Morgunblaðið - 22.02.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. febr. 195». Úr daglega lífinu Greinargerð Pjeturs Magnússonar IJt af greininni í Aforgunblaðinu jær um sjóslysin og sundkunnáttu sjó- »anna, benti Jón Oddgeir Jónsson blaðinu á, að Slysavarnafjelagið hef ir einmitt unnið að því síðastliðin tvö ár, að sem flestir sjómenn lærðu jrond. Fjelagið befir gengist fyrir sund ■ámskeiðum hjer tvö undanfarin haust, •g hafa um 90 manns sótt hvert þeirra. Auk þess sem menn hafa lasrt venju- Ingt sund, hefir verið lögð áhersla á að kenna björgunarsund. ★ Eins og blöðin hafa skýrt frá, vildi það til þ. 13. þ. m. að einn af bát- ▼erjum, Samúel Sigurðsson tók út af ▼jelbátnum Hermóði suður í Grinda- ▼íkursjó. En svo heppilega vildi til, að á bátn- um var einmitt maður einn, Pjetur Magnússon að nafni, sem lært hafði sund á öðru námsskeiði Slysavamafje- íagsins. Þegar sýnt var, að Samúel náði ekki í björgunarhring, sem til hans var kastað, fleygði Pjetur sjer- til sunds og bjargaði manninum. ★ Frjett blaðsins í gær, um fráfall hjónanna á Snjallsteinshöfða í Land-' sveit vakti mikla athygli. Eftir 48 ára hjónaband veiktust þau bæði samtíin- is að kalla úr lungnabólgu og dóu bæði eftir nákvæmlega jafn langan sjúk- dóm. Svona viðburðir snerta viðkvæma strengi í hjörtum manna. Það er r.jett eins og menn sjái gömlu hjónin haldast í hendur — leiðast inn fvrir fort.jald- ið mikla. ★ Þessi atburður, sem virðist svo hnit- miffaður af forsjóninni minnir mig á annan að vísu næsta óskyldan norður í Eyjafirði fyrir nál. 20 árum síðan, er nafnkunnur maður þar fekk hugboð um að hann ætti skamt eftir ólifað, veiktist á tilteknum tíma úr lungnabólgu og dó eftir stutta legu. Þetta var Halldór Guðmundsson á Hlöðum, maður Ólafar skáldkonu. Hann þóttist vita með vissu hvenær andlát hans bæri að höndum, var þó fullfrískur og gekk til vinnu sinnar, eins og ekkert væri. Haiin var trjesmið- ur. -Hafði hann, eins og að vísu var títif í fyrri tíð, sjálfur smíðað líkkistu sína. En nokkru áður en hann bjóst við dauða sínum fór hann ásamt konu sinni til Akureyrar. Lét hann í þeirri ferð taka Ijósmynd af sjer, og ákvað hver.j- ir skyldu fá myndimar, sem kveðju frá'honum að honum látnum. Ilann heimsótti ýmsa vini sína, sagði þeim, að nú ætti hann skamt eftir ólifað og kvaddi þá með þeim ummælum, að hann sæi þá nú í síðasta sinn. Líkklæði sín keypti hann áður en hann fór heim. Er þangað kom gekk hann til vinnu sinnar og bar ekki á neinum veikind- um eða að hann á nokkurn hátt væri öðruvísi en hann ætti að s.jer. En eftir vikutíma veiktist hann af Jungnabólgunni, sem brátt varð hon- um að bana. Tilviljun geta menn kallað þetta. En þeir, sem þektu Halldór, veittu þessu rneiri athygli vegna þess, að þeir vissu sem var, hve bann var frábærlega vand aður maður og staðfastur í lund. ★ J. J. skrifar grein í Tímann í gær um Sjálfstæðismenn og kommúnista, og deiluna í Hafnarfirði. Dregur hann í grein sinni upp samlíkingu af því er Alberti ráðherra hinn danski eitt sinn kom heim til sín og sá ,að vinur hans e:nn sat í hægindastói með konu hans í fanginu. Alberti ávarpaði þenna vin sinn með þpsstim orðum: „At du gider“. Því hann furðaði sig á, að maðurinn skyldi nenna því að sitja undir konunni. Síðan kemur samlíkingin hjá J. J. Að Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafi tekið kommúnista — hið rússneska kvenskass í fang sjer. Fer hann um það nokkrum orðum og finst hann vera fyndinn. „En hver átti konuna“, sagði þing maður einn við J. J. í gær. Það var Alberti sem átti hana og lifað hafði með henni í alllöngu hjóna- bandi — eins og Framsókn með komm- únistum undanfarin r. ★ A öðrum stað í sama blaði talar J. J. um