Morgunblaðið - 12.07.1938, Síða 5

Morgunblaðið - 12.07.1938, Síða 5
JÞriðjudagur 12. júlí 1938, MORGUNBLAÐI^ 5 Útget.: H.f. Árvakur, Reykjtrlk. Rttstjörar- Jön KJartan«»on o* ValttT Staflnaoon (&br?£Sc.rna«nur). Aujflýsíngar- Árnl Ól*. Rttstjörn, anslf«tngBr og af*T»!B«l« Aunturatrsei.1 I. — 81«tl 1*00. Áskrlftargjalð: kr. t.00 * nftnuVl. í lausasölu: 15 aura aintakttt — t» aura a«l LnMt. ÖÐRUM FERST EN EKKI ÞJER! Máltækið segir: Blindur er hver í sjálfs síns sök. Þó þetta sje 'oft rjett, þá er það vdssulega mismunandi hversu 3blindir menn eru. Grein í málgagni kommún- Ista á sunnudaginn var, sýnir, að hjer getur verið um fullkomna starblindu að ræða. Þar er farið mörgum þung- iim og að vissu leyti alveg íjettmætum orðum um, hversu ■ótækt það er, að erlendir stjórnmálaflokkar skuli halda iijer uppi áróðri og beita kúg- unarvaldi. Aðalefni þessarar komm- aúnistagreinar er það, að eigi skuli leyfa nokkrum erlendum stjórnmálaflokki að reka hjer .áróður sinn og seilast hjer til áhrifa. Er þeim skeytum, eins «og endranær úr þeirri átt beint til Þjóðverja eingöngu og nú- verandi Btjórnarvalda Þýska- lands. Hjer í blaðinu hefir hvað eft- Ir annað verið á það bent, að Jjegar rauðu flokkarnri tala aim nazlstaáróður, þá gera þeir af ásettu ráði úlfalda úr mý- flugu. Árum saman hafa blöð :rauðu flokkanna reynt að rstimpla ýrhsa ágæta Sjálfstæð- ismenn sem nazista og gera þá tortryggilega með því að ljúga l)ví upp frá rótum, að þessir menn störfuðu í sambandi og samráði við þýska áhrifamenn. En alt það hjal hefir fallið anarklaust niður, þar eð það hef Ir orðið lýðum ljóst, að það hef- ir við ekkert að styðjast. Nú væri líklegt, að kommún- istar myndu hliðra sjer hjá, að gera mikið úr þeirri hættu sem þjóðinni stafar af áróðri og á- hrifavaldi erlendra stjórn- málaflokka, þar sem það er vit- að, að Kommúnistaflokkur Is- lands hefir í þessu fullkomna sjerstöðu, að Kommúnista- flokkur íslands er ekkert ann- að en verkfæri í höndum for- ráðamanna alþjóðaskrifstofu "kommúnista, fámenn en full- komlega auðsveip starfsdeild í þeim hersveitum, er ;Rússar hafa í þjónustu sinni til þess að spilla friði og öryggi í heimin- ~um, eyðileggja atvinnuvegi manna, tortíma þjóðerni og þjóðerniskendum og koma þjóð- unum undir blóðugt brjálæð- isvald Stalins. Hvað eftir annað, oft á ári, ■ganga fyrirspurnir frá ferráða- mönnum Kommúnistaflokks ís- land austur til yfirboðaianna í TVfoskva, þar sem þeir eru spurð- ir hvað þessir íslensku sendi- sveinar þeirra eigi að gera, tala og hugsa, til þess að þeim megi takast að spilla vellíðan fólksins í þessu landi og reka það út í örvænting og óvita- skap stjórnar og byltingar, ■þar sem sjálfstæði vort og þjóð-! erni á að glatast, en landið að lúta drottinvaldi Moskva- manna. Þegar þessir menn, forystu- menn þessara banaráða við þjóð vora, setja upp á sig spekings- legan vandlætingarsvip og þykj- ast fordæma alt erlent áhrifa- vald hjer í landi, þá má segja, að skörin færist upp í bekk- inn. Því í þessháttar vandlæt- ingu sinni segja þeir ekki eina einustu setningu, svo