Morgunblaðið - 13.07.1938, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. júlí 1938.
Jf ORGUN BLAÐIi’
Jptorgtroljlafctd
Útfcef.: H.f. Árvakur, R«yki«Tlk.
Rltstjðrar: Jðn KJartanuon o* V«Jt*» SUftnttos {HíiyrK»S«uni»i8aT).
Au*lýaln*ar: Árnl Óla.
Rltatjðrn, au*ltaln*ar o* af*r«SQ«la: Auaturatriatl t. — Blaal 1103.
ÁakriftarsJalð: kr. J.00 4, *»AnuBl.
í lauaaaðlu: 15 aura síntakie.— H ,a«.ra Mwbðk.
RÖDD FRÁ HÆRRI STÖÐUM
að hlýtur jafnan að teljast'
viðburðir á stj órnmálasvið
inu, að sjálfur fjármálaráð-
herrann lætur til sín heyra á
opinberum vettvangi, ekki síst
ef hann boðar einhver úrræði
í vandamálum þjóðarinnar.
Eysteinn Jónsson f jármálaráð
herra er nýkominn hingað til
bæjarins, eftir að hafa setið
við hlið Einars Olgeirssonar sem
fulltrúa KRON á aðalfundi S.
1. S. og lætur ráðherrann nú
Ijós sitt skína í dagblaði sínu.
„Árferði og innflutningur“
heitir grein fjármálaráðherrans.
Byrjar greinin á hinum venju-
lega harmasöng um erfið und-
anfarin ár og svo vitanlega ekki
geymt að minna á bjargráð fjár
análaráðherrans, höftin.
Það er vitanlega ekkert ann
að en blekking og hún háska-
leg, er hún kemur frá munni
f jármálaráðherrans, að vera að
telja sjálfum sjer og öðrum trú
um, að t. d. síðasta ár hafi frá
viðskiftalegu sjónarmiði sjeð,
verið vont ár og nota þessa full
yrðingu sem afsökun fyrir því
•ófremdarástandi, sem þjóðin er
aiú komin í.
Fjármálaráðherranum, finsf út
Titið ekki glæsilegt sem stendur
og er það hverju orði sannara
og stafar það ekki síst af því,
hvernig búið hefir verið í hag-
inn á undanförnum árum.
Fyrir f jármálaráðherrann
verður útlitið vitanlega enn
sdekkra nú, vegna þess, að ekki
tókst að herja nema lítinn
hluta af 12 miljón króna ríkis-
láninu, sem taka átti erlendis
til þess að greiða með afborg-
anir af lánum hins opinbera. Á
þessu láni ætlaði fjármálaráð-
herrann að lifa út kjörtímabilið,
en þar sem lánið fæst ekki
nema að litlu leyti, verður nú
að finna önnur úrræði til að
halda lífinu í stjórninni.
Og ráðherrann hefir fundið
úrræðið. Það er hans gamli
„lífsins elixír“: Herða enn á
■innflutningshöftunum!
Fjármálaráðherrann hefir ver
ið einvaldur um framkvæmd
innflutningshaftanna. Hann hef
ir við hver áramót og svo aftur
í fjárlagaræðunni á Alþingi
sungið sjálfum sjer lof og dýrð
fyrir framkvæmd þessara mála.
"En hverjar eru svo staðreynd-
irnar? Þær, að síðastliðið ár
var innflutningurinn svo mikill,
að fara verður alla leið til lúx-
ns-ársins 1930 til þess að fá
•samanburð. Þær, að safnast
hafa fyrir hjer í bönkum milj-
úna óreiðu- og vanskilaskuldir,
vcgna þess að ekki hefir verið
til gjaldeyrir til að greiða með
skuldirnar.
Fjármálaráðherrann er ný-
kominn heim af aðalfundi S. I.
S. Hann sendi á undan sjer töl-
ur, sem sýndu, að innflutning-
,ur S. í. S. hefir á s. 1. ári vaxið
um miljónir króna þrátt fyrir
hin ströngu innflutningshöft.
