Morgunblaðið - 07.02.1939, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. febr. 1939.
Kort þetta er því ekki venjulegt
landabrjef, heldin> eru sjálf nátt-
úrufyrirbærin máluð á kortið,
svo sent vatnsgos og eklgos, foss-
ar og veiðiár, og auk þess kelstu
gistihús o. fk Athyglin er sjer-
staklega dregin að vegakerfi
landsins, bæði þeitn vegum, er
ætlaðir eru bílum, og ennfremur
fjallvegum.
Beggja megin við kortið er rað-
að stórum, ATönduðum ljósmynd-
um, jafnframt því, sem vegg-
flöturinn er notaður til þess að
skýra’á sein einfaldastan og greini
legastan hátt, hvernig komist
verður til Islands og hvernig
skipakosti landsmanna sje hátt-
a$, Fyrir neðan kortið og mynd-
ir þær, sem getið hefir verið um,
verður komið fyrir sjerstökum
útbúnaði, þar sem menn geta
horft á minni myndir við alveg
sjerstök lýsingarskilyrði.
Setustofa.
Auk þessa er niðri í skálanum
setust|fa til hvíldar fyrir sýning-
aygeSti. Verður feynt að koma
þar fyrir nýtísku íslenskum hús-
gögnum og láta stofuna bera svip
af íslenskum salarkynnum á vor-
um tímum. A veggjunum verða
ísíensk málverk til skreytingar
önnur íslensk veggskreyting.
Andspænis sýningunni á land-
inu sem ferðaroanoalandi er boga-
dreginn veggur, sem notaður
verður til að sýna Reykjavík og
verklegar framkvæmdir bæjar-
ins. Verður Sogsvirkjunin sýnd
þar og ennfremur hin fyrirhug-
aða hitaveita, enda er það til-
gangur heimssýningarinna/r, að
sýna einnig framtíðina, eða eins
og sýningarstjórnin í Bandaríkj-
unum orðar það: 'The ’World of
To-inorrow“. Á miðjum þessum
vegg er bogamvnd af Reykjavík-
urbæ.
Uppi á lofti.
Tveir stigar liggja upp á sval-
irnar, sinn í hvorum enda húss-
ms. Þegar upp kemur, ef gengið
ér upp vallarmegin, kemur maður
fýrst að herbergi, sem verður kom
jið fyrir sem bókaherbergi. Her-
Mergi þetta verðar útbúið í forn-
íslenskum baðstofustíl, og hús-
gögn þar inni smíðuð og útskor-
in hjer heima í fornum stíl, klædd
íslenskum dúk.
- Á veggnnm, sem blasir við
manni, þegar inn er komið, verða
bókaskápar. alsettir vönduðum
og merkum íslensk'um bókum, er
dr. Halldór Hermannsson hefir
góðfnslega lofað að lána úr bóka-
safni dr. Fiske. Ennfremur verða
þar sýndar aliar handritaútgáf-
Urnar, sem Levin & Munksgáard
og Háskóli íslánds góðfúslega
lána.
* Fyrir miðju, þegar inn er kom-
^ð. er yfir bókaskáp komið fyrir
mynd Einars Jónssonar: Einbú-
anum í Atlantshafi. Sitt hvorum
megin til hliðar verða tvær litl-
ar bogamvndir. er sýna Siiorra
Sturluson að sagnritun og kvöld-
viiku í sveit.
Stjórnskipun, ment-
un, heilbrigðismál.
Nú taka við 3 sýningarbásar.
Þann fyrsta á að nota til að
kynna stjornskipun lándsins frá
upphafi og fram til vorra tíma.
I>ar verðnr stytta Ingólfs eftir
Einar Jónsson, myiid af Alþingi
hinu förna á Þiigvöllum. mynd
af Alþingishátíðinni og loks af
Skýrsla sýninoarnetndarinnar
þinghúsinu að utan og innan, ef
til vill af fundi í Sameinuðu Al-
þingi o. fl. Verða þar jafnframt
sýndir helstu merkisviðburðir í
sögu vorri.
Næsti básinn verður helgaður
mentun þjóðarinnar og menningu.
Verður þar stór bogamynd af há-
skólahverfinu í Reykjavík og
myndir af skólum og skólafólki
frá barnaskóla upp í háskóla.
Verður þar með línuritum og
myndum reynt að skýra frá
starfsemi helstu menningarstofn-
ana þjóðarinnar, svo sem þjóð-
kirkju og útvarpi, bóka- og blaða-
útgáfu.
