Morgunblaðið - 08.03.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1939, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. mars 193! 6 3SBQE I ÚR DAGLEGA LÍFINU 5Q 0 3QB 00 il I ár eiga Ijósmyndimar 100 ára af- maali. Ljósmyndasmiðir um lönd öll hálda þetta aldarafmæli hátíðlegt. Hvenær voru teknar ljósmyndir hjer á landi fyrst er mjer ekki kunnugt. En gaman væri að sjá þær elstu. Eru ekki einhverjir af lesendum blaðsins, sem eiga myndir frá elstu tímum ljósmynd- unum hjer á landi, er þeir vildu lána blaðinu til að birta almenningi. Þó ekki væri nema til þess að sjá Ijós- lifandi hvemig búningarnir voru hjer á þeim tímum. * Jón Amfinsson garðyrkjumaður skrifar blaðinu: Skordýrin gerðu mikinn usla í skrúð- görðum bæjarbúa síðastliðiS sumar. Er áríSandi að gera sem öflugasta herferð gegn þeim, og það á rjettum tíma, áð- ur en orðið er um seinan fyrir sum- arið. VíSa í bænum era t. d. gamlir ribs- runnar, sem á hverju sumri eru út- steyptir af rauSu skjaldlúsinni. Skordýr þessi verpa eggjum tvisvar á ári, vor og haust. En best kunna þau við sig í gömlum ribsrunnum, sem hafa hrufóttan börk. Þar verpa þau helst og þar geymast eggin best yfir 40' veturinn. Þessa gömlu ribsrunna, sem eru aSalheimkynni skjaldlúsanna, ætti áð uppræta, og gróðursetja nýja runna í staðinn. * Allvíða sjest og sveppur í greinum ribsrunnanna. Hinar sveppdauðu grein- ar ætti aS höggva sem fyrst af runnun- um, til þess sveppurinn magnist þar ekki og breiðist út um runnann. Því ekki er hægt að eyða sveppunum í greinum þeim, sem sýktar eru. * Þingvísur eru nú orSnar mjög fátíS- ar á Alþingi. Það er af sem áSur var, þegar þing sat varla svo nokkurn dag, að ekki kæmi þar á loft ein jjingvísa eða fleiri. En frá Búnaðarþinginu hafa heyrst nokkrar þingvísur. Ein þeirra er svona, og var tilefni hennar það, aS Sveinn á Egilsstöðum komst svo að orði um Norðfirðinga, aS þeir ,,tottuðu“ ríkissjóðinn: Sitja þeir allir sjúgandi, sá er mestur gróðinn. Til þess er þeim trúandi, að totta ríkissjóðinn. Tveir menn á Búnaðarþinginu þóttu tala allmikið og taka furSu oft til máls. XJm þá var þetta kveÖið: Jeg er alveg orSinn mevr lit af Dóra og Páli. Tvisvar, þrisvar — telst mjer — þeir tali í hverju máli. Segja ef ætti sannleikann sem er Ijótt aS heyra. Þetta lengir þingtímann um þriðjung — eða meira. Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort fótgöngulið sje einskonar gang-stjetl. U érðbréfabankim f Austurstr. 5 sími S652.0pió 51.11-120^-1 9 annast allskonar ver ðbr j ef aviðskif ti. Tilboð óskast í 16—17 þús. kr. í Veðdeildar- brjefum. ÁRSÆLL JÓNASSON, Hringbraut 163. Sími 2731. Kristinn Björnsson læknir In memoriam ( Reykjavík var vagga Kristins Björnssonar. Hjer í bæ fædd- ist hann 17. desember 1879. En meiri hluta æfinnar dvaldi hann fjarri fósturjarðar ströndum. Víða fór hann, og nú var hann í hinni síðustu för er dauðinn mætti hon- um suður í Indlandshafi. Þannig lauk æfi hins tápmikla manns, Reykvíkingsins, sem lifði hjer bernsku- og æskuárin. Margir eru þeir, sem muna for- eldra hans, hin góðkunnu heiðurs- hjón Björn Guðmundsson kaup- mann og frú Maríu Ólafsdóttur. Atti Kristinn til góðra að telja og naut ástríki sinna ágætu for- eldra. Stúdentsprófi lauk hann vorið 1899. Sigldi hann þá samsumars til Kaupmannahafnar og stundaði læknisnám við háskólann þar. Varð hann kandidat í læknisfræði í ársbyrjun 1907. Stundaði hann, að loknu prófi, læknisstörf á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn. Var Kristinn námsmaður góður, vel að sjer í sinni grein og í öllu áhugasamur atorkumaður. Hjá honum fór saman æfintýra- löngun og starfsþrá. Svalaði hann útþrá sinni með því að starfa sem skipslæknir á skipum, er sigldu milli Evrópu og Ameríku. Bauðst honum þá lækn.isstarf á eyjunni St. Thomas, og nokkru síðar gerð- ist hann læknir í San Domingo á Haiti. En til þess að geta öðlast rjettindi til læknisembættis þar, varð Kristinn að Ijúka læknisprófi á ný og á spænslrri tungu. Lauk hann því prófi með snild og gerð- ist dugmikill læknir. Dvaldi