Morgunblaðið - 13.08.1938, Side 2
%
*
1 f
MÖRGUNBLABI'
Laugardagui* 13. ágúst 1938.
- Nýtt deiluefní -
Rússa 09 Japana?
London í gær F.Ú.
Fregn hefir borist í dag
um atburð, sem menn
óttast að muni leiða til nýrr-
ar og alvarlegrar deilu milli
Japana og Rússa. Atburður
þessi gerðist á eyjunni Sak-
halin við austurströnd Sí-
beríu, en eins og kunnugt er,
eiga Rússar nyrðri helming
eyjarinnar, en Japanir þann
syðri.
Samkvæmt fregn frá
Tokio var japanskur þing-
maður á ferðalagi ásamt
föruneyti sínu skamt frá
landamærunum um miðbik
eyjarinnar og skaut rúss-
neskur varðmaður á hina
japönsku ferðamenn og
særðist einn þeirra.
Á atburð þenna er litið
enn alvarlegri augum í Tok-
io, en ella mundi, af því að
árásin var gerð á þingmann.
Japanskir yfirforingjar
hafa verið sendir á vettvang
til þess að rannsaka málið
og gefa skýrslu um það.
* >
Frakkar óttast
vígbúnað
Þjóöverja
London í gær F.Ú.
T frakkneskum blöðum í
morgun er mikið rætt um
vígbúnaðarframkvæmdir Þjóð-
verja 1 Vestur-Þýskalandi.
Kemur það fram í skrifum
blaðanna, að þes&ar framkvæmd
ir Þjóðverja hafi vakið nokkurn
ugg í Frakklandi.
Frakkneskir stjómmálamenn
kváðu þó ekki vera þeirrar skoð
unar, að ástæða sje til þess að
óttast afleiðingar þess, að Þjóð-
verjar eru að treysta landvarn-
ir sínar á þessum slóðum.
Orsökin til þess kvíða, sem
vart verður í frakkneskum blöð-
um, er talin sú, að Henlein for-
ingi Sudeten-Þjóðverja, á að
hafa komist svo að orði, að gert
yrði út um deilumál Sudeten-
Þjóðverja og Tjekka í síðasta
lagi í haust, með einhverju
móti.
Samningar Sudetta
við Tjekka.
London í gær F.Ú.
Fimm fulltrúar Sudeten-Þjóð-
verja ræddu í dag við
fimmtán fulltrúa stjómarinnar
í Prag, um tillögur hennar til
þess að leysa deilumálin. Frek-
ari viðræðufundir verða haldnir
í kvöld.
Á norræna söngkennarmót-
inu í Gautaborg hefir verið á-
kveðið að fara fram á það, við
stjórnir Norðurlandanna, að út
verði gefin sameiginleg söngbók
fyrir öll Norðurlöndin, með text-
um á Norðurlandamálunum.
F.Ú.
Prinsessan ferðast i körfu
| Flogið i 25 klst.
milli Berlfn
og New York
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gser.
Pýsk farþegaflugvjel „Brand
enburg'* hefir lokið flugi
í einum áfanga milli Berhn og
New York á 25 klukkustund-
um. Vegalengdin er 7000 kíló-
metrar. Búist var við, að Brand-
enburg myndi leggja af
strax í kvöld frá New York og
fljúga í einum áfanga til Berlín-
ar. Flugmálasjerfræðingar hta
á þetta sem stórmerkilegt flug'
afrek.
Þjóðverjar rjeðust í þetta
flug til að athuga möguleik-
ana á því að hef ja reglubundn-
ar flugferðir milli, Berlín og
New York.
Nýlega voru þau Júlíana tlollandsprinsessa, Bernhard prins, maður hennar, og' Beatrix, dóttir þeirra,
á. ferðalagi í Ðaiimörku. Beatrix,: sem á myndinni sjest í fangi móður sinnar, ferðaðist í körfnnni
sem sjest á myndinni. Mýndin er tekin er hjónin stigu á land af ferjunui „Danmark*1 í Gedser. —-
Sænska sundkonan
Sally Bauer leggur
í nýtt þolsunú
Frá fijemmitw ‘ ''Wrim.
o Khöfn í g sér.
Sænska sundkonan 1 iSíitlý
Bauer, sem nýlega hnekti
meti Jenny Kammersgaars, með
því að synda yfir Kattegat, frá
Sjálandsodda til Grenaa, hefir
nú í hyggju að leggja í annað
langsund. Ætlar hún að synda
milli Svíþjóðar og Álandseyja,
en sú leið er 31 kílómetri, bein
lína.
Sally lagði af stað í sundið
frá fiskiþorpinu GPiáselharrin í
Svíþjóð klukkan 6 í morgun.
Klukkan 2 í gær vár hún bú-
in að synda meira en helming
leiðarinnar. Sjórinn milli Á-
landseyja og Svíþjóðár er tölu-
vert kaldari en í Kattegat og
er álitið að kuldinn verði sund-
konunni erfiðasti farartálminn.
Sally Bauer synti þann 5.
ágúst s. 1. yfir Kattegat á 17
klukkstundum og var þáð 12
klst. betri tími en er Jenny
Kammersgaard synti yfir Kutte
gat.
Bein lína milli Sjálandsodda
og Grenaa er rúrrifega 50 km.
