- ar um úrslit þesáara tilrauna t víðlesnustu fagritum danska land- búnaðarins og sömuleiðis hefir verið frá þeim skýrt á fjölmenn- um sam.komum bænda. ★ Það mál nefiidarinnar, sem mesta athygli mun vékja, er vafa- laust endurheimt handrita og gripa, úr söfnum í Danmörku. Bar íslenski nefndarhlutinn það frarn að tilhlutun stjórnarinnar, en til hennar var því beint tneð þings- ályktun þeirri, sem Gísli Sveins- son og þingmenn úr öllurn flokk- um báru fram á síðasta þingi, og samþykt var þar andmælalaust og' í einu hljóði. Tillaga íslenska nefndarhlutans var urn það, að skipuð yrði nefnd sjerfræðinga, íslenskra og danskra, er liáskólarnir bentu á, til þess að undirbúa afhendinguna. Danski nefndarhlutinn vildi ekki fallast á þetta, heldur vitn- aði til þess, að málinu hefði ver- ið ráðið til lykta 1927. Fekst að svo komnu ekkert frekara hjá þeim. íslenski nefndarhlutinn ljet þá bóka, að hann væri sammála Alþingi urn það, að gera kröfu til skjala og gripa þessara, og væru því samþykkir tillögu þeirri, sem Gísli Sveinsson bar frarn af hálfu þeirra í nefndinni um að fá nefnd sjerfræðinga tii FRAMH. Á SJÖUNDU S&U Ágúst Sigurðsson. 80 fyrirlestrar r um Island Ágúst Sigurðsson magister kominn heim Agúst Sigurðsson magister kom með Lyru. Hann hefir verið á ferðalagi um Norð- urlönd síðan fyrir áramót til að halda fyrirlestra um fsland. Blaðið hefir átt tal við hann um ferð hans, og skýrði hann svo frá: Jeg fór hjeðan í desember í fyrirlestraferð mína. Ferðaðist eg á vegum sænska fjelagsins „Folkbildnings Förbundet“ og Norræna fjelagsins. Fyrirlestrar mínir fjölluðu um íslenskar bókmentir fyr og síðar, ísl. þjóðlíf og atvinnuvegi. Til skýr- ingar hafði jeg tvær kvik- myndir meðferðis er jeg sýndi til skiftis eftir því sem við átti. Var önnur kvikmynd sú er Ni- els Nielsen jarðfræðingur tók, en hin var mynd Fiskimála- nefndar, sú er Guðm. Kam- ban tók um sumarið. Fjekk jeg að stytta þá mynd, svo hún yrði sýnd á 25 mínútum. Hve víða fóruð þjer og hve marga fyrirlestra hjelduð þjer? Jeg fór um endilanga Sví- þjóð og til Finnlands, og hjelt í alt í þessari ferð yfir 80 fyrir- lestra. Var nál. helmingur þeirra haldinn í skólum, en hin- ir opinberir. í Finnlandi hjelt jeg tvo fyrirlestra í útvarp, 1 fyrir háskólastúdenta og einn fyrir aðra skólanemendur. 1 Svíþjóð hjelt jeg 3 fyrirlestra í útvarp, og 3 fyrirlestra flutti jeg opinberlega í Stokkhólmi. í Noregi flutti jeg tvo fyrir- lestra í útvarp. ■ 'Vi var jeg fulltrúi Stúdenta- fjelags Reykjavíkur á norræna stúdentamótinu er haldið var í skipinu Gripsholm og í Gauta- borg í maí í vor. Yfirleitt fann jeg mikinn á- huga meðal Svía, segir Ágúst að lokum, á því að kynnast ís- landi og íslenskum efnum. Vel- vilji Svía gagnvart Islending- um fer áreiðanlega vaxandi með ári hverju. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Kristín Bjarna- dóttir og Bjarni Þóroddsson brjef beri. Heimili þeirra verður á Urðarstíg 12. 200 skáfar við Gullfoss, Geysi og Hvítárvatn Mótlnu á Þingvöllum iokið Hinu glæsilega Landsmóti skáta er nú senn lok- ið. í gærmorgun tóku skátarnir upp tjald- búðir sínar á Þingvöllum og heldu í ferðaiag austur að Gullfossi og Geysi, að Hvítárvatni og víðar. Eru um tvö hundruð skátar í þessari för. í kvöld eru skátarnir væntanlegir í bæinn og mótinu verður hátíðlega slitið á íþróttavellinum annað kvöld. „ Alt að 300 skátar hafa dvalið í tjaldborginni á Leirunum síðan s.1. miðv.d. Veðráttan hefir brosað við þeim allan tímann, og þó hrifn ing íslenku skátanna sje mikil yfir dvölinni þessa daga ber þó mest á hrifningu erlendn skátanna. Á meðan að skátarnir dvöldu á Þingvöllum fóru þeir í lengri og skemri ferðalög Á kvöldin skemtu þeir sjer við varðeldinn með alls- konar skemtunum. Almennings- dagurinn. Almenningsdagar voru á laug- ardag og sunnudag, Heimsótti þá mikill mannfjöldi skátatjaldbúð irnar. Ekki verður með neinni vissu sagt hve margir aðkomu- menn voru á Þingvöllum á laugar- dag og sunnudag, en um eitt skeið stóðu 70 bílar á Leirunúm hjá skátatjaldbúðunum og gefur þaðj nokkra. hugmynd um „gestagang- inn“. Það var fjörugt við varðeldinn á laugardagskvöldið og fjöldi fólká fyrir utan skátana sjálfa horfði