Morgunblaðið - 28.12.1938, Síða 2

Morgunblaðið - 28.12.1938, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. des. 1938. 1 23 herskip, fylgja Dalad Klofnar franski sósíalista- flokkurinn? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. lvarlegur klofningur hefir komið í ljós innan franska socialistafiokksins, stærsta flokks franska þingsins. Undanfarna daga hefir þing flokks- ins staðið yfir og lauk því snemma í morgun. Miklar og harðar umræður fóru fram um utan- ríkismál, aðallega um tvær tillögur, sem komu fram, önnur frá Leon Blum, þar sem því er lýst yfir að Miinchen-sáttmálinn hafi verið ósigur, Frakkar eigi að leggja kapp á vígbúnað sinn og treysta samvinnu sína við Bandaríkin, Sovjet-Rússland og Breta, en hin frá Poul Faure, aðalritara flokksins, þar sem segir að Múnchen-sáttmálinn hafi verið spor í rjetta átt,, þar sem komið hafi verið í veg fyrir styrjöld, og að Frakkar eigi að greiða götu fransk-þýsks bandalags. Atkvæðagreiðsla fór fram um þessar tillögur í morgun. Leon Blum sigraði, hlaut rúmlega 4300 at- kvæði. Tillaga Poul Faure hlaut 2300 atkvæði, rúm- lega, en 1025 manns sátu hjá. Vegna þess, hve ágreiningurinn er mikill, er jafnvel gert ráð fyrir að Poul Faure og fylgismenn hans kljúfi sig úr socialistaflokknum og stofni nýjan flokk. TREYSTIR EKKI ÞJÓÐVERJUM Löndon í gær. FU. I ræðu þeirri, sem Leon Blum flutti á þinginu, sagðist hann hafa beyg af tiislökunum, sem leiddu til þess að Þjóðverjar gæti farið sínu fram í austurhluta álfunnar, og þar á eftir snúist gegn Frakklandi marg- falt sterkari fyrir en áður, því að þeir þyrfti þá ekkert að óttast í austurhluta álfunnar. 40 flugvjelar ier til Tunis Itaiski flotinn meðfram sigi- ingaleiðinni? Itölsk árás á franska Somali- land borin til baka Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ranska stjórnin hefir borið til baka fregn, sem birt var í Frakklandi í dag, um að ítalir væru um það bil að ráðast á franska Somaliland. Pertinax, hinn kunni franski blaðamaður, sem nýlega skýrði frá því, að Mr. Chamberlain ætlaði að gefa Musso- lini breska Somaliland, skýrði frá því i dag, að ítalir væru að draga saman mikið lið í Abyssiníu, við landamæri franska Somalilands, og ætluðu þá og þegar að ráðast inn í landið. ítalir eru sagðir hafa látið tilkynna það um hátalara, sem komið hafi verið fyrir víða við Djibouti — Addis-Abeba járnbrautarlínuna, að þessi árás væri fyrir höndum. Partinax segir að með þessum tilkynningum sje rek- inn áróður meðal innfæddra manna gegn Frökkum, „sem hrekja eigi á haf út“. RÁÐLEGT FYRIR CHAMBERLAIN — Samhljóða frjettir um þetta eru birtar í öðrum frönsk- um blöðum og er ein þeirra úr penna Madame Tabouis. Pertinax kastar fram þeirri spurningu, hvort ekki væri ráð- legt fyrir Mr. Chamberlain og Halifax lávarð að koma við í París á leið þeirra til Rómaborgar. Hann segist óttast, að Mussolini láti leiðast ut í stórræði á meðan bresku ráðherrarnir eru í Róm, í því trausti, að Mr. Chamberlain muni hvetja Frakka til þess að grípa ekki til róttækra gagnráðstafana. Allar þessar fregnir hefir franska stjórnirf borið til baka op- inberlega. Hún segir, að sjer sje ekki kunnugt um að ítalir hafi neinn óvenjulegan hemaðarlegan viðbúnað við landamæri franska Somalilands. HERSKIPAFYLGD DALADIERS Hitt er þó ekki reynt að draga fjöður yfir, að sambúð Frakka og ítala sje örðug. Frakkar virðast jafn stað- ráðnir í því og áður, að láta ekki þumlung af löndum sínum af hendi við ítali. Daladier, forsætisráðherra leggur af stað frá París á nýárs- dag í för sína til Korsiku og Tunis. Hann ferðast á beitiskipinu Emile Bertin. Með í förinni verða 23 herskip og 40 flugvjelar. Þessi mikla herfylgd á að undirstrika það, í hvaða tilgangi för Daladiers er farin. Daladier er ekki væntanlegur aftur til ParíS fyr en 10. janúar. ___________• 93 menn farast I slysi I Rúmenlu á aðfangadags- kvðld . Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. íutíu og þrír menn fórust og á fjórða hundrað særðust í járnbrautarslysi, sem varð í Rúm- eníu nálægt Galati í Bessarabíu á aðfangadagskvöld. Flestir þeirra sem fórust voru hermenn á leið heim til sín í jólaleyfi. Karol konungur hefir fyrirskip- að að taka skuli fasta alla járn- brautarstarfsmenn, sem talist geta við járnbrautarslys þetta riðnir. Slysið bar að með þeim hætti að tvær járnbrautarlestir rákust á á fullri ferð í blindhríð. Hjálparstarf gekk illa vegna þess að engum farartækjum var hægt að koma eftir vegunuin, vegha snjóþyngsla. Eins var ekki hægt að kalla á hjálp vegna sím- slita. Fregnin um slysið barst ekki til Bukarest fyr en á jóladags- morgun. Þeir sem komust lífst af urðu að ganga tvær mílur vegar um snjóskafla í stórbríð að næsta þorpi. Orsök slyssins er talin sú, að rangt merki hafi verið gefið, með þeirri afleiðingu, að lestimar, sem fóru í gagnstæað átt, mættust á einsporabraut. Kommúnistaflokkur- inn í Tjekkoslóvakíu bannaður Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ommúnistaflokkurinn í Tjekkóslóvakíu hefir verið bannaður og eignir hans gerðar upptækar. Þetta var tilkynt í Prag í dag. Ókyrð ríkir stöðugt við landa- mæri Tjekkóslóvakíu. í gær sló í bardaga milli Slóvak- iskra bænda og ungverskra her- manna, sem kröfðust þess að Ung- verjar skiluðu aftur þeim hjeruð- um, sem látin voru af hendi við þá nýlega. Einn maðúr var drep- inn og margir særðust. Tjekkar og Pólverjar. Kalundborg í gær. FÚ. Tvö þúsund Tjekkum hefir ver- ið vísað úr landi í Póllandi, en áður hafði jafnmörgum Pólverj- um verið vísað úr landi í Tj^kkó- slóvakíu. Knattspyrnufjelagið Fram held- ur áramótadansleik a.ð Hótel Is- land. Yerður mjög vandað til dans leiksins. Sókn Francos London í gær. FÚ. óknin sem Franco hóf á að- fangadag jóla heldur áfram. í tilkynningu stjór'narinnar í Bur- gos segir, að líkur sjeu til, að hersveitir hennar nái bráðlega á sitt vald einni aðal þjóðbrautinni um Kataloníu til strandar. Frönsk frjettastofa skýrir frá því að undanfarna daga hafi Franco unnið um 600 ferkílómetra svæði á Kataloníuvígstöðvunum (skv. Kalundborgarfregn FU.). Ný myndasýnivjel var tekin til notkunar hinn 1. þ. m. í barna- skólanum á Bíldudal, að viðstöddu fjölmenni. Myndavjelin er af þeirri gerð, er sýnir hverskonar myndir úr blöðum og bókum og getur þannig komið að miklu liði við kenslu í ýmsum námsgreinum. Gísli Jónsson, Bárugötu 2 í Rvík •— eigandi Bíldudals — hefir gef- ið skólanum vjelina. Yar almenn ánægja með þennan kjörgrip, bæði meðal barna og foreldra. (FÚ.). * Strangari gæsla prestsinS'Niemollers Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Daily Telegraph“ skýrir frá því, að yfirvöldin í Þýskalandi hafi bannað prest- inum Niemöller að senda brjef eða taka á móti brjefum í næstu átta mánuði. Lausafregnir höfðu gengið um það, að Hitler ætlaði að verða við síðustu bón Macken- sens hershöfðingja og annara þýskra herforingja úr gamla keisarahernum um að sleppa Niemöller úr varðhaldi. Ekki ætlar þó af þessu að verða; samkvæmt þessari síðustu f r j ett. Veturgömul ær, er liafði verið heima alin að Sólbrekku í Vest- mannaeyjum, vóg í haust 84 kg. Hún var sem vænta má mjög stór vexti, t. d, 135 cm. uinmáls aftan við bóga. Þessi kind hafði verið tvírúin á sama árinu — fyrst í febrúarmánuði í fyrra og aftur í júlímánuði í sumar — og vóg ull- in samanlögð 4^/2 kg- (FÚ.). i ' íixlIödJt>í)n3 I t Lausafregnir ganga um það, að Mussolini ætli að draga saman ítaíska flot- ann meðfram siglingaleið- inni sem frönsku herskip- in fara um, til þess að sýna, að hann sje til alls búinn. Signor Gayda skrifar áfram sínar daglegu greinar um kröf- ur ítala á hendur Frökkum. Hann segir, að för Daladiers sje farin til að egna ítali upp og að hún sje stríðsógnun við þá. Hann segir, að í för með Daladier verði ýmfeir aðstoðar- menn flughers, landhers, og sjóhers Frakka. Annað ítalskt blað, „Rela- cione Internationale" kréfst þess að ítalir taki Tunis með her- valdi. Ekki á rökum reist. Frakkar hafa nú svarað orð- sendingu Itala, þar sem sagt er upp vináttusamningnum, sem Mussolini og Laval gerðu með sjer árið 1935. I þessum samn- ingi eru ákvæði, sem jafna all- ar deilur Frakka og ítala um Tunis. I orðsendingu Frakka segir, að rök þau, sem Museolini færi FRAMH. Á 8JÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.