Morgunblaðið - 25.11.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1938. Þráðurinn frá Miinchen tekinn upp Chamberlain fór á fund Windsor- hertogans (fyrrum Edward VIII) Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. SAMKOMULAGIÐ um orðalagið á vináttuyfirlýsingu. Prakka og Þjóðverja náðist á síðustu stundu, áður en hresku ráðherrarnir komu til Parísar. Það hefir nú verið stað- fest í Berlín, að von Ribbentrop fari til Parísar, til þess að undirskrifa þessu yfirlýsingu innan skamms. Það er fullyrt, að Þjóðverjar hafi lagt geysi mikið kapp á að fá þenna samning við Frakka og er litið á það sem fyrsta vott þess, að þeir finni til óþæginda af einangrun þeirri, sem þeir hafa skapað sjer með ofsóknum sínum gegn Gyðingum. J í Berlín er því þó haldið á lofti, að samningurinn nái því aðeins fram að ganga, að engin stygðarorð verði látin falla ' til Þjóðverja á fundi bresku og frönsku ráðherranna í París, og þá fyrst og fremst ekki gegn nýlendukröfum þeirra. Þjóðverjum virðist ætla að verða að þessari ósk sinni. Ummæli Mr. Chamberlains við frjettaritara Reuters í kvöld (sjá 5. dálk) eru skilin á þá leið, að hann ætli að taka upp þráðinn, frá Miinchen, sem var látinn niður falla á meðan æsingarnar út af Gyðingaofsóknunum voru mestar. Með fransk-þýska samningnum er talið að brautin sje rudd til náinnar samvinnu milli Frakka og Þjóðverja, bæði í stjórnmálum og viðskifta- og atvinnumálum. Njósnir fyrir Franco í Danmörku Khöfn í gær. FÚ. RJÁTÍU manns hafa nú verið teknir fastir í Dan- mörku í njósnarmálinu, sem þar er á döfinni. Hefir það nú eúrnig komist upp að njósnar- amir höfðu undirdeild í Málm- ey, þar sem njósnum var hald- ið uppi fyrir stjóm Francos á Spáni um siglingar rússneskra skipa og þeirri vitneskju kom- ið til vopnaðra skipa frá Fran- CO í Norðursjónum. Steincke dómsmálaráðherra Dana hefir nú í undirbúningi frumvarp til laga sem mjög herðir á refsingu fyrir njósnir. Mörg skip á vegum spönsku Stjórnarinnar hafa leitað nauð- hafnar í Noregi og skýra skip- Stjórarnir svo frá, að þeir hafi yerið eltir af skipum Francos. NAZISTI HANDTEKINN í DANMÖRKU. Kalundborg í gær. FÚ A N S K I nazistaforinginn Wilfred Petersen og ann- ar nazisti, hafa verið teknir fastir, ákærðir fyrir að hafa hrætt fje út úr mönnum í þágu nazistaflokksins. Höfðu þeir hrætt út úr einum manni rúm- ar 2000 krónur með hótunum um að skrifa níðgreinar um hann í flokksblað sitt. Höfðu þeir farið fram á að fá meira fje, en þá tók maður- inn það ráða að snúa sjer til lögreglunnar. Verkfallsðeirðir I Frakklandi London í gær. FÚ. eirðir urðu í dag í Valen- nennes í Frakklandi milli verkfallsmanna og lögreglunn- ar. Verkfallsmenn eru nú orðn- ir samtals 39 þúsund. Verkfallsmenn hafa víða neítað að fara úr verksmiðjum og námum. Meðal annars hafa náma- menn þar náð algerlega á sitt vald námujárnbraut, sem er 31 metra á lengd. Innisetuverkföll eru háð í allmörgum verk- smiðjum í París og grend, m. a. í einni flugvjelaverksmiðju. Bretar tiefðu ekki hopað f strfði Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. IR Samuel Hoare innanrík- isráðherra Breta hefir mót- mælt því í ræðu í dag, að Mr. Chamberlain hafi látið undan fyrir Hitler í Munchen, vegna þess að Bretar hafi verið illa viðbúnir styrjöld. Sir Samuel segir að breska stjórnin hafi að vísu rætt um vígbúnað þjóðarinnar og ekki farið dult með það, sem ábóta- vant hafi verið. „En ef styrjöld hefði brotist út, hefðum við hvergi hopað fyrst í stað og verið ósigranleg- ir, þegar liðið hafi á styrjöld- ina“, sagði Sir. Samuel. Liðssamdfáttiir Ungverja og Pólverja við Rutheniu Frá frjettaritara vórum. Khöfn í gær. kvöld hafa borist fregnir frá Prag um að Ungverjar og Pólverjar dragi saman herlið við landamæri Rutheníu. — I sömu fregn segir, að stöðugt fleiri sjálfboðaliðasveitir Pól- verja ráðist yfir landamærin inn í Rutheníu og stofni þar til óeirða. Þessi mál er talið að borið hafi á góma er Hitlar og Karol Rumeníu koiiungur ræddust við í Berchtesgadem. í dag. Karol konungur er á heimleið frá Englandi. Bæði Rúmenar og Þjóðverjar eru andvígir því, að Ruthenía verði sameinuð Ungverjalandi, og Ungverjar og Pólverjar fái á þann hátt sameiginleg landa- mæri. STJÓRNARSKIFTI