I ysta básnum á svölunum verð-
ur svo fyrir komið myndum og
línuritum um heilbrigðismál þjóð
arinnar, heilsufar, íþróttalíf og
fjelagslíf. Verður þar sýndur
Landspítalinn, berklaliælin, Sund-
höllin í Reykjavík að utan og
innan og fólk að ýmsum íþrótt-
um.
★
Framhald af þessum bás er stór
veggflötur, og verður þar fyrir
komið nýju landabrjefi, litteikn-
uðu, af íslandi. Er það 2y% m. áj
breidd. Kort þetta er gert afj
Geodætisk Institut í Kaupmanna-
höfn, eftir fyrirsögn Geirs G.
Zoega vegamálastjóra. Verða
þar sýndir allir vegir á Islandi,
brýr, síma-línur, vitar, kirkjur,
skólar og helstu . jnerkisstaðir við
sjó og í sveit. Landabrjef þetta
er skýrt með litlínum.
Franían við básana O'g stf.t hvor
urn megin við bókaherbergið
koma 4 súlur, og verða þær 1.6—
2 m. háar. Þar verða þessi lisfa-
verk: „Móðir jörð“ og „Glíma“
eftir Einar Jónsson, og „Sæmund-
ur á selnum“ og „Víkingurinn"
eftir Ásmund Sveinsson. Þarna
fyrir framan básana við handrið-
ið á svölunum yerða sæti. Eru
þau andspænis kvikmyndatjöld-
unum og eru ætluð þeim sýning-
argestum, sem vilja staldra við
og horfa á íslands-kvikmyndina.
Samskonar sæti verða og niðri.
Vörusýningin.
Vörusýningunnj verður þann
veg fyrir komið, að sýningarmun
irnir verða í s.jerstökum skápum.
Eru 3 stórir skápar niðri, 2 á
miðju gólfi, en einn á veggnum
á milli landbúnaðar- og sjávarút-
vegssýningarinnar. I þessum skáp-
úm verða sýndar landbúnaðar- og
sjávarútvegsafurðir svo sem föng
eru á og smekkvísi leyfir. Auk
þessa eru 5 smærri skápar við
stigann, og verða þar sýndir ein-
stakir listmúnir og listSmíði eftir
okkar bestu hagleiks- og lista-
rrienn.
★
Nokkur úrvals málverk verða
flutt vestur til skreytingar, og er
þeim ætlaður staður á tveim stóf-
um veg' jnnr, auk þess sem mál-
verk verða einnig, eins og að fram
an getur, í setustofunni.
Framan á svalabrúninn'i verðúr
30 m. löng mynd af fjallatind-
um Islands, sem ýmist rísa tærir
og tignárlegir úr hafi eða teygja
sig upp úr ský.jum. Á þessi myitd
að tákna íslenska f jallasýn. Litir ^
verða svart, hvítt og silfnr og
túlkun lands og lita fáguð, en
kröftug.
Víðsvegar urn skálann verða
settar höggmyndir eftir íslenska
listamenn. Ennfremur verða sýnd
model af húsum, t. d. þjóðleikr
húsinu, ‘ háskólanum o., fI., skip-
um, veiðarfærum, og mjög vönduð
líkön af öllum helstu nytjafisk-
um landsins í eðlilegri stærð,
mótúð erlendis eftir fiskum, er
sendir hafa verið hjeðan að heim-
án, hraðfrystir.
Einnig eru sýndir í skáp út-
stoppaðir íslenskir fuglar, þ. á.
m. örn, fálki, æðarfugl, rjúpa o. fl.
★
Á mörgum veggjum sýningar-
skálans verða allskonar hagfræði-
leg línurit, er skýra frá högum
þjóðarinnar, verslun, iðnaði og
öðrum atvinnugreinum og at-
vinnuháttum.
Lýsing liússins er svo fyrir
komið, að öllum ljósaútbúnaði
verður leynt og notuð óbein lýs-
ing. Á skálanum eru aðeins tveir
'langgluggar, einn á hvorri hlið,
og eru þeir fyrir ofan inngang-
inn og ná upp undir þak.
Frímerkjasýning verður einnig
sjerstaklega útbúin, og verða þar
sýnd Öll frímerki, sem gefin hafa
verið út á fslandi. Hefir póst-
stjórnin góðfúslega lofað að lána
þau, og í þessu sambandi má geta
þess, að gefin verða út sjerstök
frímerki vegna þátttöku vorrar í
heimssýningunni, enda gefa marg
ar aðrar þjóðir pt slík frímerki,
svo sem Frakka,r, Tjekkóslóvakar,
Brazilíumenn o. fl.