ekki fel- ist í henni ábending um þeirra atferli og þungur áfellisdómur á þá sjálfa. Þetta sjest best á því, ef hafin eru yfir þeirra eig- in orð, að öðru leyti en því, að sett er Rússland fyrir Þýska- land, kommúnistar fyrir nazista og Stalin fyrir Hitler. Þá er þeirra ræða þessi: Það verður tafarlaust að gera gangskör að því að rann- saka starfsemi rússneskra kommúnista hjer á landi. Það nær ekki nokkurri átt, að er- Iendir stjórnmálaflokkar geti haft hjer deildir. (Heyr! En hvað yrði þá um Kommúnista- flokk íslands, hina auðsveipnu flokksdeild Rússa, ef þessu banni yrði framfylgt?) Geti gert fólki að skyldu að borga flokkstillög, og lagt það í ein- elti á 'annan hátt. (Kommún- istaflokkurinn hefir, sennilega eftir fyrirskipun yfirboðara sinna eystra, lagt slíkar skyldukvaðir á flokksmenn sína). Enn farast Þjóðviljanum þannig orð um afstöðu ís- lendinga til erlendra áróðurs- manna, þegar höfð eru ofan- greind nafnaskifti: Rússneskir kommúnistar munu finna það . . . hvernig ó- vild Islendinga til blóðstefnu Stalins mun skella saman yf- | i ir höfðum þeirra. Það er rjett, að minna þessa herra rúss- nesku kommúnistasprauturnar sem vaða uppi í Reykjavík á (það, að allir ærlegir Islending- ar hafa andstygð og viðbjóð á aðferðum þeirra, er kommún- istaflokkurinn beitir til að kúga meðlimi sína til hlýðni, eða gera þeim lífið óbærilegt að öðrum kosti. Æskilegt væri, að „kommún- istasprauturnar" heldu áfram að tala um andstygð allra ær- legra Islendinga á undirlægju- hættinum við erlent einræðis- vald. Hinir starblindu leigu- þjónar er stjórna Kommúnista- flokki Islands, eftir fyrirskipun- um frá Moskva, skilja vitar.Iega ekki, að ásakanir þeirra skella fyrst og fremst á þeim sjálfum. En öll alþýða manna í landinu skilur hræsni þeirra, tvöfeldni 0g yfirdrepsskap.- TJmræðn •■*>’'* t dag: Síldarleysið. r FUNDIR NORRÆNA FJELAGSINS orræna f jelagið í Þýska- ^ landi hjelt aðaífund sinn í Liibeck dagana 20. og 21. júní. Fjelagið er stofn- að í Lúbeck og hefir þar að- alskrifstofu, og þaðan hefir það vaxið og stækkað svo, að nú hefir það 37 skrifstof- ur víðsvegar um Þýskaland og auk þess 3 í Austurríki, sem nýlega hafa verið sett- ar þar á fót. Tilgangur Norræna fje- lagsins í Þýskalandi er hlið- stæður tilgangi norrænu fjel. á Norðurlöndum, sem sje að halda við menningarlegu sambandi milli Þýskalands og allra Norðuríandanna. Þessum tilgangi re.ynir fje- lagið að ná með bókaútgáfu or með fundahöldum, þar sem menn hittast og heils- ast og kynnast hver öðrum, or fræðast um norræn og þýsk menninRarmál. I þetta sinn voru 16 íslending- ar á fundi fjelagsins, og var það hlutfallslega fleira en frá hinum Norðurlönóum. Jeg hafði ekki fyr kynst þessu fjelagi nema af af- spurn, og þegar mjer var gefinn kostur á að koma á þenna aðal- fund þess, þáði jeg það fúslega, þar sem jeg ætlaði að vera á ferð í Þýskalandi um þetta leyti hvort eð var. Jeg býst við því, að öðrum og fleiri fari líkt og mjer, að þegar þeir koma í útlenda stórborg og eitt það fyrsta sem fyrir augum þeirra verður er íslenski fáninn