Morgunblaðið - 07.02.1939, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.02.1939, Qupperneq 5
I*riðjndagur 7. febr. 1939. i. JfllorgutiWaMð Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritatjörar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarmaBur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjörn, auglýsingar og afgreiBala: Austurstræti 8. — Slmi 1*00. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBl. í lausasölu: 15 aura elntakiB — 25 aura neB Lesbök. ÓÞOLANDIÁSTAND Alt bendir til þess, að rík- isstjórnin standi alger- lega ráðalaus og sje því í þann veginn að gefast upp við að leysa ýms þau aðkallandi vandamál, sem nú steðja mest að þjóð vorri. Sjerstaklega virðist stjórnin aúrræðalaus í sambandi við málefni sjávarútvegsins, en }>essi aðal-atvinnuvegur þjóð- .;arinnar er nú svo djúpt sokk- ínn, að hann á sjer ekki við- reisnarvon, nema gerðar sjeu róttækar ráðstafanir af hálfu hins opinbera honum til stuðn- ings og hjálpar. Enn hefir ekkert heyrst frá ;stj.óminni um það, hvað hún Jiugsar sjer að gera útveginum til viðreisnar. Og hinn nýaf- stáðni aðalfundur Framsóknar- flokksins gerði ekki annað en að samþykkja loðnar ályktanir, .sem hvergi koma nálægt lausn niálsins. En meðan svo er, að sjálf ríkisstjórnin hefir engar tillög- iir að gera til viðreisnar hinum hrynjandi sjávarútvegi, þá verður ekkert aðgert. Stjórnin hefir meirihluta Alþingis á sínu ibandi, og hún getur því hindr- að framgang allra mála þar, sem hún ekki aðhyllist sjálf. ★ Þetta úrræðaleysi ríkisstjórn- -arinnar í málum sjávarútvegs- Ins og öðrum aðkallandi stór- snálum, stendur vitaskuld í beinu sambandi við veikleika hennar. Svo sem kunnugt er, situr atjórnin nú með stuðningi 19 þingmanna Framsóknarflokks- ins og 7 þingmanna Alþýðu- flokksins. En síðan síðustu kosn ingar fóru fram, hefir Alþýðu- flokkurinn klofnað, og er nú :svo ástatt um þann flokk, að vafasamt er, hvort hann er ann- að eða meira en þeir 7 þing- menn, sem á Alþingi eru. Hitt •er a. m. fullvíst, að kjósendum Alþýðuflokksins hefir stór- fækkað frá síðustu kosningum, •og alt sem bendjr til þess, að sá flokkur fengi ekki fleiri en 2— 3 þingmenn, ef kosið væri nú í >dag. Þessi aðstaða hlýtur að veikja mjög ríkisstjórnina. Stjórnín veit, að hún hefir :stóran minníhluta þjóðarinnar ^ð baki sjer. Hún veit einnig, að sá þingmeirihluti, sem hún hefir stuðst við, er falskur. 'Vitneskjan um þetta hvort- tveggja gerir stjórnina að mestu íóstarfhæfa. j ★ Þetta hefir hinn nýafstaðni aðalfundur miðstjórnar Fram- fióknarflokksins rjettilega skil- ið, ef það er rjett, sem heyrst hefir, að hann hafi ákveðið að rstjórnin sæti ekki áfram með stuðningi Alþýðuflokksins eins. iSkyldi því athuga möguleikana fyrir myndun þjóðstjórnar, eða að öðrum kosti að rjúfa Al- þing og stofna til kosninga á næsta vori. Hafði miðstjórnar- fundurinn, að sögn, falið þing- flokknum að ákveða hvor leiðin skyldi farin. Ekkert hefir enn heyrst frá ríkisstj órninni um það, hvað hún hugsar sjer í þessu efni. En eftir ýmsum sólarmerkjum að dæma, virðast