hann í Domingo um 10 ára skeið. En árið 1921 fluttist hann alfarið til Kaupmannahafnar. Var hann þar praktiserandi læknir og hafði mik- ið starf með höndum. En enn á ný vaknaði ferðaþráin. Vildi hann nú kanna ókunna stigu og rjeðist skipslæknir á eitt hið stærsta skip Austurasíufjelagsins. Var skipið á leið frá eyjunni Ceylon, er dauð- ann bar að 2. þ. m. I byrjun starfsáranna kvæntist Kristinn danskri hjúkrunarkonu, Marie Jörgensen. Andaðist hún vorið 1932. Eignuðust þau hjón 2 sonu og 1 dóttur. Synirnir dóu, en einkadóttir þeirra hjóna, frk. Grethe Björnsson, hefir ávalt ver- ið með föður sínum. Fæddist hún í San Domingo, en var skírð hjer í Reykjavík, er hún var 2ja ára. Kom hingað með íoreldrum sínum. Kannast margir íslendingar við hið fagra og gestrisna heimili hjón anna, og nú hin síðari ár heimili föður og dóttur, sem með frábærri alúð og vináttu fögnuðu Islend- ingum, sem í heimsókn komu. Systur Kristins eru þær frú Ragnheiður Zimsen og frk. Lilja Petersen. Voru þau Kristinn og Ragnheiður alsystkin. Er hans að vonum sárt saknað af systrum og dóttur, frændum og vinum. Með atorku og dugnaði gekk Kristinn að læknisstarfi. Öll fram- koina hans einkendist af iðandi lífsfjöri og hressandi blæ. En á bak við kæti og gleði var djúp alvara og sönn trygð. Við fráfall Kristins rifjast upp margar minningar frá æskuárun- um, er vinir og fjelagar Kristins áttu með honum ógleymanlegar gleðistundir. Við erum nokkrir vinir hans, sem átt höfum trygð hans og trausta vináttu um ára- tugi. Fram fyrir hugann koma margar myndir frá stúdentaárun- um í Khöfn, minnirigar um lífs- gleði í góðra vina hóp. Jeg minn- ist þeirra tíma, er við áttum heima á Regensen (Garði) í Kaupmanna- höfn. Jeg sje sólina skína á laufg- aðar greinar linditrjánna, jeg hlusta á samtal og kappræður æskunnar. Þetta er alt svo skýrt í birtu minninganna. En í sam- bandi við alt þetta er minningin um Kristinn Björnsson. Með hon- um var jeg daglega og vissi svo vel af náinni viðkynningu, að á bak við hið lífgandi fjör var hið trausta, sem hægt var að byggja á. Kristinn unni ættlandi sínu og fæðingarbæ. Kom hann hingað nokkrum sinnum til þess að sjá æskustöðvarnar og hitta vini sína og kunningja, og altaf var fals- lausum vini að mæta, er komið var í heimsókn til hans í fjar- lægu landi. Kristinn er framarlega í röð hinna góðu manna, sem jeg hefi kynst. Marksækin lund, brennandi þrá, táp og þrek, drenglunduð góð- vild. Alt þetta og rnargt fleira hugsa jeg um, er jeg hugsa um ágætan æskufjelaga, sem lífgaði hug og gladdi. Jeg veit um þá vini hans, sem minnast hans á sama hátt. Við, sem þektum hann, geymum bjarta mynd hans. Geymd skal minning um góðan dreng. Bj. J. Seljum blómin ódýrt í dag. Blóm og Ávextir. Lifla blómabúðin. FI ó r a. Grein Mr. Wrights FRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU. lagi, og hver hagnaður minstur. Alt þetta þarf námusjerfræð- ingur, sem hefir nauðsynleg próf og framar öllu nauðsyn- lega reynslu í námugreftri, að rannsaka og gefa skýrslu um til þess að geta látið heilbrigt álit í ljósi um málið. í öðru lagi verða fjármála- mennirnir að vita um hvað skattar eru háir til ríkis og sveitar og hvort tollar muni verða á vörum til námugraftr- ar og að hve miklu leyti námu- fjelaginu er frjálst skv. núgild- andi og væntanlegum lögum, að kaupa vörur, timbur, sement, íVerkfæri o. s. frv. erlendis, vör- ur, sem ekki er hægt að fram- leiða á íslandi, og hvaða höml- ur ríkisstjórnin mun setja á sölu málmsins erlendis og gjaldeyri þann, sem fæst fyrir þenna út- flutning. Jeg held að mönnum hljóti að vera það ljóst, að seinni at- riði þessa máls verði að vera á- kveðin áður en farið verður að athuga hin fyrri. Og hjer verð jeg að taka það skýrt fram, að jeg hef aldrei farið fram á, að sjerleyfi yrði veitt, til námu- graftrarins, en aðeins að Islend* ingar skýrðu frá afstöðu sinni til þeirra mála, sem talað er um í seinni greininni. Það kann að vera, að mis- skilnings hafi gætt hjá grein- arhöfundi að öðru leyti, því aldrei var farið fram á sölu