liátt við hún, í heiðursstað í borg- inni, að þá hlýni þeim um hjarta- ræturnar og finnist heimurinn minni og fegri en ella. Jeg kom til Lúbeck laugardaginn 18. júní, einn míns liðs (kona mín og mágkona komu þangað daginn eftir), og þegar jeg kom út af járnbrautarstöðinni, blasa við mjer björt og breið trjágöng fánum skreytt á báðar hliðar, og ann- að flaggið í röðinni, næst á eft- ir því þýska, var íslenski fán- inn, síðan komu liin Norðurlöndin með þýskt flagg jafnan á milli. Jeg mun seint gleynia þeim geð- hrifum er jeg varð fyrir við þessa sjón. Mjer fanst jeg ekki einn og framandi lengur, jeg var kominn til vina, þótt jeg þekti enga sál, er jeg sá í kringum mig, og borgin varð á svipstundu bjartari og fegri en ella. Kvöldið fyrir fnndinn, sunnu- dagskvöldið 19. júní, var kynn- ingarkvöld fyrir þátttakendur í stóru veitingahúsi, „Kursal“ í Travemúnde, sem er smábær við ströndina, hálftíma ferð með járn- braut frá Lúbeck, og mjög fagur baðstaður. 1—• undirnir byrjuðu næsta dag * með ávarpi forseta Norræna fjelagsins, Oberprasident Hinrich Lohse í Iviel. Síðan talaði yfir- borgarstjórinn í Lúbeck, dr. Otto- Heinrich Dreschler og bauð okkur velkomna til Lúbeck. Fyrirlestra hjeldu þennan dag N. E. Wilhelm- sen, skrifstofustjóri, forstjóri vinnumiðlunarskriftofu Kaup- mannahafnar, um aðstöðu danskr- Eftir Helga jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiim ar æsku og afstöðu hennar til norðurs og suðurs, og dr. Eino Kaila, prófessor við háskólann í Helsingfors, um norræna liðnaðar- háttu, bygða á bændalífi. Yar er- indi hans mjög eftirtektarvert. Sagði hann m. a., að ef vjer ætt- um nokkuð af mannkynssögunni, að læra, þá sýndi hún, að stjett- arrækt, sem veitti einni stjett manna andleg og efnisleg gæði á kostnað liinna, gæti aldrei átt langan aldur. Hver sá fjelagsskap- ur, hver sii menning, hver sú þjóð, sem vill eiga sjer langan aldur, má ekki dýrka stjettaskiftingu innan sinna vjebanda, heldur vinna saman sem ein heild. Hann sýndi einngi fram. á, að staða nor- rænu og germönsku bændanna yf- irleitt væri alt önnur en hinna rómönsku. Hjá rómönsku þjóðun- um væri bóndinn lægri stjettar- maðúr, hjá germönsku þjóðunum sjálfstæður atvinnurekandi, sem getur eftir ástæðum borið sig sam- an jafnt við efstu stjettir eða stöður þjóðfjelagsins sem þær lægstu. Hvað andlegu hliðina snerti, þá gerðu rómönsku þjóðirnar engan mun á hinni ytri siðfágun, sem nefnd væri „civilisation“ og hinni innri menningu, sem kallast „kul- tur“, eða rjettara sagt, þær tækju aðeins tillit til hinnar ytri menn- ingar. Germönsku þjóðirnar mettu hina innri menningu, göfgi hug- ans og hjartans meira, en þá ytri, og gerðu glöggan mun á þessu tvennu. Seinni daginn byrjaði dr. Guð- mundur Finnbogason lands- bókavörður með erindi um sam- starf íslendinga og Þjóðverja á fræðilegum sviðum. Sýndi hann fram á, að alt frá miðri 11. öld og fram, á þennan dag hefðu íslendinagr sótt drjúg- an skerf af mentun sinni og menn- ingu til Þýskalands, en einnig að á síðastliðnum 100 árum hefðu all- margir Þjóðverjar sótt