Morgunblaðið - 28.12.1938, Side 4

Morgunblaðið - 28.12.1938, Side 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. des. 1938. Tekfu- og eignarskattur Iljer með er vakin athygli skaftgfaldenda á því, að þeir þurfa að hafa greitt tekju- og eignarskatt sinn fyrir áirslok, til þess að skatturinn verði dreginn frá skattskyldum tekjum þeirra, þegar skattar þeirra á næsta ári verða ákveðnir. Greiðsla ffyrir áramát er skilyrdi ffyrir neffndum ffrádrætti. Toilstjórinn i Reykjavfk, 27, desember 1938. ÚTSVOR. Athygli gfaldenda hfer I bænum skal vakin á því, að við ákvörðun skatts og útsvars á næsta ári verða útsvarsgreiðslur því aðeins teknar til grelna til ffrúdráttar, að greitt sfe ffyrir áramót. Greiðið útsvarsskuldir yðar þvi nú þegar og i siðasta lagi ffyrir hádegi á gamlúrsdag. Borgarrilarino. Utgerðarmenn. Útvegum allar stærðir af mótorbátum. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1400. Kínverjar, Útiblys, rauð og græn ljós. Lhombre spil á kr. 1.10. Whistspil á kr. 1.50. K. Einarsson & Björnsson Minningarórð um Geir Jón Jónsson Vandamenn og vinir þessa manns fjlgja honum til grafar í dag, því hann ljest í Landspítalanum 18. þ. m. eftir innýflaskurð. Geir Jón var fæddur á Hvarfi í Ljósavatnshreppi 26. nóvember 1884. Yar hann yngstur af þrem börnum þeirra Jóns Sigurgeirs- sonar og konu hans Helgu Jóns- dóttur frá Eyjardalsá. Jón hreppstjóri á Hvarfi var sonur Sigurgeirs Jónssonar Þor- steinssonar frá Reykjahlíð. Sú ætt er eigi aðeins kunn norður þar, heldur um land alt, því þeir Reyk- hlíðingar urðu víðfrægir fyrir af- burða fræknleik. Geir Jón tók þar arf, sem heinum karllegg bar. Ilelga, móðir Geirs Jóns, var gáfuð kona og þrekmikil. Hún var dóttir Jóns Ingjaldssonar óðals- bónda á Eyjardalsá. Yoru þeir Eyjardalsárfeðgar miklir hreysti- menn og fremstu búhöldar í sinni sveit. ! Geir Jón misti föður sinn ung- ur. En Helga móðir hans, sem var mikil ágætis kona, hjelt þá uppi búi með börnum sínum, og kom báðum sonum sínum til menta. Lauk Geir Jón námi við Gagnfræðaskólann á Akureyri ár- ið 1906. Var hann síðan fá ár á Akureyri, en fór síðan til fsa- fjarðar og var þar kennari nokk- ur ár. Þrítugur að aldri gerðist hann verslunarmaður hjá Edin- borgarverslun á ísafirði. En árið 1918 flutti hann til Reykjavíkur. Hann var því Reykvíkingur í 20 ár. Þar af 18 ár bókari og gjald- keri ísafoldarprentsmiðju. Þar vann hann hvern dag frá kl. 8 að morgni, og oftast fram á kvöld, mikið 'verk og vandasamt. Þegar jeg skrifa þessar línur, finst Ájer það ólíkindum, að jeg riti þær eftir hann látinn, því þótt við værum jafnaldrar, mátti það líklegra þykja, að hann ætti eftir raig að mæla, ef miðað var við hreysti okkar beggja. Hann var maður afrendur að afli og frækinn. Var hann glímukonung- Ur Vestfjarða mörg ár. Gleðimað- ur mikill, en hóglátur og kurteis. Kunningjar hans urðu vinir hans Ilann var þess háttar maður, er menn binda vináttu við meir en um stundarsakir. Geir Jón kvæntist árið 1913 Maríu Sigurbjarnardóttur skip- stjóra á ísafirði. Þau áttu þrjú börn, er öll lifa hann ásamt móð- ur sinni. Elst barna þeirra er Sig- urjón, er les læknisfræði í Há- skólanum í Reykjavík, Aúður, gift Hauk , Jóhannessyni loftskeyta- manni, og Hulda, heima með móð- ur sinni. Sigurðui Kristjánsson. Kennarafjelag Mi ð bæ jarskólans í Reykjavík • 30 ára Geir Jón Jónsson. Kveðja Ef valmenni hverfur úr starfastól er stundin döpur í ranni. Og fjelögum er sem fjúki í skjól þá færra er traustum manni. Sú hönd, er hvern dag lýkur dýrri önn, má daggeisli kallast, með sanni. Þeir sakna hins prúða og mæta manns, er með honum verkin unnu. Og sanntrúir menn eru sómi lands, með sæmd þeirra lífsár runnu. Og yfir gröf þeirra alt af bjart, sem æfifrest nota kunnu. Farvel! Eftir starfsins dýra dag er dauðinn mildur og fagur. Við jólanna helga hátíðalag er hinstur þjer sunginn bragur. Og ofar hverfulleik öllum skín hinn eilífi Ijóssins dagur. Hulda. Islensk messa í Khöfn Khöfn 26. des. F.