Morgunblaðið - 10.09.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. sept. 1938. HREIHS SflPUSPfENIR Hljota eindreg- iö lof allra sem reyna þá í'yririiggjandi: Rúgmjöl I 50 kg. pokum. 5ig. Þ. 5fcjalðberg. (HEILDSALAN). Norðurlerðir til og frá Akureyri alla mánudaga, þriðjudaga og fimtudaga. Afgreiðsla á Bifreiðastöð Oddeyrar, Akureyri. Sfimi 1580. Steindór. BESTAR ERU BIFREIÐAR STEINDÓRS. HVERS VEGNA EKKI AÐ NOTA ÞAÐ BESTA? Á V AXT ADR YKKIRNIR: APPELSÍN og GRAPE-FRUIT eru framleiddir úr safa og merg nýrra ávaxta. Reynið þá, og látið dóm yðar sjálfra skera úr, hvort þeir sjeu ekki bestir. H,í. ðlgerDin Egill Skallagrímsson Sími 1390. MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU. 5 I cJ j Leikir Fróðleiksþrá íslenskrar al- þýðu hefir oft verið rómuð mjög. Er hún af mörgum talin undirstaða þjóðmenningar vorrar. Þessi skoðun er að nokkru rjett- mæt, en því furðulegri virð- ist vanþekking almennings í uppeldismálum. Sú staðreynd er óræk, að fróð leiksþrá foreldra hefir enn ei»i snúist að því viðfangsefni, sem þeim ætti að vera hjartfólgnast: bamið og þróun þess. Bókaskort- ur hefir að vísu valdið nokkru í þessu efni, en þó er hann ekki full gild afsökun þeim, sem lesa eitt erlent mál eða fleiri. Sannleikurinn er sá, að þekk- ingarvilji fólksins hefir ekki heinst í þessa átt. .Jafnvel bókhneigðir foreldrar, sem afia sjer allmikill ar þekkingar á ýmsum málum, sem fjarri liggja daglegu starfs sviði þeirra, finst það ekki ó- maksins vert, að lesa bók um sál- arlíf barna sinna. Sökum þessar- ar fáskiftni hefir uppeldi íslenskr ar bernsku jafnan orðið mjög af handahófi, en engin arfgeng upp- eldismenning hefir náð að mynd- ast með þjóð vorri. En hefðgróinn uppeldisandi, samfara þrá eftir uppeldisþekkingu, er einmitt tryggastur grundvöllur að menn- mgu þeirra þjóða, sem vjer dáum mest. Hinar sterku uppeldisliefð ir Englendinga og Þjóðverja t. d. eru vaxnar upp af sálfræðilegri þekkmgu, eru leiðandi kenning uppeldisfrömuða, sem lifir í vit- und fólksins. Visku fylgir jafnan þekkingarþorsti, en fáviskan ei sæl í sinni blindni. Þjóðlíf vort hefir breyst ört á skömmum tíma; það er orðið flókn ara en áður, en að sama skapi verður lífsferill einstaklingsins vandrataðri. Krafan til þekking ar vex með hverju ári, en þjóð l.ífi voru er hætta búin, ef kröf ur tii manndóms og siðferðiþroskt vaxa ekki að sama skapi. í raui og veru verður uppeldisstarf for eldra vandasamara með hverjun áratug. Foreldrum er það því brýr nauðsyn, að þjálfa og auðga upp eldisvitund sína við lestur góðri rita um sálarlíf barnsins og ein földustu uppeldisaðferðir. Brjóst vitið eitt nægir ekki lengur. Raun ar ætti að vera óþarft að brýiu þekkingarvilja foreldra með því að benda á þessa nauðsyn. Barna sálfræði nútímans opnar þein fagran og töfrandi heim, sen stendur þeim nær en alt annað sálarlíf barnsins þeirra. Barnasál fræðin er það sjóngler, sem glegs sýnir foreldrum ráðandi lineigð ir og hugðir í skapferli barn? ins; en heillavænlegt uppeldi e í því fólgið, að taka hneigði barnsins rjettum tökum þegar fr. byrjun. f bók sinni Leikir og leikfönj sýnir dr. >Símon foreldrum þam þátt sálarlífsins, sem einna mes hrífur oss iijá barninu: leikhneigf ina. Leikir barnsins eru elcki þýð ingarlaus dægradvöl, heldur þjálf O BÆKUR O og leikföng Ný bók eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson þeir hæfileika barnsins og efla þrek þess fyrir starfið. Þýðing leiksins fyrir uppeldi og þroska barnsins er nii löngu viðurkend af öllum dómbærum mönnum. Nú skal efnis bókarinnar getið í stórum dráttum. Höfundur drepur á helstu kenn ingar sálfræðinga um leiki barna, en hallast sjálfur að kenningu Þjóðverjans Karl Groos’. En Groos skýrir leiki dýra og mauna (unga, barna) sem tilgangsbundinn und- irbúning undir lífsbaráttuna og ævistarfið. „Dýrið leikur sjer ekki vegna þess, að það er