Morgunblaðið - 13.07.1938, Side 7
Miðvikudagur 13. júlí 1938.
MOECUNBLAÐIÐ
22 klst. í lofti
á sviffiugu
Nýít met breskra
flugmanna
T*-eir breskir flugmenn settu
met um síðustu helgi í
sTifflugi með því að vera 22
Mukkustundir á lofti á svifflug-
«mni. Hnekktu þeir hinu fyrra
aueti, er þýskir flugmenn settu
fjrit 10 dögum, um eina
klukkustund, og- jafnframt hinu
fcreska meti, fyrir svifflug í
fcreggja sæta svifflugu, en það
rar 9 klst. 45 mín. og var sett
i^TÍr einu ári, og var þá heims-
mek. (FÚ.).
ISaaistók'tir verður haldinn í
JKSnó í kvöld fyrir keppendur og
•tarfsmenn alsherjarmótsins og
aðra íþróttamenn, Dansleikurinn
hefhit kl. 10, en aðgönguiniðar
▼erða seldir i Iðnó frá, kl. 8 að
kröldi.
Þfer getið
THE EXTRA MiLEAGE
bílaolía
(23% endingarbetri).
▼jelaolía
köld. Það
MORGUNN. Yenjuleg
er stíf þegar hún er
veldur erfiðleikum við
að vsetja vjelina í gang og veldur
*liti. En með hinni nýu Veedol
fer hreyfilliim strax í gang, því
»ð þessi besta vjelaolía rennur
áralt, Ijúft, jafnvel í 20° frosti.
HÁDEGI. Þjer miuiuð
*já að það er gróðavegur að nota
hina nýu Veedol, því að hún er
23% endingarbetri. Vjelin er alt-
af í besta lagi hvort sem þjer
þurfið að aka krappar beygjur
eða þevsa eftir beinum brautnm.
á. KVÖLD. Það er minni
hætta á því að þjer verðið olíu-
laus, ef þjer hafið notað nýu
Veedol. Hún er endingarbetri, sót,-
ar minna, lætur hréyfilinn vinna
betur. Hún veitir yður ánségjuna
af auðveldari stjórn, betri afköst-
uin, færri viðgerðum og miklum
sparnaði. ReyniíS hin.a nýu Veedol
aðeins einu simri og þjer notið
•ekki aðra olíu ef'tir það.
VEEDOL
Jóhaim Ólafsson & Co.
Reykjavík.
Hraöferöir
til Akureyíar alla daga nema mánudaga.
Afgreiðsla í Reykjavík hjá Bifreiðastöð Islands. Sími 1540.
Blfreiðasiöð Akureyrar.
Kanpi iill,
hreina osr óhreina.
5ig. E\ 5hjalöberg.
Sími: 1491 (3 línur).
Fyrirliggjandi:
HAFRAMJÖL — KARTÖFLUMJÖL
KANDIS — FLÓRSYKUR
MAKARÓNUR — KANILL heiU og steyttur.
Eggert Kristjánsson & Co.
Sími 1400.
u
^/Ifv
Það tilkynnist að maðurinn minn og faðir okkar og afi,
Sigurjón Jónsson,
verður jarðsunginn frá heimili mínu, Urðarstíg 7, Hafnarfirði,
fimtudaginn 14. júlí kl. iy2 e. h.
Eiginkona, börn, barnaböm og tengdabörn.
Kveðjuathöfn fer fram frá heimili okkar, Grettisgötu 19,
fimtudaginn 14. júlí kl. 4, yfir móður okkar, sem ljest að
heimili okkar þann 5. þesa mánaðar.
Þórunni Sigurðardóttur
frá Pjetursey.
Börn og tengdabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðeýnda samúð við andlát og jarð-
arför bróður míns,
Jóhanns P. Pjeturssonar.
Guðríður Pjetursdóttár, Oddgeirshólum
Dagbók.
VeCurútlU í Rvík í dag: NA-
eða A-kaldi. Sennilega skúiir síð-
degis.
VeðriS (þriðjudagskvöld kl. 5):
Sutuian lands er hæg S-átt og
sumst. skúrir. Á Faxaflóa og öllu
Vesturlandi NA-kaldi, en úrkomu-
laust, nema nyrst á Vestfjörðum.
