Morgunblaðið - 22.12.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1938, Blaðsíða 3
Fimtudagur 22. des. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Minningarorð um Jónas Jensson Einar Magnússon sextugur í dag T dag fer fram á Akureyri jarðarför Jónasar Jensson- ar símritara, kjörsonar Friðjóns Jenssonar læknis. Hann var fæddur í Hafnarfirði 1. okt. 1905. Foreldrar hans voru Jón Jónsson skólastjóri og Valgerð- ur Jensdóttir, kennari, systir Friðjóns. Jón faðir hans var hinn mesti áhugamaður um stjórnmál, en dó ungur. Jónas lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1922. Eftir það sneri hann sjer að símritara- starfi og var einn af fyrstu mönnum, sem útskrifuðust af Loftskeytaskólanum 1923. ■— Líæstu þrjú ár gegndi hann sím ritarastörfum á Akureyri, Siglu firði og Vestmannaeyjum. Árið 1926 var hann skipaður símrit- ari á Seyðisfirði og dvaldi þar til ársins 1934, að hann fluttist til Akureyrar. Á Seyðisfirði kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Idu Antonsdóttur, og eignuðust þau eina dótttur. Þeim sem til þekkja kemur saman um að Jónas hafi reynst hinn nýtasti starfsmaður, sök- um samviskusemi sinnar og hæfileika. En þótt Jónas gengi að starfi sínu með mikilli alúð, vanst honum engu að síður tími til þess að leggja drjúgan skerf til þjóðmálanna. Hann var, Læði á Seyðisfirði og Akureyri, í fylkingarbrjósti ungra Sjálf- stæðsmanna og formaður fje- iags þeirra á báðum þessum stöðum. Jónas Jensson var einarður maður og hreinskilinn. Þek' kyntust honum, munu allir á einu máli um það, að með hon- um sje hniginn í valinn ágætur starfsmaður, óvenjulegur áhuga maður og góður drengur. Arni Jónsson. Allir verða varir við jóla- sveina fyrir jólin. Margir búð- argluggar eru skreyttir með jólasveinum, blöðin eru full að myndum af þeim. Lifandi jóla- sveinn hefir sjest hjer í búðar- gluggum við og v;^, og hefir þá altaf verið margt um mann- inn þar fyrir utan til að horfa á. , Þessi jólasveinn hefir annars skapað saklausa jólagleði, og nú þegar hinar ýmsu jólaskemt- anir fara að byrja, þá ættu menn að nota sjer aðstoð hans. Nú ætlar hann einnig að taka upp þá nýbreytni að ganga milli manna á aðfangadags- kvöld með jólagjafir sem menn senda vinum sínum, og flytja úskir um gleðileg jól. Einar Magnússon skólastjóri í Gerðum er sextugur í dag. Hann er fæddur að Miðhúsum í Garði, sonur merkis- og atorku- hjónanna Magnúsar Þórarinssonar og Guðrúnar Einarsdóttur. Um tvítugsaldur byrjaði Einar að kenna við barnaskóla Gerða- hrepps og hefir haldið því starfi síðan eða óslitið nm 40 ára skeið. Munu þeir fáir er svo langan kennaraferil hafa að baki sjer og það við sama skólann. Hann hefir alla tíð verið sjerstaklega vel lát- inn sem kennari og skólastjóri, skyldurækinn og vandvirkur í starfinu. Hefir hann hlotið óskifta virðingu nemenda sinna og minn- ast þeir hans allir í dag með þakk- læti og hlýjum liuga. Fleiri hugðarefni -hefir Einar Magnússon átt en kenslustarfið og þá einkum bindindis- og kristin- dómsmál. Gæslumaður barnast. hjer í Garði hefir hann veriS í 30 á*r og jafnframt starfað ötulleg.a í áratugi í st. „Framför". Yíð- sýnum og frjálslyndum kristin- dómi ann liann af hjarta og trúir á mátt hans til þess að ummynda og fegra mannlífið alt. — Vart hefi jeg þekt kirkjuræknari mann en hann og munu fjölmargir kirkjugestir minnast þess með þakklæti ásamt organleikurum Utskálakirkju, að ávalt hefir hann verið og er enn reiðubúinn til þess að syngja í söngflokk kirkj- unnar. Ýms trúnaðarstörf hafa Einari skólastjóra verið falin af hrepps- búum. í hreppsnefnd Gerðahrepps hefir hann setið, safnaðarfulltrúi og sýslunefndarmaður er hann nú og enn fleiri trúnaðarstörf hefir hann með höndum. Einar er kvæntur Matthildi Finnsdóttur frá Kjörseyri í Hrúta- firði, hinni ágætustu konu. Er heimili þeirra vinsælt með af- brigðum og gestrisni þeirra