Morgunblaðið - 12.07.1938, Page 8
Þriðjudagur 12. júlí 1938.
8
MORGUNBLAÐIÐ
Pað hefir komið fyrir við og
við í vor og sumar, að álfta-
hjón hafa komið á Tjörnina og
verið þar stund og stund. Þeir
sem kunnugastir eru fuglalífinu
þar segja svo frá, að þetta muni
vera sömu álftirnar, sem sjest
hafa þar stöku sinnum undanfar-
ín ár.
Af látæði þeirra er það greini-
legt, að önnur þeirra, steggurinn,
er ókunnugur „Tjarnarlífinu“, er
aðkomufugl þar. En álftin er
vafalaust ein af þeim, sem skreið
þar úr eggi á árunum þegar tömdu
og vængstýfðu álftirnar verptu
suður í Tjarnarendanum. Því hún
er svo gæf og gerir sig svo heima-
komna. Og hún jetur með mestu
græðgi brauðmola, sem fleygt er
til hennar.
★
Er hjón þessi sýndu sig fyrst á
Tjörninni var það mjög áberandi,
að steggurinn hjelt sig úti á miðri
Tjörn, og synti þar um með hin-
um mesta reigingi, þegar álftin
var upp við bakka að háma í sig
ýmislegt góðgæti sem henni var
boðið. Maki hennar virtist hafa
mestu andstygð á „mannamatn-
um“ og valkóki hennar rjett fyrir
framan tærnar á fólkinu.
En síðar meir virtist svo, sem
hann væri farinn að sætta sig bet-
ur við þessar heimsóknir „konu“
sinnar á fornar slóðir og uppátæki
hennar að jeta hveitibrauð o.
þessh. Fór hann þá a. m. lt. að
dunda við að fá sjer í gogginn
úti í Tjörn á meðan „frúin“ synti
innanum kræsingar manna við
bakkann.
Maður nokkur sem á blóma-
garð hjer í bænum hefir
sagt blaðinu eftirfarandi sögu:
I garði hans var álitlegur brúsk-
ur af Garðabrúðu (Valeriana).
Köttur sem átti heima í húsi ná-
lægt garðinum tók upp á því, að
hann át blóm og leggi plöntunnar.
Svo var hann hændur að plöntu
þessari, að þegar gott veður var,
og kisa kunni vel við sig úti, varð
plantan ekki varin. Kötturinn
bældi sig niður í jurtastóðið,
og japlaði á jurtinni endalaust.
— Þegar betur var að gáð þá
kom það í ljós, að fengi kisa að
vera lengi í einu þarna, þá var
hún ekki með sjálfri sjer. Hún
varð sem sje þjettkend, því í jurt
þessari eru eiturefni að sögn, sem
kisa hefir orðið svona sólgin í.
Hún „fór á fyllirí" í garðabrúð-
'unni.
★
Lundúnablaðið News Chronicle
skýrir nýlega frá því að eftirleiðis
verði málverk Rembrandts bönn-
uð í Þýskalandi eins og búið er
að banna van Gogh, Cezanne,
Gauguin, Picasso, Matisse og fleiri
látna og lifandi málara. Ekki má
sýna opinberlega málverk eftir
framantalda málara eða flytja
málverk eftir þá inn í landið.
★
— Hvað hafið þjer unnið lengi
við fyrirtækið hjá mjer.
— Síðan þjer hótuðuð fyrst að
segja mjer upp.
★
MÁLSHÁTTUR:
Oft verður fátæk kona furstans
kóróna.
3ofia2-fundM
Armband tapaðist í Skerja-
firði á laugardaginn, skamt
frá flugskýlinu. Skilist á af-
greiðslu blaðsins.
Gulur verkfærakassi með
verkfærum týndist á Þing-
vallaveginum. Skilvís finnandi
vinsamlegast geri aðvart í
síma 1425.
JCuup.s/Uyuu?
| Til sölu vandað einbýlishús
utan við bæinn með góðum lán-
um áhvílandi. Tilboð leggist
inn á afgreiðslu blaðsins auð-
kent ,,H“ .fyrir 18 þ. m. ,
tJrval af þýskum sumarkjóla-
efnum nýkomið. Saumið sumar-
kjólinn sjálfar. Kaupið í kjólinn
hjá okkur og þjer fáið hann snið
inn, mátaðan eða alveg saum-
an, með stuttum fyrirvara. Alt-
af fyrirliggjandi tilbúnar blús-
ur og kjólar. Saumastofan Upp-
sölum, Aðalstræti 18.
Erum í bænum. Tökum að
okkur utan og innanhússþvott.
Jón og Guðni. Sími 4967.
2 stórir silfurrefir til sölu með
tækifærisverði í Kápubúðinni á
, Laugaveg 35.
______________________________ I
J í sumarfríið og sólskinið fáið
þjer ódýra, hvíta og mislita
kjóla hjá Guðrúnu Arngríms-1
dóttur, Bankastræti 11. Sími
2725. • I
! Kaupi gamlan kopar. ValdJ
‘ Poulsen, Klapparstíg 29.
