Morgunblaðið - 14.02.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1939, Blaðsíða 8
MORGIJN SLAÐIÐ Þriðjudagur 14. febr. 1939?, r 8 Danskur yfirlæknir segir eft- irfarandi sögu: — Jeg minnist liðsforingjafrúar einnar, sem var búin að fá þá óbil- andi trú, að hvin gæti með engu móti stigið í fæturna. Hún ljet bera sig úr rúminu í hæginda- stólinn, þar sem hún sat á dag- inn. Allar tilraunir til þess að fá konuna til þess að stíga í fæt- urna reyndust árangurslausar. Dag nokkurn kom jeg inn í her- bergið þar sem hún sat. Hún hafði ekki orðið vör við er jeg kom inn í herbergið. Jeg læddist að stólnum, þar sem hún sat, og alt í einu tók jeg undir mig stökk með kreftan hnefa og öskraði af öllum mætti: Rísið á fætur. Konan varð' svo óttaslegin að hún rauk upp úr stólnum eins og byssubrend og æddi um herbergið. Hún hjelt augsýnilega að jeg væri orðinn brjálaður. — Jæja, sagði jeg, þarna getið þjer sjeð, frú mín góð, að þjer getið hæglega stigið í fæturna. Hún var alveg undrandi, en mint- ist heldur ekki á það framar, að hún væri fótaveik. ★ I Júgóslavíu er heill bær þar sem nær eingöngu blint fólk býr. Aðallega eru það hermenn, sem urðu blindir í stríðinu, sem þarna eiga heima. Bær þessi heitir Veter- nik og var bygður samkvæmt boði Alexanders konungs. ★ Um hálf miljón manns hefir at- vinnu við fegurðarmeðalaiðnaðinn í Bandaríkjunum. Amerískar kon- ur eyða árlega ca. 120 miljónum dollara í snyrtivörur og á snyrti- stofunum einum er eytt 775 milj. dollurum. Alls eru 65 þúsund snyrtistofur í Bandaríkjunum. Franskur sótari fann nýlega fjársjóð einn stóran falinn í reyk- háf, sem hann var að hreinsa í húsi einu í 'Elsass. Alitið er að peningarnir hafi verið faldir í reykháfnum meðan á fransk- þýska-stríðinu stóð. ★ Um daginn fjekk ítölsk síma- stúlka, Vanda Bianehi að nafni, sem vinnur á talstöðinni við út- lönd í Ítalíu, 2000 líra að gjöf frá Mussolini. Gjöfinni fylgdu þau ummæli, að hennar myndi getið í veraldarsögunni. Þannig er mál með vexti, að stúlka þessi af- greiddi hið margumtalaða símtal, sem fór fram milli Mussolini og Hitlers 29. september í fyrra. Og fyrir það fjekk hún verðlaunin. ★ Prófessorinn var að halda fyrir- Iestur um vatn og lauk máli sínu þannig: Og hugsið ykkur að lok- um, tilheyrendur góðir, að ekkert vatn væri til, þá gæti enginn lært að synda og hversu margir myndu þá ekki drukna? ★ John Aspel heitir 10 ára gam- all piltur, sem er fjelagi í Oxford Svifflugfjelagi. Hann hefir flogið lengst 3 kílómetra í svifflugu og upp í 150 metra hæð. John segist vera yngsti svifflugmaður í heimi. ★ MÁLSHÁTTUR: Litlum fuglum lítið hreiður læt- ur best. UNGUR MAÐUR óskar eftir litlu herbergi, helst í miðbænum. Uppl. í síma 4867 JCavyis&afiW! FISKUR I SOÐIÐ Sími Fiskbúðarinnar Báru er 5 3 8 5. HATTAR, Húfur, Nærfatnaður og Sokkar fyrir dömur og herra, Peysur, Hosur, Tvinni og ýmsar smá- vörur. Axlabönd. Barnasokkar o. fl. Handunnar hattaviðgerðir sama stað. Hafnarstræti 18. — Karlmannahattabúðin. Otsala Skrautpottar, leirpottar, kak- tusker, hengipottar, kaktusar o. m. fl. seít með miklum afslætti þessa viku. — Afskorin blóm með bæjarins lægsta verði. •— Kaktusbúðin, Laugaveg 23. — Sími 1295. Nokkrar KVENGRÍMUDRAGTIR til sölu. Uppl. í síma 1374. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. Björn Jónsson, Vesturg. 