Það er höfðatöluregla fjármála
ráðherrans, sem veldur þessum
mikla innflutningi S. í. S. Til
þess að gera höfðatöluregluna
enn áhrifameiri kom fjármála-
ráðherrann ásamt Einari Olgeirs
syni með nýtt fjelag inn í S. í.
S. — Kaupfjelag Reykjavíkur
og nágrennis. Þetta fjelag telur
að nafninu til 3500 fjelagsmenn
svo að það ætti að auka drjúg-
um innflutningskvóta S. 1. S. á
þessu og næstu árum.
Þegar litið er á árangurinn,
sem orðið hefir af framkvæmd
haftanna í höndum fjármála-
ráðherrans, fara skrif hans um
þessi mál blátt áfram að vera
hlægileg. Hitt er svo aumkvun-
arvert, að ráðherrann skuli,
þrátt fyrir alt, enn vera þeirrar
skoðunar, að innflutningshöft-
in ein geti bjargað þjóðinni út
úr öngþveitinu. Reynslan og
staðreyndirnar virðast ekkert
hafa kent ráðherranum.
Gjaldeyrisskorturinn, sem
þjóðin stynur nú undir, stafar
vissulega ekki að litlu leyti af
sjálfskaparvítum. Núverandi
stjórn og hennar stuðningsflokk
ar hafa um langt skeið stefnt
fjármálum og atvinnumálum
þjóðarinnar í beinan voða. Vald
hafarnir — og þá ekki síst fjár-
málaráðherrann — hafa talið
öllu borgið, ef hægt væri að
herja fje í ríkissjóðinn út úr
þrautpíndum skattborgurunum
og síðan að beita ströngum inn-
flutningshöftum.
Valdhafarnir gengu alveg
framhjá hinu, að álögurnar
miklu, sem fylgdu í kjölfar sí-
hækkandi fjárlaga og langvar-
andi hallarekstur á sviði fram-
leiðslunnar hlaut að leita til
gjaldeyrisskorts.
Fjármálaráðherrann segist nú
hafa komið auga á þá „stað-
reynd“, að þjóðin lifi sem heild
um efni fram. Hjer mun ráð-
herrann eiga við einstaklingana,
en ekki heildina, ríkið. En hve-
nær skyldi fjármálaráðherrann
koma auga á þá staðreynd, að
ríkið — ríkissjóður — lifir yfir
efni fram?
En það er einmitt þessi stað
reynd — hin taumlausa opin-
bera eyðsla á nál. öllum sviðum
— sem er undirrót allra méin-
semdanna. Það er á þessu kýli
sem verður fyrst að stinga.
Eyðsla hins opinbera verður
að vera sniðin eftir gjaldgetu
þjóðarinnar á hverjum tíma.
Sje þessa gætt og svo jafnframt
hins, að atvinnurekstur lands-
manna sje rekinn á heilbrigðum
grundvelli, þá er víst að þjóðin
á — þrátt fyrir alt — viðreisn-
arvon.
HihræSuefoið i dng
Skíðakennarinn til í. R.
Kristindómurinn
og æskan
Hjer fer á eftir út-
dráttur úr ræðu þeirri,
sem síra Þorsteinn
Briem flutti á hinum al-
menna kirkjufundi. Er-
indið kallaði hann Krist-
indómurinn og æskan.
Ræðumaður talaði einkum
um hina innri hlið máls-
ins. Benti hann fyrst á þann
sameiginlega grundvöll, sem
heimili, skóli og kirkja
gætu mæst á í þessu máli:
að allir þessir aðilar vildu vinna
að vexti og þroska allra góðra
hæfileika ungmennanna og hjet
hann sjerstaklega á heimili og
skóla til samstarfs v.ið kirkjuna,
að því að glæða þann hæfileika
sem æðstur er og mest verður
fyrir þroska allra hinna: trúar-
hæfileikann. Kirkjan teldi, að í
skjóli þess æðsta hæfileika
þroskuðust og aðrir hæfileikar
æskumannsins best. Trúarhæfi-
leikinn væri að vísu undir
þroska annara, hæfileika kom-
inn. Þessvegna hafi kirkjan orð-
ið sú mentamóðir, með þjóð
vorri sem raun beri vitni um.
