Morgunblaðið - 23.12.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1938, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. des. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Nokkrar bækur til jólagjafa Ur heimi bænarinnar fyrravetur kom > út bók ein, sem nefnist í/r heimi bænar- innar. Er hún eftir dr. 0. Halles- by prófessor í Oslo. Jes las bók þessa fyrir nokkru á frummál- inu og fannst svo mjög til um hana,að jeg hygg að engin bók hafi orðið mjer til þvílíkrar blessunar og uppbyggingar sem hún, að sjálfri heilagri ritningu undantekinni. Nú á dögum er oft og mjög talað um bæn en oft af mjög litlum skilningi og því minni reynslu. Biblían er flest- um lokuð bók og mig uggir, að þau heimili sjeu mörg, þar sem hún er ekki til eða a. m. k. geymd meðal forngripa og óþarfahluta heimilanna. En Biblían er það, sem geymir sannleikann um bæn ina. — Innblásinn af orði guðs, syngur sáimaskáldið: ,,Sá andans andardráttur sje óslítandi þáttur milli mín og þín“. Kristileg bæn er andardráttur samfjelags mannsins við guð. Hún er ekki dauð orð á köld- um vörum alvörulítils manns, er ber í brjósti staðnað hjarta. — Hún er heldur ekki beiðni um fyllingu heimslyndrar þrár nautnasjúkrar sálar. Hvað er þá kristileg bæn? Taktu biblíuna þína upp úr ruslakistu þinni, strjúktu af henni rykið og leit- aðu svarsins þar. Ef þú getur það ekki eða vilt það ekki, þá ræð jeg þjer til að kaupa bók próf. Hallesbys um bænina. — Hún er rituð af reynslu, sem fengist hefir í bænarherberginu og stöðugum lestri guðs orðs. — Hún er rituð af snilli einfaldleik ans og auðmýktarinnar. En það besta sem hún gefur lesandan- um er löngunin til þess, að opna biblíuna og lesa hana. „Ósk mín og bæn er sún ein“, segir höf. í formála, „að flytja fagnaðarerindi bænarinnar, án þess að ganga á snið við lögmál bænalífsins“. Undirtitill bókarinn ar er líka: Kveðja til þreyttra biðjenda. Ef þú lest bók þessa nú um jólin, er tómstundum jóla leyfisins vel varið. Hafí svo útgefandi þökk fyrir útgáfuna og þýðandinn, síra Garðar Svavarsson, fyrir sitt vandaða verk. En betur hefði blær máls og stíls mátt haldast í þýðingunni en raun varð á. P.t. 20. des. ’38. Gunnar Jóhannesson. Þulur Theódóra Thoroddsen: Þulur. ý útgáfa er komin af Þul- unum hennar Theódóru, þessum sjerstæða skáldskap í ís- lenskum bókmentum, sem frúin hefir góðu heilli vakið til lífs á ný„ Þulurnar eru nú fleiri en áð- ur. Þeim gömlu fylgja myndirnar hans Guðm. Thorsteinsson, en hin- um myndir eftir Sigurð Thorodd- sen. Útgáfan er með svipuðu sniði og áður. Þessar þulur eru ljettur og ljúf- ur kveðskapur, sem ltenna ætti hverju einasta barni um leið og það er að læra að tala. Til skrauts og skemtunar er skeytt inn í þul- urnar hálfgleýmdum gullkornum gamalla braga. En þessar línur vekja gamlar minningar hinna fullorðnu, minningar frá æsku- dögunum, þegar þulurnar ómuðu í sál manns sem hægur niður rennandi vatna, og opnaði manni fyrstu innsýn á töfralönd skáld- skaparins. Því að þar voru þul- urnar, þótt veigalitlar og graut- arlegar væri þær margar, fyrsta og besta leiðbeiningin, vegna þess að" í þeim var öllum ævintýra-. ljómi, sem brugðið var upp í snöggum leiftrum, án útskýringa og málalenginga. Þetta var við hæfi barnsins, til umhugsunar fyr- ir unglinginn og til ánægju fram í elli, því að altaf getur endur- minningin kallað fram þessi snöggu leiftur til hugsvölunar og hugmynda vakningar. Hvert barn ætti að læra þul- urnar liennar Theódóru, til þess að fá innsýn í skáldskap og holt vegarnesti á lífsleiðinni. Og full- orðnir lesa þær sjer til mikillar ánægju, vegna þess að þær eru eins og ástfólgnír æskuvinir, en þó nýar. ■ iFerðasaga Fritz Liebig Jóhann Sigvaldason frá Brekkulæk: Ferðasaga Fritz Liebig. ók þessi segir frá skemtiferða- lagi sem höfundur fór undir fölsku nafni, ásamt nokkrum Þjóð- verjum suður vfir Austurríki, Ung verjaland, Tjekkóslóvakíu, Rúm- eníu, Búlgaríu, Tyrkland til Smyrna í Litlu Asíu og síðan sjó- leiðina um Miðjarðarhaf um Grikk land til Feneyja og þaðan með járnbraut til Þýskalands. Margt ber nú eflaust fyrir augu og eyru á svo langri leið meðal margra framandi þjóða. En höf. flaskar á því sama, sem margir flaska á, að vera fjölorður um ferðalagið sjálft, hvenær þeir fje- lagar hafi farið á fætur þann og þann daginn, með hvaða farar- tækjum þeir hafi ferðast o. s. frv. Og á nokkrum stöðum er sagt frá því að höf. hafi verið skilinn eftir til þess að vaka yfir farangri þeirra. Um slíka smámuni varðar lesandann hreint ekki neitt, og hann hefir