Morgunblaðið - 07.02.1939, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. febr. 1939-
New York
Sýnlngarsalirnir
f «
synmgm
búningi sýningarinnar, að það er
unt að gera sjer nokkra grein
fyrir, hvernig henni muni verða
háttað, og þess vegna virðist á-
stæða til að kynna þjóðinni þetta
mál að nokkru, eftir því, sem
föng eru á.
★
• • -
Orðugleikar Islandssýningar
þessarar hljóta að verða að
því leyti meiri en annara þjóða,
er þátt taka í heimssýningunni,
sem gæta verður sjerstakrar var-
úðar í öllum framkvæmdum,
vegna þess, hve fje er hjer mjög
íii' skornum skamti, samanborið
við það, sem aðrar þjóðir leggja
fram til sýningarinnar. Sýningar-
ráð hefir alls til umráða um 300
Jús. kr. Þar af er framlag ríkis-
ins 125 þús. kr., en hitt eru fram-
lög Reykjavíkurbæjar, einstakra
stofnana, atvinnufyrirtækja og
einstaklinga. Meðal þeirra, sem
leggja fram fje til sýningarinnar,
eru aliir bankarnir, S. I. S., Sölu-
samband íslenskra fiskframleið-
enda, Fiskimálanefnd, Síldarút-
yegsnefnd, síldaryerksmiðjur rík-
isins, og auk þess fjölda margir
kaupsýslumenn, fyrirtæki og ein-
stakir atvinnurekendur.
Þó að 300 þús. kr. virðist vera
allmikil upphæð á íslenskan mæli-
kvárða, þá er það vitaskuld lang-
lægsta upphæðin, sem nokkur þjóð
leggur ffam í þessu skyni, og er
fyrir þá sök mjög vandfarið með
fjeð, svo að trygt sje að sem mest
gagn hljótist af. Til samanburðar
má geta þess, að sambandsþjóð
Vor, Danir, sem hefir jafnstóran
sýningarskála og vjer, ver til sinn-
ar þátttöku 1 milj. kr.
★
Það var þegar Ijóst í upphafi
þessa starfs, að mjög mikill hluti
verksins yrði að vinnast í Banda-
ríkjunum sjálfum, og hefir því
orðið náuðsynlegt, að framkvæmd
arstjórn færi vestur um haf til
þess að vinna þar að undirbún-
ingnum og kynnast aðstöðu vorri
og, staðháttum þar. í'þessu skyni
fór' formaður framkvæmdarstjórn-
ar vestur síðastl. vor, en hafði þá
skamma viðdVöl þar, en síðar var
J>að talið nauðsynlegt, áð hann
hefði faSt aðsetur í New York
fram til sýningarinnar og uns
henni er lokið, í byrjun nóvember
njæstk. Fór Vilhjálmur Þór því
af landi burt í september 1938, og
«r nú búsettur vestra. Einnig hef-
ír Haraldur Árnasoií verið 1 New
York nm mánaðartíma til sam-
starfs um allan undirbúning. Enh-
fremur dvaldi formaður sýningar-
ráðs í New York um mánaðartíma
í verslunarerindum og hafði þá
jafnframt nokkur afskifti af Sýn-
Ingunni í samráði við framkvæmd-
arstjóra.
Svo hefir skipast, að Vilhjálm-
ur Þór gegnir jafnframt ýmsnm
verslunarstorfum í New York, og
greiðist, kostnaðurinn af dvöl hans'
að hálfu Ieyti af öðrum aðilum.
Þrátt fyrir þessar utanfarir og
dvöl fslendinganna vestra, var
]?að talið bæði æskjlegt og óhjá-
Sýningarsalurinn.
Sýningarsalurinn.
kvæmilegt, að ráðinn yrði til að-
stoðar Bandaríkjamáður, sem er
sjerfræðingur í sýningarmálum.
Fyrir valinu varð Mr. Outhwaite,
sem hefir haft mikil afskifti af
slíkum málum og er talinn maður
mjög smekkvís og fær í sinni
gréin. Hefir verið náð mjög hag-
kvæmum samningum við hann, og
höfum við þar notið íslandsvin-
áttu hans, sem byggist á viðkynn-
ingu hans við landa vorn, dr. Vil-
hjálm StefánssÖn, sem hjer, eins
og í ölmni öðrum atriðum, er
þátttöku vorri viðkoma, hefir
reynst oss hinn mesti haukur í
horni. Jafnframt hafa þeir Guð-
mundur iGrímsson dómari og dr.
Rögnvaldur Pjetursson á marg-
víslegan hátt greitt fyrir málefn-
um vorum.