Eins og getið hefir verið hjer
að framan, er til þess ætl-
ast, að sýnd verði íslandskvik-
mynd daglega, á þeim tímúm
dags, er reynslan sker úr, að best
hentar. Kvikmynd þessi er mjó-
filma, þótt allmikill hluti hennar
hafi verið tekinn sem breiðfilma.
Nú er komið til New York mjög
mikið efni í þessa íslensku kvik-
rnvnd, sem verið er að viníra úr
og setja saman. Til þess er ætlast,
að kvikmyndin gefi allítarlega
lýsingu á höfuðatvinnuvegum og
lifnaðarháttnm landsmanna og
landinu sjálfu. Að tilhlutun ým-
issa stofnana, sem sjerstaklega eru
tengdar sjávarútveginum, hefir
verið tekin mörg þúsund metra
filma af öllum greinúm sjávarút-
vegsins. Þetta er breiðfilma, en
sjerstökum hluta hennar verður
breytt í mjófilmu, þannig, að eft-
ir sýninguna eiga að vera til tvær
ágætar sjávarútvegsfilmur, önnur
bre'iðfilma og hin mjófilma. Er
ætlast til þess, að breiðfilman, sem
fullgerð verði vestra, verði síðan
sýnd sjerstaklega í kvikmynda-
húsum víðsvegar um heim.
Þá hefir eiúúig verið tekin mjög
ítarleg fibna af landbúnaðinum
(mjófilmaj, sem eríínig verður
sýnd síðar og víðar sem sjálf-
stæð filma. En jafnframt þessu
hefir verið ferðast víðsvegar um
Island til þess að ná myndum úr
þjóðlífiúu og af fegurstu og ein-
kennilegustu náttúrufyrirbærum.
Allmikill hluti af þessú efni hefir
\Terið tekinn á litfilmu, sem þegar
eru fregnir af, að héfir tekist
sjerstaklega vel. Þá hefir og flota-
málaráðuneytið danska sýnt þá
góðvild að leyfa, að notað yrði á
sýninguiíni alt. sem óskað yrði
eftír úr filmú, sem Orlogskaptajn
A. M. Dam tók hjer í sumar.
Engleudingur einn, sem ferðað-
ist um landið þvert og endilangt
í sumar, að nafni The Hon. Mark ,
Watson, og tók hjer litaða mjó-
filmú, hefir einnig verið svo vin-
samlegnr að leyfa, að þessi filma
yrði notuð á heimssýningunni.
Af þessu er auðsætt, að úr mjög
miklu efni er að velja, og að á-
stæða er til að ætla, að kvik-
myndin, sem sýnd verður á sýn-
ingimni; vérði' bæði fræðandi og
áhægjuleg.
-k
Einn þáttur starfsins í sam-
bandi við sýninguna liefir það
verið, að semja ritgerðir á ensku
máli um :
1) Island sem ferðamannaland.
2) Sögu þess, stjórnskipulag og
stjórnarfar. 3) Fiskiveiðar. 4)
Lándbúnað. 5) Verslun. 6) Iðnað.
7) Siglingar. 8) Heilbrigðismál.
9) Mentamál. 10) Þjóðfjelagsmál:
(a) Sámvinnumál. b) Tryggingar-
inál).
Óráðið er enn, hvort ritgerðir
þessar koma út sem sjerstök bók
eða verða gefnar út í bæklingum,
eða hvorttyeggja.
Jafnframt verður gefinn út aug-
lýsingabæklingur, þar sem þeim,
sém lagt hafa fje fram til sýn-
ingarinnar verður gefinn köstur
á því gegn greiðslú áð áuglýsa
fyrirtsfeki sín:
Þá Íiefir sýningarráð fest kaup
á 1000 eintökum af bókinni „Is-
land í myndum“, sem Isafoldar-
prentsmiðja gaf út. Verður þetta
ný útgáfa, aukiu og endurþætt.
Bókin verður seld sýningargest-
um.
17. júní.
Það fyrirkomulag hefir verið á-
kieðið, að sjerhver þjóð, sem tek-
1! i fiatt í sýni'n gunni, skuli hafa
einn dag til umráða til jiess að
vekja athygíi á sjer og halda
])átttökuna hátíðlega. Vjer höfum
valið 17 júní sem vorn dag og
teljnm það heppilegt, bæði vmgna
væntanlegra ferðamanna hjeðan
að heiman, og sjerstaklegá vegna
liess, að Vestnr-Islendingum mun
sá tími hentugur til að sækja
aýninguna. Það er enn óráðið,
hvaða tilhÖgún við höfum á þess-
nm degi, en það má telja víst, að
útvarpið verði áðallega tekið í
þjónustu dagsins, og þá verða
væntánlega menn bæði hjeðan að
heiman og eins Vestur-Islending-
ai- fengnir til að flvtja ávörp og
ræður, jafnframt því, sem íslensk
hljómlist verður flntt svo sem
föng eru frekaát á. En hjer eins
óg á öðrum sviðuin takmarkast
framkvæmdir okkar tilfinnanlega
af f járskortinum.
