Morgunblaðið - 13.07.1938, Side 8
r
Miðvikudagur 13. júlí 1938-
8
•«
Hjer fara á eftir vísurnar, sem
Páll Kolka læknir orti á
meðan Húnvetningar biðu sunn-
lensku bændanna í samkomuhús-
inu í Miðfirði, 16. júní, en þeir
voru þá orðnir nokkrum stundum
á eftir áætlun.
Nefndi hann þær: Biðraunir
Húnvetninga, og las þær yfir
bændunum, þegar þeir loksins
komu.
Gónir hver í gaupnir sjer,
gefast engar bætur.
Sunnlendingum seinka fer,
sól í vestri hnigin er. —
Borgfirðingar brölta seint á fætur.
Yonaraugum horfðu hjer
Húnvetninga dætur,
drósum gleðin daprast fer,
dagurinn næstum liðinn er. —
Árnesingar eigra seint á fætur.
Oró mögnuð angra fer
okkar heimasætur.
Engan gest að garði ber.
Gamanið næsta hlálegt er. —
Eangæingar róla seint á fætur.
Bágt er að þurfa að bíða hjer,
biti finst ei ætur,
súld og kuldi um sveitir fer,
syfjaður líka margur er. —
Skaftfellingar skreiðast seint
á fætur.
Við skulum bíða og blunda hjer
um bjartar sumarnætur.
Þreyttum hvíldin þekkust er.
Þolinmæði sýna ber,
þótt Vestmanneyingar vafri seint
á fætur.
Heldur brúnin hækka fer,
hjer fást raunabætur:
Sunnan heiðar sýnist mjer
sækja fram hinn glæsti her.
Kapparnir loksins komnir eru
á fætur!
★
Þessu var svarað af Sunnlend-
ingum, þegar liðið var fast að
miðnætta í Vatnsdal: i
Sól af himni horfin er;
hefjast rökkurvöldin.
Svefn á auga sígur hjer,
sunnanmönnum leiðast fer
að Húnvetningar hátta ekki á
kvöldin.
Og enn var kveðið á sama stað,
þegar klukkan var að ganga þrjú:
Langt á tímann liðið er,
Ióan hætt að kvaka.
Nóttin faðmar nyrstu sker;
nú er G'uð að halla sjer. —
En Húnvetningar halda’ áfram
að vaka!
Á Akureyri voru bændurnir
mjög hrifnir af Gróðrarstöðinni,
en sólarlítið var og stundum regn
þegar hún var skoðuð. Þá kvað
maður á Akureyri:
Ekkert Drotni er um, megn.
En sú himna risna!
Sunnlendingum send’ann regn,
svo þeir skyldu ei gisna.
★
Þar til var svarað:
Þurkurinn var þó um megn;
á því er enginn vafi.
Þrátt fyrir bæði þoku og regn
þeir eru fallnir í stafi.
★
— .Teg hefi týnt peningaveskinu
mínu.
— Það var slæmt.
— Já, það kostaði 6 krónur.
★
MÁLSHÁTTUR:
Oft verður sá margan vann af
einum yfirunninn.
M- O R"G U N B L A Ð I.Ð
Berichtigung. Der Teeemp-
f ang, den der Deutsehe Ge- ^
sandte und Frau von Renthe-
Fink fúr die hier ansássigen
und anwesenden Reichsdeut-
schen im Hotel Borg geben,
findet am Donnerstag, 14. Juli
1938 zwischen 4 und 6 Uhr
nachmittags statt und nicht,
wie fálschlich angegeben, am
19. Juli.
Friggbónið fína, er bæjarine
bfesta bón.
Sly*avamaf jelagið, skrifstoffi
Hafnariiúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
JfaunsfíapM?
Kápubúðin, Laugavegi 35.
Sumarkápur með fallegu sniði.
Einnig frakkar, ágætir í ferða-
lög. Verð við allra hæfi. Einn-
ig blá og droplituð kápuefni.
Sigurður Guðmundsson. Sími
4278.
I sumarfríið og sólskinið fáið
þjer ódýra, hvíta og mislita
kjóla hjá Guðrúnu Arngríms-
dóttur, Bankastræti 11. Sími
2725.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kjötfar* og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
Til minnis. Rabarbari á 0,35
pr. þó kgr. Citrónur á 0,25 pr.
stk. Kartöflur gamlar á 0,35
pr. kgr. Kartöflur nýjar, ó-
dýrar. Harðfiskur, mjög góður,
vel barinn á kr. 1.15 pr. kgr.