ungt, held- ur er æskan því gefin vegna þess, að því er þörf á að leika sjer“. Iljer er auðvitað aðeins um örstutt ágrip þessara kenninga að ræða, sem þó gefur lesendum fulla hugmynd um mikilvægi leiksins og þýðingu fyrir þroska barnsins. Sjálfur sakna jeg þess, að höf- undur getur ekki hinnar merku kenningar Buytendijks um eðli leikja, nje gagnrýni hans á kenn- ingu Groos’. Og e. t. v. skýrðist viðfangsefni höfundar enn betur við það, að bera saman tvær svo gerliyglar kenningar sem þeirra Groos’ og Buytendijks en að drepa lauslega á margar. En um slíkt má vitanlega lengi deila. Leikhneigðin þróast út frá eðl- isrænum hvötum barnsins, en um- hverfið veldur miklu um það, að hvers konar leikjum og leikföng- um hún beinist helst. Kaupstaða börn eiga aðrar leikhneigðir en sveitabÖrn, sonur útvegsbóndans iðkar aðra leiki en afdalabarnið. Leikhneigðin er með ýmsu móti, eins og eðli einstaklinganna, og birtist þessi mismunur greinilega í eftirlætisleikjum drengja og telpna. Leikir telpunnar líkjast því, sem hún sjer gerast inn- anhýiss, hjá móður Sinni. En drengurinn sækir leikefni sín oft til fyrirmynda utan heimilisins. „Heimur telpunnar er húsið, hús drengsins er heimurinn“, segir þýskt máltæki. En hversu ólíkt sem ehistaklingseðli og umhverfi barnanna er, leikhneigðin brýst fram, krefst viðfangsefna, kynn ir barninu hlutina og eðli þeirra, knýr það til að æfa í leik athafn- ir, sem því eni ofvaxnar í al- vöru veruleikans, þroskar skyn þess og handlagni, hugkvæmni og hugdirfð. Þannig knýr leik hneigðin barnið beinlínis til und irbúnings undir alvöru ævistarfs- ins. Höfundur sýnir vel fram á þró un leikhneigðarinnar, með því að athuga, hversu hugur barnsins beinist að æ flóknari viðfangs- efnum. Barnið þroskar jöfnum höndum verkhygni sína og fje- lagsvitund ’í einleikjum og sam- leikjum. Þessi fræðilegi hluti bók arínnar endar með kafla um sál- arástand hins leikandi barns. Hjer virðist mjar sálarlíf barns- ins sjeð nokkuð einhliða og við- fangsefnið gert allmiklu einfald- ara en það er í raun og veru. Bn þar mun takmarkað rúm hafa neytt höfund til að vera sem stutt- orðastan. En úr því að leikhneigðin er svona rík í eðli barnsins, er hverj- um auðsæ nauðsyn þess, að veita barninu skilyrði til leikja, bæði að því er leikrými, leikföng og leikfjelaga snertir. Það er því mikilvægur þáttur í uppeldis- st.arfi foreldra, að sjá barninu fyrir hæfilegum leikföngum. í þessu efni hafa foreldrar oft syndgað mjög og látið fánýtan glysvarning spilla barninu, í stað þess að gefa því leikföng, sem orðið gætu því viðfangsefni. Dr. Símon leiðir Ijós rök að því, að uauðsynlegt sje og auðvelt að velja barninu þroskandi leikföng. Nefnir hann fjölda slíkra leik- fanga og gefur almennar reglur um, hversu velja skuli handa hverju aldursskeiði. — Margur kynni að ætla, að þessi leikföng væru of dýr fyrir almenning. En svo er ekki. Fram til þessa gilti á voru landi sú regla, að því „fínna“ sem leikfangið var, því dýrara var það. En framvegis má segja: Því betra sem leikfangið er, því ódýr- ara er það. Enn er ógetið eins þáttar í þess- ari bók, sem lesendur ættu að veita nákvæma athygli. Það eru mynd- irnar. Bókin er ekki „prýdd mynd- um“, heldur eru myndirnar mikil- vægur kafli í bókinni, sem lesa verður gaumgæfilega. Bókin er prýðileg að öllum frá- gangi og fremur ódýr, miðað við bókaverð á íslandi. Hún á erindi til allra foreldra og kennara. Hún hefir sannleika að segja og þekk- ingu að veita, sem mikilvæg geta orðið fyrir uppvaxandi kynslóðir. Dr. Símon á óskorað þakklæti skilið fyrir bók sína. Dr. Matthías Jónasson. Amatörar. Framköllun Kopiering — Stækkun. Fljót afgreiðsla. - Góð vinna. Aðeins notaðar hinar þektn AGFA-vömr. F. A. THIELE h 1. Ansturstræti 20. Bifreiðastððin Geysir símar 1633 og 1216 opin allan sólarhringinn. Munið það!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.