Morgunblaðið - 25.11.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1938, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. nóv. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Bæfarstfóroin vill ekkibæfar sfjórann aftur Uppsögn var tekin gild og staðan auglýst jmmm—m m m m Bæjarstjórn Norðfjarðar hjelt fund í fyrrakvöld og var þar rætt um símskeyti það frá ríkis- stjórninni til fráfarandi bæjarstjóra, þar sem skorað var á hann að afturkalla uppsögn sína. BæjarstjórinK fyrverandi, Eyþór Þórðarson, lýsti yfir því á bæjarstjórnarfundinum, að hann myndi verða við tilmælum ríkis- stjórnarinnar og afturkalla uppsögnina. Út af þessu spunnust miklar umræður, og var meirihluti bæjar- stj&rnár þeirrar skoðunar, að uppsögnin hefði verið tekin til greina af'b&jarstjórninni, og hún gert strax sínar ráðstafanir í samrænú við það, auglýst stöðuna o. s. frv. Málið var ekki útrætt á fundin- um í fyrrakvöld, og annar fund- ur haldinn í bæjarstjórninni síð- degis í gær. Þar samþykti meirihluti bæjar- stjórnar að svara skeyti ríkis- stjórnarinnar til forseta bæjar- stjórnar og fyrverandi bæjar- stjóra með svohljóðandi ályktun, sem var símuð ríkisstjórninni: „f tilefni af símskeyti atvinnu- málaráðuneytisins dags. 23. nóv. lítur bæjarstjórnin svo á, aS bæj- arstjóra Eyþóri Þórðarsyni hafi borið að segja upp starfinu með hæfilegum uppsagnarfresti. En hinsvegar vill bæjarstjórnin taka það fram, að á bæjarstjórnar- fundi 17. nóv. tók bæjarstjórnin uppsögn bæjarstjórans á starfinu gilda, og auglýsti jafnframt starf- ið laust til umsóknar, sem bæjar- stjórnin telur sig hafa fullan rjett 11. grein laga iim Álít- ur því bæjarstjórn að Eyþór sje algerlega laus við starfið, nema hann sje ráðinn að nýju. Umbiðst því úrskurður sá, sem 5 bæjarfulltrúar hafa óskað eftir að ráðuneytið feldi um ágreinings atriði þeirra við forseta". Er af þessu ljóst, að ekki cr frið ur enn saminn austur þar. Ann- ars virðist framkoma bæjarstjóra harla unarleg. Einn daginn rýkur hann upp og segir af sjer starf- inu. En svo næsta dag virðist hann sjá eftir öllu sarnan og fær þá ríkisstjórnina til að „úrskurða" sig inn aftur. Sjálfsagt eru ein- hver takmörk fyrir því, hve lengi er hægt að leika svona skípaleik. til samkvæmt bæjárstjórn í Neskaupstað. Innlend bátasmíði Fyrsta Munins skip útgerðarfjelagsins á ísafirði hljóp aí stokkunum 17. þ. m. Skipið er rúmlega 24 smálestir að stærð og -stærsta skip, sem hefir verið smíð- að á Vestfjörðum. í skipinu er 90 hestafla diesel-vjel. Bárður Tómasson smíðaði skipið. Afli hefir verið góður í ísafjarð ardjúpi undanfarið. Þrjátíu og fimm trillubátar og árabátar úr Isafjarðarkaupstað stunda veið- ar. (FÚ). Ný sljórn i V. R. Aðalfundur i gær A Jakobína Johnson, sem allir ís- lendingar munu kannast við frá komu hennar hingað til landsins, hefir samið litla ijóðabók, sem hún kallar Kertaljós, og kemur í bóka- verslanir í dag. Þessi ágæta kona hefir unnið að því öllum stundum að halda á lofti heiðri okkar vest- an hafs, og gert það með prýði. Ljóðabókin er falleg að útliti og þeir, sem kynst hafa skáldskap hennar, efast ekki um, að hún liafi margt fallegt að geyma. ðalfundur Verslunarmannafje- lags Reykjavíkur var hald- inn 24. þ. m. og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Formaður var kosinn Friðþjóf- ur Ó. Johnson í stað Egils Gutt- ormssonar kaupmanns, sem mælt- ist undan endurkosningu, eftir að hafa verið formfeður fjelagsins í fjögur ár. Meðstjórnendur voru kosnir þeir Bogi Benediktsson og Sigurð- ur Jóhannsson (endurlcosnir) og ennfremur Egill Guttormsson. Fyrir eru í stjórninni þeir Ás-. geir Ásgeirsson, Árni Ilaraldsson og Stefán G. Björnsson. í varastjórn voru kosnir Gísli Sigurbjörnsson, Hjörtur Hansson og Óli J. Ólason. Endurskoðendur voru endur- kosnir Einar Björnsson og Þor- steinn Bjarnason. Síðan fór fram kosning í fasta- nefndir og til annara starfa. „Gyðin^ar kveikia bál bolsiiismansw Þessi mynd er frá sýningunni: „Hinn eilífi Gyðingur“ í Berlín. Eru sýndar myndir frá ýrnsum löndum og þær settar í umgjörð, sem sýni landamæri hvers ríkis. Yfir stendur-. „Gyðingar kveikja bál bolsjevismans“. Mót norrænna hfúkrunarkvenna: 600 hjúkrunar- konur koma hing- að að sumri Samtal við Sigríði Eiríksdóttur Frú Sigríður Eiríksdóttir, formaður Fjelags ísl. hjúkrunarkvenna, var meðal farþega á GulL fossi frá útlöndum síðast. 