Morgunblaðið - 01.11.1938, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.11.1938, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriöjudagur 1. nóv. 1938. Nýr forseti í Tjekkoslóvakíu Dr. Jaroslav Preiss. Kalundborg í gær F.Ú. Undanfarið hafa leiðtogar tjekkneskra stjórnmála- flokka í kyrþey rætt um hver verða skuli forseti ríkisins. Gengur um það víðtækur orð- rómur, að samkomulag sje þeg- ar orðið um það milli flokk- anna, að tilnefna einn af kunn- ustu bankamönnum landsins, dr. Jaroslav Preiss, forseta Stór- bankans Zivnostenska Banka í Prag. Þó fylgir það fregninni, að Slóvakar og Rúthenar hafi enn- þá ekki látið í ljósi óskir sínar um forsetann. íslendiagasög- urnar á sænsku Koma út á forlagi Bonnies Ðreska stjórnin klofin í vígbúnaðarmálunum Franska stjórnin slit- ur allri samvinnu Við kommúnista Italir og Þjóðverjar sam- mála um deilumá! Ungverja og Tjekka Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Enska þingið kemur saman á fund í dag og á meðal annars að taka afstöðu til vígbúnaðar- málanna. Er búist við hörðum deilum um vígbúnaðarmálin og ekki síst þar sem fyrirfram er vitað að óeining er innan stjórnarinnar sjálfrar um hvernig leysa skuli þessi mál. Sumir ráðherranna, þar á meðal hermálaráðherrann, Hore Belisha, vill að vígbúnaðinum verði hraðað sem mest og að sett verði upp sjerstök stjórnardeild til að annast um að nóg sje af nauðsynjavörum í landinu. Vill Hore Belisha að þetta ráðuneyti fái einræðisvald í þeim málum, sem kæmu til að heyra undir það. Aðrir ráðherrar, og í þeirra hópi er forsætjsráðherranh, Neville Chamberlain, trúa því, að ófriðarhættan í álfunni sje liðin hjá, að minsta kosti í bili. Telja þeir því algjörlega óþarft áð gera neinar sjerstakar ráðstafanir. Hræðsluæði grípur ameríska út« varpshlustendur Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær, Oteljandi amerískir útvarpshlustendur urðu gripnir óstjórnlegum ótta í fyrrakvöld og helt fólk að „Marsbúar“ hefðu ráðist á ýmsar borgir í Bandaríkjun um og væru að tortíma þeim með hinum ógurlegustu drápstækjum. Ástæðan fyrir þessari hræðslu fólksins var upplestur úr skáldsögu enska skáldsins H. G. Wells, „The war of the worlds“, en sú saga er ímynduð árás Marsbúa á íbúa jarðar. Upplestrinum var útvarpað frá stöðvum Columbia útvarpsfjelagsins og hafði verið skift um borgarnöfn í sögunni þannig, að öll nöfnin voru eftir nöfnum á amer- ískum borgum. Ótrúlegur f jöldi hlustenda helt að verið væri að lesa upp sannar frjettir í útvarpið. T. d. flúðu himdruð New Yorkbúa út úr íbúðum sínum með handklæði vafin um hÖfuð sjer, sem vÖm gegn gaseitrun. Margir heldu því fram, að þeir hefðu sjeð Marsbúa í hinum fáránlegustu herklæðum vopnaða dauðageisla- byssum. Hundruð fjölskyldna flúði undan hinum ímynd- uðu Marsbúum úti í skóga og jafnvel upp til f jalla. Víða í Suður-ríkjum Bandaríkjanna heldu menn að heimsendir stæði fyrir dyrum. 'íih / Á einum stað ruddist kona ein inn í kirkju, þar sem kvöldguðsþjónusta fór fram og hrópaði: Útvarpið segir að New York sje í rústum. Presturinn varð að aflýsa guðsþ jónustunni. Það var ekki fyr en löngu eftir að upplesturinn fór : i fram í útvarpið að hægt var að sefa hlustendur og láta þá skilja, að aðeins hefði verið um skáldsögu að ræða. Khöfn F.Ú. Albert Bonnier’s bókaforlag- ið í Stockhólmi sendir innan skamms á bókamarkað- inn þriðja þindi sitt af íslend- ingasögum í sænskri þýðingu, eftir Hjalmar Alving lektor. Er hjer um úrval Islendinga- sagna að ræða, sem Alving lekt or hefir gert í samráði við Sig- urð Nordal prófessor. Bindin verða fimm alls. 1 fyrstu tveim- ur bindunum voru þessar sög- ur: Eyrbyggja saga, Laxdæla saga, Gísla saga Súrssonar og Grettis saga Ásmundarsonar. I þriðja bindinu verða Egils saga Skallagrímssonar og Gunn laugs saga Ormstungu, en í seinustu tveimur bindum þessa úrvalssafns verða Njáls saga, Bandamanna saga, Víga-Glúms saga, Hrafnkels saga og Hænsa^ Þóris saga. Hverri sögu um sig fylgir. formáli, skýringar og uppdrætt- ir af þeim hjeruðum íslands, þar sem -sögurnar gerast. Til