Trúarhæfileikinn væri áskap-
aður eiginleiki mannsins. Fc.ll-
komin vöntun hans væri því
vanþroskamerki eða misþroska,
á sinn hátt eins og sjónarhæfi-
leikinn geti horfið hjá dýrum,
sem æ eru í myrkri.
Hvað ræktun trúarhæfileik-
ans snerti, hvíldi eigi æðra hlut-
verk á neinnra herðum sem móð
urinnar. En hún legði fvrsta
grunninn, þó ábyrgðin hvíldi
einnig á hverjum heimilismanni
•— sem og kirkju og skóla, síð-
ar meir.
,,1 gegnum Passíusá "?: Hall<
gríms“, hjelt ræðumaður áfram,
„þykist jeg sjá Pjetur hringj-
ara, föður hans, er deyr með þá
bók í höndum, er seinni rann-
sóknir sýna, að hafi endurvakn-
að í huga skáldsins, er hann
kvað sálmana. Og í gegnum öll
trúarljóð Matthíasar Jochums-
sonar sje jeg móður hans með
sveininn sjer við knje, að benda
honum og fræða hann, eins og
hann lýsir sjálfur í kvæði sínu
um hana og í kvæðinu um jól-
in heima.
★
Ræðumaður vildi með þessum
dæmum benda á nauðsyn þess,
að trúargrundvöllurinn væri
lagður sem fyrst barninu í brjóst
og benti á, að þó að báðum
þessum skáldum hefði skeikað
á gelgjuskeiði lífsins frá þeim
grundvelli, þá hefðu þeir aldrei
horfið frá honum. öll þau and-
iegu auðæfi, sem þjóðinni væru
frá þeim komin, væru þess
vegna því að þakka, sem sáð
hefði verið í barnshjartað.
Prestar hefðu og hjer verk
að vinna. Þeir ættu í húsvitjun-
arferðum að
r
Ur erindi síra Þorsteins
Briem á kirkjufundinum
beina um val nautna, starfs og
skemtana og loks að opna augu
hennar fyrir göfugu lífstak-
marki og þá fyrst og fremst, að
„þjóna því besta í sjer sjálfum,
en þjóna þó ekki sjálfum sjer“.
„Sá, sem þjónar hinu besta
í sjer sjálfum“, sagði ræðumað-
ur, hann þjónar rödd guðs í
sálu sinni og hann mun, fyr eða
síðar finna þann, sem stend-
ur á bak við þá rödd“.
Hinni raunsæju æsku vorra
tíma, hæfðu raunsæjar leiðir í
trúarleit sinni. En hin raun-
'ækna trúarleit byndi öllum
vöxnum mönnum. nýjar byrðar
og ábyrgð.
Því: „Raunsæasta æskan spyr um
reynsluna og grannskoðar liana
vægðarlanst hjá þeim sem hún
þekkir best. Hjá föður sínum og
móður og öðrum, sem henni hefir
þótt vænst um og virt mest.
Ef vjer íhugum þetta með hönd
vora á hjarta, þá munum vjer öll
í liverri stjett og stöðu, sem vjer
erum, mega minnast bænar Hall-
gríms:
„Bið jeg nú Jesú blíði þig,
sem bót mjer gjörðir vinna.
Lát engan gjalda eftir mig
ilsku nje synda minna“.
Því að voðalegust syndagjöldin,
hvort sem um hrot eða vanræksl-
ur er að ræða, eru þau, sem óhjá-
kvæmilega verða að koma fram á
eftirkomendunum.
En af þessu er aftur auðsætt, að
dýrmætustu mennirnir fyrir kristn
ina eru þeir menn, lífs eða liðnir,
sem á verður bent og sagt: Þarna
er reynslan, þarna er staðfesting-
in á orðum Jesú Krists.
★
Nefndi ræðumaður dæmi þessa.
Vjek hann síðan að æskulýð
tveggja yngstu kynslóðanna. Æsk-
an, sem nú elst upp, sje eigi verri
en æskulýður, er föðurlandið ól
næst á undan.