í UNGVERJALANDI. Stjórnin í Ungverjalandi sagði af sjer í gær, eftir að hafa borið lægra hlut í at- kvæðagreiðslu í þinginu. — I dag sendi Horthy, ríkisstjóri þingið heim fram yfir mánaða- mót til þess, að því er talið er, að gefa Imredy, sem var for- sætisráðh. í fyrra ráðuneytinu tækifæri til þess að reyna að mynda nýja stjórn. LlK MAUD DROTNING- AR TIL NOREGS Á MORGUN. Kalundborg í gær. FÚ ÁÐGERT er að breska herskipið „Royal Oak“ komi með kistu Maud drotning- ar til Oslo um miðjan dag á laugardag. Með skipinu eru Hákon konungur og Ólafur rík- iserfingi. Klukkan 15 verður kistan flutt í land og í kapelluna í Akershus og fer þá fram stutt minningar guðsþjói.usta, sem útvarpað verður í Noregi og endurvarpað yfir Norðurlanda- stöðvarnar. f veðrinu mikla um síðustu helgi slitnaði vjelbáturinn Skalla- grímur af legu á Húsavíkurhöfn. Rak hann á land og brotnaði. FU. Hverfur hertoginn aftur heim til Englands? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Mr. Chamberlain, forsætisráðherra Breta, og Halifax lávarður fóru í kvöld á fund her- togans af Windsor (fyrrum Edwards VIII.) í París. í Englandi hafa þessi tíðindi vakið feikna A,ttij(gli og eru talin standa í sambandi við ósk, sem sagt er ,að„hac- toginn af Windsor hafi látið í ljós við bróður sinn, hertog- áttn af Gloucester nýlega, um að fá að setjast að í Englandi. Mr. Chamberlain Ijet flytja hertoganum af Windsor þau boð í dag, að hann væri staddur í París og svaraði hertoginn þá um hæl og bað hann um að heimsækja sig, í gistihúsið þar sem hann býr, í kvöld. EKKI HITT ÆTTINGJA SÍNA FYR. Hertoginn af Windsor hefir ýmist dvalið í Suður-Frakklandi, eða í París, frá því að hann lagði niður konungdóm fyrir nær rjettum tveim árum. Fyrst í stað hafði hann ekkert samband við bresku stjórnina eða bresku konungsfjölskylduna. f fyrrasumar hitti hann Duff-Cooper, sem þá var hermála- ráðherra Breta, í París. En hann hefir enga ættingja sína úr konungsfjölskyldunni hitt fyr en í byrjun þessa mánaðar. Næst yngsti bróðir hans, her- toginn af Gloucester og kona hans komu þá við í París á heimleið frá Afríku. Ræddust bræðurnir við í þrjár klukku- stundir. Mælt er og að fallið hafi hið besta á með hertogafrún- um.. „LANGT ÞANGAÐ TIL“. Það var við þetta tækifæri sem sagt er að hertoginn af Windsor hafi látið í ljós ósk um að fá að hverfa heim til Englands. Þegar hann lagði nið- ur konungdóm var ekkert tekið fram sjerstaklega um að hann gæti ekki átt afturkvæmt til Englands. En alment var talið, að honum hafi verið sett eitt- hvert skilyrði í þessa átt. Sjálfur sagði hann í kveðju- ræðu sinni, að ef til vill yrði laú.gt þangað til að hann kæmi aftur til ættjarðar sinnar. EINDRÆGNI Fundi bresku og frönsku ráSherranna í París lauk x kvöld. Hófst fundurinn eft- ir að bresku ráðherrarnir höfðu setið árdegisveishi hjá Lebrun forseta. í opinberri tilkynningu, sem gefin var út eftir fundinn, segir að samkomulag hafi orðið milli ráðherranna í öllum atriðum. Segir að rætt hafi verið um landvarnamál og ástandið í Austur-álfu og að fyrir hafi legið hin væntanlega vináttu- yfirlýsing Frakka og Þjóðverja. Einnig mun hafa verið rætt um Spán (skv. Lundúnafregn FÚ). í sömu fregn segir að samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hafi ráðherrarnir komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært að veita Franco hernaðarrjettindi. 'BCÍ IV({ UMMÆLI CHAMBERLAINS I samtali við f r j ettaritara Reuters eftir fundinn sagði Mr. Chamberlain að stórt friðarspor væri stigið með fransk-þýsku yfirlýsingunni, sem væri í svip- uðum anda og yfirlýsingin, sem hann og Hitler skrifuðu undir í Munchen. „Markmið okkar tr að varðveita friðinn, ekki að eins í bili, heldur og í fram- tíðinni“, sagði Chamberlain. Konur bresku ráðherranna hafa verið önnum kafnar í Par- ís^í dag, meðal annars hafa þær heimsótt franska hermenn úr heimsstyr j ödlinni. STÓRMEISTARA- SKÁKMÓTIÐ. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. EFTIR tíundu unuero á meistaraskákmótinu í Hol- landi, standa leikar þannig: Fine og Keres hafa 61/2 vinn- ing, Botwinnik, Aljechin og Capablanca 5, Reshevsky 4i/£>, Euwe 314 og Flohr 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.