ekki miklar lík- ur til þess, að grundvöllur sje fenginn fyrir myndun þjóð- stjórnar. Það virðist svo margt og mikið sem skilur milli flokk- anna, að vart er sjáanlegt að takist að brúa skjótlega þau mörgu og breiðu sund. En alt tal um myndun þjóð- stjórnar er vitanlega út í blá- inn, meðan ekkert liggur fyrir um það frá sjálfri stjórninni, hvaða mál hún hugsar sjer að þjóðstjórn leysi og á hvern hátt sú lausn skuli vera. Þjóðstjórn, sem mynduð yrði til þess eins að sitja í valdastólunum og við- halda miklu af því ófremdar- ástandi, sem nú ríkir á nálega öllum sviðum og öll bölvunin stafar af er vitanlega óhugs- anleg. Hitt geta vitanlega allir ver- ið sammála um, að æskilegast væri að flokkarnir gætu nú komið sjer saman um viðreisn sjávarútvegsins, enda er lausn þeirra mála mest aðkallandi í augnablikinu. Aðalfundur „Oðins“ Aðalfundur málfundafje- lagsins ,,Óðins“ var hald- inn í Kaupþingssalnum síðastl. sunnudag. Fundurinn var svo vel sóttur, að salurinn var þjett- skipaður og fjöldi inntöku- beiðna í fjelagið bárust. Ný stjórn var kosin í fjelag- inu og skipa nú stjórnina: Sigurður Halldórsson, for- maður (endurkosinn) ; Ki’istinn Árnason, varaformaður (nýr í stjórninni). Meðstjórnendur voru kosnir: Axel Guðnason (endurkosinn), Gísli Guðnason, Yngvi Hannesson (endurkosn- ir), Jón Björnsson og Sveinn Sveinsson. Störfum aðalfundarins var ekki lokið og verður haldinn framhaldsaðalfundur á næst- unni. Knattspyrnufjel. Valur heldur ársdansleik sinn í Oddfellow-hús- inu n.k. laugardag. Ýms skemti- atriði verða. Meðal annars sýriir Sif Þórs nýtísku listdansa o. fl. Aðgöngumiðar seldir í Málaranum í Bankastræti og hjá H. Biering, Laugaveg 3. „Greathope“, enskt kolaflutn- ingaskip, kom í fyrrinótt með farm til Ólafs Gíslasonar & Co. Lýsing á sýningarskðlanum EFR.I HÆÐ I t Grunnteikníng af sýningarskála íslands. FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. fram eftir endilöngum salnum og fram um miðjan skálann í um 9 m. hæð. Var um það að ræða, ým- ist að hafa tvær hæðir eða svalir, og áleit sýningarstjórnin og ráðu- nautur hennar smekklegra og hentugra að velja þetta fyrir- komulag. Skálinn að innan. Þegar inn er komið vallarmeg- in, verður fyrst fyrir gestinum upplýsingaskrifstofa, sem stendur í sambandi við skrifstofu skálans, sem er þar fyrir innan. Þegar lit- ið er til vinstri, blasir við heill veggur. Verður gestinum fyrst starsýnt á kort eitt mikið, sem er 8, m. breitt og 8 m. á liæð og sýnir hnattstöðu fslands og sigl- ingaleiðina milli íslands og Vín- lands. Siglingalínan verður skýrð með litlínu, og getur sýningar- gesturinn með því móti rakið leið fornmanna vestur um haf. Enn- fremur sýnir önnur litlína flug- leið Lindberghs frá Ameríku til íslands. Kortið takmarkast beggja meg- in af útbyggingu. og er annars vegar að neðan fyrir komið inn- bygðri bogamynd, er sýnir Leif taka land vestan hafs, víkinga- skip hans og föruneyti. Hinum megin í sörnu hæð er jafnstór bogamynd af lendingu Lindberghs við Reykjavík. Fyrir ofan þessar myndir báðum megin eru innbygð tjöld