Morgunblaðið - 22.10.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.10.1938, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. okt. 1938. Slysavarnafjelagið enska hefir starfað í 114 ár, en aldrei hefir fje- lagið haft jafn mikið að starfa eins og á tímabilinu frá maí til október í haust. Björgunarbátar fjelagsins hafa þurft að fara 118 : ferðir út í strönduð skip og álíka mörgum mannslífum hefir verið bjargað frá druknun þenna tíma. ★ — Jóhannes, það vantar 100 krónur í peningakassann og eng- 1 inn hefir lykla að honum nema við tveir. — Jæja, við skulum þá láta 50 krónur hvor í kassann og tala svo ekki meira um það. * — Þjer hafið kallað mig asna. I Er það' rjett? — Já, en jeg hefi ekki sagt það. j ★ Samvaxnir tvíburar, svonefudir Síamiskir tvíburar, eru afar sjald gæft fyrirbrigði og aldrei hefirj það komið fyrir, að sama móðirin hafi tvisvar fætt samvaxna tví-v bura fyr en í ár. Kona ein, frú Sona Mluthi í Höfðaborg fæddi^ fyrir 15 mánuðum samvaxna tví- bura, og hefir nýlega aftur fætt síamiska tvíbura. ★ Trjesmiður einn í Serajevo hef- ir smíðað barnsvöggu, sem er all- sjerkennileg. Grammófónu er sett- ur í' samband við vögguna og hægt er að spila vögg\iljóð og segja barnasögur án þess að tefja sig á því að sitja við vögguna ★ Berlingske Tidende segir eftir- farandi sögu: Hópur Kaupmannahafnarbúa j var á bílferðalagi. Perðafólkið j nam staðar við bóndabæ tii að kaupa epli. — Af hverju eru engin horn á þessari k ú ? spurði stúlka ein, sem var með í förinni. — Ja, sagði bóndinn. Það er mismunandi. Sumar kýr fæðast hornlausar, aðrar stanga þau af sjer — en það einkennilega við þessa kú er, að það er — hestur! ★ — Jeg ætla bara að láta yður vita það, maður minn, að ef þjer getið ekki haft lægra í útvarpinu yðar, kalla jeg á lögregluna. — Bf útvarpið mitt er ekki nógu gott fyrir yður, getið þjer flutt í aðra götu. — Jeg vil bara benda yður á, að jeg bý í annari götu. Prá Róm berst frjett um það, að Italir eigi nú að hætta að þjera. Þetta nær einnig til kvik- myndahúsa og Jeikhúsa. Þá má um leið geta þess, að bannað er að. heilsast með handabandi á leiksviði. í þess stað eiga menn að heilsa með fasistakveðjunni. MÁLSHÁTTUR: Ef eldhús rýkur og kostur er í klefa, vantar ei vini. Kolaeldavjel óskast til kaups. Upp- lýsingar í síma 2902. U>í.<4S£íí!»í>8í>: Yil kaupa | Matvöruverslun ) | á góðum stað, o£ í full- | | um g'angi. Tilboð, merkt g | „Verslun“, leg'g'ist inn á | | afgr. Morg'unblaðsins I fyrir 25. b- m. Til Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis er altaf best að aka með okkar ágætu bifreið- um. í bifreiðunum er miðstöðvarhiti og útvarp. Sinai 1580. Steindór. JCaupskafmœ Samkvæmiskjóla efni, blúsu- silki, Kjólasilki. Alt í úrvali. Versl. Dyngja. | Púður og crem. Naglalakk, jVaralitur, Pigmentanolía, Nivea olía. Tannpasta, Handáburður, Naglaþjalir, Púðurkva,star. — Versl. Dyngja. Silkinærföt frá kr. 5.30 sett- ið, Silkibolir 2,35. Silkibuxur 2.75. Undirkjólar 6,75. Brjóst- haldarar frá 2,25. — Versl. Dyngja. ! Dömukragar, nýtt úrval frá kr. 2,50 stykkið. Barnakragar frá kr. 1,95. Dömubelti, breið og mjó