Af þessum söluim er einnig ó-
í bjákyæmilegt að kosta sem allra
! rninstu til fólkshalds á sýning-
( unni. Þó verður ekki hjá því kom-
ist að hafa ’8 stúlkur og 2 karl-
menn, auk nætnfvarðar, sein faSt
siarfsfólk, er skíftist á a;ð gæta
‘ sýningarskálans, sem verður op-
inn frá kl. 10 f. li. til kl. 11 e. h.
Þótt oss hafi borist þær fregn-
ir, að kostur muni verða á ís-
lensku starfsfólki, sem búsett er
vestan hafs, gegn dvalarkostnaði
einum, þá er að sjálfsögðu æski-
legt, að nokknr hluti starfsfólks-
ins komi hjeðan, en þess verður
þó því aðeins kostur, að völ sje
á færu fólki, sem sjálft er tilbúið
að greiða fargjald sitt báðar leið-
ir. Verður síðar tilkynt í blöðun-
um nánar um þetta atriði.
Ferðir vestur um haf.
Það er ekki beinlínis í verka-
hring sýningarstjórnar aö sjá
þeím íslendingum, er óska að
sækja sýninguna, fyrir fari vest-
ur um haf, en það mál hefir þó
verið talsvert athugað við Eim-
skipafjelag Islands og ýms erlend
skipafjelögy en framkvæmdir eru
erfiðar vegna gjaldeyrisskorts.
Verður síðar skýrt frá þessu máli.
★
Eins og sjá má af framan-
skráðu, verða fjölmargir eiguleg-
ir munir, sem beinlínis verða til
vegna sýningarinnár. Um boga-
myndirnar, sem mikið verður
stuðst við á sýningunni, er það
að segja, að þær verða þannig
gerðar, að það má flytja þær
brott að lokinni sýningunni og
nota þær síðar, ef vjer skyldum
taka þátt í fleiri sýningum er-
lendis eða koma upp sýningu
hjer heima. Allir munirnir, sem
sýningarstjórnin lætur gera, verða
eign ríkisins að lokinni sýningu.
Þó er ætlast til þess, að Leifs-
styttan verði eftir. véstra í eign
Vestur-íslendinga, enda hafa þeir
aðallega lagt fram fje til að láta
steypa hana. Styttan af Þorfinni
karlsefni er hinsvégar kostuð af
Reykjavíkurbæ og verður flutt
íiingað heim að lokinni sýningu
og afhent bænnm.
Niðurlag.
Þanuig verður þá sýniúgu vorri
fyrir komið sein heild og í ein-
stökum atriðúm. Það er vitanlega
erfitt að lýsa þessu með orðum
einum, en myndirnar gefa nokkru
frekari og fyllri skýringu.
Eins og fyr var sagt, veldui*
fjárskortúrinn oss miklum erfið-
leikum, því að vitanlega væri
æskilegt að hafa sýninguna full-
komnari og íburðarmeiri. En vjer
höfum leitast við að sýna: ein-
kenlii lands vors, fegurð þess og
tign, lifnaðarhætti og atvinnu-
hætti þjóðarinnar á sannan, ó-
brotinn og eðlilegan bátt. Hvern-
ig tekst að gefa hinum mörgtt
væntanlegú sýningargestum rjetta
og vinsamlega hugmynd um vora
fámennu og fjarlægu þjóð og
svifta þurt þeim röngu hugmynd-
um, sem hinar erlendu þjóðir
kunna að hafa um oss, verður
dómur reynslunnar að skera úr.
En það má öllum vera ljóst, að
jafnframt því, sem þátttaka vor
í sýningunni er djarft spor frá
vorri hálfu, er það og geysi-þýð-
ingarmikið fyrir þjóðlíf vort og
atvinnuvegi. Vjer vonum það, að
sýning vor geti orðið þjóðinni til
sóma, en ]>ess liljótá allir góðir
íslendingar eindregið að óska.
Reykjavík 6. febrúar 1939.
f. b. sýningarráðs
Thor Thors formaðúr.
Steingrímur Steinþórsson ritari.
f. h. fraiúkvæmdastjórnar
Ragnar E. Kvaran ritari.
Haraldur Árnason.