að kommúnistar óttist Fram- sókriarflokkinn“. „Ótti“ komma við Framsókn hefir lýst sjer mjög ein- kennilega. I átta kjördæmum gáfu kommúnistar út fyrirskipun um það vorið 1937, að flokksmenn þeirra skyldu styð.ja Framsóknarmenn á þing. ★ Jeg er að velta þvi fyrir m.jer, hvort ccildarsalir Alþingis sjeu mál-staðir. CHAMBERLAIN UM VÍGBÚNAÐINN FRAMH. AF ANNARI SIÐU. skylda bresku stjórnarinnar að sýna öðrum þjóðum, sem nú rækju óða vígbúnaðarstarfsemi, fram á það, hve fávísleg sú stefna væri og þýðingarlaus, sem þær rækju, því að engin þjóð, sem nokkurs væri megnug, gæti horft á slíkt og haldið kyrru fyrir. Binda yrði enda á þetta kapphlaup. Ilinsvegar taldi haun engan grundvöll í svipinn fyrir slíka af- vopnunarviðleitni. FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU- að frá fjelagsdómi, sem honum óviðkomandi. Hvor krafan sem tekin yrði til greina, krefst jeg að stefn- andi verði dæmdur til að greiða málskostnað eftir mati dómsins. Jeg vil með örfáum orðum gera grein fyrir á hverjum rök- um kröfur mínar eru reistar, en geymi mjer að sjálfsögðu frek- ari málsútlistun og rökstuðning til hins munnlega flutnings málsins. Hinn 13. sept. 1937 var í verkamannaf jelaginu „Hlíf“ gerð fundarsamþykt um kaup og kjör verkamanna þar. I 1. grein þessarar samþyktar seg- ir svo: „Meðlimir verkamanna- fjelagsins „Hlíf“ og Sjómanna- fjelags Hafnarfjárðar sitji fyr- ir allri virinu, enda sýrii þeir fje- lagsrjett sinn“. Síðar í sam- þyktinni komu svo ákvæði um kaupgjald) vinnutíma, vinnu- hlje o. fl. o. fl. Þessi fundar- samþykt var skriflega tilkynt Öllum helstu atvinnurekendum í Hafnarfirði, þar á meðal stefnanda þessa máls. Síðar hafði stjórn Hlífar tal af aðal- atvinnurekendunum, þar á með- al stefnanda og ljetu þeir munn lega í Ijósi að þeir myndu sætta sig við samþykt þessa og fara eftir henni. Þar með var samn- ingur kominn á milli stefnar.da og stefnds og þeim samnirtgi hefir síðan verið nákvæmlega fylgt, þangað til nú fyrir nokkr- Happdrætti Háskóla íslands Vöxtur happdrættisins frá ári til árs ber vott um vinsældir þess. 1934 var 1935 — 1936 — 1937 — 1938 — greitt í vinninga kr. — ca. — 476.525.00 651.575.00 745.650.00 748.525.00 777.725.00 Samtals á 5 árum 3 miljónir 400 þúsund krónur. Vinningar skiftast nokkurn veginn jafnt á hvert þúsund númera, þannig, að um 200 vinningar að meðaltali koma á hvert þúsund númera á ári. Er því mikil von bundin við að vinna í happdrættinu einkum af því, að vinningur getur komið upp á sama númer mörgum sinnum á ári. Enginn heíir ráð á að missa af þeirri von að geta eign- ast stórffe í happdrætttinu. um dögum, að stefnandi rauf hann. Að stefnandi hafi viður- kent sarnþvktina sem samning, sjest meðal annars af því, að hann hefir sótt um undanþágur frá henni. Þegar svo stefnandi, án þess svo mikið sem að segja upp samningi sínum við ,,Hlíf“, semur við annað fjelag, hið svo- nefnda Verkamannafjelag Hafnarfjarðar, og meðal ann- ars skuldbindur sig til að láta það sitja fyrir vinnu (9. gr. samningsins), þá er þar um að ræða hin frekustu samningsrof af hálfu stefnanda, sem full- komlega rjettlættu harðar gagn ráðstafanir af hálfu stefnda. Rjett er þó þegar að geta þess, að verkfalli ,,Hlífar“ er beint, ekki einvörðungu gegn stefn- anda, heldur og gegn klofnings- fjelagi því, sem stefnandi samdi við. Sú hlið málsins fell- ur að vísu fyrir utan verksvið fjelagsdómsins, en rjett þykir þó þegar að benda á það, að einmitt þetta sjónarmið getur halt mikil áhrif á úrslit þessa máls. Viðhorfið gegn klofn- ingsfjelaginu rjettlætir það sem sje, að verkfallið var gert án fyrirvara. Frekari rökstuðning fyrir aðalkröfnm mínum tel jeg að svo stöddu ekki nauðsynleg- an. í greinargerð