Stéinbítsriklingur ódýr. Smjör.
Ostar. Egg. Sælgætisvörur marg
ar tegundir. Kornvörutegundir,
margskonar. Hveiti no. 1 í 10
lbs. pok. frá kr. 2,15 pr. poka.
Maltöl. Pilsner. Bjór. Gosdrykk-
ír: Appelsín, Grape, Fruit og
margar fleiri tegundir. Tóbaks-
vörur og m. m. fleira. Sig. Þ.
Jónsson, Laugaveg 62. Sími
3858- I
fiHs
Kaupakona óskast upp á
Kjalarnes. Uppl. í Síma 3274.
Bikum þök, kíttum glugga.’
Vanir menn. Sími 5292.
3afici2-fundið
Tapast hefir brúnt kvenveski,
með úri, lyklum o. fl. Skilist á
Grettisgötu 35. Jóhanna Jó-
hannesdóttir.
Til leigu 1. október 4—5
herbergi á Laugaveg 40. Uppl.
í Lyfjabúðinni Iðunn.
Amatörar,
Framkölíim
Kopiering — Stækkun.
Fljót afgreiðsla. - Góð vinna.
Aðeins notaðar hinar þektu
AGFA-vörur.
F. A. THIELE h.f.
Austurstræti 20.
Amatörar.
FRAMKÖLLUN
Kopiering — Stækkun.
Fljótt og vel af hendi leygt.
Notum aðeins Agfa-pappír.
Ljósmyndaverkstæðið
Laugaveg 16.
Afgreiðsla í Laugavegs Apó-
teki.
Kartöllur
nýar, á 50 au. kg. Gamlar á
35 au. kg. Blómkál á 1 kr.
stk. Rabarbar 70 au. kg.
Persille, Radisur, Sítrónur
25 au. stk.
Jób. Jóhannsson
Grundárstíg 2 Sími 4131.
Hvort heldur er um „Ka-
rikatur“-teikningar Stróbls-
að ræða eða aðrar myndir,
geta allir verið sammála um
að innrömmunin er best og;
ódýrust hjá
GUÐM. ÁSBJÖRNSSYNI,
Laugaveg 1.
B—Iaa—■ ■*iyn„
FAITH BALDWIN;
EJNKARITARINN. 82.
ið, þegar freyðandi öldurnar veltust hver af annari
upp að ströndinni í órjúfandi keðju.
Frá New York skrifaði Betty Howard henni;
„Ted hefir sagt mjer, að trúlofun ykkar sje slitið.
Mjer þótti leiðinlegt að heyra það, Anna. Jeg hjelt,
að þið tvö gætuð fundið hamingjuna saman. En þú
veist það auðvitað best sjálf, og það er gott, að þú
hefir áttað þig í tíma“. Hún sagði henni ýmsar frjettir
um sig og drenginn og lauk brjefinu með þessum orð
um:
„Það er dauft á skrifstofunni, síðan húsbóndinn fór
burt í ferðalag“.
Farinri! Onnu varð mikið um, þegar hún las það.
Að heyra, að Lawrence Fellowes værx farinn úr borg-
inni, ef til vill af landi burt, án þess að hún hefði
hugmynd um það, hún, sem einu sinni hafði fylgst
með öllum hans ferðum og ráðagerðum.
En Fellowes var ekki farinn langt. Hann hafði boð-
ið hús sitt í Southampton til sölu, yfirgefið íbúð
sína og flutt í klúbb sinn. Hann komst brátt að raun
um, að honum gekk illa við vinnu sína, hann svaf ekki
og var úrillur, hafði alt á hornum sjer. Ekkert var
honum til geðs. Þá gerði hann nokknð, sem hann hafði
ekki gert árnm saman. Hann tók sjer frí frá störfnm,
fór til Westehester, spilaði golf og ímyndaði sjer, að
hann væri hamingjusamur.
Sanders kom einu sinni í heimsókn til hans. Þeir
tötuðu saman um daginn og veginn, og hann sagði þá
eins og af tilviljun: „Trúlofun Önnu Murdocks og
Teds O’Hara er farin út um þúfur. Maður hefir auð-
vitað ekki heyrt neina ástæðu, hara heyrt, að henni
væri slitið".
Fellowes svaraði einhverju, reyndi að stilla »ndr-
uíi sína og hamingjutilfinningu.
„Er hún enn hjá Burroughsf ‘ spurði hann kæru-
leysislega.