hjóna fjölmörgum kunn. Hefir þaðan breiðst út áhugi fyrir söng og hljómlist, enda er frú Matthildur lífið og sálin í sönglífi bygðar- lagsins. Á þessum afmælisdegi Einars skólastjóra munu þeim hjónum berast kveðjur og þakkir víðsveg- ar að fyrir vel unnið starf og staðfasta vináttu ásamt einlægum óskum um fagra og bjarta framtíð. E. B. Foreldrablaðið, sem gefið er út af stjettarfjelagi barnakennara í Rvík, er nýkomið út. Flytur marg ar greinar um skóla- og uppeld- ismál. Árni Friðriksson Ámi Friðriksson magister á fertugs- afmæli í dag. Hefir Sigfús Elíasson beðið blaðið fyrir eftirfarandi afmæliskvæði til hans: Á þig vil jeg yrða, Árni. Vilt þú beyra? Störf þín vitrir virða, vilja ljá þjer eyra. Hugur hvarflar stundum heim að bemsku slóðum, þar með æsku undum öldugjálfursljóðum. ? Oft jeg sá þig einan útá sjóinn líta, sveininn hugarhreinan. Hrönnin mjallahvíta fjell og* flúðir stundu. Fanginn varst af sænum, meðan ærslum undu ýmsir nærri bænum. Þyrsklingurinn þráir þaramiða-næði. Jlafmey hörpu dáir. Hafið geymir kvæði skráð á skerjagróður skímm rúnastöfum. Lelndur lífsins óður liggur dýpst í höfum. Síst um þessa þætti þig jeg mætti fræða. Vissir hljóm og hætti hafsins dýru kvæða ungur öðram betur. íslensk tunga geymi fræðin færð í letur, fram þótt árin streymi. Með þjer Faxaflóa friða gæfan ætti. Mættu miðin gróa, margra hag það bætti. Arnfirðingur áður afrek landi veitti, djarfur, seinna dáður, dýrrar orku neytti. Vargar vilja ræna, vjein dým brjóta. Eyjan iðjagræna argra geldur þrjóta. Helga þó í hættu hana ei mun saka. Jón og Jónas mættu jafnan hjá þjer vaka. Dunar fossinn fagur fjöllin bergmál óma, roðna, rennur dagur, röðull tendrar ljóma. Fugl um fegurð syngur. Frelsið þar á heima. Enginn Arnfirðingur ómum þeim skal gleyma. Fertugum þjer, fróði, 'fagna jeg í kvæði, því að litlu ljóði lætur vökunæði. Spakur lastar spanið. Spekin há þig styðji. Fyrirgef þú flanið, fóstri, Dala niðja. Sigfús Elíasson. BlaS lýðræðissinnaSra stúdenta er lcomið út. í blaðinu er m. a.: Ræða Pjeturs Magnússonar flutt af svölum Alþingishússins 1. des. Ræða Sigurðar Bjarnasonar, for- manns stúdentaráðs, flutt í út- varpssal 1. des. og ræða Bárðar Jakobssonar, flutt í Gamla Bíó s. d. Ennfremur kvæði eftir Er- lend Sigmundsson, o. fl. Blaðið er hið vandaðasta og prýtt mörg- um myndum. Blaðið verður selt á götunum í dag og ættu bæjarbú- ar að kaupa það og kynna sjer málefni stúdenta. Áramótadansleik heldur knatt- spyrnufjel. Fram að Hótel ísland á gamlárskvöld. Jólatrjesskemtun Skipstjóra og stýrimannafjelagsins ALDAN verður haldinn að Hótel Borg 27. desember kl. 5 e. hád. Aðgöngumiðar seldir í Veiðarfæraversluninni Geysi og hjá Guðmundi Sveinssyni, Bárugötu 17. Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis verður lokaður laugardaginn 31. desember 1938 og mánu- daginn 2. janúar 1939, vegna vaxtaútreiknings. er besta og ódýrasta barna- bókin. Gefið drengnum yðar hana í jólagjöf. Mikið úrval af I útlendum ý oginnlendum | Bókum Jólagjafir við allra hæfi, Bókaverslunir. Mímir Austurstræti 1. Sími 1336. Grtffar og' ódýrur f4]abæbnr: VERALDARSAGA WELLS. Guðm. Finnboason íslensk- aði. — 316 bls. þjettletraðar í Skírnisbroti. 20 upp- drættir. Verð: 6 krónur. í vönduðu bandi 9 krónur. SÁLKÖNNUNIN. Eftir Alf Ahlberg. — Jón Magnússon þýddi. — 64 bls. þjettletraðar. Verð: 2 krónur. UPPRUNIISLENDINGA SAGNA. Eftir Knut Liestöl. — Björn Guðfinnsson íslenskaði. — 223+8 bls. Verð 5 kr. Bókadeild Menningar«jóðs. Bðinin og <lýrin snotur og ódýr myndabók fyrir börn. — Hentug jóla- Vjöf. Unglingspiltur. Ábyggilegur, duglegur og reglusamur piltur á aldr- inum 15—18 ára getur fengið atvinnu við afgreiðslu frá nýári við sjerverslun hjer í bænum. Umsóknir merktar „ÁBYGGILEGUR", ásamt mynd og meðmælum, sendist Morgunblaðniu fyrir fimtudðgskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.