Morgunblaðið - 03.09.1938, Blaðsíða 5
ILaugardagTir 3. sept. 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
5
----------- JRlcrrgtmMa&íd------------------------------
Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Ritstjörar: J6n KJartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrsOarssaOur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjörn, auglýsingar og afgrelBsla: Austurstrsetl 8. — Sfml 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutil.
í lausasöiu: 15 aura eintakitJ — 25 aura metS Lesbök.
GAGNRÝNIN OG LÝÐRÆÐIÐ
Sjálístæði kirkjunnar
Síra Pjetur T. Oddsson
segir frá aðalfundi
Prestafjelags íslands
að Þrastalundi
Ekkert markar skýrar þann
reginmun, sem er á stjórn-
■arfari einræðisþjóðanna og
jstjórnarfari lýðræðisþjóðanna,
«n afstaða valdhafanna til
gagnrýni borgaranna. í einræð-
islöndunum — bæði hægri og
vinstri — er gagnrýnin talin
jmeð glæpum. Hver maður, sem
•ekki segir já og amen við öllu
'því, sem valdhafarnir láta gott
iieita, er þarmeð vargur í vje-
oim, sekur maður, óvinur þjóð-
fjelagsins. Einræðisherrarnir
eru óskeikulir eins og páfinn.
vita betur, vilja betur, gera
betur enn nokkur annar! Sjer-
hver efasemd um óskeikulleik
|)eirra, í smáu eða stóru, er
jglæpsamlegt atferli. Þeir krefj-
;ast skilyrðislausrar hlýðni —
eins og Guðmundur Ó. í gas-
stöðvarverkfallinu í fyrra —
skilyrðislausrar undirgefni, skil-
yrðislausrar aðdáunar á öllu
því, sem þeim „náðarsamleg-
;ast“ dettur í hug að gera, eða
láta ógert.
I lýðræðislöndunum horfir
þetta alt öðru vísi við. Þar er
gagnrýnin á athöfnum valdhaf-
;anna ekki einungis talin rjett-
mæt, heldur sjálfsögð skylda.
í voldugasta lýðræðislandi
heimsins, Bretlandi, er gagn-
rýni stjórnarandstæðinga meira
,að segja gert svo hátt undir
höfði, að forusta stjórnarand-
stöðunnar er orðið ríkislaunað
vembætti. Foringi stjórnarand-
stæðinga í breska þinginu, hefir
laun á borð við ráðherrana.
Það er rjett að menn geri
sjer grein fyrir því, hvort af-
staða valdhafanna hjer á ís-
landi til stjórnarandstöðunnar
hafi freinur á sjer einkenni lýð-
ræðis en einræðis.
Þessu er fljótsvarað. Islensku
stjórnarflokkarnir hafa altaf
þolað andstæðingum sínum illa
. alla gagnrýni. Þeir hafa tileink-
.að sjer það kennimark ein-
ræðisins að reyna að gera sig
•óskeikula í augum fólksins. —
Það kemur aldrei fyrir að þeir
svari nema illu einu þeim að-
finslum, sem fram koma um at-
hafnir þeirra, hversu rjettmæt-
:ar, sem þær aðfinslur eru, og
hversu hóflega sem þær eru
. settar fram.
Þetta óþol valdhafanna verð-
ur æ berara, eftir því sem erfið-
ara er að leyna í hvert óefni
er komið, eftir því sem fleiri
svik þeirra koma í ljós, eftir
því, sem hneykslismálin verða
tíðari og andstyggilegri.
Sömu flokkarnir hafa farið
hjer með völd í 11 ár. Hvað vel
sem valið hefði tekist á þeim
jnonnum, sem með völdin hafa
farið á þessu langa tímabili,
er óhugsandi, að þeim hefði
aldrei skeikað. En hafa þeir
nokkurn tíma fengist til að við-
urkenna, að þeim gæti svo mik-
ið sem yfirsjest í einu eða
neinu? Aldrei.