28. Sími 3594. GULRÓFUR eru seldar daglega í heilum pokum. Sendar heim. Sími 1619. DRENGJAFÖT (matrosaföt) fallegt úrval. — Einnig fataviðgerðir (kunst- stopning). Sparta, Laugaveg 10 Sími 3094. Vandað HINKEL-HARMONIUM með tækifærisverði. Sími 3637, kl. 9—5. ÞIÐ, sem búið í Þingholtunum, mun- ið ódýrustu brauðin í bænum á Laufásveg 41. Sveinabakaríið. KAUPUM FLÖSKUR, stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opið 1—6. KAUPUM FLÖSKUR, flestar teg. Soyuglös, whisky- pela, meðalaglös og bóndósir. Versl. Grettisgötu 45. Sækjum heim. Sími 3562. KAUPUM FLÖSKUR, soyuglös, whiskypela, bóndósir. Sækjum heim. ----- Sími 5333. Flöskuversl. Hafnarstrœti 21. Notið Venus HÚSGAGNAGLJÁA, afbragðs góður. Aðeins kr. 1.50 glasið. NOTIÐ „PERO“, stór pakki aðeins 45 aura. FILADELFIA, ' Hverfisgötu 44. Samkoma á þriðjhdagskvöld kl. 8)4- Sig- Jakobsen, ásamt fleirum. Söng- ur og hljóðfærasláttur. Velkom- in! Stúlka óskast, hálfan eða. allan daginn. A. v. á. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarins besta bón. MINNINGARSPJÖLD fyrir minningarsjóð Einars . Helgasonar, fást á eftirtöldum |stöðum: 1 Búnaðarfjelagi ísl., Gróðarstöðinni, Laugaveg 50, Þingholtsstræti 33, Túngötu 145 og afgreiðslu Morgunblað- | sins. — 1 Hafnarfirði á Hverfis- | götu 38. L O. G. T. ST. VERÐANDI NR. 9 Fundur í kvöld kl. 8. Inn- taka. Skýrslur embættismanna og nefnda. Vígsla embættis- manna. Upplestur: Frk. Emilia Indriðadóttir. UNGLINGSSTÚLKA óskast í vist. Upplýsingar í síma-. 9272. FÓTA-AÐGERÐIR Geng í hús og veiti allskonar* fótaaðgerðir. Unnur Óladóttir- Sími 4528. Ung dansk Dame önsker Op- hold i Landet som BARNEFRÖKEN (fam. Stilling) eller paa finereí Systue ca. 15. Marts eller ApriL Bedste Anbefalinger, Fransk„ Engelsk og Tysk. Bill. mrkt. r „C. 349“ modtager Buchtrupar- Annonce-Bureau, Aarhus. OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Hafnar— stræti 19. Sími 2799. Uppseti^- ing og viðgerðir á útvarpstækj— um og loftnetum. GERUM HREINT og pússum rúður. Ódýr og- vönduð vinna. Hringið í síma» 1910. Gagnið að auglýsingnm fer auðvitað eftir því hvað marg- ir lesa þær. Munið að Morg- unblaðið er langsamlega út- breiddasta blaðið. Tugir þús- unda lesa það daglega. Það ber boð yðar til allra. Það selur fyrir yður. Það tryggir gamla viðskiftavini og útveg- ar nýa. Það er boðberi við- skiftalífsins. E. PHILLIPS QPPENHEIM: yg MIUÓNAMÆRINGUR í AT\ INNULEIT. 32 skildinga, en af þeim skuldaði liann 7 skildinga fyrir herbergið. Hann borgaði reikninginn, og þegar hann var búinn að því, var klukkan rúmlega 8. Rjett í því, er hann opnaði útidyrahurðina, rakst hann á manneskju, sem hann kannaðist ofur vel við. Hún ætl- aði að fara að hringja dyrabjöliunni. „Mrs. Heath!“ hrópaði hann. „Þjer hjer? Góðan daginn!“ Hún virtist vera orðin alt önnur manneskja. Sæl á svip og eftirvæntingarfull. Andlit hennar ljómaði, og ánægjan skein úr þreyttum augunum. Hún greip hönd lians með ákefð. „Það eruð þjer! Það eruð þjer, sem hafið gert það“, hrópaði hún og þrýsti hendur hans og hafði ekki aug- un af honum. „Jeg hefi velt því fyrir mjer á alla vegu. Jeg fjekk nafnlaust brjef í gærkvöldi og með því 65 pund í skíriaudi bankaseðlum, og hefi auðvitað ekki sofið dúr í alla nótt. Jeg hefi skift og þeir eru ósvikn- ir seðlarnir. Ó, Mr. Bliss. Nú eru börnin örugg, og jeg get sent Iíughie í skóla. Jeg veit, að þjer hafið gert þetta, og jeg á engin orð til þess að þakka yður fyrir. Jeg bið guð að blessa yður“. Bliss hreifst með af geðshræringu hennar. Hann sá fyrir sjer nýjan heim, nýjan sjóndeildarhring. Þessi fátæka og þreytta kona frá Fenton Street hafði lyft tjaldinu. Hann fann, að tárin komu fram í augu sjer, er hann tók hlýlega um herðar hennar. „Kæra Mrs. Heath“, sagði hann. „Þjer voruð mjer svo góð og kenduð mjer svo mikið. Jeg sendi yður peningana. Mig Iangaði til þess að þjer gætuð orðið hamingjusamar og lifað áhyggjulausu Hfi það sem eftir er æfinnar. Þjer hafið ekki legið á liði yðar“. „Þjer eigið nóg eftir fyrir yður sjálfan?