Loks skal þess getið, að það
var talið nauðsynlegt að fá ís-
lenskan málara vestur til að vera
til aðstoðar og leíðbeiningar um
þær myndir frá íslandi, sem sýnd-
ar verða vestra, sjerstaklega sem
málaðar bogamyndir (diorama).
Þessar bogamyndir eru samsteypa
af málverki og líkani af lands-
lagi. Er þessi sýningaraðferð mjög
mikið notuð, og með Ijósbrigðum
og innsýnisáhrifum (perspektiv)
fást hverskonar greinilegar og lif-
andi myndir af landi og hafi.
Eitt vandasamasta viðfangsefnið
í þessu sámbandi hefir það
reynst að finiia sjálfan þann grund
völl er sýningin yrði reist á. Öllum
má ljóst vera, að tilgangur sýn-
ingarinnar er ekki síst sá, áð
brjóta íslenskum útflutningsvörum
leið inn á heimsmarkaðinn í rík-
ara mæli en nú er koStúr á. Það
er ekki einungis, að sýningin fer
fram í einu höfuðlandi heímsins,
sem íslendingúm gæti orðið ómet-
anlegur hagnaður af að éiga við-
skifti við, heldur mætast hjer á
sama vettvan^i þjóðir úr öllum
álfum heims, og er þess vsénst, áð’
hin íslenska þátttaka verði fyrir
þá sök til þess að opna vörum vor-
úm margvíslegar leiðir. Mjog ná-
tengd hugmyndinni um að greiða
fyrir viðskiftum vorum er sú við-
leitni, að vekja alménna athygli
á þjóðinni og menningu hennar,:
því að það er ekki eingöngu metn-
aðarmál fyrir þessa þjóð, að aðrir
fái sem gleggsta hugmynd um líf
hennar, heldur má' það og aug-
Ijóst vera, að menrting þjóðarinn-
ar er undirstaða þess, að erlendar
þjóðir megi treysta framleiðslu-
háttum hennar á matvörum, sem
er vandfarið með, en útflutningur i
slíkra vara er einmitt undirstáða
hins íslenska atvinnulífs.
★
En þótt sýningarstjórnin hafi
frá öndverðu og fyrst og
fremst haft í huga viðskiftamál
þjóðarinnar, þá hefir hún komist
að þeirri niðurstöðu við nákvæma
íhugun, að sýning á sjálfum út-
flutningsvörunúm gæti ekki orðið
og ætti ekki að vera aðalatriðið í
sýningu vorri. Hitt skiftir méstu,
að sýningin sje notuð á þann hátt,
að þeir, sem hana sækja, fái sem
gleggsta hugmynd um þau frá-
bæru skilyrði, sem þetta land á
ýmsa lund hefir til þess að fram-
Jjóst að nota yrði eitthvert alveg
einstakt atriði til þess að draga
að sjer athyglina í hinni stórkost-
legu samkepni heimssýningarinn-
ar. En nú vill svo til, að til var
frá fornu fari sjerstakur tengilið-
ur á miíli Jslendinga og hinnar
vestrænu álfu. Hjer er vitaskuld
átt við þá stað.reynd, að það var
íslenskur maðnr, sem fyrstur
hvítra manna steíg fæti á ame-
ríska grund, og einmitt á síðari
árum er farið að leggja sífelt
meiri og' meiri áherslu á þennan
sögulega atburð í skólum Banda-
ríkjanna og Kanada. Að öllu þessu
athuguðu varð það að ráði að gera
- " 'Vjft y,. fe. 'T
Veggurinn, sem sýnir siglingaleið Leifs hepna og flugleið Lindberghs.
leiða verðmæta vöru, og að hjér
búi þjóð, sem hefir áhuga á að
notfæra sjer þessi skilyrði og geti
því boðið veröldinni einn hinn
besta varning í sinni röð, er nokk-
urs staðar sje kostur á. Til þess að
skýra þetta ofurlítið nánar, má
aðeins taka sem dæmi, að það
mundi vera næsta óhentugt að
sýna t. d. landbúnaðarvöru eins
og kjöt í því ástandi, sem hún er
flutt út úr landinu. Hitt skiftir
meiru máli, að á sýningunni tak-
ist að gera það ljóst, að hjer á
þessú norðlæga landi sje sá gróð-
ur jarðar, sem gerir þessa vöru
eftirsóknárverða. Sama má segja
um sjávarútvegsvörurnar, þar sem
t. d. saltfiskur, síld og lýsi eru
mjög óhentugar vÖrur til sýning-
ar, og verður því lögð aðaláhersl-
an á þgð að vekja athygli á því,
hversu ágæt skilýrði' eru hjér til
framléiðslu á þéssum vörutegund-
um, og hversu kjarngóðar og heil-
næmar þær hafa reynst.