á kr. 1,50 stykkið. — Versl. Dyngja. Satin í Peysuföt, fjórar teg- undir. Herrasilki í upphluta, tvær tegundir. Slifsi frá kr. 3.75. Svuntuefni frá kr. 5.63. Georgette í upphlutsskyrtur frá 4,20 í skyrtuna. Georgette í upphlutssett frá 11,25 settið. Versl. Dyngja. Kjólar og blúsur altaf fyrir- liggjandi. Einnig telpukjólar frá 1—12 ára. Saumastofan ^Uppsölum. Sími 2744. Lítið notuð 25/45 Hk. Wick- manns-vjel til sölu. Uppl. gefur Páll Þormar, Laugarnesveg 52. Sími 2260 og 4574. Ódýrir frakkar fyrirliggj- andi. Guðmundur Guðmundsson dömuklæðskeri. Kirkjuhvoll. Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN E Opin allan sólarhringinn. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, dropaglös með ----------- skrúfuðu loki, whiskypela og nokkuð stór. bóndósir. Sækjum heim. Versl. ----------- Hafnarstræti 23 (áður B. S. í.) Sími 5333. Hesmatrúboð leikmanna------- Bergstaðastræti 12 B: Á morg- un kl. 2 e. h. barnasamkoma; kl. 8 e. h. almenn samkoma. — Hafnarfirði, Linnetsstíg 2: Sam- koma á morgun kl. 4 e. h. All- ir velkomnir. Friggbónið fína, er bæjarins> besta bón. Bifreiðastöðin Geysir. Símair 1633 og 1216. Góðar bifreiðar upphitaðar. Opin allan sólar- hringinn. %Ke*tó£cts 1. nóv. byrjar næsta kvöld- námskeið fyrir þær, er vilja læra að taka mál, sníða og- máta. Einara Jónsdóttir, sauma- kennari, Skólavörðustíg 21. Kenni ódýrt: íslensku., dönsku, ensku, þýsku, stærð- fræði. Les með skólafólki. Und- irbý utanskólapróf. Til viðtals eftir kl. 20. Páll Jónsson, Leifs- götu 232. 5fyia2-fundi$ Tapast befir brúnt lyklaveskí með 4 lyklum. Sennilega á Langholtsvegi. Finnandi er vin- samlegast beðinn að skila því á afgreiðslu Morgunblaðsins gegn. fundarlaunum. E. Phillips Oppenhelaii: Miljónamæringur í atvinnuleit Ernest Bliss steig út úr bifreið sinni fyrir utan stóra hyggingu í Harley Street, þar sem Sir James Aldroyd hafði lækningastofu/ Hann hringdi dyrabjöil- unni, og þjónn hleypti honum inn í biðstofuna, há- tíðlegur á svip. Þegar Bliss sá, að þrír sjúklingar voru fyrir í bið- stofunni, var eins og honum fyndist sjer misboðið, og haun sneri sjer að þjóninum: „Jeg skrifaði Sir James og pantaði tíma kl. 11. Ger- ið svo vel að láta hami vita, að jeg sje kominn“. „Afsakið", sagði þjónninn kurteislega. „En hjer eru sjúklingarnir teknir í þeirri röð, sem þeir koma“. „Jeg verð, með öðrum orðum, að bíða hjer, uns röð- ín kemur að mjer?“ „Það er jeg hræddur um, ef þjer ætlið að hitta Sir James“. BIiss gerði sjer ekkert far um að dylja ólund sína, er hann fjekk sjer sæti. Hann var ungur maður, spilt- ur af of miklu dálæti, og kunni því illa að fá slíkar móttökur hjá lækni, sem hann lieiðraði með heiinsókn, Loks kom að því, að honum var vísað inn til lækn- isins. Sir James Aldroyd sat við skrifborð sitt og var að sbrifa í dagbók sína. Hann leit ekki einu sinni upp, þegar sjúklingurinn kom inn. En Bliss gekk rakleiðis inn og fjekk sjer óboðið sæti í stól, sem hann rjettilega taldi ætlaðan sjúklingunum. „Nafn mitt er Bliss“, byrjaði hann. „Jeg hefi skrif- að yður —■“. „Bíðið augnablik!