Morgunblaðið - 16.08.1938, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. ágúst 1938L
Einn af merkilegustu köttum í
Danmörku á heima í Hille-
röd og heitir Bulder. Kisa er afar
vitur og’ sjerstaklega þykir henni
gaman að öllu sem hljómur er í
eins o" t. d. bjölluhringincrum
o. þ. h.
Eigandi kattaríns gat ekki skil-
ið að símamiðstöðin tilkynti að
oft væri hringt þangað úr númeri
eigandans án þess að svarað A_æri.
Einu sinni tók eigandi „Bulders“
eftir því að kisa sat við símatin
og sneri sveifinni með framlöpp-
unum, og hlustaði á hringinguna.
Eftir þetta var þess gætt að kisa
væri ekki ein lijá símanum. Dag
nokkurn er eigandinn var ekki
heima hafði gleymst að loka lier-
berginu sem síminn var í og kvað
þá svo mikið að hringingum á
miðstöð að viðgerðarmaður var
sendur til að athuga hvort síminn
væri bilaður. Yar síðan gengið svo
frá símanum að „Bulder“ getur
ekki oftar skemt sjer við að hlusta
á hringiíigarnar.
★
Bókasafn í enska bænum Hamps-
hire hefir opinberlega látið þá ósk
í Ijós við viðskiftamenn sína, að
nota ekki fleskbita eða reykta síld
sem bókmerki. Segir í tilkynning-
unui að 1500 bækur hafi verið
^ðilagðar á þennan hátt.
★
Frægur amerískur lögfræðingur,
Delage að nafni, hefir sett met í
að megra sig. Á einni viku Ijett-
ist hann úr 120 kg. niður í 89 kg.
Læknar furða sig á því að heilsu
hans hefir ékkert hrakað við þessa
miklu megrun.
★
Eitt af frægustu og dýrustu frí-
merk(jum í heirni, 2 penee Mauri
tuis frá 1847, var nýlega selt í
London fyrir 1350 sterlingspund..
★
Kornungur piltur hafði ákveðið
að kvænast og sendi föður sínum
brjef — þar sem hann sagði meðal
annars:
— Jeg elska ýndislega en fá-
tæka stúlku. Yiltu láta mig hafa
það nauðsýnlegasta til þess að við
getutn gift okkur?
Faðirinn svaraði:
— Hjer með sendi jeg þjer það
nauðsynlegasta til þess að þú getir
gift þig: Blessun mína og skírnar
vottorð þitt.
' 1 • ★
I fyrrasumar var auðug fjöl
skylda á ferðalagi í Noregi. Menta
skólanemandi einn, sem var fjöl-
skyldunni hjálplegur, hefir fengið
lanu fyrir, því nýlega bauð fjöl-
skyldan piltinum til Ameríku og
bauðst til að kosta hanii á skóla
þar vestra.
★
I LiverpObl vildi það til nýlega,
að hundur, sem var að grafa eftir
gömlu beini, lenti á stolnum skraut
gripum, sem eru 100 þúsund króna
virði. Eigandi hundsins hefir nú
heimtað fundarlaun, en ekki er
kunnutg um hvernig málinu
lyktar.
★
I bænum East St. Louis býr fjöl-
skylda, sem lögreglan þar í borg
inni hefir nýlega handtekið. Fjöl-
skvlda þessi hafði ofan af fyrir
sjer með því, að detta út úr bílum
og krefja síðan vátryggingarfje-
lögin, sem bílarnir voru trygðir
hjá, um skaðabætur.
Jáuijts&apM?
Nýkomið. Hattar, Húfur,
Sokkar fyrir dömur og herra,
Nærföt, Manchetskyrtur, Bindi-
slifsi, Tvinni og ýmsar smávör-
; i.r o. fl. Karlmannahattabújðin.
Handunnar hattaviðgerðir sama
stað. Hafnarstræti 18.
Taða til sölu á Sunnuhvoli. —
Uppl. í síma 5428 kl. 12—1 og
eftir kl. 8.
Bolerojakkar og vesti, ísaum-
uð eftir nýjustu tísku, verulega
fallegt úrval. Vesta, Laugaveg
40._______________________
Karlmanna-rykfrakkarnir eru
góðir, þó þeir kosti ekki nema
kr. 44.00 til 74.50. Það er ekki
mikið til af þeim og óvíst hvort
meira fæst fyrst um sinn. —
Vesta, Laugaveg 40.
Það er löngu viðurkent, að
Vesta innleiðir tískuna í prjóna-
vörum, aðrir koma á eftir. Kom-
ið og skoðið, við teljum ekki
eftir að sýna yður. — Vesta,
Laugavég 40.