málmsins eða sölu á rjettinum til þess að skattleggja málminn, fyrir ákveðna fjárhæð í eitt skifti fyrir öll, heldur var að- eins farið fram á að ákveðið væri afgjald af hverju tonni, sem framleitt yrði. Ef afgjaldið er ákveðið, fær þjóðin hagnað- inn, verði útflutningur mikill, en vitaskuld ekkert, ef ókleift reynist að vinna námurnar. Það er ek,ki farið fram á, að íslend- ingar afsali sjer neinu. En ef ríkisstjórn ákveður gjald af hverri smálest, og fyr- irtækið hepnast vel, þá fær þjóð in góðan arð af þessu, ekki að-* eins í afgjöldunum, heldur af því, sem margir gera sjer ekki Ijóst, að langmesti hlutinn af kostnaði við námugröft er vinna. Ef vel tekst með járn- vinsluna í Vestfjörðum, ætti það að bæta að verulegu leyti úr atvinnuleysinu hjer á landi og fjeð til þessara atvinnubóta fengist af sölu málmanna er- .endis. Þjóðin myndi ekki þurfa að taka það fje hjer innan- lands, eins og nú verður að gera til að draga úr atvinnuleysinu. Það eina, sem farið hefir verið fram á við foringja flokkanna hjer á landi, er að þeir geri sjer grein fyrir hvaða skilyrði yrðu hjer sett fyrir námu- rekstri. Þegar það er komið í vring, þá munu þeir menn, sem áhuga hafa á þessu máli geta tekið ákvörðun um, hvort á- ætlanir þær, eins og þær koma fram í skýrslu Steins Emils- sonar gefa tilefni til að senda námusjerfræðing til rannsókna og hvort leggja skuli fram nokk ur þús. sterlingspund, sem notí þarf á þessu fyrsta stigi rann sóknarinnar. Ekki er hægt ac taka ákvörðun um námuvinsl una fyr en búið er að grafa víð: í fjallið og ganga úr skugga urr hvernig ,,þakið“ verður í námu- göngunum, (basaltlögin næs! ofan við málmana) og niður- staða fengin í öðrum efnum, sem kosta bæði tíma og eríiði. Enginn fjármálamaður vill eyða fje í þetta fyr en hann veit hvaða ákvörðun stjórnarvöld hjer taka um skattaálögur á þessa væntanlegu starfrækslu. Jeg vil líka taka það fram, að mjer væri það kærkomið, ef hægt væri að gera ráð fyrir, að vinna járnið sjálft á Flateyri. En það er ekki hægt: Þar sem engar kolanámur eru á Islandi, og enginn Kalksteinn getur það ekki komið til greina. Öðru máli gegnir aftur á móti um „bauxitið". Þó að nauðsynlegt yrði í fyrstu að finna fyrir það markað erlendis, þá mun það vitaskuld síðar, þegar búið er að framkvæma hinar miklu vatns- orkufyrirætlanir, verða ódýrar að framleiða aluminium með ís- lensku vatnsafli, heldur en að vinna það erlendis. En þa$ vandamál leysist af sjálfu sjer, þegar vatnsorkan fæst, og þótt bauxitið verði fyrst flutt út, þá mun það engin áhrif hafa á al-r uminiumframleiðslu innanlands, þegar þar að kemur. Menn mega heldur ekki gleyma því, að kunnugt hefir verið um margra ára skeið, að járn og bauxite væri fyrir hendi á Flateyri, en fram til þessa hef ir þjóðin als engan hagnað haft af því. Skilyrðin fyrir járn og bauxite vinslu, eru nú jafn hagkvæm, og líklegt er að þau nokkru sinni verði, og tæki- færið til vinslunnar getur hæg- lega gengið úr greipum manna.. Að lokum langar mig til þess að votta Islendingum virðingu mína. Jeg held ekki að hægt myndi vera að gera í nokkru landi í heiminum, það sem^gert hefir verið á íslandi síðustu 25 árin. Heilbrigði þjóðarinnar og hin heilbrigða skynsemi ríkis- stjórnanna, sem hjer hafa setið að völdum, hafa lyft Islandi, þótt landið kunni að vera fá- tækt af auðsuppsprettum nátt-* úrunnar, í fylkingarbrjóst með-* al menningarþjóða. Það er að-< eins eitt sem hryggir mig, að Island er svo lítt þekt, en þeir tímar eru nú að líða, og fram* tak íslendinga — sem eru skyldari Englendingum en nokk ur önnur þjóð — mun verða okkur jafn kunnugt, eins og saga okkar sjálfra. Með kveðju, hr. ritstjóri. Yðar einlægur Newcome Wright. Eimskip. Gullfoss fór frá Siglu- firði í gær til ísafjarðar. Goða- foss er á leið til Hull frá Vest- mannaeyjum. Brúarfoss er'í Lond- on. Dettifoss er á leið til Yest- mannaeyja frá Kaupmannahöfn. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss fór frá Antwerpen í gærkvöldi áleiðis til Hull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.