fyrir kvikmyndasýningar. Verður þar daglega sýnd íslands- kvikmynd, eins og síðar mun skýrt frá. Sýning sjávar- útveffsins. A,nd,spænis , þessum vegg undir svölunum eru tveir stórir, boga- myndaðir sýningarbásar, • hvor um sig 8 m. á breidd. í öðrum þeirra er sýndur sjávarútvegur- inn, en í hinum landbúnaðurinn. Sjávarútvegssýnin gunni verður þannig fyrir komið, að í sýuingar- básnum eru 5 bogadregnar myndir. Stærsta myndin, í miðj- um básnum, sýnir skip að veiðum við suðurströnd íslands, og eru þar bæði togarar og mótorbátar, en í fjarska blasir landið við með fjöllum og jöklum. Hafflöturinn er táknaður með glerjum og vatni á milli, og und- ir haffletinum sjást veiðarfæri skipanna, hafsbotninn og lífið í sjónnm. Myndin er 2% m. á lengd. Næst þessari mynd verður öðr- um megin mynd af síldveiðum og síldariðnaði, en hinum megin verður sýnd meðferð og verkun þorsksins. Fremst í básnum, sitt hvorum megin, verður mynd af Vestmannaeyjum á vertíðinni, er sýnir gnægð sltipa og mikið at- hafualíf, en hinum megin verður mynd af Siglufirði um síldveiði- tímann, er sýnir verksmiðjur, síldarsöltun og alt athafnalíf þeg- ar annir eru þar mestar. Til hægri handar við þennan bás er súla, sem skýrir lýsisfram- leiðslu vora, gæði lýsisins og þýð- ingu þess fyrir heilbrigði manna. Verða þar einnig allskonar línu- rit um þetta, en inni í súlunni situr hafmey (höggmynd Guð- mundar Einarssonar) ög rjettir fram skel með lýsi í. Verður stytt án öll fagurlega upplýst, og fyrir áhrif Ijóssins kastar lýsið frá sjer fínlegum geislum. Landbúnaðarbásinn. í landbúnaðarbásnum er fyrir miðju stór bogamynd, er sýnir íslenskt landslag til sveita. Á myndinni er stór fjárhópur að renna fram dal, og í horni mynd- arinnar sjest íslenskur sveitabær. Fremst á myndinni er komið fyr- ir þrem kindum, er valdar voru norðan úr Þingeyjarsýslu síðast- liðið haust, fluttar út og stoppað- 'ar erlendis. Er þetta 1 hrútur, 1 ær og 1 dilkur, og verður þeim þann veg fyrir komið, að svo virðist sem þær sjeu í sjálfum fjárrekstrinum. Sitt hvorum megin við • þessa mynd og næst henni eru tvær bogamyndir. Önnur sýnir nýtísku mjólkurbú, nokkuð í framtíðar- ljósi, en hinum megin er sýnd notkun jarðhita til blóma- og grænmetisræktar, með gróðri og húsum. Yst í básnum til beggja handa jeru bogamyndir, öðrum megin af Hvanneyri, og er þar sýnd kúahjörð og heyannir með nýtísku tækjum. Hinum megin er sýndur dalur og fjöll með. stoð- rekstri og ríðandi mönnum. I báðum þessum básum verður fyrir komið allmiklu af ljósmynd um fyrir ofan bogamyndirnar, og verða þær sjerstaklega miðaðar við landbúnað og sjávarútveg. ísland ferða- mannaland. Á þessum sama vegg, þegar lýk- ur þessum sýningum, er 15 m. bogadreginn veggur, sem nær að útgöngudyrum skálans hring- brantarmegin. Á þessum vegg verður fsland sýnt sem ferða- mannaland. Fyrir miðjum veggn- um er stórt kort af íslandi, eru á það teiknuð ýms merkileg náttúrufyrirbæri, og athyglin sjerstaklega dregin að þeim stöð- um, er ferðamenu girnast að sji-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.