Rabarbar, nýjar íslenskar
kartöflur og gulrófur. Guðjón
Jónsson, Hverfisgötu 50. Sírni
3414.
Kaupum flöskur, stórar og
;máar, whiskypela, glös og bón-
dósir. Flöskubúðin, Bergstaða-
stræti 10. Sími 5395. Sækjum
heim. Opið 1—6.
Kaupum flöskur, flestar teg.
Soyuglös, meðalaglös, dropa-
glös og bóndósir. Versl. Grett-
isgötu 45 (Grettir). Sækjum
heim. Sími 3562.
Kaupum flöskur, flestar teg-
undir, soyuglös, dropaglös með
skrúfuðu loki, whiskypela og
bóndósir. Sækjum heim. Versl.
Hafnarstræti 23 (áður B. S. í.)
Sími 5333.
(M&fotC/U
j»>mgfmwh
fyrir haustið.
Sumarfrakkar og sumarkáp
ur kvenna. Gott snið. Lágt verð
Verslun Kristínar Sigurðardótt-
ur.
Fallegar kvenpeysur. Ung-
lingapeysur og barnapeysur.
Afar lágt verð. Einnig háleistar,
drengjasokkar o. fl. Verslun
Kristínar Sigurðardóttur.
Stúlku vantar til framreiðslu
í Hótel Borgarnes. — Upþl. í
Vinnumiðlunarskrifstofunni í
I
Alþýðuhúsinu.
« ■ - 11 —
h Oito Bi Arnar, loggiitur úi
I varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
j.Sími 2799. Uppse,tning og við
i* lgerðir á útvarpstækjum og loft j
j netum. í
I' Allskonar f jölritun og vjelrit-
un. Friede Pálsd. Briem. Tjarn-
’argötu 24. Sími 2250. )
Friggbónið fína, er bæjarira?
besta bón.
i. o. g. T.
St. Verðandi nr. 9. Fundur f
kvöld kl. 8. Landnám reglunn—
ar. Þorst. J. Sigurðsson: Rcglu-
mál. Guðm.. Einarsson: Sjálf—
valið efni..
Stórt úrval af fínum silki-
fatnaði kvenna. Verð frá 9.85
settið. Versl. Kristínar Sigurð-
ardóttur.
Nýr silungur á morgun Og
næstu daga. Fiskbúðin, Frakka-
stíg 13.
Saumaðir dömukjólar ogj
blúsur á Óðinsgötu 26, niðri. I
1—2 herbergi og eldhús óskast
1. okt. Uppl. í síma 1298.
Niðursuðuglös
margar stærðir nýkomnar
vísm
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2:
MARGARET PEDLER:
DANSMÆRIN WIELITZSKÁ 22.
„Jæja, flýttu þjer nú. Viltu að Virginie fari með
þjer f ‘
„Nei, nei, jeg get komist ein. Ó, Magda“, hún faðm-
aði haua að sjer. „Þú ert svo góð“,
Magda hló kuldalega.
„Það þætti hinum frjettir í lagi“, svaraði hún. Svo
bætti hún við; „Jæja Gilly mín, vertu nú hughraust.
Mundu eftir því að það er góður læknir hjá Glókolli.
Símaðu strax til mín og segðu mjer hvernig alt geng-
ur. Ef hoflum líður ver, þá kem jeg undir eins og jeg
get komist hjeðan. Sendu bílinn hingað aftur strax og
þú ert biiin að nota hann“.
[Jndir eins og Gillian var farin, brá Magda Ijettri
kápu yfir herðar sjer og sneri sjer að Virginie.
„Veistu hvar herra Davilof er!“
„Já, ungfrú. Jeg' sá hann inni í bókasafninu".
„Var hann einnf*
„Já, ungfrú“.
Magda flýtti sjer út úr herberginu. Hún komst fram
í andyrið gegnum gang sem sjaldan var notaður og
þaðan inn í bókaherbergið. Hún lokaði dyrunum á
eftir sjer.
„Antonie!“
Davilof stóð við arininn og snjeri sjer snögt við.
„Þjer“, sagði hann reiðilega. „þjer“. Hann horfði
undrandi á Mögdu.
„Af hverju eruð þjer svona undrandi?" sagði hún.
„Þjer vissuð að jeg átti að dansa hjer í kvöld. Við
hlutum því að hittast".
»Nei, jeg hafði ákveðið að fara undir eins og jeg
véeri búinn að spila“.
„Davilof, viljið þjer leika undir fyrir mig í kvöld“,
-sagði hún rólega.