“ spurði konan óróleg. Bliss hló glaðlega. „Jeg á meiri peninga en nokkur maður ætti að eiga“, sagði hann. „Jeg- kem bráðlega að heimsækja yður með konunni minni. Yið skulum segja yður alla söguua“. „Ef himnaríki er til — —“, byrjaði hún. En Bliss þrýsti hönd hennar fast í kveðjuskyni og flýtti sjer í burtu. Yið fyrsta götuhorn leit hann við og virti hana, fyrir sjer. Hún gekk rösklega heimleið- is, háleit og bein í baki. Bliss fanst alt í einu sem gæti hann lesið hugsanir hennar, fann, hvernig- byrðinni var Ijett af herðum hennar og sæluna við það, börn- unum borgið og baráttu hennar fyrir tilverunni lok- ið. Hann sá hana hverfa inn í fjöldann, ljettstíga og hnarreista, og hjelt sjálfur leiðar sinnar, glaður en alvarlegur í bra gði. Hann fór beina leið til skrifstofustjórans í strætis- vagnafjelaginu. „Jeg kem hjerna með ráðningarbrjef mitt“, sagði hann. „Jeg gat ekki fundið yður í gærkvöldi". „Ætlið þjer að yfirgefa okkur, Bliss?“ spurði mað- urinn. „Jeg hjelt, að þjer væruð ánægður hjá okkur“. þeirra. Ef það væri ekki of fljótt, þætti mjer vænt um, að það yrði 19. desember“. „Það er ágætt“, sagði Honerton. „Við skulum segja kl. 8 á Milan. Við verðum í Feneyjasalnum. Jæja, jeg fer þá núna, ef þjer er sama. Jeg kann ekki við að aka í strætisvagni, og sje, að þarna er bílastöð rjett hjá. Vi.ð hittumst þá heilir í Feneyjasalnum í Milan- hótelinu kl. 8 að kvöldi 19. desember. — En hvað um stúlkunaf1 „Unnustu mína? Má jeg taka hana með mjer?“ „Auðvitað“, svaraði Honerton. „Þú kemur með haua og við sendum ykkur bæði glöð í burtu. Vertu sælt þangað til“. „Vertu sæll“, sagði Bliss. Bliss var óvenju þögull þetta kvöld, er liann var á leið til veitinaghússins. með Frances.. „Er nokkuð að?“ spurði hún áköt'. „Þú hefir víst ekki mist atvinnuna?“ „Nei, nei“, svaraði liann. „Jeg komst bara í geðs- hræringu í dag. Nokkrir kunningjar míiiir, sem jegr umgekst, þegar jeg var við betri efni, hafa boðið okk- ur í matarveislu og vilja hjálpa okkur, svo* að við* getum byrjað á nýjan leik einhversstaðar: Ilvernig; líst þjer á það?“ „Áttu við það, að við förurn til útla»da?“ Hann kinkaði kolli. „Það er líklega meiningin“. Hún sagði ekkert strax. Augu hennar wru mjögr blíðleg, og hann þóttist vita, livað henm var efst £ huga. „Þú varst að hugsa um systur þínar?“ sagði hann, er þau settust við sitt ranalega borð. „En gerum nú, ráð fyrir, að við hefðum nóg til þess að geta kostað Ruth til söngnáms og sent Elsu suður í lönd til lækniuga ?“ Hún þrýsti hönd hans. „Jeg myndi aðeins gera það, sem þú teldír rjettasií og best, vinur minn“, sagði hún. „Þeir bjóða okkur að borða með sjer 19. desember“„ sagði Bliss. Frances gretti sig ofurlítið. „Ernest“, sagði hún. „Hvernig ættí jeg að geta far- ið? Þú veist að jeg á ekkert til að vera T, og 19. er áa fimtudaginn kemur“. Hann sat grafkyr um stund og einblíndi út í bláinn..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.