Nú hafa stjórnarflokkarnir
fundið upp á því snjallræði, að
stimpla Sjálfstæðismenn, sem
,,nazista“, fyrir að fylgja þeirri
viðurkendu þjóðarskyldu í
hverju lýðfrjálsu landi, að
halda uppi gagnrýni á gerðum
valdhafanna.
Ef Sjálfstæðismenn sýna fram
á, að stjórnarflokkarnir hafi
svikið yfirlýsta stefnu sína í
fjármálum, skattamálum, at-
vinnumálum — þegar að því
er fundið að hneykslanlegir
menn sitji í menningarstofnun-
um ríkisins, þegar bent er á
rangsleitnina, rætnina og illvilj-
ann í athöfnum og málfærslu
hinna ráðandi flokka, er svarið
einungis: ,,Þið eruð nazistar!“
Menn geta, hver og einn,
dæmt um það, hvort einræðið
muni ríkara í hugum þeirra,
sem annast þá skyldu, sem lýð-
ræðið leggur stjórnarandstöð-
lunni á herðar, ellegar hinum,
sem bregðast við gagnrýipnni
á nákvæmlega sama hátt og
einræðispostularnir. Sjeu Sjálf-
stæðismenn „nazistar“, þá á það
sama við um andstöðuflokka
valdhafanna í hvaða lýðræðis-
landi sem er, og þá einnig um
núverandi stjórnarflokka með-
an þeir voru í stjórnarandstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn mun
hjer eftir, sem hingað til halda
uppi rökstuddri gagnrýni á at-
höfnum valdhafanna, og láta
sig engu skifta hvort sem þeir
bera fyrir sig hótanir, illyrði eða
vesældarlegustu kveinstafi.
Gagnrýnin er aðalsmerki lýð-
Tæðisins, og því merki munu
Sjálfstæðismenn halda uppi
meðan hugsanafrelsi og mál-
frelsi er ekki barið niður með
tofbeldi hjer á landi.
Umræðuefnið i dag:
Garðyrkjusýningin.
StríðsTÍðbúnaðnv
Rooievelts
London í gær. FÚ.
IKLA athygli hefir vakið
að Bandaríkjastjórn hef-
ir látið senda eina flotadeild til
austurstrandarinnar, og er
þetta alveg óvenjuleg ráðstöfun.
Eina skýringin, sem flota-
stjómin hefir gefið á þessu, er
sú, að þessi nýja flotadeild hafi
verið mynduð sem þáttur í flota
æfingum næsta árs, en þær eiga
einkum að vera tilraun um það,
hvemig takast megi að verja
Panamaskurðinn.
Allur ameríski flotinn hefir
annars verið hafður í Kyrra-
hafinu síðan 1931.
í Atlantshafsdeildinni eru 10
skip.
Pað er mánudagurinn 29.
ágúst. Um 41/? leytið
safnast hópur manna niður
að Bifreiðastöð íslands. —
Skömmu síðar ekur bifreið
með 14 presta austur að
Þrastalundi. Þar á að halda
20. aðalfund PrestafjelaKs
Islands næstu tvo daga.
„Hvað er svo glatt, sem góðra
vina fundur“.
Afleitt er að Iiafa ekki útvarp
frá bifreiðimii, til þess að þjóðin
geti sannfærst uxn, að hún á enga
stjett mentamanna, sem er jafn
raddmikil og raddfögur og presta
stjett hennar. Þetta hugsa jeg
með sjálfum mjer.
„Ó. fögur er vor fósturjörð“.'
Sólin hellir gulli sínu yfir sveit-
irnar og gerir Frónið að litríkum
ljósa- og blómaheimi.
„Hærra minn Guð til þín“, er
enn sungið og nú — lesendurnir
verða að trúa því — erum við
komnir austur að Þrastalundi.
En hrifmagn það, sem jafn fag-
ur sálmur vekur, sem þessi, var
ekki með öllu dvínað, þegar síðar
meir var gengið til fundar. Miklu
fremur fanst mjer að þessi fund-
ur væri á sinn liátt samskonar
tjáning í verkum, sem sú, er felst
í tónum sálmsins.
Eftir örskamma bið í Þrasta-
lnndi köm önnur bifreið ■— einn-
ig með fundarmenn.