ekkert gaman að þessu. En þar sem höf. lýsir því, sem fyrir augun ber, og atvikum, sem komið hafa fyrir þá fjelaga, þá er gaman. að frásögninni. Yfirleitt er hún blátt áfram, stundum jafn- vel barnaleg, en það er ekki til lýta. Og' eflaust hafa ungir menn, með farfuglablóð í æðurn, gaman af að lesa bókina og sjá lrvernig farfuglarnir á meginlandinu geta hagað ferðum sínum. Dr. Karl Rudolf Kuhr, forstjóri í Wesermúnde er nýlátinn, aðeins 38 ára að aldri. Hann dvaldi hjer á landi á árunum 1922—1924 og skrifaði' lijer doktorsritgerð sína um verslunarhætti á Islandi á mið- öldunum, og lagði um leið stund á kenslu í þýsku. Bjorn ílugmaður Björn flugmaður. Eftir Frid tjof Birkeli. Þýdd af Gunn- ari Sigurjónssyni. Útgef. Skógarmenn K. F. U. M. Fjelagsprentsmiðjan h. f. 1938. T því mikla bókaflóði, sem nú berst á markaðinn fyrir jól- in, eru margar ágætar bækur, sumar fyrir fullorðna fólkið, aðr ar fyrir unglingana og börnin. Flestra þessara bóka er getið í dagblöðunum, bæði til þess að vekja á þeim athygli, og svo til þess að leiðbeina kaupendum við val bóka, hvort heldur þeir ætla. að kaupa bók handa sjálfum sjer, eða til þess að gefa öðrum. Bókin „Björn flugmaður“ er ein þeirra bóka, sem hiklaust má benda þeim á, sem ætla sjer að kaupa góða bók handa drengjum. Þótt sagan sje þýdd úr norsku, eru margir kaflar hennar þann- ig, að þeir hefðu vel getað gerst hjer á íslandi. Þeir eru margir íslensku drengirnir, sem kannast við setningar sem þessa: „Það er feluleikur úti í hlöðu“. Aðal sögu hetjurnar, drengirnir, stofna með sjer fjelagið „Afríka“ til þess að vinna að áhugamálum sínum. Og fjelagarnir mega ekki reykja eða drekka kaffi. „Sá, sem reykir, fær ekki að vera með. Og ef við eigum að iðka íþróttir, er það heldur ekki holt“. Fjelagarnir lenda í mörgum æfintýrum, sem öllum röskum drengjum mun þykja gaman að lesa um. Málið á bókinni er gott, og allur frá- gangur í besta lagi. J. G. * Islensk fyndni íslensk fyndni VI. 150 skopsagnir með myndum. Reykjavík 1938. Útgef- andi Gunnar Sigurðsson frá Selalæk. að er óþarft að, fara mörgum orðum um þetta nýja hefti af „Islenskri fyndni“. Það er með sama sniði og hin fyrri hefti um allan frágang og stendur þeim ekki að baki um efni. Gamansögu- safn Gunnars Sigurðssonar er með vinsælustu bókum vorum. Má með- al annars marka það á- því, að fvrstu heftin eru nærri uppseld, og mun þó upplagið hafa verið mikið. En' það má ekki síðul’ marka af því, hve ákafir, með leyfi að seg’ja gráðugir, menn eru í að lesa „Islenska fyndni“, jafn- skjótt sem þeir fá hana í hendur, Jeg liefi aldrei sjeð neinn taka svo í hönd sjer nýkomið hfeti, að hann hafi slept því, fyrr en h^in Arnr búinn að lesa það spjald- anna á milli. Þetta er mjög eðli- legt. Sögurnar eru flestar bráð- fyndnar og' vel sagðar, og auk þes ser þar ýmislegt, sem kitlar þægilega eyru og ímyndun les- andans. Mörgum þykir gaman að sjá ýmsa nafnkunna menn í því spaugilega ljósi. sem fyndið, en stundum kannske dálítið ósvífið tilsvar náungans bregður yfir þá. I því sambandi vildi jeg benda á það sem mína skoðun, að safn- andi ætti að ibrta enn fleiri af sögum sínum með rjettum nöfn- um hlutaðeiganda. Sögurnar mvnd græða á því, og fæstir myndu vera svo hörundsárir, að þeir færu að firtast af slíku. „íslensk fyndni“ mun lengi í met- um höfð og líklega því meiri met- um, sem lengur líður. Hún stendur í sinni grein jafnfætis vorum þjóð- legustu ritum, svo sem Þjóðsög- um Jóns Arnasonar, íslenskum gát'm, þulum og skemtunum <og fleiri slíkum. Hún bregður upp skyndimyndum af íslenskum hugs- unarhætti, sem speglast í tilsvör- um manna eða tiltektum, íslensku gáfnafari og orðsnild. Safnandinn vinnur því með útgáfu þessari íslenskum fræðurn hið þarfasta verk með því að halda sögum þessum til haga, auk þess sem hann veitir mörgum óblandna á- nægjustund við lestur þeirra. Guðni Jónsson. Kylfingur, blað Golfklúbbs ís- lands, er komið út. I blaðið ritar m. a. Gunnlaugur Einarsson læknir, um fjögra ára afmæli Golfklúbbsins og framtíðina. Eins og á undanförnum ár- um gera menn best kaup á Konfektðskjum og allskonar Sælgæti á Laugaveg 12. Vindlar Sigarettur Pípur. PípumUnnstykki. Öskubakkar. Tóbaksveski o. m. m. fl. sem menn vita af margra ára reynslu, að er best og ódýrast. Jðlatrje sem endast mörg: ár. Ljómandi falleg. Guð m, Ásbjörnsson Laugaveg' 1. Hvori sem það er eiginkonan, unnustan eða vinkonan þá verður hún glöðust ef þfer gefið henni i fólag|of kussa með Snvrtivörum. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.