Ú. Aannaii í jólum fór fram íslensk jólaguðsþjónusta í Nicolaikirkjunni í Kaup- mannahöfn. ^ Síra Pjetur T. Oddsson, prest ur að Djúpavogi, sem nú er staddur í Kaupmannahöfn flutti guðsþjónustuna. Jólin á Norðurlöndum fengu alveg svip sinn af hinum miklu snjókom- um og hörkum. Samgönguvandræði voru mikil og þó reyndi fjöldi manna úr borgunum að komast til átthaga og skyldmenna eins og venja er til um jólaleytið. í Hano í Svíþjóð voru snjóþyngsli svo mikil og ísing, að fullkomin sam- gönguteppa var. Ibúamir þar voru í gær farnir að líða mikinn skort og er fyrirlmgaö ,að kasta niður matvæl- um til þeirra úr flugvjelum. ( érðbréfabankinrv RBIHITIðlÍStðr Aostcrrstr. 3 simi 3652.Opið M.11-12oip,3^ annast kaup „g sölu allra hi"ir mar? ettirsl"'rSu VERÐBRJEFA. kommr aftiir- Guöm Ásbjörnsson Laugaveg 1. Sími 4700. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? Dað var stofnað 28. desem- ber 1908. Var hjer þá og lengi síðan aðeins einn opinber barnaskóli, barnaskó í Reykja- víkur og var fjelagið nefnt Kennarafjelag barnaskóla Reykjavíkur. Síðar, er skólum fjölgaði hjer í bæ, hlaut barna- skóli þessi nafnið Miðbæjar- skóli og breyttist þá nafn fje- lagsins samkvæmt því. Stofnendur þessa fjelags voru 19, allir starfandi kennar- ar við skólann, og á næsta fundi bættust við 5 fjelagar og enn nokkrir skömmu síðar. Á stofnfundinum voru sam- þykt lög fyrir fjelagið. Tilgang- ur fjelagsins er samkvæmt 2. grein laganna: „að efla sam- vinnu og samtök milli kennara skólans og hlynna að velferð hans“. Þessari stefnu hefir fjelagið reynt að fylgja. Það hefir látið til sín taka öll helstu velferðar- mál skólans, haldið marga um- ræðufundi um þau, gert ýmsar tillögur til umbóta því, sem af- laga þótti fara og oft orðið all- mikið ágengt. Verður þáð ekki hjer talið. En þegar saga fje- L gssamtaka kennara verður skráð — og þess verður ekki langt að bíða, mun saga þessa fjelags rakin miklu nánar. Fyrstu stjórn fjelagsins skip- uðu þessir kennarar skólans: Hallgrímur Jónsson, formaður, en bann gekst fyrir stofnun fje- lagsins; Sigurður Jónsson, fje- hirðir, Laufey Vilhjálmsdóttir, ritari, Bjarni Hjaltesteð og Konráð Vilhjálmsson meðstjóm endur. — Morten Hansen skólastjóri baðst undan því, að vera kosinn formaður fjelags- ins. Fjelagið telur nú um 40 fje- laga. Núverandi stjórn þess er þannig skipuð: Þorsteinn G. Sigurðsson, formaður, Unnur Briem, ritari, og Helga Þor- gilsdóttir, fjehirðir. Verksvið fjelagsins hefir nokkuð þrengst á síðari árum vegna breytinga, sem orðið hafa á skólafyrirkomulaginu hjer í .bæ, en enn sem fyr reynir þ^ð eftir mætti að starfa sam- kvæmt 2. gr. laganna, að því, ,,að efla samvinnu og samtök milli kennara skólans og hlynna að velferð hans“. Kennari. iiuiiuiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiniiiiimiimimiiiiiniiiimiiiiumiiiiiiH | Hólsfjallahangikjðt og ffrænar baunir. | 1 Jóh. Jóhannsson I 1 Grundarstíg 2. Sími 4131.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.