Alls sóttu fundinn 27 andlegrar
stjettar iiienn. 3 prestskonur sátu
fundinn. Ólafur Ólafsson, kristni-
boði frá Kína, var heiðursgestur
fundarins.
Tóku nú menn að koma sjer
fyrir á herbergjum og að því
loknu var sest að snæðiugi.
Um kvöldið áttu fundarmenn
sameiginlega bænarstund, sem
sjera, Magnús Gnðmundsson frá
Ólafsvík stjórnaði.
★
Á þriðjudag hófst fundur með
því, að próf. Ásmundur Guð
mundsson stjórna'ði morgunbæn-
um.
Daginn áður hafði verið kosin
dagskrárnefnd og hafði hún nú
lokjð verkum.
Fundarstjórar voru þennan dag
þeir sjera Gísli Skúlason og Ás-
geir Ásgeirsson prófastur.
Formaður fjelagsins, próf. Ás-
mundur Guðmuudsson, mintist í
upphafi Sigurðar P. Sivertsen
vígslubiskups.
„Jeg hygg, 'að jeg hafi ekki
þekt mann, sem liafi verið ein-
lægari lærisveinn Krists en hann“,
sagði formaður m. a..
Þá mintist formaður á hin
mörgu og ágætu störf Sivertsens
heitins í þágu Prestafjelags ís-
lands.
Fundarmenn heiðruðu minningu
þessa látna leiðtoga síns með því
að rísa úr sætum sínum.
Einnig mintist formaður Guð-
rúnar Lárusdóttur, hinnar „miklu,
merku og ágætu konu“. Fundar-
menn vottuðu minningu hennar
virðingu með því að rísa úr sæt
um sínum.
Að því loknu bauð formaður
Olaf Olafsson kristniboða velkom-
inn á fundinn.
Þá gaf formaður skýrslu um
störf stjórnarinnar á s.I. ári og
rakti m. a. afskifti hennar af
launamálum stjettarinnar og öðr-
um hagsmunamálum. Hefir stjórn
in þar nnnið mikið og gott starf.
Að því loknu skýrði gjaldkeri
fjelagsins frá fjárhag fjelagsins.
Allmiklar umræður urðu um
væntanlega biskupskosningu, en
að þeim loknum tók fundurinn til
meðferðar aðalmál fundarins:
„Sjálfstæði kirkjunnar“.
Þegar lijer var komið var orðið
áliðið dags.
★
Prófessor Magnús Jóusson reif-
aði málið með ítarlegu erindi.
Rakti hann í fyrstu hversu hverj-
um málstað væri nauðsynleg vtri
form fyrir starf það, er unnið
væri málstaðnum til verndunar
og útbreiðslu. íslendingar þektu
af eigin reynd þrennskonar form
kirkjustarfsemi — hinnar róm-
versku katólsku kirkju — þ.jóð-
kirkjunnar (sem rjettnefndari
væri þó ríkiskirkja, þar sem hið
veraldlega vald setti henni öll
bindandi lög), og loks fríkirkju.
Tvennskonar skilning mætti
leggja í hugtakið sjálfstæði kirkj
unnar. Sumir teldu það felast í
alræði hennar yfir öllum hennar
málum (skilnaður ríkis og
kirkju). Aðrir teldu sjálfstæði
kirkjunnar felast í því, að kirkj-
an hafi fult sjálfræði til þess að
beita öllu áhrifavaldi sínu á þann
hátt, sem hún teldi sínum mál
stað best henta.
Taldi prófessorinn, að hin síð-
ari skoðun mvndi reynast og
hefði sánnari reyust, Að vísu
fylgdí því ætíð viss h'ætta, að hin
veraldlega, stjórn hefði æðstn ráð
kirkjunnar sjer í höndnm. Sú
stjórn kynni að vera skilnings-
lítil á málstað kirkjunnar og þar
af leiðandi áhugalítil eða áhuga
laus fyrir lienni, eða ætti önnur
sterkari álmgamál samhliða, sem
kynnu að lama öl! störf hennar
í kirkjunnar þágn. Bn hinu fylgdi
einnig alvarlegar hættur. að kirkj-
an hefði sjálf stjórn allra sinna
mála. Sú væri ein, að áhngi vald
liafa heindist aðeins að einstöku
atriði, sem e. t. v. væri aukaat-
riði, t. d. að lögð værí áhersla um
of á rjetttrnnað á; kostnað al-
menns kristilegs líf#.