„Vjer skulum ekki heldur
halda“, hjelt ræðumaður áfram,
„að sú æska a. m. k., sem þá gekk
langskólaveginn, hafi átt við holl-
ara trúarandrúmsloft að búa, utan
æskuheimilis síns, en nú er, því að
vísindi þess tíma, bæði náttúru-
fræðis- og heimspekisvísindi þeirra
tíma, voru stórurn mun skilnings-
minni á alla trú, en þaiu eru nú
orðin“.
Munurinn lægi í því, að mi
hefðu miklu fleiri heimili tileink-
taka börnin sjálfjað sjer það sem voru ný vísindi
tali, en auk þess ræða þessi mál.um trúarsannindin fyrir hálfri öld
oftar af prjedikunarstól. |— en sem vær- stórhreytt síðan.
Skilyrði heilbrigðs þroska trú-: Og í öðru lagi væri farið að bera
arhæfileikans væri heilbrigt svo mjög á lífsfyrirlitningu meðal
æskulíf. En til þess að skapa; yngri manna, er væri „skotgrafa-
heilbrigði æskunnar þyrfti að arfur frá he;msstyrjöldinni og
vekja lotning fyrir lífinu, leið- hörmungum h mnar“, en sem
ræðumaður taldi að myndi fyrn-
ast „eins og aðrar stríðsskuldir“,
enda væru orðin kunn dæmi þess
meðal yngri rithöfunda grannþjóð
anna.
„Enginn þarf að efast um .vor
eftir vetur“, hjelt ræðumaður á-
fram.
„En þó hefir oft komist korká í
ungviði, á milli heys og grænna
grasa, ef birgðir voru þrotnar frá
fyrri sumrum.
Og þ. e. þetta sem nútímaæskan.
á við að búa, andlega talað.
Það eru fleiri lieimili á trúar-
legur þrotum nú í landinu en þeg-
ar vjer uxum upp. Og því er ef
til vill enn hetur hlustað á lífs-
fyrirlitningarhoðskapinn nú, en á
Brandesarboðskapinn, sem yngstu
rtthöí'undarnir fluttu oss sem mið-
aldra erum í æsku, þó að þeir
breyttust allir síðar. Vorið er þeg-
ar að byrja hjá frændþjóðum vOr-
um. Frægustu eftirstríðsskáldin
meðal Svía og Norðmanna hafa nú
einnig breyst í trúmenn, þó að þeir
hefðu áður skrifað líkt og þeir,
sem guðlausastir eru taldir vor á
meðal.
Það sem gerist með frændum
vorum getur einnig gerst hjá oss.
Allar vantrúaröldur hafa fyr eða
síðar hrotnað í toppinum“.
Vjek ræðumaður því næst að
afstöðu kirkjunnar til íþrótta:
„Kirkjan má þess minnast að Páll
nefnir mannslíkamann musteri. Og
lionum var ekki sama hvernig bú-
ið væri að þessu musteri Guðs.
Það var ekki tilviljun að þegar
fenginn var liingað þjálfari frá
Bretlandi, þá var maðurinn sem
Bretar sendu ungur guðfræðingur
sem las gríska Nýja testamentið
sitt milli æfinga.
Bresk kirkjufjelög vilja ala upp
hraustar sálir í hraustum líkömum.
Svíar hafa a. m. k. einn sjer-
stakan íþróttaprest. En iir Noregi
minnist jeg íþróttamanns, sem jeg
sá í kirkju sinni og ganga þar til
altaris á sportskyrtunni, áður en
hann hljóp út í leikinn. K. F. U.
M. hefir verið styrkur þátttak-
andi í íþróttum með öllum þjóð-
urn og svo er og hjer hjá oss.
Sjónarmiðið, hraust sál í hraust-
um líkama, var ríkjandi á presta-
skólunum á Hólum og í Skálholti
og enn var kirkjan fulltrúi íþrótt-
anna á þjóðhátíð vorri 1874., enda
urðu guðfræðingarnir sem þar
glímdu fyrir konunginn kristin
karlmenni sem prestar“.
★
Lokaniðurstaða ræðumanns var
þessi:
„Sá sem tilbiður Guð á ekki að
vanrækja musteri hans. Það á ekki
FRAMH Á SJÖTTU SÍÐU.