I Vjelareimar fást bestar hjá
. Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupum flöskur, glös og bón-
dósir. Bergstaðastræti 10 (búð-
in). Okið kl. 1—6. Sími 5395.
Sækjum.
Nýkomin sumarefni, röndótt,
rósótt, einlit. Fóðurefni í mörg-
Jum litum. Millifóðurstrigi. Vatt.
Silkitvinni. Smellur o. fl. Sauma-
stofa Ólínu og Bjargar, Ingólfs-
stræti 5. Sími 3196.
\ REYNIÐ PÖNNUFISKINN.
Fiskbúðin Bára. Sími 4663.
Hjálpræðisherinn. í dag kl.
8I/2: stór fagnaðarsamkoma fyr
ir major og frú Gregersen m.
fjölskyldu. (Forstjórar sjó-
mannaheimilisins) og Kaptein
Hilmar Andresen (nýja flokk-
stjóra Reykjavíkurflokks) sem
margir munu þekkja. Adjutant
Svava Gísladóttir stjórnar, og
adjutant Kjæreng og kapt.
Asheim o. fl. aðstoða. Söngur
og hljóðfærasláttur. Veitingar.
Aðg. 50 aurar. Allir velkomnir!
Friggbónið fína, er bæjarins
bfcsta bón.
Fullvissið yður um að það sje
„FREIA“ fiskfars, sem þjer
kaupið.
. O. G. T.
St. Verðandi nr. 9. Fundur í
kvöld kl. 8. 1) Inntaka nýrra
fjelaga. 2) Indriði Einarsson rit-
höfundur flytur erindi.
Otto B. Arnar, löggiítur úb
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvnrpstækjum og loft-
netum.
I
!
■ÚrS-ttÆvðí'
Lítið rólegt forstofuherbergi
á efstu hæð í steinhúsi óskast
1. ágúst. Tilboð merkt „20“.
Rjettur að hagnýta íslensk
einkaleyfi nr. 59, 60 og 61
á kæliáhaldi, Frosted Foods Camp-
any Inc., Dover, Delaware U. S. A.
getnr fengist og einkaleyfin keypt.
Menn snúi sjer til
BUDDE, SCHOU & 0*o.,
Vestre Boulevard 4, Köbenliavn.
Margrefhe
SKÓLINN.
Sauma- og sníðanámskeið
byrjar 1. sept.
Ved Stranden 20
Köbenhavn.
_ i
Bikum þök, kíttum glugga.
Vanir menn. Sími 5292.
EGGERT CLAESSEN
hæstarjettarmáiaflutuingsmaðtir.
Skrifstofa: Oddfellowhúsið,
Vonarstræti 10.
ílnngangur um austnrdyr).
o o a ®
■c-
FAITH BALDWIN;
EINKARITARINN. 81.
börnin okkar eru fjarlægari okkur en við vornm for-
eldrum okkar“, andvarpaði hann. „Þau eru þrá, þyrst
í lífið og taka ekki tilbt til neins“.
Litlu síðar sagði Molly, er hún sá, að hann kveikti
sjer í pípunni.
„Þau kannast að minsta kosti við okkur“.
„Hví skyldu þau ekki gera það?“, sagði hann undr-
andi. „Höfum við ekki gefið þeim alt, sem foreldrar
geta gefið börnum sínum, klætt þau og fætt, gefið
þeim þak yfir höfuðið og veitt þeim læknishjálp og
hjúkrun, þegar þau hafa þurft þess með. Og höfum
við ekki gefið þeim þá bestu mentun, sem við höfum
ráð á. Meira getur maður ekki gert fyrir börn sín“.
Hann stóð á fætur og gekk heim að húsinu með
þungum skrefum.
Litln síðar heyrði Molly, að hann gekk upp stigann
inni í húsinu.
Hann stakk höfðinu inn um dyragættina hjá Önnu
og spurði í úrillum róm:
„Líður þjer nú vel?“
„Já“, svaraði Anna. „Viltu ekki koma inn fyrir?“
Hún Iá alklædd á rúmi sínu. Murdock gekk til henn-
ar og strauk hár hennar hálf vandræðalegur. Hann
var ekki vanur að láta tilfinningar sínar í ljós, og
Anna, sem. þekti hann, vissi, hvað þetta kostaði hann.
„Mjer Ieiðist hvað jeg var strangnr við þig“, sagði
hann. „Kærðu þig ekki um það. Þegar maður er ung-
ur, læknast sárin fljótt, Annie“.
Hann hafði ekki kallað hana þessu gælunafni, síðan
hún var smátelpa. Nú sagði hann það, áður en hann
vissi af, og hún var glöð yfir að heyra það.
Hún lagði kinnina blíðlega að öxl hans.