Nefndi ræðumaður skýr dæmi
þessa úr kirkjusögnnni, bæði frá
rómversk-katólsku kirkjuuni. rjett
trúnaðartímanum og skiftum
Vestur-íslendinga sí* á millum í
trúmálum.
Onnur hættan væri fjárhagsleg:
að auðugustu mennirnir, sem legðu
mest til fríkirkjustarfsemi, vildu
gera kröfur til persónulegra á-
hrifa á kenningar og starfsfyrir
komulag, sem oft á tíðum gæti
verið mjög örlagaríkt. Hin besta
úrlausn fælist í víxlverkan milli
þessara tveggja stefna. Enda
mætti finna bliðstæða málefna-
skipan í ýmsum starfsgreinum ut-
an kirkjunnar. Isefndi ræðumað-
ur mörg dæmi þess.
Þrjú atriði væru það, sem eink-
um trygðu sjálfstæði kirkjunn-
ar:
í fyrsta lagi yrði kirkjan að fá
fullkominn tillögurjett í öllum
málum sínum og aðgang að öll-
um stjórnarvöldum. En jafnframt
veitti ríkið henni aðgang að öll-
um útbreiðslutækjum, þeim, er
best A’æru á hverjum tíma.
í öðru lagi fengi kirkjan al-
gjöran yfirráðarjett í ýmsum mál-
um, t. d. viðvíkjandi helgisiðum.
kirkjunnar og öðrum, er þyrfti
sjerþekking til úrlausnar á. Jafn-
framt hefði kirkjan frjáls yfSP'
ráð yfir vissri fjárbæð árlega.
í þriðja lagi fengi kirkjan við-
urkent og lögum bundið kirkju-
þing.
Ræddi prófessorinn nokkuð,
hvernig slíku kirkjuþingi mvndi
verða háttað og hvílík nytsemd
gæti af því lilotist.
★
Allmiklar umræður urðu um
málið. M. a. skýrði Þorst. Briem
prófastur frá afskiftum þeim. sem
Hallgrímsdeild í lians prófasts-
dæmi hefði haft af máli þessu, en
þar hefir nefnd starfað í máli
þessu 3 s.l. ár.
Að umræðum leknum var sam-
þykt. svohljóðandi tillaga:
„Fundurinn samþykkir að kjósa
5 manna nefud til þess að taka
sjálfstæði kirkjunnar til gagn-
gerðrar meðferðar og undirbúa
tillögur um það efni í samráði við
kirkjnráð og prestafjelagsstjórn",
Þessir menn hlutu kosningu:
Prófessor Magnús Jónsson, dr.
theol. Próf. Ásmundur Guðmunds-
son. Síra Þorsteinn Briem. Síra
Sveinbjörn Högnason. Síra Gy-$-
mundur Einarsson.
Að þessu loknu fór fram stjórn-
arkosning. Þessir hlutu kosningu:
próf. Ásmundur Guðmundsson,
próf. Magnús Jónsson dr. theol.,
síra Bjarni Jónsson vígslubiskup,
síra Friðrik Hallgrímsson dóm-
kirkjuprestur og síra Árni Sig-
urðsson fríkirkjuprestur. Toru
þeir allir endurkosnir.
Að þessu loknu var fundi írest-
að. Um k-völdið flutti síra Guð-
mundur Einarsson frá Mosfelli
frásögn af messuferð sinni nm
Snæfellsnes.
Um kvöldið fór fram sameigin-
leg bænagerð undir st.jórn síra
Þorsteins Briem prófasts.
Næsta morgun stjórnaði síra
Jón Guðnason morgunbænum. Sr.
Gísli Skúlason flutti þá framsögu-
FRAMH. Á SJÖTTU 8ÉÐU