þar á allskonar skátaskemtun. Upp úr hádegi á sunnudag fóf aðkomufólk að koma í tjaldbúð- irnar á snnnudag og helst stöðug- ur straumur fólks allan daginn. ; Skátarnir sýndu allskonar skáta íþróttir, svo sem hjálp í viðlög- um, hvernig tjöld eru reist úg margt fleira. Klukkan 4 e. h. heimsótti Karla kórinn Fóstbræður skátatjaldbúð- irnar og söng þar nokkur lög -við mikla hrifningu. Skátahöfðinginn þakkaði kórnum og skátarnir hrópuðu ferfalt húrra fyrir kórn- um. Á hverju kvöldi kl. 8 voru fán- ar dregnir niður á skátamótinu og á sunnudagskvöld var sú stund með sjerstökum hátíðablæ. Helt skátahöfðinginn sjerstaka ræðu við það tækifæri. Þakkaði hann öllum þátttakendum bæði erlendum og innlendum hinar góðu samveru- stundir á Þingvöllum. Yið þetta tækifæri var foringj- um erlendu skátanna aflientar gjafir til minningar um skáta- mótið. Voru gjafirnar íslensk gæruskinu. Skátar hyltu hverja þjóð um leið og fulltrúi hennar gekk fram. Síðar um kvöldið skemtu menn sjer uppi í gjá við síðasta varð- eldinn á mótinu. Yar þar ýmis- legt til skemtunar. Finski skátinn, sem fyrir löngu befir unnið húg og hjarta allra skátanna á mótinu, helt að lokum ræðu, sem var tekið forkunnarvel. Mót þetta hefir verið íslensku skátafjelögunum til hins mesta sóma og mun verða ógleymaplegt þeim er þátt tóku í því. Veðrátt- an á , vitanlega sinn stóra þátt í því að mótið hefír tekist svona vel, en hinn frjálsi og heilbrigði fje- ^lagsandi skátafjelagsskaparins hef ir j)ó samt ráðið mestu. Sfld viD Strandir I gærmorgun En veðrið haml- aði veiði Síðan á laugardag hafa komið hinííað 12 skip, símar frjettaritari Morgun- blaðsins á Siglufirði í gær. Mestan afla liöfðu: Jón Þor- láksson 450 mál, Eldborg 300, Síldin 150, Hrönn 150 og hin frá 20—100 mál. Ennfr. símar frjettaritari vor: í nótt sást síld vaða á stóru svæði á Strandagrunni og fengu þar mörg skip smáslatta, og nokk ur eru á leiðinni liingað með farm. Annarsstaðar ekki frjest um síld. Nú er komin NA-bræla og súld, og ekki gott’ ‘veiðiveður. SRN verksmiðjan hefir verið sett á stað til þess að vinna úr þeirri síld, sem komin var. v. Renthe-Fink sendiherra kom í gær Sendiherra Þjóðverja í Kaup- mannahöfn, von Renthe- Fink, kom hingað í gær ásamt frú sinni og dóttur. Hann ætl- ar að vera hjer um kyrt í bænum ,í vikutíma. Fer hann síðan til Akureyrar og þaðan til Austfjarða. Hann býst við að veroa hjer á landi til næstu mánaðamóta. Halldór Hermannsson i heimsókn Halldór Hermannsson prófess- or og bókavörður kom hingað um daginn með Kungs1 holm frá NeAv York. Hann hefir ekki komið hingað síðan 1930. Hann ætlar að vera hjer til hausts, og halda nokkra fyrirlestra við Háskólann. Halldór prófessor fylgir með mikilli eftirtekt úr fjarlægrð öllú því sem gerist hjer heima. Hanii er, sem kunnugt er meðal fjöl- mentuðustu Islendinga sem nú ertt uppi. Heimfararnefnd Vestur-fslend- inga ánafnaði Háskólanum nokkru fje, er vOfu eflirslöðtaf af fje því, sem nefndin liafði til umráða. Skjddi af því stofna sjóð, sem á að styrkja menningarsam- band íslands ög Vesturheims. Eigi hefir fje verið veitt úr sjóði þess- um, fyrri en nú, að Halldór Her- mannsson fær þaðan einliverja þóknun fyrir fyrirlestra þessa, eða ferð sína hingað í þessum er- indum. Hann ætlar innan skamms í skemtiferð til Norðurlands. Hefir hann aldrei ferðast um norðlensk- ar sveitir. B-liðsmótið hefst á fimtudaginn B-liðs knattspyrnumótið hefst á fimtudaginn kemur kl. 7 e. h. öll Reykja- víkurf jelögin, fjögur, taka þátt í mótinu. Kept verður um Vík- ings bikarinn. Fyrsta daginn verða tveir kappleikir: Valur—Víkingur og Fram—K.R. Dómari á fyrra leiknum verður Ólafur Þor- varðarson og Gunnar Axelsson á þeim seinni. Næst verður kept á laugar- dag kl. 21/2 einnig tveir leik- ir. Á kappleikjum sem eftir eru verða þessir dómarar: Vík- ingur—Fram, Þorsteinn Ein- arsson, Víkingur—K.R., Ólaf- ur Þorvarðarson; Valur—Fram, Björgvin Schram; Valur—K.R., Sighvatur Jónsson. Úrslitaleik- ur B-liðs mótsins fer fram þriðjudaginn næsta kl. 8. Að- gangur er ókeypis á alla leik- ina nema á úrslitaleik, þá verð- ur seldur aðgangur. B.v. Geir kom frá Englandi í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.