viðfangs- efni hingað og ýmsan fróðleik, bæði í bækur og íslenska náttúru. Geri jeg ráð fyrir, að hann láti erindið birtast í heild á íslensku við tækifæri, og rek það þVÍ ekki hjer. Næstur talaði Jolian E. Mell- bye„ landbúnaðarráðherra Norðmanna og forseti Norges Bondelag. Hann talaði um bænda- hreyfinguna norsku, og benti á, að landsmæðin vestanfjalls í Nor- egi, sem ræki bændurnar tíl að stunda fiskiveiðar og aðra atvinnu vegi samhliða búskapnum, og veðr- áttan og fjarlægðirnar, bæði þar og austanfjalls í dölunum, væri þeim jafnframt vörn og blessun. sem herti þá í lífsbaráttunni og gerði þá að rmmudómsmönnrm L 09 21. júní imiMiimiimiiiMiiiiHmiMiMmiHiiiiHiiiiiiimiiiiimitKiiiiiiifip H. Eiríksson I MiMiiiiimiiMinimHiumr Máli sínu til stuðnings vitnaði hann í eftirfarandi orð norska skáldsins Erling Winsnes, er dó fyrir 2 árum síðan; „Er liugsan- legt að veturinn geti drepið lífs- neista Norðurlandaþjóða eða lagt tilvörumöguleika þeirra í rústir? Hann getur aðeins sameinað oss, styrkt oss, aukið krafta vora. Og ár eftir ár kemur hann þannig aftur, ómótstæðilegur, öllu ráðandi og öllu stjórnandi. Hann blæs burtu lífinu úr hinum laufguðu trjám vorum, skefur burt moldina af hinnm nöktu, klettóttu fjöllum vorum, þangað til vor danði um- heimur er orðinn ömurlegur útlits. En vilji vor sótti í sig veðrið til viðnáms, lierti sig til mótstöðu. Sjerhvert nýtt vor fann oss aftur á vorum stað með treystan hug, fastara handtak og gleggra auga. Finst yfirleitt annað betra ráð til þroska en mótstaða og barátta? Það var boðskapur vorsins og æskunnar til okkar, að við yrðum að komast út og kynnast hinum víðáttumikla umheimi til þess að finna sjálfa okkur aftur. Það var lengsta og erfiðasta leiðin, og sú eina, sem hæfði lífsanda vorum og hann átti kost á. Erfiði veitir hún örmum vorum og skapinu þrótt. Þetta eru örlög Norður- landa“. riðji ræðumaðurinn var Carl Patrich Ossbahr, úr utan- ríkisráðuneyti Svía. Hann talaði um hlutverk Svía meðal Norður- Evrópuþjóða. Sagði hann meðal annars, að það væri ekki hags- munamál Svíþjóðar, að vinna á móti Þýskalandi og Ítalíu, og styrkja þar með og þar að auki st j órnmálastef nu Sov j etrík j anna. Ef svo væri þýðir það, að í raun og veru ynnu Svíar með þeim ríkjum, sem samkvæmt öllum sín- um. kenningum keppa að því, að ryðja bolsjevismanum braut um allan heim, og að afnema frelsi og sjálfstæði hinna ýmsu þjóð- ríkja. Ennfremur er þá hjálpandi hönd rjett að þeim ríkjum, sem við fyrsta tækifæri hugsa sjer að reka rýting í bak manni, og möguleiki. Sovjetríkjamia aukinn til þess að koma fram fyrirætlun- um sínum, í öðrum löndum. Sjer- hver stuðningur við Sovjet-Búss- land eykur hættu þá, sem ytri og innri menningu Evrópu er nú bú- in, og slík afstaða af Svíþjóðar hálfu væri ekki í samræmi við hlutverk hennar meðal þjóða í norðanverðri Evrópu. íðiisti ræðumaðurinn á fund- inum var Alfred Rosenberg, ríkisleiðtogi í Þýskalandi. Flutti hann fróðlegt og snjallt er- indi um orsök og aðdraganda hinn FRAMH Á SJÖTTTJ SfÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.