Sally Bauer er aoeins tvítug
að aldri.
Balbo í Þýskalandi
London í gær F.Ú.
Italo Balbo flugmarskálkur er
í heimsókn á Þýskala,ndi og
er hann gestur Görings. Hafa
móttökurnar verið mjög við-
hafnarmiklar.
Balbo hefir verið viðstaddur
æfingar þýska flughersins/
Bretar ætla að koma
á friði í Palestinu
Nýlendumálaráðherra Breta
um Palestinumálin
B
London í gær. FTJ.
retar álíta það sem helga skyldu sína að koma
á friði í Palestínu. Þetta mælti nýlendumála-
ráðherra Breta, Malcolm MacDonald, í ræðu,
sem hann helt í gærkvöldi, um Palestínu-málin.
Háðherrann fór nýlega í flugferð til Palestínu til að
kynna sjer ástandið þar. Var ferðalagi hans leynt, þar til
hann var kominn aftur á leið heim til Englands.
Deilur Araba og Gyðinga,
sagði MacDonald, verður að
leiða til lykta á grundvelli rjett-
lætis og þótt vafasamt sje, að
takast muni að friða landið áð-
ur en fullnaðarákvörðun verður
tekin um framtíð þess, verður
alt gert sem unt er í því»skj,ni.
Lauk hann máli sínu með ósk
um að með guðs hjálp mætti
auðnast að koma á friði í Land-
inu helga.
Drap ráðherrann í ræðu sinnr
á tillögur nefndar þeirrar, sem
hafði með höndum athuganir á
hvernig þetta vandamál yrði
leyst svo að bæði Arabar og
Gyðingar mættu vel við una, en
nefndin hefði, eins og kunn-
ugt væri lagt til að landinu
yrði skift í tvö ríki, Arabaríki
og Gyðingaríki með hlutlausu
svæði á milli. Þessar tillögur
hefði breska stjórnin fallist á.
Nefnd sjerfræðinga hefði nú
með höndum að vinna úr gögri-
um þeim, sem nefndin kom með
heim frá Palestínu og yrði það
nokkurra vikna verk, en að því
loknu yrði fullnaðarákvörðun
tekin.
Malcolm MacDonald sagðist
hafa rætt ýtajrlega við breska
yfirhershöfðingjann í Palestínu
um ástandið og hcrfur og sagði
hann um störf þeirra, að engir
breskir embættismenn hefðu
haft erfiðara og vandasamara
starf. með höndurn en þeir, frá
bví er heimsstyrjöidinni lauk,
og nytu þeir fylsta trausts
bresku stjórnarinnar.
§ókn Francos
heklur áffrain
London í gær F.Ú.
Frá Spáni berast þær fregn-
ir í dag, að uppreisnar-
menn haldi áfram sókn sinni á
suðurvígstöðvunum. Sækja her-
sveitir þeirra þar fram í áttina
til Almeden til þess að ná á sitt
vald kvikasilfursnámunum, sem
par eru.
Á Ebrovígstöðvunum halda
bardagar áfram og. viðurkennir
spanska stjórnin að hersveitir
hennar þar hafi orðið að láta
undan síga.
Gjafsðkninni
synjaD
Eins og skýrt hefir verið frá,
sótti Jónas Þorbergsson
útvarpsstjóri um gjafsókn í
máli því, sem hann ætlar að
höfða gegn ungfrú Jórunni
Jónsdóttur og ritstjóra Vísis.
Varla er hugsanlegt, að út-
varpsstjórinn hafi farið að
senda slíka beiðni í stjórnar-
ráðið án þess fyrst að kynna
sjer þær reglur, sem gilda 'urö
gjafsóknir.
Reglur um þetta er að finna
í lögum nr. 44, Í6. nóv. 1907.
Þar segir svo í 2. gr.:
„Gjafsókn má veita kirkjum»
sjúkrahúsum og stofnunurn*
sem ætlaðar eru fátækum til
framfærslu, og ennfremur
snauðum mönnum, sem fá'
tækravottorð hafa frá hlutað'
eigandi sveitarstjórn og sókn-
arpresti**.
Öðrum en þeim, sem taldii'
eru í tjeðri grein er óheimilt að
veita gjafsókn. Að vísu segir 1
6. gr. laganna, að veita megi
öðrum gjafsókn, en þá aðeinS
að því er snertir borgun til
setudómara fyrir störf hans og
ferðakostnað. En hjer getur
ekki verið neinu slíku til að
dreifa, því hjer á staðnum er
reglulegur dómari, sem að lög'.
um ber að fjalla um þessi mál-
En hvað skyldi það þá vera í
2. gr. laganna frá 1907, sem
útvarpsstjórinn telur að heim'
ili honum gjafsókn? Kirkjur
og sjúkrahús koma hjer ekki til
greina. En stofnun, sem „setl'
aðar feru fátækum til frarri'
færslu“? Varla er hugsanlegt*
að útvarpsstjórinn líti þannig &
Ríkisútvarpið.
En þá eru aðeins eftir hinir
snauðu, sem hafa „fátækravott-
orð frá sveitarstjórn og sókn-
arpresti**. Ekki hefir Morgun'
hlaðið heyrt þess getið, að neitt
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU