Morgunblaðið - 22.12.1938, Page 4

Morgunblaðið - 22.12.1938, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 22. des. 1938. nmuJ mcyk^u/nJ^^ýrui, Blaðamenn við stórblöð erlend- is þurfa oft á kænsku að halda til að losná við keppinauta sína frá öðrum blöðum, sem vilja verða sjer úti um eitthvað efni. Nýlega sendi New York Daily Mirror tvo ljósmyndara til að taka litmyndir af kaþólskri bisk- upsvígslu. Ljósmyndararnir áttu tal við yfirmenn viðkomandi kirkju. Stóð nokkuð á að fá leyf- ið, m. a. vegna þess að til þess að taka litmyndir þarf ljósmynd- arinn að vera mjög nálægt því sem myndin er tekin af. Loks fengu þeir þó leyfi til að taka Ijósmyndirnar með því skilyrði, að ljósmyndarinn væri kaþólskur og klæddur í prestsskrúða meðan at- höfnin fór fram. Skömmu áður en athöfnin hófst komu ljósmyndarar frá New York Times. Þegar þeir sáu starfsbróð- ur sinn frá Mirror, spurðu þeir hann hvort nokkrir möguleikar væru á því að fá að taka myndir inni í kórnum. — Jeg skal kynna ykkur fyrir einum prestanna, sagði Ijósmynd- arinn frá Mirror, sem fyrir alla muni vildi hindra keppinauta sína í að fá sömu fríðindi, sem hans blað hafði fengið. Hann fór með þá til fjelaga síns, sem kominn var í prests- hempu. Sá hlustaði á erindið mjög "hugsi á svip og er þeir höfðu lokið máli sínu svaraði hann með þrumu raust: — Farið hjeðan ur þessari Go(d TTledaí HVEITI <T-- 140 lbs. 10 lbs. MmAi FU^X Fyrirliggrjandi H. BENEDIKTSSON & CO. Sími: 1228. kirkju og látið aldrei sjá ykkur hjer framar. Blaðaljósmyndararn- ir flýttu sjer á brott og Daily Mirror var eina New York-blaðið sem gat birt litmyndir af biskups vígslunni. ★ Nýlega var maður einn í Kali- forniu dæmdur í ævilangt fang- elsi á fangaey, sem Bandaríkin eiga í Kyrrahafinu. Það átti að fara með hann til fangelsisins í flugvjel, sem hjelt uppi föstum flugferðum til eyjarinnar. Með / honum í flugvjelinni voru sex aðrir farþegar auk þriggja flug- manna. A leiðinni lenti flugvjelin í ofviðri og fjell í hafið. Fórust allir, sem í flugvjelinni voru, nema fanginn. Yfirvöldin hafa náðað fangann þannig, að hann þarf ekki að sitja í fangelsi nema í 5 ár, en eftir að hann er orðinn frjáls má hann þó ekki koma*aft- ur til Bandaríkjanna. ★ Minjagripasafnendur í Eng- landi hafa mikinii áhuga fyrir öllu sem viðkemur Chamberlain. Nýtt met var þó sett í þessu efni nýlega er frú Chamberlain fekk brjef frá ungri stúlku, sem fór þess á leit, að sjer yrði send, til minningar um Chamberlain, skyrta af honum! Ráðherrafrúin neitaði. ★ Um Henry Hudson-brúna, yfir Haarlemfljótið í New York, er einhver mesta umferð í heimi. Daglega fara 22.222 farartæki um brúna. ★ — Þekkir þú ekkert til fjöl- skyldu kærastans þíns ? — Nei, en hvað gerir það til. Jeg veit hvaða bíltegund hann á. Hessian, 50” og 72” 5aItpokar. öotupokar. Binöigarn og saumgarn ávalt fyrirliggjandi. ÓLAFUR CÍSLASONC^ ^/2 Sími 1370. REYKJAVÍK Jólag jafir: Veggspeglar — Handspeglar — Töskuspeglar. Glerhillur — Baðvigtir. Ludfig Sforr. Laugaveg 15. *. PHILLIPS OPPENHEIM: MILJÓNAMÆRINGUR í ATVINNULEIT. * Sir James, sem vár að leggja af stað heim að húsinu, nam snögglega staðar og leit forviða á Bliss. „Jeg er með fullu ráði“, hjelt hann áfram. „Nú sje jeg, að þjer þekkið mig“. „Nú, þetta er vinur minn, miljónamæringurinn!“ hrópaði Sir James. „Uss!“, hvíslaði Bliss. „Látið engan heyra þetta. Jeg er Bliss og er bílstjóri, hefi 30 skildinga á viku og þjórfje. Þakka yður fyrir gullpeninginn, Sir James. Jeg drekk yðar skál. Góðar nætur!“ Bliss ók af stað og skildi læknirinn undrandi eftir. Við næsta horn nam hann staðar og kveikti sjer í sígarettu. „Þetta er merkisdagur", tautaði hann. „Fyrst hitti jeg Frances, síðan þenna gamla mann. Og nú — Hann stöðvaði bílinn skyndilega. Á miðjum vegin- um stóð maður og fálmaði út í loftið með höndunum. Það var eins og hann hefði alt í einu sprottið upp úr jörðinni, í samkvæmisfötum, frakkalaus og berhöfð- aður. „Halló!