“ tók læknirinn frain í fyrir hon- um. Bliss horfði höggdofa á hann. Honum var farið að renna í skap. Hann þorði samt ekki að malda í móinn, því að virðuleiki læknisins skaut honum skelk í bringu. Hann sat því kyr og beið átekta. Þegar Sir James liafði lokið við að skrifa, tók hann fram opið brjef og las það, án sýnilegs áhuga. — Þetta var brjefið, sem Ernest Bliss hafði skrifað honum. En sjúkdómseiukenni hans virtust lítið koma við læknir- inn. „Mr. Ernest Bliss?“ sagði hann og. sneri sjer að hon- um. „Þjer viljið láta mig rannsaka yður. Gerið svo vel að klæða yður úr“. Bliss gerði eins og honum var sagt og gekst undir almenna líkamsskoðun. Tíu mínútum síðar settist hann í stóliun, með úfið hár og óljósa tilfinningu um að liafa orðið fyrir per- sónulegri móðgun. Ilann fór sjer hægt að hueppa vest- inu og hafði ekki augun af lækninum á meðan. „Hversvegna komið þjer til mín?“ spurði sá síðar- nefndi. „Jeg veit ekki“, var hið dauflega svar. „Jeg var niðurdreginn — andlega og líkamlega — og datt í hug, að best myndi að vitja læknis“. Sir James Aldroyd hallaði sjer aftur í stóluum og horfði lengi á sjúklinginn. Það var augljóst, að hon- um var lítið um hann gefið. Augnaráð hans var kulda- legt og röddin kaldranaleg, er hann ávarpaði hann. „Hvað sögðust þjer heita?“ „Ernest Bliss“. „Aldur?“ „Tuttugu og fimm ára“. „ Atvinna ?“ „Atvinnaf Jeg hefi enga atvinnu". „Hvaða starfa þá? Eitthvað hljótið þjer að hafa fyr- ir stafni!“ Bliss liristi höfuðið og leit á lækmrinn, eins og til þess að sjá, hvaða áhrif orð iians myndu hafa. „Jeg þarf þess ekki. Jeg er sonur Bliss, skipaeig- andans. Jeg erfði nær miljón eftir hann, og síðan arf- leiddi frændi minn mig að hjer um bil annari miljón 'i. viðbót“. Sir James l,jet sjer livergi bregða. „Þjer eruð of ríkur til þess að vinna? Hvaða áluiga- mál hafið þjer? Eruð þjer íþróttamaður ?“ „Jeg veit ekki, hvort jeg get kallað mig íþróttamann.. Jeg hefi auðvitað iðkað íþróttir — á skólaárunum. Og jeg á stór veiðisvæði, bæði í Norfolk og Skotlandi. En jeg hefi litlar mætur á íþróttaiðkunum“. „Þjer liafið ekki áhuga fyrir neinu sjerstöku?“ „Nei. Jeg er dauðieiður á öllum sköpuðum hlutunTL. „Eruð þjer kvæntur?“ „Nei“. „Þjer farið seiut á fætur og seint í rúmið?“ „Já. Altaf. Mjer finst jeg ekkert erindi eiga á fætur á morgnana!“ „Og þjer segist enga matarlyst hafa?“ „Nei — enga“, svaraði sjúklingurinn. „Jeg hefi mist alla matarlyst. Verð að leita uppi eitthvað sjerstakt góðgæti, ef jeg á ekki að svelta“. Læknirinn hallaði sjer aftur í stólnum og virti sjúkl- inginn fyrir sjer, liugsi á svip. Þessi ungi maður var heldur aðlaðaudi að sjá. Nokk- uð fyrir neðan meðalhæð og grannvaxinn. Hann var klæddur samkvæmt nýjustu tísku, en kæruleysislegur í framkomu. Og þó liöfuðlag liaus væri ekki ljótt, yar andlit hans sviplaust og bar vott um veikleika. Hör- und hans var litlaust og veiklulegt; og höndin, sem hvíldi á borðinu, titraði ofurlítið. En hann var vel eygður, og drættirnir kringum munniun báru vott um greind og skilning fyrir því gamansama, þó óþroskað- ur væri. „Það, sem amar að yður, er meltingarleysi og veikl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.