„Leika undir! Gerir frú Grey það ekki?“
„Nei, hún getur það ekki í kvöld“.
„Og nú biðjið þjer mig um að leika undir fyrir yð
ur?“ Undrunarhreimur var í málrómi hans.
„Já. Viljið þjer gera það?“
„Munið þjer eftir hvað jeg sagði við yður síðast
er við áttum tal samanf Að jeg myndi aldrei leika
fyrir yður aftur“.
„Já, jeg man eftir því“.
„Og samt biðjið þjer mig að Ieika undir fyrir yður“.
„Og samt bið jeg yður að leika undir fyrir mig“.
„Þjer gerið mig undrandi. Og ef jeg neita?“
„Þjer neitið ekki“.
„Jú, jeg segi nei“.
„Það er enginn, sem getur spilað eins vel fyrir mig
eins og þjer“, helt hún áfram.
„Nei“, sagði hann reiðilega, „vegna þess að enginn
elskar yður eins og jeg“.
„Til hvers er að þjer þykist elska mig, þegar þjer
viljið ekki einu sinni gera mjer smá-greiða“, svaraði
hún hörkulega. Og bætti við hæglátlega. „Það er ekki
svo oft sem jeg bið yður að gera mjer greiða. Ennþá
hefir heldur enginn neitað mjer að gera bón mína“.
„Ef jeg væri yður einhvers virði“, sagði hann rólega,
„ef þjer aðeins hefðuð getað skoðað mig sem vin, þá
hefðuð þjer getað heimtað af mjer hvað sem var. En
þjer sýnduð mjer einu sinni — mjög ákveðið — að
jeg var ekki annað en keyptur undirleikari yðar. Nú
jæja, greiðið mjer laun og jeg skal leika undir fyrir
yður“.
„Borga yður?“
„Já — en ekki með peningum, vitanlega ekki“.
Hann hló kuldahlátri.
„Hvað meinið þjer?“ Hún fölnaði.
„Það er ákaflega einfalt. Á eftir verður dansað.
Dansið þá einn dans við mig“.
Magda hikaði. Undir öðrum kringumstæðum hefði
hún neitað. Þar að auki hafði Davilof móðgað hana og
gert hana hrædda í spegilherberginu á dögunum með
tumlausri ástríðu sinni. Fyrir þenna blóðheita Pól-
verja var ástþi ást og ekkert gat gert hann ánægðan*.
nema að fá að njóta þeirrar konu sem hann elskaði.
„Jæja“, sagði Davilof. „Er kaupið of hátt?“
„Nei“, svaraði hún rólega. „Jeg lofa yður einuni
dansi“.
„Kaupin eru þá afgerð“, sagði hann og brosti hæðn
islega. „Mjer er sönn ánægja að leika undir fvrir vður,.
ungfrú“.
Hjer um bd klukkustundu seinna gengu gestirnir-
hlæjandi og rabbandi út úr daussalnum, eftir að hafa
hylt Mögdu eftir dans liennar.
Magda gekk hægt niður tröppurnar. Hún hafði skift
um föt og var nú í kolsvörtum kjól og liin livíta húð
hennar minti á vatnaliljur á djúpu vatni. Emustu bt-
írnir sem skáru úr hinu svörta og' livíta voru rauðat
varir hennar og rauð rós, er hún hafði fest í barm sjer.
Hún geklc hægt og safnaði kröftum til að efna það
loforð, sem hún hafði gefið Davilof.
í símasamtali við Friars’ Holm hafði hún frjett að
Glókolli liði betur. Hættan var liðin hjá og engin á-
stæða fyrir liana að flýta sjer heim. Nú varð hún að.
lialda loforðið sem hún liafði gefið spilaranum.
Neðst í tröppunum stóð karlmaður, sem augsýnilegac
beið eftir einhverjum. Hann stóð með höfuðið beygt
niður á bringu og liún helt í fyrstu að það væri Davi-
lof. Það var svo sem eftir honum að vera svona óþoli
inmóður. Um leið og hún var að hugsa þetta fell'
ljósið á bðað hár lians og hún sá að þetta var Miehael
— Michael, sem hún helt að væri á leið til Spánar.
Lafði Aarabella hafði álitið að rjettast væri að segja
Mögdu ekki frá því að Quarrington kæmi í veisluna.
Magda varð því ákflega forviða að lútta Michael.
Hún skyldi síðar ekki hvernig það hafði viljað til, en
alt í einu misti hún fótfestuna og' fell.
Brot úr sekúndu fanst henni hún vera algerlegá
máttlaus, en Michael greip hana áðui en hún fell til-
jarðar.
/ i