“, kallaði Bliss. „Hvað er að?“ Maðurinn gekk í kringum bílinn og kom að hurð- inni. Hann var útlendingslegur, náfölur í andliti og freknóttur. Hönd hans titraði er hann tók í hurðar- húninn, og hann var sýnilega mjög órólegur. „Opnið!“, sagði hann ákafur. „Jeg þarf að komast inn“. Bliss hallaði sjer út um gluggann. „Haldið þjer, að þetta sje einkabifreið yðar?“ Maðurinn, sem var nú búinn að opna bílhurðina, leit snögglega á hann. • „Er þetta ekki leigubíll?“, spurði hann. „Jeg skal borga yður tvöfalt eða þrefalt fyrir hálftíma. Akið af stað. Jeg borga yður 5 pund“. „Bíllinn er til leigu fyrir venjulegt verð“; sagði Bliss. „Það er alt í lagi!“, tók maðurinn fram í fyrir hon- um. „Akið í skyndi í Adam Street 9“. Bliss gerði eins og honum var sagt. Göturnar voru auðar og þeir voru komnir á áfangastaðinn eftir fá- einar mínútur. Maðurinn stökk út úr bílnum fyrir framan nr. 9. Það var skuggalegt hús, og ekkert ljós logaði þar, nema í einum glugga á efstu hæð. „Bíðið hjerna", sagði maðurinn, um leið og hann tók lykil upp úr vasa sínum og stökk heim að húsinu. Bliss sá, að hann hvarf inn í húsið, og fór síðan að líta í kringum sig. Alt í einu tók hann eftir því að ljósið í bílnum hafði verið slökt. Hann fór út, opnaði hurðina og stóð agn- dofa um stund. Eitthvað mjúkt, sem líktist loðfeldi, hafði orðið fyrir honum, þegar hann var að þreifa eftir kveikjaranum. Hann flýtti sjer að kveikja ljós. Inst inni í horni, fjær gangstjettinni, sat stúlka, samanhnipruð og vafin í loðfeld, með þykka slæðu fyrir andlitinu. Hann gat enda hugmynd gert sjer um útlit hennar eða aldur. Rödd hennar var blíðleg en mjög áköf. „Slökkvið ljósið“, sagði hún í innilegum bænarróm. „Gerið það fyrir mig að slökkva ljósið“. „Hve lengi hafið þjer setið hjer í bílnum?“, spurði Bliss. „Á að giska 30 sekúndur", svaraði hún. „Jeg beið í sundinu hinum megin við götuna og skaust inn rjett í þessu“. „Eruð þjer eitthvað viðkomandi manninum, sem var að fara þarna inn?“, spurði Bliss. Einhver upphrópun á erlendri tungu kom frá vör- um hennar. Bliss gat rjett aðeins getið sjer til hvers eðlis hún var. „Hann er að fara og ætlaði að skilja mig eftir“, hvíslaði hún. „Lofið mjer að vera hjer. Farið aftur í ökusætið“. Bliss leit á konuna og síðan upp að húsinu. Nú var búið að slökkva ljósið í glugganum á efstu hæð. „Þetta getur alt verið gott og blessað“, sagði hann.. „En jeg get ekki verið að blanda mjer í flótta ykkar. Það getur kostað mig stöðuna". „Hjer er ekki um neinn flótta að ræða“, sagði hún- „Nei, sjáið þjer!“, bætti hún við og bar ört á. „Þa5 er búið að slökkva. Hann kemur á hverju augnabliki- Farið nú!“ Bliss var varla sestur, þegar maðurinn kom út úr húsinu og skundaði að bílnum. „Heyrið þjer —“, sagði hann við Bliss. En Bliss starði undrandi á hann og sagði: „Hver eruð þjer?“ Maðurinn gretti sig óþolinmóðlega. „Jeg er maðurinn, sem þjer tókuð upp í Harley Street“, svaraði hann gremjulega. „Þjer hljótið að. þekkja mig aftur. Jeg var allur útslettóttur í framan þá“. Bliss hjelt áfram að horfa á hann. Það var ekki einasta það, að allar freknurnar væru horfnar af and- liti mannsins. Hann var allur gerbreyttnr, kominn með- linan barðahatt, og lítið yfirvararskegg. Dökkir baug- ar voru undir augum hans. „Skiljið þjer ekki, að jeg er leikari, maður!“, hjelt hann áfram. „Hvað kemur það yður við. Gerið eins og þjer eruð beðinn samviskusamlega, og þjer fáið yðar 5 pund! Finst yður það ekki ómaksins vert?“ „Meinið þjer 5 pund fyrir utan leigu á vagninum?" „Auðvitað. 5 pund fyrir leigu á vagninum og 5 pund í þjórfje". „Ágætt!“, sagði Bliss. „Hvert á jeg að aka?“ „Á hornið á High Street, Houndstitch. Þar skiljið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.