sinni á rskj. 2, neitar háttv. andst. því, að nokkur samnirigur hafi verið gerður milli stefnanda og stefndu. Með þessu virðist mjer hann í raun rjettri vera að leiða rök að því, að málinu beri að vísa frá fjelagsdómi. Ef ekkert rjettarsamband hefir verið skapað milli málsaðila áður en vinnudeilan hófst, fæ jeg held- ur ekki sjeð, að fjelagsdómur sje bær um að leysa úr henni. Ef dómurinn því skyldi líta svo á, að ekki sjeu nægar sannanir fram komnar fyrir því, að samn ingur hafi verið gerður milli málsaðila, geri jeg þá kröfu, að málinu verði vísað frá dómi. Umbj. minn telur sig hafa mikla ástæðu til að ætla að stefnandi hafi brotið 4. gr. margnefndra laga nr. 80/1938 á þann veg, að hann hafi reynt að kúga verkamenn til að segja sig úr ,,Hlíf“ með hótunum um atvinnumissi. Takist að fá gögn fyrir þessu, áskil jeg mjer á síðara stigi málsins, að koma fram með kröfur út af þessum lögbrotum, svo og að láta fram fara vitnaleiðslur til að upp- lýsa þau. Jeg legg fram fyrnefnda samþykt frá 13. sept. 1937 svo og afrit af atkvæðaseðli og vottorði um atkvæðagreiðslu er fram fór í fjelaginu hinn 17.— 18. þ. m. Jeg vísa svo að öðru leyti til gerðra rjettarkrafna, mótmæli öllum rjettarkröfum stefnand- ans, þar á meðal sjerstaklega skaðabótakröfu hans, sem of hárri og áskil mjer rjett til að koma fram með frekari upplýs- ingar og bera fram nýjar kröf-. ur á síðara stigi málsins. Kristbjorg á Stokkseyri átfræð in sístarfandi, sígestrisna:,, síglaðværa og síhjálpfúsa. húsfreyja, Kristbjörg Jónsdóttir á Stokkseyri fyllir í dag 80 ár. Hún er koxnin af góðum bænda- æt'tum í Árness. Foreldrar henn- ar voru Jón Jónssön og Kristía Daníelsdóttir að Reykjanesi í Grímsnesi, og í þeirri fögru sveit óx Kristbjörg upp og dvaldi all- an fyrri helming æfi sinnar. Kringumstæður og eðlisfan munu liafa átt jafnan þátt í að knýja hana snemrna til dáða, og starfaði hún mjög á stórum heim- ilum, bæði sem vinnukona og ráðs- kona. Kristbjörg giftist árið 189S Sigurði Einarssyni frá Eyvík í Grímsnesi, hinum ágætasta manni. Fluttu þau til Stokkseyrar vorið 1903, en höfðu áður biiið að Hömr- um í Grímsnesi og Hofi á Kjalar- nesi. Vann Sigurður að verslun- arstörfum á Stokkseyri, lengst. við kaupfjel. „Tngólfur", en hefir nú á hendi afgreiðslu landsíman® þar. Jafnframt hafa. þau altaf stundað nokkurn landbiinað, og mun það ekki síst vera húsfreyj- an, sem aldrei hefir getið slitið sambandinu við lifandi gróður og hugþekk sveitastörf. Á Stokkseyri hefir. aldrei verið gistihús, þótt oft sje þar gest- kvæmt, og var þó einkum meðan verslunin stóð í blóma. Hygg jeg, að ekkert heimili þar hafi hýst fleiri gesti en heimili Kristbjarg- ar og Sigurðar, þótt aldrei hafi þeim þótt ástæða til að láta svo mikið yfir sjer að halda gestabók. Muu þar ekki hverjum manni hafa verxð seldur greiði. Nutu þan við það um margra ára skeið á- gætrar aðst.oðar Guðrxinar dóttur sinnar, sem nú er gift Ólafi kaup- manni Jóhannessyni og búsett í Reykjavik. — Eu son sinn Krist- mund, hjeraðslækni á Ilólmavík, misstu þau vorið 1929. Kristbjörg hlaut í vöggugjöf þá dásamlegu t.egund umhyggju- semi, sem lætur gestinn gleyma, að hann er ekki Leima hjá sjer — gamalmennin, sem ýmisleg örlög fluttu í skjól heimilis hennar, gleyma að þau voru eltki í ást- vinahöndum — bágstadda ná- granna. og hálparþurfa gleyma, að hún var þeirn vandalaus — og heimamenn og ástvini gleyma að hugsa sjer tilveruna án hennar. En því betur muna allir, sem kynst hafa henni á langri #g dáða- ríkri æfi, hvers virði kynnin hafa verið. Og allra þeirra hlýju hug- ir munu í dag flytja hinni öldr- uðu húsfreyju yl, sem endist tií æfiloka. J. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.