3 Kom hún frá Kaupmannahöfn, en þangað fór hún til þess að sitja fund formanna fimm hjúkrunarkvennafjelaga á Norðni'löndum, ræða nánar um hið væntanlega hjúkrunarkvennamót, sem Fjelag ísl. hjúkrunarkvenna gengst fyrir í Reykjavík næsta sumar, og þá sjer- staklega að ráða skip til fararinnar. Styrkur boðinn til byggingu vjelbáta All aöTo-255 ; kostnaðarverðs - a^_aaaaaa_ SVO sem kunnugt er, var sjómönnum í lögunum um fiskimálanefnd boðið upp á sjerstök fríðindi til togara- kaupa. Var þeim boðinn ríkisstyrk- ur, alt að 25% kostnaðarverðs, og þurftu sjálfir ekki að leggja fram nema 15—20% kostnað- arverðs. Síðar var þeim boðið lán, sem svarar alt að helmingi hins áskilda framlags þeirra. Þessi fríðindi hafa nú staðið til boða í meira en ár, án þess að nokkur hafi viljað líta við þeim. Svona er nú trúin á stór- tækustu framleiðslutæki okkar Islendinga, og er vissulega ekki von að vel fari meðan ástandið er þannig. Fiskimálanefnd átti að út- hluta þessu styrktarfje, og hún situr með 200 þús. krónur í höndum, sem enginn vill þiggja. Nú hefir ríkisstj órnin ákveð- ið að breyta til og bjóða fjeð til kaupa á vjelbátum, ef ein- hver skyldi vilja þiggja. Birtist hjer í blaðinu í dag tilkynning frá fiskimálanefnd um þetta. Segir þar, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að verja á næsta ári alt að 200 þús. kr. úr Fiski- málasjóði, til styrktar byggingu vjelbáta, og geti styrkurinn numið alt að 20—25% af kostn aðarverði bátanna. „Styrkurinn verður veittur sjómönnum og FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. — Er nú afráðið, að skemti- ferðaskipið ,Stavangerfjord‘ flytji hjúkrunarkonurnar hingað, sagði frú Sigríður, er frjettaritari Morg- unblaðsins hitti hana að máli. — Þær verða 600 alls, en auk þess verður rúm fyrir 100 farþega aðra. Enda mun það koma sjer vel, þar sem margir ferðamenn mnnu hafa hug á að koma til íslands og vera fáeina da'ga nm kyrt. Skipið leggur af stað frá Osló 19. júlí og á að koma hingað 22. júlí, verður því aðeins hálfan þriðja sólarhring á leiðinni. Hjer verður það í 5 daga, meðan mótið stendur yfir, og fer síðan norður til Akurevrar. • Með þessu móti verður hjúkr- unarkonunum og hinum öðrum farþegum gert kleift að fara land- veg norður og taka skipið þar, eða sigla með ströndum landsins, en þær hafa látið í Ijós mikinn á- huga fyrir því að kynnast landi og þjóð, eins vel og föng eru á. Eins og fyr segir, heldur frú Sigríður áfram, stendur mótið yfir í 5 daga, frá 22. júlí til 26. Fund- arhöld verða í 2 daga, og fara þan fram í Gamla Bíó. Þrír dagar eru síðan ætlaðir til ferðalaga. austur til Þingvalla, Geysis, um nágrenni Reykjavíkur o. fl. — Það er Fjelag ísl. hjúkruyk- arkvenna, sem efnir til þessa móts? -— Já, stjórn fjelagsins hefir allan veg og vanda af því, og hefir sjerstaka undirbúningsnéfncl sjer til aðstoðar við undirhúning allan og ýmislegt í samhandi við mótið. — Eins og lætur að líkum, segir form. að lokum, — er það ósk okkar allra að vel megi takast með þetta fjölmenna mót hjúkrun- arkvenna, sem koma hingað frá öllum Norðurlöndunum, svo að það megi verða bæði landinu og hjúkr- unarkvennastjettinni til sóma. GIN- OG KLAUFAVEIK- IN í NOREGI. Oslo í gær. £N og klaufaveiki er kom- in upp á þremur jörðum til í Baastad. Alt hjeraðið er nú einangrað. Kostnaður fyrir ríkið verður um miljón krónur af veikinni í þessu hjeraði. (NRP—FB).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.