„Nei, jeg hefi heyrt, að hún sje farin þaðan“.
Ef hún var farin þaðan, myndi hún þá ekki fáan-
leg til þess að koma aftur til hans? Nú þegar búið
var að þagga niðri í blöðunum og skilnaðarmálið var
um garð gengið? Hann óskaði þess af öllu hjarta, að
fá hana aftur, aðeins þess, að fá að hafa hana nálægt
sjer, sjá hana daglega.
*
Linda kom til bæjarins og skrifaði honnm:
„Yiltu hitta mig á einhverjum rólegum stað?“ skrif-
aði hún. „Mig langar til þess að tala við þig“.
Hann Ijet tilleiðast og snæddi morgunverð með
hemli í litlum japönskum garði. Það var fátt um gesti
í bænum þenna laugardag. Enginn sá þau, nema yfir-
þjónninn. Hann var hissa, en var vanur sitt af hvoru.
Linda var fögur ásýndum. Þau töluð'u saman nm
Evrópu, um veðurfarið og fólk, sem þau þektu bæði.
Að máltíðinni lokinni, er þan sátu yfir hressandi íste,
sagði hún -.
„Við Dick ætlum að gifta okkur í haust. Jeg sigli
aftur til Evrópu. Við giftumst í Englandi og búum
þar framvegis. Mig langaði til þess að segja þjer
þetta“.
„Þakka þjer fyrir, Linda. Jeg vona, að þú verðir
hamingjusöm“.
„Það verð jeg. En þú?“
„Það er sama, hvað mjer líður“.
„Nei, alls ekki“, sagði hún og spurði síðan alveg
óvænt:
„Er Anna Murdock enn á skrifstofunni hjá þjer?“
„Nei, hún er trúlofuð. Það er að segja, hún var trú-
lofuð“, sagði hann varlega.
„Trúlofuð ?“
„Já, en trúlofun hennar er farin út nm þúfur“.
Linda rak upp stór augu. Var Anna farin af skrif-
stofunni ?
Fellowes skýrði henni í fáum orðum frá öllum mála-
vöxtum. Söguhnrði blaðanna, uppsögn Önn'u, trúlof-
un hennar, og þeim nýjustu frjettum, að trúlofun,
hennar væri slitið. Lindá hlustaði með athygli, kom.
með atbugasemdir, hló, hrukkaði ennið og sagði loks-
hugsi á svip: „Veslings barnið!“
Við því var ekkert að segjá, og Fellowes sagði ekki'
neitt. Linda laut fram, og hin stórn og gegnsæju hörð
á hattinum hennar vörpuðú skugga yfir hin fögru og:
góðlegu áugu hennar.
„Larry“, sagði hún. „Jeg verð að tala í trúnaði við
þig — í síðasta sinn“.
Eftir stutta þögn sagði hún formáláláust:
„Það er Anna, er það ekki?“
„Jú, en jeg vissi það ekki sjálfur, fyr en það var-
orðið nm seiaan“, svaraði hann í lágum róm.
„Þú ert blindur“, sagði hún. „Hún hefir verið ást-
fangin í þjer alla tíð. Skilurðu þetta ekki? Trúlofun
hennar —“, hún bandaði með hendinni, — „hefir
verið örþrifaráð, sem hún hefir gripið til, leið út úr
ógöngunnm. Nú er alt um garð gengið. Hún hefir
farið hyggilega að ráði sínu, Larry. Jeg vil ekki koma
með ráðleggingar, það myndi ef til vill ekki falla þjer
í geð sem karlmanni. En eitt verð jeg að segja: Gerðú
ekki vitleysu, sem þú iðrast eftir alla þína æfi“.
Litlu síðar sagði hann, og hin gráu augu hans leiftr-
uðu: „Nei, jeg skal ekki gera það“.
Eftir að hafa setið saman enn um stmnd, kvöddustt
þan með handabandi og fóru, hvort sina leið.
Fellowes var kyr í bænum,. Hann fór raldeiðis þang-
að sem Anna hafði búið, en kom að læstum dyrum.
Enginn í húsinu vissi, hvar Anna Murdock eða systir
hennar voru.
Hann útvegaði sjer þá leiðarvísi og fánn götuna
og húsnúmerið, þar sem foreldrar Önn'u bjuggu, og
Iagði af stað þangað.
Það var orðið áliðið dags, er þangað kom. Murdoek
var heima og var al stýsla »ti í garðkn»*» sniggklædd