Þar er þokusúld. Norðan lands og
austan er hæg N-átt og skýjað
loft, en víðast hvar hefir verið úr-
komulaust í dag. Þó kefir rignt 5
mm. á Raufarhöfn. Hiti er 12—16
st. sunnan lands en 4—-6 st. fyrir
norðan. Lægð fyrir suðvestan
landið á hreyfingu austur eftir.
HáXlóð er í dag kl. 6 e. h.
Sjávarhitinn var 15 stig.í Skerja
firði í gærdag.
NætTUlæknir er í nótt Ólafur
Þorsteinsson, Mánagötu 4. Sími
2255.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Tðunn.
Ræðismaður Frakka tekur á
móti gestum þann 14. júlí kl.
4—-6 e. h. í tilefni af þjóðhátíð-
ardegi Frakka.
Risp, norskt flutningaskip, kom
í gær frá útlöndum og hafði m. a.
með 6 smálestir af dynamiti.
Bíl ekið útaf veginum. Laust
fyrir miðnætti í fýrrinótt fór bíll-
inn R 620 útaf veginum skamt frá
Hólmsá. Ekkert slys varð, en bíll-
inn skemdist, töluvert.
Öræfaferð. Með Súðinni fór í
gærkvöldi 11 manna hópur frá
Ferðafjelaginu austur til Horna-
fjarðar. Þaðan verður farið á bíl-
um um Nesin, á Almannaskarð og
inn að Hoffelli. Síðan farið á hest,-
um yfir Mýrar og Suðursveit vest-
ur í Öræfi. Gistingarstaðir á þeirri
leið verða Kálfafellsstaðuv og
Fagurhólsmýri. í Öræfunum verð-
ur dvalið í þrjá daga, og munTi
sumir ætla að ganga á Öræfajökul.
Farið verður inn í Morsárdal og
Bæjarstaðaskóg. Frá Skaftafelli
fær flokfeurinn fylgd á hestum
vestur að Teygingalæk. Þangað
kemur bíli frá. Reykjavík á rnóti
hópnum og flytur hann til Reykja-
víkur. Er ráðgert að koma hingað
að kvöldi föstudag 22. þ. mán.
Póstferðir á morgun. Frá Rvík:
Mosfellssveitar, Kjala.rness, Kjós-
ar, Reykjaness, Ölfuss og Flóa,-
póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar-
nes. Þrastalundur. Ljósaföss. Laug.
, arvatn. Þingvellir. Þykkvabæjar-
póstur. Fagranes t.il Akraness.
Laxfoss til Akraness og Borgar-
ness. Norðanpóstur. Gullfoss til
Vestmannaeyja og útlanda. Lyra
til VeRtmannaeyja. Thorshavn og
útlanda. Til Rvíkor: Mosfellssveit-
ar, Kjalarness. Kjósar. Reykjaness,
Ölfuss og Flóapóstar. Hafnarfjörð-
ur. Seltjarnarnes. Þrastalundur.
Ljósafoss. Laugarvat.n. Þingvellir.
Laxfoss frá Akranesi og Borgar-
nesi. Breiðafjarðar, Dala, Norðan
og Barðastrandarpóstar. Fagranes
frá Akranesi. Austanpóstur.
Nemendur Gagnfræða.skólans í
Vestmannaeyjum fóru fyrir
skömmu uin Stokksévri að Hvít-
árvatni, ásamt kennara. skólans,
Þorsteini Einarssyni. Var dvalið
að Hvítámesi í 2 daga og farnar
gönguferðir um nágrennið. Hópnr-
inn fór heimleiðis á Súðinni í gær-
kvöldi. (FÚ.).
Bæjarráð hefir endnrnýjað þá
samþykt, sem það gerði í fyrra-
snmar viðvíkjandi sumarfríi verka
manna í þjónustu bæjarins.