★
Þessi sjónarmið eru menn beðn-
ir að hafa í'húga, er að því kem-
ur að lýsa sjálfum hinum ein-
stöku atriðum sýuingarinnar. Eft-
ir að menn höfðu áttað sig 'nokk-
uð á þessum höfúðgrundVelli, v’arð
eftirfarandi atriði að meginþátt-
unum í Islandssýúingunni:
1. Almenna menningu þjóðar-
innar að fornu og nýju:
a) Siglingar og landafundi for-
feðra vorra.
b) Stjórnskipulag' þjóðarinnar
(þinghald til forna o. fl.).
e) Bókmentir (fornar og nýj-
ar).
d) Jjístír.
e) Menningarástand nú.
f) ís'and sem ferðamannaland.
2. Atvinnuvegi nú og fram-
leiðsluvörur til sölu erlendis.
Það hefir áður verið gerð grein
fyrir því í blöðum vorum, að alt
sýningarsvæðið er margar fermíl-
ur að stærð, en þungamiðja sýn-
ingarinnar er svæði það, sem er
rjett hjá sýningarhöll Bandaríkj-
anna, og eru þar reist hús þau
eða hallir, sem einu nafni eru
nefnd „The Hall of Nations" og
er, skipað ínnhverfis hinn svo-
nefnda „Friðarvöll“ (Court of
Peace). Við ísíendingar erum svo
lánsamir, að sýningarskáli vor er
því nær fast við Bandaríkjahöll-
ina sjálfa, og er því staðurinn
sjerlega hentugur.
Sýningarstjórnin í Bandaríkj-
unum leggur hinum ýmsu þjóðum
endurgjaldslaust til sýningarskál-
ana, en þjóðirnar sjá um alt fyr-
irkomulag innanhúss.
Lýsing á skálanum.
Skáli vor er sambygður við hús
fjögurra annara ríkja, og er að
stærð um 31 m. á lengd, 15 m. á.
breidd og hæðin er 21 m. Önnur
hliðiji snýr að Friðarvellinum, en
hin að hringbraut sýningarinnar,
sem er mjög breið gata, sett
trjám, og eru við þá götu skálar
ýmissa ríkja, þ. á. m. Kanada. Það
má segja, að inngangurinn í skál-
ann sje jafngóður frá báðum
götum. Vallarmegin er Leifsstytt-
an úr bronze framan á skálanum.
Hefir verið gerð sjerstök útbygg-
ing á skálann, sem skagar, um 3
m. fram, og fyrir framan hana
stendur styttan á stalli og er því
mjög áberandi úr fjarska, enda
er styttan og fótstallurinn jafn-
stórt og líkneskið hjer heima á
Slcólavörðutorginu. Höfum vjer
einir fengið þau sjerstöku hlunn-
indi að hafa svo stóra og áber-
andi styttu framan á skála vorum.
Útbyggingin nær 3J4 m. upp fyrir
þak, og mun þar íslenski fáninn
gnæfa við himin. Verður flaggið
6 m. Sennilega verður sýningar-
merki Islands, sem er skjöldur, er
sýnir siglingaleið Leifs og hnatt-
stöðu íslands, haft yfir styttunni.
Skjöldurinn er upphleyptur,
bronzelitaður og um 1J4 m- að
þvermáli.
★
Hinum megin við innganginn
er stór veggflötur, og er á honum
innhleyptur reitur. Á miðjum
reitnum er komið fyrir upp-
hleyptu korti af íslandi. Hægra
megin, í efra horninu, er skjald-
armerki Islands, í neðra horninu
til vinstri víkingaskip, hvort-
tveggja upphleypt, og verða þess-
ar myndir allar málaðar í lituJti.
Yfir dyi'unum er sylla, og ofan
á henni stendur ICELAND með
stórum stöfjim.
Fyrir framan hina hliðina, sem
snýr að Hringbraut, er líkneski
Þorfinns. Karlsefnis eftir Einar
Jónsson. Er þetta afsteypa úr
bronze af myndinni, sem hjer er
á listasafninu. Upphaflega er
mynd þessi gerð fyrir Philadelp-
hia, og er þetta samskonar mynd
og þar er. Efst á þakbriminni er
einnig nafnið ICELAND í stópum
stöfum.
★
Að innan er skálanum þann
veg fyrir komið, að svalir ganga
FRAMH. Á FIMTU SlÐCL