sönnunar því, hversu mikill áhugi er fyrir íslendinga; sögum er vert að geta þess, að þessi sænska útgáfa hefir vaki$ mjög mikla athygli, ekki aðeíns um ^ervalla Svíþjóð, heldur og víða annars staðar. Ungbarnaavernd Líknar, Templ- arasundi 3, er opin á þriðjudögum og föstudögum kl. 3—4. Þeir telja, að ef sett væri á stofn ráðuneyti sem gæti lagt hömlur á iðnaðinn eftir vild, piyndi af því leiða, að útflutn- ingur minkaði stórum frá land- inu og það myndi aftur hafa í för með sjer fjárhagslegt tap fyrir alla þjóðina. Talið er, að Sir Neville Henderson, sendiherra Breta í Berlín muni innan skamms flytja Hitler friðartillögur frá Chamberlain, sem búist er við að muni leiða til friðsamlegrar lausnar á þeim vandamálum, sem nú eru uppi með Evrópu- þjóðunum. BREYTINGAR Á BRESKU STJÓRNINNI. London í gær F.Ú. Nokkrar breytingar hafa ver- ið' gerðar á stjórn Bretlands. Éru þær í því fólgnar, að Sir John Anderson, fyrverandi land gtjóri í Bengal hefir verið skip- aður konunglegur innsiglis- vörður. Þá hefir Runcimann lávarður verið skipaður forseti einkaráðs konungs. Loks hefir ^alcolm Mac Donald verið skip aður samveldismálaráðherra og gegnir hann því ásamt nýlendu- málaráðherra embættinu. FRANSKA STJÓRNIN OG KOMMÚNISTAR. Á flokksþingi radikal-social- istaflokksins í Marseille var formlega slitið allri samvinnu við kommúnista. Það er enn eigi kunnugt hvaða afstöðu kommúnistar taka nú til stjórn- arinnar en í París er nú farið að ræða um, að svo kunni að fara að stofnað verði til al- mennra þingkosninga áður langt líður. SAMKOMULAG UM DFJLU TJEKKA OG UNGVERJA. Eins og áður hefir verið get- ið, hafa ítalir og Þjóðverjar tekið að sjer að fella úrákuVð í deilu Ungverja og Tjekka og hafa báðir deiluaðilaí fallist á að sætta sig við úrskurðihn. Út- anríkismálaráðherra Tjekkó- slóvakíu og Ungverjalands fara til Vínarborgar og koma þár fram fyrir hönd ríkisstjórna sinna, er úrskurðurinn verður kveðinn upp, 2. nóvember. Var þetta tilkynt í Berlín í gærkvöldi, eftir komu von Ribbentrops frá Rómaborg. Undirbúningur fer fram í Tjekkóslóvakíu á afhendingu þeirra hjeraða sem Tjekkar hafa fallist á, að Ungverjaland fái. Fulltrúar þeirra koma sam- an á fund á morgun í Bratislava til þess að ræða þessi mál. NÝIR MENN I FRÖNSKU STJÓRNINA. Fregn hefir borist um það, að Mót norrænna h j úkrunarkvenna á íslandi að sumri FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Khöfn í gær F.Ú. Nefnd sem vinnur að sam- vinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum kemur saman í Kaupmannahöfn á fimtudag. Frú Sigríður Eiríks er formað- ur nefndarinnar. Nefndin ætlar sjer að þessu sinni að undirbúa mót norrænna hjúkrunarkvenna á íslandi sum- arið 1939. Er búist við, aö mörg hundruð hjúkrunarkonur verði í förinni og að leigt verði sjer- stakt skip til hennar. „Mein Kampl“ og sverðið Londoii í gær. FÚ. Qöbbels, út.breiðslumálaráð- herra Þýskalands, hefir haldið ræðu og lagði áherslu á. að Þjóðverjar sæktu frarn sam- kvæmt þeirri stefnu, sem Hitler liefði 'gert greiu fyrir í bók sinm ,,Meih Kampf“. Þjóðverjar sækja fram, sagði Göbbels, með bðkina „Mein Kampf“ í annari hendinni, en sverðið í liinni. Vaxandi vinsæld- ir Elsu Sigfúss Khöfn í gær F.Ú. Söngmærin Elsa Sigfúss á vaxandi hylli að fagna í Danmörku og víðar. Grammó- fónplötur, með dönskum og ís- lenskum söngvum er húh hef- ir sungið, eiga miklum vihsæíd- um að fagna og nýlega héfir hún sungið sænsk 1 jóð og hlot- ið mikið lof fyrir. Annaðist móðir hennar frú Valborg Ein- arsson, úndirleikiijn. Er sala á grammófónplötum þe'ssum byrjuð fyrir nokkru. 'v- Elsa Sigfúss var fyrir nofeicru kjörin dómari á söngkeþni, sem fram fór í stóra salnum í Oddfellowhöllinni í Kaup- mannahöfn. VILJA EKKI LÚTA STJÓRN HITLEKS London í gær F.Ú. Tanganyika voru haldnir íjölmennir fundir í gær til þess að mótmæla því, að Þýska- land fái Tanganyika aftur! —- Bændur og aðrir íbúar Tánga- yika voru hvattir til þess að b’ sig undir að verja sig og lönd sín með vopnum, ef þörf krefði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.