í. R. happdrættið. Kolviðarhól*-
nefnd í. R. biður þá sem ennþá
eiga eftir að gera upp fyrir selda
happdrættismiða, að gera skil
næstu tvö kvöld frá kl. &—8 í
Stálhúsgögn, Laugaveg 11. Sölu-
drengir mæti frá kl. 1—2.
Sjötngsafmæli á í dag Jón Jón*-
son, bóndi að Galtarholti í Borg-
arhreppi, sem lengi var póstur á
milli Borgaraess og Staðar í Hrúta
firði.
Sigurðxu’ Nordal prófessor fer
á morgun áleiðis til Kaupmanna-
hafnar, til þess m. a. að sitja þar
fund í framkvæmdanefnd Árna-
safnsnefndar. í framkvæmdanefnd
ern auk hans Jón Helgason pró-
fessor, Erik Arup prófessor,
Bröndum-Nielsen prófessor og
Ejnar Munksgaard bókaútgefandi.
Kveðjuathöfn íyrir þýska flug-
liennarann, Carl Reichstein, sem
andaðist 8. þ. m., fer fram í dóm-
kirkjunni kl. 4 í dag.
Mývatnsferð Ferðafjelags fs-
lands. Ferðin er ákveðin og verð-
ur lagt af stað á laugardagsmorg-
un kl. 8 16. þ. m. og er 8 daga
ferð. Fyrsta daginn verður ekið
fyrir Hvalfjörð, þjóðleiðina norð-
ur Holtavörðuheiði með viðkomu
í Borgarfirði, Hnúk í Vatnsdal og
gist á Blöndnósi. Næsta dag verð-
ur farið í Skagafjörðinn og að
Hólum í Hjaltadal og gist á Sauð-
árkróki. Þriðja daginn farið um
Öxnadalsheiði til Akureyrar, norð-
ur Vaðlaheiði með viðkomu í
Vaglaskógi og að Goðafossi, að
Laugum og gist þar. Fjórða deg-
inum verður varið við Mývatn,
gengið í Dimmuborgir, út í Slút-
nes og Reykjahlið og víðar, en
um ltvöldið fa.rið til Húsavíkur
og gist þar. Fimta daginn farið
áleiðis til Ásbyrgis og Dettifoss,
gist á Húsavík næstu nótt. Sjötta.
dagiim haldið til Akurevrar og
mestöllum deginum varið til að
skoða höfuðstað Norðurlands og
máske farið inn að Grund. Sjö-
unda daginn farið heim á, leið og
gist að Reykjum í Hrútafirði, á
skólasetrinu. Áttunda daginn ek-
ið suður Holtavörðuheiði, með við
komu í Reykholti, suður Kalda-
daJ um Þingvöll til Reykjavíkur.
Víða eru sundlaugar og er ráð-
legt að hafa moð sjer sundskýl-
ur. Aðsókn hefir verið mjög mik-
il og hvert sæti fullskipað. Þátt-
takendur eru beðnir að taka far-
miða á skrifstofu Kr. Ó. Skag-
fjörðs, Tiingötu 5, fyrir klukkan
5 í dag. Sje það ekbi gert, verða
þeir seldir þeim, sem standa á bið-
lista.
Útvarpið:
Miðvikudagur 13. júlí.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Lög úr tón-
filmum.
19.50 Frjettir.
20.15 Útvarpssagan („Október
dagur“, eftir Sigurd Hoel).
20.45 Útvarpskórinn syngur.
21.10 Hljómplötur:
a) Nýtísku tónlist.
b) (21.40) Lög leikin á strengja
hljóðfæri.
22.00 Dagskrárlok.
Lik Guðm. Þ. Guðmundssonar
skóiastjóra verður flutt norður
með Detfifossi í dag. Kveðjuat-
höfn verður í dag og hefst kl. 1 í
Landspítalanum. Athöfninni { dóm
kirkjunni verður útvarpað.
Til Strandarkirkju frá Á. E. 25
kr.. Á. J. 10 kr.. F. B. 6 kr.,' S.
B. 10 kr. X. J. 5 kr, H. 5 kr., J.
•T. 5 kr., skemtitúr 5 kr.. ónefnd-
ur (þrjú áheit) 16 kr., óiiefnd-
ur (gamalt áheit) 6 kr.