„Það gerir ekkert tií, pabbi“, sagði hún. „Jeg hefi
gert hrapallega skissu, það er alt og sumt, og mjer
hefir fallið illa að vita að jeg færi illa að ráði mínu“.
„Þetta jafnast alt“, sagði hann í hughreystingarróm
„Jeg hafði áhyggjur ut af þjer, og var hræddur um,
að þessir fínu kunningjar þínir myndu spilla þjer. Jeg
var líka áhyggjufullur, þegar Kathleen flutti að lieim-
an“.
Orðin komu eitt og eitt á stangli, en Anna skildi
hann vel.
Þegar hann var farinn, háttaði hún og Iagðist til
svefns. Hún fór að hugsa um, hvernig farið hefði milli
Polly og Ted, þegar hún var farin. Hún gat ekki ann-
að en öfundað þessa ungu stúlku af því, hve ófeimin
hún var að láta í ljós tilfinningar sínar. I hennar aug-
um hafði hún alt í einu breyst í dreka, kvenhetju,
eldheita konu, sem, barðist örvæntingarfullri baráttu
fyrir — fyrir hverju? Fyrir manni, sem þó elskaði
hana ekki; en Anna var viss um, að hann átti eftir
að elska hana.
— Hann gleymir mjer fljótlega, hugsaði hún, með
þakklátum huga, en um leið fekk hún sting í hjartað.
Nú var þessi leiðin útilokuð fyrir hana. Hún skildi
ekki, hvernig iiún hafði nokkurntíma getað farið hana.
En hún hlaut að játa, að hún hafði trúlofast Ted,
vegna þess, að hún vr særð yfir því, hve Fellowes
hafði lítið hirt nm, hvað af henni yrði.
Hún stóð á fætur lítil og grönn, í hinum þunna nátt-
kjól sínum, og leit út um gluggann. Stjörnuljósið blik-
aði í hinum rykuðu og skrælnuðu greinum trjánna.
Hún hugsaði um Lawrenee Fellowes, og hún vissi,
að hún myndi aldrei hætta að elska hann. Hún horfð-
ist í augu við þá staðreynd, án þess að mögla. Það
var þess virði að elska, þó að maður þyrfti að líða, og
nú, þegar hún var komin að niðurstöðu, vissi, að
ekki var hægt að rífa þessar tilfinningar upp með
rótum, þá gat hún hagað tilveru sinni eftir því.
Hún ætlaði að fá sjer atvinnu, eignast vini, vera að
minsta kosti ekki óhamingjusöm, þó gæti hún ekki
verið hamingjusöm.
Einhversstaðar í heiminum hafðist hann við, vanna
og lifði lífi sínu. Það varð hún að sætta sig við.
Hún sofnaði og dreymdi, að hún mætti honum, að
hann tæki hana aftur í faðm sinn, og ekkert gæti
lengur aðskilið þau.
Dagarnir iiðu hver af öðrum, og það varð óþolandi
heitt í veðri. Jim hafði komið fjölskyldu sinni fyrir í
litlu húsi á Long Island. Einu sinni kom hann í heim-
sókn og sá móður sína vera í eldhúsinu, rauða og
sveitta, og Ömm, niðurbeygða og föla af hitanum.
Hann sagði, að þetta væri óðs manns æði, þær skyldu
fara til Söru, konu hans, fá sjávarloft í lungun og
heilbrigðan svefn. „Pabba er óhætt. Ef hann getur
ekki komist af einn, skal jeg hjálpa honum“, sagði
haun.
„Það væri lagiegt, að hafa þig sjer til lijálpar í
húsinu“, sagði faðir hans. „En við skulum lofa kveu-
fólkinu að fara. Það hefir gott af því“.
Jim hafði heyrt, að trúlofun Önnu væri farin út uirr
þúfur. „Notaðu þíiia eigin heilbrigðu skynsemi, góða
mín“, var alt og sumt, sem hann sagði við hana, og
hann var ekki sjerlega óánægjulegur á svip.
Anna fór með móður sinni út í sumarbústaðinn tií
Söru næsta laugardag. Jim og Murdock fóru með þeim
og komu aftur á sunnudag.
Húsið, sem Sara var í, var lítið, en það lá í skemti-
legu umhverfi rjett niður við sjóinn.
Eldri börniu tvö voru orðin feit og sólbrún. Þau undú
sjer vel og voru heldur þæg. Yngsta barnið þreifst
líka ágætlega, og Sara sjálf var himinlifandi. Hún,
gerði sjer eins Ijett fyrir með húsverkin og framast
var unt, og sá, að hún myndi vera enn frjálsari, eftir-
að þær mæðgnrnar komu, því að það var ómögulegt
að halda gömlu konunni frá eldhúsinu eða hörnunnm.
Anna borðaði og svaf, bakaði sig í sólskininu og varð
rjóð og sólhrend. Ahyggjuhrukkurnar hurfu úr and-
liti hennar, og taugaóstyrkurinn hvarf úr höndum
hennar. Hún gat setið tímum saman og’ horft út á haf-